Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 65
AF TEIKNIMYNDUM
Brynja Hjálmsdóttir
hjalmsdottir@gmail.com
Kakan mikilfenglega, Cemagnifique gâteau!, fráárinu 2018 er ein þeirra
mynda sem núna eru aðgengilegar
á hinni óviðjafnanlegu streymis-
veitu MUBI. Reyndar voru þær
stórfréttir fluttar um daginn að
MUBI hefði opnað safnið sitt fyrir
áskrifendum. Safnið virkar eins og
opið rafbókasafn, hægt að horfa á
hvað sem er hvenær sem er. En
hið venjulega fyrirkomulag, þar
sem 30 sérvaldar myndir eru að-
gengilegar, er enn við lýði og er Ce
magnifique gâteau! ein þeirra.
Myndin er súrrealísk, belgísk
brúðuhreyfimynd eftir Emmu De
Swaef og Marc James Roels. Hún
er nokkuð stutt, 45 mínútur, og er
því einhvern veginn á milli þess að
vera stuttmynd og í fullri lengd.
Reyndar eru brúðuhreyfimyndir
yfirleitt fremur stuttar, sem kemur
einfaldlega til vegna þess hve
svakalega mikil vinna það er að
gera svona myndir með gamla lag-
inu, þar sem brúðurnar eru hreyfð-
ar agnarögn og teknar af þeim
ljósmyndir, sem er svo raðað sam-
an svo úr verði hreyfimynd. Það
þarf 24 ramma fyrir eina sekúndu
og getur tekið marga daga að fá
nokkrar sekúndur af myndefni.
Ce magnifique gâteau! er sann-
kallaður konfektmoli, hún er listi-
lega vel gerð. Brúðurnar virðast
vera gerðar úr ull, eða einhverju
álíka mjúku og loðnu efni. Þrátt
fyrir að efniviðurinn sé afar frá-
brugðinn mennsku hörundi ná
brúðumeistararnir fram ótrúlega
nákvæmum hreyfingum og svip-
brigðum, þannig að brúðurnar virð-
ast sprelllifandi. Öll sviðsmynd og
leikmunir eru gerðir úr einhvers
konar efni; striga, ull og þvíumlíku,
sem gefur myndinni afskaplega fal-
legt yfirbragð.
Titill myndarinnar vísar til
frægra orða Leópolds Belgakon-
ungs sem sagði að hann vildi gjarn-
an fá sneið af hinni „mikilfenglegu
afrísku köku“ á Berlínarráðstefn-
unni 1884, þar sem evrópskir leið-
togar skiptu Afríku á milli sín líkt
og tertu. Myndin skiptist í fimm
kafla sem segja ólíkar sögur en all-
ar tengjast þær nýlenduvæðingu
Belga með einum eða öðrum hætti.
Fyrsti þátturinn fjallar t.d. um
Leópold og bregður upp heldur
ómildri mynd af konungi, þar sem
hann birtist sem einfeldningslegur
ruddi sem pissar undir á nóttunni.
Annar hlutinn fjallar um kongósk-
an pygmýa sem hefur lent í þeim
harmleik að missa alla fjölskyldu
sína. Hann fær starf á hóteli þar
sem hann gengur í ýmis störf, m.a.
við að vera mannlegur öskubakki.
Þriðja sagan segir frá drykkfelld-
um bakarameistara sem stingur af
til nýlendunnar með öll auðæfi fjöl-
skyldufyrirtækisins og skilur
vandamenn sína eftir slyppa og
snauða. Sá kafli heldur á gífurlega
súrrealískar slóðir þegar bakara-
meistarinn tekur ástfóstri við snigil
nokkurn.
Apatennur og geimverur
Snigillinn í Ce magnifique gât-
eau! vísar til sniglanna í meistara-
verki René Laloux, Les Escargots
(1966). Hún fjallar um bónda sem
gengur illa að rækta landið sitt.
Harmi sleginn fellir hann nokkur
tár á plöntu eina á ekrunni og dag-
inn eftir hefur hún vaxið gríðarlega
mikið. Hann fer því að gráta á all-
ar plönturnar, sem vaxa og vaxa
uns þær ná tröllaukinni stærð. Það
sama gerist hins vegar líka hjá
sniglunum á ekrunni, sem verða
svo stórir að þeir rústa öllu og taka
yfir heiminn.
