Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  130. tölublað  108. árgangur  FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ! Bleikjuflök með roði Sjávarkistan 1.195KR/KG ÁÐUR: 2.299 KR/KG Lambagrillkjöt í marineringu 882KR/KG ÁÐUR: 1.799 KR/KG -48% -30% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 4. júní - 7. júní -51% Apríkósur 300 gr Nektarínur 500 gr Ferskjur 500 gr 321KR/PK ÁÐUR: 459 KR/PK LÆKKAÐ VERÐ! GRILLAÐ SASHI DRY-AGED RIB-EYE 25 VERK TILNEFND TÓK SEX DAGA AÐ FERÐAST TIL KAUP- MANNAHAFNAR GRÍMUTILNEFNINGAR 66 HELENA HENNEBERG 22GRILLBLAÐIÐ 16 SÍÐUR Þóroddur Bjarnason Veronika Steinunn Magnúsdóttir Þúsundir breskra ferðamanna hafa nú þegar bókað sig í Íslandsferðir næsta vetur í gegnum bresk- þýsku ferðaskrifstofuna Tui, að sögn Hallgríms Lárussonar, framkvæmdastjóra Snælands Gríms- sonar, samstarfsaðila TUi hér á landi. TUi er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og er með sitt eigið leiguflug frá Bretlandi til Íslands. Eins og Hallgrímur útskýrir er sérstaða TUi sem viðskiptavinar sú að í gegnum skrifstofuna koma ferðamenn til Íslands yfir vetrartímann, á fjögurra til fimm mánaða tímabili. „Bretinn hefur mikinn áhuga á Íslandi á veturna út af norðurljósunum. Það er mjög vinsælt að koma hingað í 3-4 daga, upplifa Gullfoss, Geysi og Bláa lónið. Svo er bónus að sjá norðurljósin,“ segir hann. Vöxtur hafi verið í kom- um hópa hingað til lands á vegum TUi síðustu ár. „Það hafa verið að koma á bilinu 12-14 þúsund ferðamenn frá þeim á hverjum vetri. Á síðasta ári var maður þó farinn að finna fyrir tregðu í sölu vegna hás gengis íslensku krónunnar. Verðlagið hér var orðið ofboðslega hátt af þeim sökum, og því var það farið að hafa áhrif á öllum okkar mörkuðum.“ Hallgrímur segist finna sterkt fyrir því hjá sínum viðskiptavinum erlendis að menn séu farnir að sjá til sólar. Mikið er farið að berast af fyrirspurnum frá ferðaskrifstofum erlendis sem verið hafa í viðskipt- um við Snæland Grímsson, að sögn Hallgríms. „Maður er orðinn hæfilega bjartsýnn hvað vetur- inn varðar, þó að auðvitað sé um samdrátt í sölu að ræða. Ég bind vonir við að það verði töluverð traffík hingað til lands í vetur.“ Segist hann m.a. finna fyrir mikilli óþreyju hjá viðskiptavinum sínum í Þýska- landi, einkum eftir að ferðatakmörkunum á ferðum til Íslands var lyft þar í landi. „Staðráðnir í að koma“ Ferðamenn sem bókað hafa hestaferðir hjá Ís- hesti hafa áhuga á að standa við fyrirætlanir sínar og ferðast til Íslands í sumar, að sögn Erlu Vignis- dóttur, sölu- og markaðsstjóra Íshesta. „Margir þeirra eru staðráðnir í að koma,“ sagði hún. Vinsælustu ferðirnar eru 5 til 8 daga ferðir og hefur fyrirtækið verið í sambandi við fjölda er- lendra kúnna, sem velta því fyrir sér hvernig sýna- töku á Keflavíkurflugvelli verði háttað. „Fólk er ekki alveg tilbúið að hætta við,“ sagði hún. MOrðnir óþreyjufullir að koma »35 Þúsundir bókana til Íslands  „Ég bind vonir við að það verði töluverð traffík hingað til lands í vetur,“ segir framkvæmdastjóri Snælands Grímssonar  Íshestar verða varir við mikinn áhuga Grein um rannsókn sem gerð var á vegum Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu á lyfjum og lyfjafíkn sýnir að andlát sem rakin eru til ofneyslu lyfja eru hlutfallslega flest á Íslandi af Norðurlandaþjóðunum. Svava Hólmfríður Þórðardóttir, ein höfundanna, segir niðurstöð- urnar enduspegla þróun í vímu- efnaneyslu á Íslandi, sem einkennist helst af neyslu sterkra verkjalyfja á borð við fentanýl og oxycodone í bland við önnur sterk. Er slík neysla sérstaklega skaðleg og líkleg til að valda dauðsföllum. Rannsóknin hef- ur verið gerð á fimm ára fresti síð- an 1984, en þá voru engin dauðsföll skilgreind sem lyfjatengd á Íslandi. petur@mbl.is »10 Ofneysla algengust á Íslandi Við Austurveginn á Selfossi hefur verið slegið upp grind að burstabæ í gömlum stíl sem fengið hefur nafnið Árnes. „Þetta er skemmtileg viðbót við húsamenninguna hér á Selfossi,“ segir Sigfús Kristinsson byggingameistari, sem reisir bæinn og slær ekki slöku við, orðinn 88 ára gamall. Verkinu ætlar hann að ljúka fyrir haustið. Á öðrum stað á Selfossi er svo verið að skapa nýjan miðbæ eftir svipaðri hugmyndafræði og í Árnesi; gamalt og nýtt mætast svo úr verður spennandi verkefni þar sem hátt er stefnt og horft til framtíðar. Morgunblaðið/Eggert Bær með burstir þrjár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.