Laloux gerði að vísu ekki brúðu-
myndir heldur listrænar teikni-
myndir. Þekktasta mynd Laloux er
líkast til Le planet sauvage, sýka-
delísk geimfantasía í fullri lengd
sem kom út árið 1973. Hún er ekki
síst dáð vegna tónlistar Alain
Gourager, sem leikur stórt hlut-
verk í myndinni.
Laloux vann alltaf á súrrelískum
nótum en prófaði sig áfram með
óvenjulega tækni og áferðir, sem
sést til dæmis á hinni gáskafullu
Les dents du singe (1966), sem er
öll handmáluð með breiðum pensil-
strokum í grófum expressjónískum
stíl. Handritið að þeirri mynd, sem
er skrifað af vistmönnum á frönsku
geðsjúkrahúsi, tekur á marg-
víslegum og oftar en ekki skelfileg-
um málum á borð við ofbeldi og út-
skúfun.
Kafkaískur furðuheimur
Á síðasta ári var ég í Helsinki að
heimsækja vinkonu mína. Verandi
mikill aðdáandi finnskrar kvik-
myndagerðar gat ég að sjálfsögðu
ekki hugsað mér að heimsækja
borgina án þess að fara í bíó í hinu
sögufræga Orion-kvikmyndahúsi.
Flestar myndirnar sem voru í sýn-
ingu voru erlendar myndir með
finnskum texta þannig að það var
vandkvæðum bundið að finna mynd
sem hægt væri að skilja eitthvað í.
Að lokum ákvað ég að fara á stutt-
myndadagskrá þar sem sýndar
voru myndir finnsku brúðumynda-
gerðarkonunnar Katariinu Lill-
qvist, því það kom fram að mynd-
irnar væru að miklu leyti án tals.
Myndirnar voru vissulega flestar
án tals eða með mjög litlu tali.
Ekki vissi ég þó að Katariina sjálf
yrði viðstödd, en hún var þarna
mætt og hélt stutta ræðu á finnsku
á undan sýningunni, sem ég skildi
hvorki upp né niður í.
Myndir Katariinu voru afar fjöl-
breyttar en áttu það þó sameig-
inlegt að taka á erfiðum málefnum,
þær fjölluðu um stríð, aðskilnað,
hungur og volæði. Tvær þeirra
byggðust á smásögum eftir Kafka
og voru furðulegar eftir því og í
öðrum var og ævintýra- og þjóð-
sagnaarfi blandað við sögulega at-
burði. Allar tækluðu þær þó þessi
harmrænu umfjöllunarefni með
súrrealískt skopskyn að vopni.
Ofur-raunveruleikinn
Ce magnifique gâteau! fylgir
sem sagt langvinnri hefð í því að
takast á við erfið sálræn efni og
hræðilega sögulega viðburði með
listrænni hreyfimyndagerð. Í henn-
ar tilfelli er fjallað um sögu Belg-
ísku Kongó, sem er blóði drifin
sorgarsaga af valdníðslu og græðgi.
Við fyrstu sýn gæti teiknimyndin
virst undarlegur miðill til að fjalla
um slíka hluti, því teiknimyndir eru
oftast barnaefni sem einkennist af
litagleði og húmor. En það er
kannski einmitt þess vegna sem
miðillinn er sérstaklega hentugur
vettvangur fyrir harmleikinn, því
hann storkar væntingum áhorfand-
ans. Súrrealísk listsköpun fylgir
þeirri sannfæringu að með því að
snúa hlutunum á hvolf sé hægara
um vik að skilja þá, sur-réalisme
merkir bókstaflega „ofur-raunveru-
leiki“ og gallharðir súrrealistar
myndu halda því fram að draum-
kennt samhengisleysi stefnunnar
bjóði upp á heiðarlegri túlkun á
veruleikanum en raunsæishefðin.
Ce magnifique gâteau! er ein af
þeim bíómyndum sem sýna að með
því að fjarlægjast veruleikann,
snúa út úr honum, má afhjúpa mik-
inn sannleika.
Sannleikurinn í útúrsnúningnum
Listaverk Atriði úr Ce magnifique gâteau! sem pistilritari segir sannkallaðan konfektmola og listavel gerðan.
» Það þarf 24 rammafyrir eina sekúndu
og getur tekið marga
daga að fá nokkrar
sekúndur af myndefni.
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK
Tvær frábærar eftir sögu Stephen King
EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI.
JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN
ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR
KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI