Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 ✝ Rósar V. Egg-ertsson tann- læknir lést á Hrafnistu Sléttu- vegi 26. maí sl. Rósar fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1929. For- eldrar hans voru Eggert Kristjáns- son söðlasmiður, f. 1878, d. 1946 og Oddbjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 1895, d. 1941. Eldri hálfsystkini Rós- ars samfeðra voru: Gunnlaug Karlotta, f. 1905, d. 1990, Kristján, f. 1908, d. 1983 og Helgi, f. 1923, d. 1989, alsyst- ir Rósars var Jóna Þórdís Eggertsdóttir („Dísa systir“), f. 1931, d. 1991. Eftirlifandi eiginkona hjúkrunarfræðingur, og Gunnlaugur Jón, f. 1969, maki Guðrún Þóra Bjarna- dóttir kennari. Alls hafa Rós- ar og Magdalena eignast 17 barnabörn og 25 barna- barnabörn. Rósar starfaði lengst af sinni starfsævi á eigin tann- læknastofu á Laugavegi 74 í Reykjavík. Seinni hlutann í samstarfi við Sigurð elsta son sinn, auk þess sem Hulda, Gunnar og Gunnlaugur hófu sinn starfsferil þar. Jafnframt kenndi Rósar við Tannlæknadeild Háskóla Ís- lands á árunum 1965-1978. Rósar gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Tannlækna- félag Íslands, Lífeyrissjóð tannlækna og Skandinavíska tannlæknafélagið, sem of langt mál er að telja upp hér. Hann var gerður að heið- ursfélaga í Tannlæknafélagi Íslands árið 2007. Útför Rósars fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 4. júní 2020, klukkan 13. Rósars er Magdalena Mar- grét Sigurðar- dóttir, f. 5. sept. 1932. Þau giftu sig 6. nóv. 1954. Eignuðust þau 5 börn: Dæturnar Huldu Björgu tannfræðing, f. 1958, maki Þór- ólfur Jónsson, sálfræðingur og húsgagnasmiður, Ragnheiði Erlu, efnafræðing og fram- haldsskólakennara, f. 1962, maki Gústaf Vífilsson verk- fræðingur. Synirnir 3 eru all- ir tannlæknar: Sigurður Egg- ert, f. 1948, maki Dórothea Magnúsdóttir hárgreiðslu- meistari, Gunnar Oddur, f. 1956, maki Ásdís Helgadóttir Elsku pabbi minn. Það er skrýtið að kveðja. Yfir mann hellist flóð af tilfinningum, heil mannsævi undir. En upp úr stendur þakklæti fyrir að þú gafst mér lífið og minningar um hlýjan mann með heitar og mjúk- ar hendur. Það var alltaf stutt í sprellið og okkur krökkunum skemmt með sundferðum, útileg- um, veiðiferðum, heimsóknum á Kvíar og ógleymanlegum árleg- um tannlæknaferðum. Eftir að ég fullorðnaðist hef ég oft pælt í hvernig það var hægt að ferðast átta saman á einum gömlum Land Rover í vikulöngum útileg- um. Það voru tvö tjöld; þú, mamma og við yngri fjögur í einu tjaldi (með kór!) og afi Siggi og amma Hulda í hinu (sem var hvítt og botnlaust). Vindsængur fyrir átta, svefnpokar fyrir átta, kodd- ar fyrir átta, stólar og borð og prímus til að elda hangikjöt, upp- stúf, grænar, kartöflur og rauð- kál, – það var ekkert slegið af í matargerð hjá mömmu! Þú príl- andi utan á Land Rovernum, kóf- sveittur við að raða öllu á topp- grindina í fína sérsaumaða pokann. Ég man meira að segja í hvaða peysu þú varst! Ógleyman- legar ferðir. Síðan dandalaðist ég á eftir þér í veiði í Elliðaánum hvenær sem ég mátti og lærði af þér að veiða. Þú og Jón Jakk að spá og spekúlera um steina og skugga og ummerki um laxa og lítil stelpa að gleypa þetta allt í sig. Við fórum líka að veiða í vötn- um alls staðar sem því varð við komið og þá komust væntanlega veiðigræjur í bílinn líka! Að alast upp í stórri fjölskyldu eru forréttindi en við höfum örugglega oft verið þungur pakki. Mér er minnisstætt á unglingsár- unum að einu sinni sem oftar bráðvantaði mig buxur og spurði pabba hvort ég mætti kaupa þær. Pabbi fórnaði höndum og sagði: „Það vantar alltaf einhvern buxur í þessari fjölskyldu,“ og eftir það kallaði hann okkur í anda afa Sigga; „den byxlösa familien“. En það var haldið vel utan um allan skrílinn og okkur skorti aldrei neitt. Mér fannst við vellrík og pabbi og mamma skiptu með sér verkum eins og vel smurð vél. Við krakkarnir grínuðumst með á seinni árum að pabbi og mamma væru orðin samvaxin á mjöðm vegna þess hve þétt þau þurftu að standa saman og hve langt sam- band þeirra hafði verið. Þau kynntust fyrir 73 árum og barna- börnin kölluðu þau kærustuparið vegna þess hve hlý þau voru alltaf hvort við annað. Pabbi var vinmargur og ein- staklega tryggur vinur. Hann og Maggi Raggi brölluðu margt saman og var góður vinskapur með mömmu og pabba og Magga og Dóru. Þau ferðuðust um allan heim saman og einnig um landið okkar góða. Elsku pabbi minn. Nú ert þú lagður af stað í þitt síðasta ferða- lag og mín tilfinning er sú að þú hafir verið alveg tilbúinn og það hafi verið léttir að fá að fara. Takk fyrir allt og allt. Þín Ragnheiður Erla Rósarsdóttir (Raggý). Það eru forréttindi að fá að þekkja foreldri sitt í meira en 70 ár. Í mínu tilfelli helgast það af því að aldursmunur okkar pabba var einkar lítill. Foreldrar mínir voru ung þegar þau kynntust og afleiðingin var ég. Þegar þau giftu sig var ég orðinn 7 ára og minnist þess að hafa gengið um beina í þeirri veizlu. Þá voru þau búin að stofna heimili í kjallaran- um á Bergstaðastræti 49, fjöl- skylduhúsi mömmu. Fjölskyldu- hús pabba var svo á Laugavegi 74. Þar réð Gunna frænka ríkjum og hélt heimili fyrir pabba og systkini hans, Helga og Dísu. Fjölskylduhúsin, þessi tveggja og jafnvel þriggja kynslóða heimili, voru dásamleg fyrirbæri og tengdu saman fólk á máta sem eftirsjá er að. Ég átti meira að segja tvö og fordekraður á báðum stöðum. Fyrstu árin var pabbi það sem nú myndi kallað helgar- pabbi. Við lékum okkur saman, leiruðum, fórum í ísgöngutúr í Fjóluís á Vesturgötunni eða í bíl- túr með Helga frænda. Við héld- um áfram að leika okkur þegar við báðir urðum stórir því við deildum áhugamáli sem er stangaveiðin. Þar er svo margs að minnast að lítt verður upptalið. En því verður ekki neitað að lax- veiðin heillaði mest. Það eru önn- ur forréttindi, að hafa í boði pabba veitt í flestum beztu lax- veiðiám landsins og veiðin oft æv- intýraleg. En jafnvel á þeim tíma þótti þetta dýrt sport og það áður en græðgivæðingin náði yfir- höndinni. Ég var orðinn fullgild- ur með pabba á stöng strax fyrir fermingu og treyst til að standa mig. En lífið var ekki bara leikur. Þegar ég ákvað að feta í hans fót- spor og læra tannlækningar lá beinast við að við settum upp stofu saman sem við og gerðum. Og hvar annars staðar en í fjöl- skylduhúsinu á Laugavegi 74 þar sem losnað hafði hæð. Og þar átt- um við farsælt samstarf í 30 ár. Pabbi var að mínum dómi frábær fagmaður, vandvirkur og sann- gjarn. Hann fylgdist vel með í sínu fagi og hans beztu vinir voru meðal tannlækna og skal þar fremstan telja Magga Ragga en vinátta þeirra var með fágætum og voru þeir oft nefndir í sömu andránni. En Rósar faðir minn var líka fjölskyldumaður og vin- átta hans og afa Sigga, pabba mömmu, var einstök. Mamma sagði að það þýddi ekkert að skilja við pabba og fara heim til mömmu „því Rósar yrði kominn þangað á undan mér“! Þeir veiddu saman, spiluðu ĺhombre við kallana og ræddu málin yfir glasi. Börnin nutu líka góðs af og voru margar ferðirnar, bæði í tjald og hótel. Eins og í öllum samböndum skiptust á skin og skúrir í hjónabandi þeirra mömmu en ástin var alltaf til staðar eins og glöggt mátti sjá eftir að pabbi veiktist. Það var eins og ungir elskendur hittust þegar hún kyssti kallinn sinn í sinni í daglegu heimsókn á DAS. Eftir að veirufaraldurinn skildi þau að missti hann endanlega lífs- löngunina og kvaddi saddur lífs- daga í friðsæld og ró. Hans verð- ur ávallt minnst í hjörtum þeirra sem kynntust honum af góðu einu. Farðu í friði, pápi minn. Far vel. Sigurður Rósarsson. Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður minn, Rósar Vigfús Eggertsson. Ég kynntist Rósari fyrst árið 1994 þegar ég fór að venja komur mínar í Hvassaleiti 13 um það leyti sem við Gunn- laugur yngsti sonur hans hófum okkar tilhugalíf. Heimilið þeirra var einstakt, iðandi af lífi og nán- ast alltaf fullt af fólki. Rósar var fyrirvinnan og Malla sá um heim- ilið. Samstarf þeirra var einstakt og náið. Þau kynntust ung og eignuðust fimm börn á 21 ári. Hann var ríkur af börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum og stoltur af stóra hópn- um sínum. Rósar var mikill lax- veiðimaður og naut þess að fara í veiðiferðir um landið með börn- um sínum og félögum. Hann var farsæll tannlæknir og rak hann nær alla sína starfsævi tann- læknastofu á æskuheimili sínu á Laugavegi 74. Rósar var mikill nákvæmnismaður og fylgdi sinni dagsrútínu. Hann hóf gjarnan daginn á sundferð snemma morg- uns og kom heim með nýbökuð rúnstykki. Þá var hann tilbúinn til að hefja sinn vinnudag. Í há- deginu kom hann heim og borðaði með heimilisfólkinu hádegisverð á slaginu 12:30 og lagði sig í ná- kvæmlega tuttugu mínútur. Þá var hann tilbúinn að hefja seinni hlutann af vinnudeginum. Það var í raun mjög sérstakt fyrir unga stúlku að kynnast þessari fjölskyldu. Allir karl- mennirnir voru tannlæknar, Malla hafði starfað sem aðstoðar- kona tannlæknis, ein systirin tannfræðingur og svo ein sem skar sig úr sem tók upp á því að verða efnafræðingur. Eitthvað hafa strákarnir dáðst að föður sínum og hans ævistarfi þar sem þeir allir þrír fetuðu sama farveg í lífinu. Rósar var kærleiksríkur maður, hann var ákveðinn og gat einnig verið svolítið þrjóskur. Hann hafði unun af því að hlusta á tónlist og þá helst djass. Ég á margar góðar minningar úr Hvassaleitinu en þar leið mér alltaf eins og ég væri heima hjá mér. Rósar var gjafmildur og naut þess að gleðja. Mér er t.d. minnisstætt þegar hann laumaði 5.000 krónum í vasann minn og sagði: „Gjörðu svo vel, Gugga mín, nú hefur þú eitthvað til að skrjáfa í.“ Rósari tengdapabba þakka ég innilega fyrir að bjóða mig frá fyrsta degi velkomna í fjölskylduna. Það voru forréttindi að kynnast honum og eiga hann að og ekki hvað síst þegar ég missti föður minn en þá var gott að eiga aukapabba. Hann var góður maður sem okkur öllum þótti ákaflega vænt um, hann var skemmtilegur og reyndist okkur alltaf vel. Hann og Gulli minn voru samrýndir feðgar og á milli þeirra ríkti virðing, hlýja og vin- átta. Rósar var heppinn maður, hann átti gott líf og einstaka eiginkonu sem stóð við bak hans eins og klettur í blíðu og stríðu. Við syrgjum ættföður fjölskyld- unnar en þökkum um leið fyrir allar góðu minningarnar sem við áttum með honum í öll þessi ár. Ég kveð að sinni mætan mann sem átti stórt pláss í hjörtum okkar allra. Þar til við hittumst næst, þín tengdadóttir, Guðrún Þóra Bjarnadóttir. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, elsku Ossi frændi eins og ég hef alltaf kallað þig þótt þú værir ekkert skyldur mér heldur tengdur mér sem maðurinn hennar Möllu frænku, föðursystur minnar. Síðustu daga hafa ótal góðar minningar um þig farið um huga minn en einnig óendanlegt þakklæti fyrir allt sem þið Malla hafið gert fyrir mig. Minningar mínar um þig eru mjög tengdar fjölskyldunni enda varstu mikill fjölskyldumaður en þið Malla eignuðust fimm börn, fjölda barnabarna og barna- barnabarna og aldrei lognmolla í Hvassaleitinu. Húsið var iðulega fullt af fólki, bæði fjölskyldu, vin- um og leikfélögum, og pláss fyrir alla enda einstaklega skemmtileg og samheldin fjölskylda. Við matarborðið í hádeginu voru yfir- leitt 10-20 manns en það var alltaf nóg til handa öllum, allir vel- komnir og mikið spjallað og hlegið. Þegar fjölskylda mín var ný- flutt til Íslands og við bjuggum hjá ömmu og afa á Bestó komst þú gjarnan eftir morgunsundið þitt með glæný rúnnstykki úr Bernhöftsbakaríi og færðir tengdaforeldrum þínum og ég fékk svo far með þér í Ísaksskóla á Landrover-jeppanum „Mallas gamle tuffkassebil“. Það fannst mér ótrúlega spennandi. Við Raggý lékum okkur oft saman, bæði í Hvassaleitinu þar sem ég gisti mjög oft en einnig hjá ömmu og afa á Bestó. Þá man ég eftir ótal ferðalög- um með ykkur út á land sem voru fyrir mér algjört ævintýri en í þessum ferðum fór ég til að mynda á hestbak í fyrsta skiptið, upplifði stóðréttir, stangveiði og ótal margt fleira. Gamlárskvöldin í Hvassa- leitinu eru mér einnig ógleyman- leg en þá var boðið upp á rjúpur, endalausan lager af flugeldum sem við krakkarnir máttum fara í og skjóta upp fram eftir öllu og þegar leið á kvöldið safnaðist saman fólk á öllum aldri þar sem allir skemmtu sér saman. Þú varst mikill unnandi góðrar djasstónlistar sem ég lærði að meta í gegnum þína hlustun, ástríðufullur veiðimaður, flugu- hnýtingamaður og áttir góða vini að enda maður með stórt hjarta. Það er svo margt sem ég gæti bætt við í þessum stutta pistli; lomberkvöldin, fyrsti laugardag- ur í mánuði en þessar minningar geymi ég allar í hjarta mínu. Mig langar í lokin til að þakka þér og Möllu fyrir að taka mig inn á ykkar heimili þar sem ég bjó í mörg ár og aldrei varð ég vör við að þú kæmir fram við mig á ann- an hátt en börnin þín, gaukaðir að mér pening ef ég var að fara út, gafst mér knús þegar mér leið þannig og umfram allt umhyggju og lést mér finnast ég tilheyra fjölskyldunni. Ekki veit ég hvar ég hefði endað eða hvað hefði orð- ið um mig ef ykkar hefði ekki not- ið við. Mig dreymdi oft um að þú værir „alvöru“ pabbi minn; það hefðu hreinlega verið gerð ein- hver mistök við úthlutun á börn- um sem myndu verða leiðrétt þegar hið rétta kæmi í ljós (dag- draumar). Elsku Malla, Eddi, Gunni, Hulda, Raggý og Gulli og þið öll hin, Ossi frændi var maður sem gaf mikið af sér og hafði rúm fyrir alla, söknuðurinn hlýtur að vera mikill og hugur minn er hjá ykkur. Ágústa R. Jónsdóttir. Árið 1971 fæddist agnarsmátt stúlkubarn, þessi litla stúlka fæddist öllum til mikillar gleði og ánægju. Við foreldrar hennar átt- um ekki samleið eftir fæðingu hennar, en það skyggði aldrei á samskipti hennar við sína yndis- legu föðurfjölskyldu. Þar fóru í stafni Rósar og Malla, og öll föð- ursystkinin báru hana á höndum sér. Hún komst næst því að vera litla systirin í hópnum. Svona innilegt samband kemur ekki af sjálfu sér. Afi Rósar og amma Malla voru eitt í því sambandi, varla hægt að taka sér nafn ann- ars þeirra í munn án þess að hitt fylgdi með. Þar sem ég stundaði nám á þessum tíma kom ekki annað til greina en að Tinna litla yrði pössuð af Möllu ömmu, en slíkt var ekki gerlegt nema að amma og afi stæðu bæði að baki þeirri ákvörðun. Árin liðu og ég eignaðist mína fjölskyldu, sú fjölskylda var tekin að jöfnu í fangið af Hvassaleitis- fjölskyldunni. Eitt sinn vorum við fjölskyldan mín tímabundið hús- næðislaus, og þá var Tinnu ásamt bróður sínum tekið opnum örm- um í Hvassaleitinu, og höfðinginn Rósar keyrði drenginn í skólann og Malla útbjó nesti. Þetta er í raun bara örsaga af öllum þeim greiðum sem þau gerðu okkur. En samlyndari hjón var ekki hægt að hugsa sér. Við Rósar urðum góðir vinir. Ekki kom annað til greina en að ég fengi tannlæknaþjónustu hjá honum, og oft var það spaugilegt. Þar sem hann var óforbetranleg- ur húmoristi, var hann oft að segja mér sögur af hinu og þessu og klæddi þær sínum káta húmor og ég með munninn fullan af tækjum og tólum og gersamlega ógerlegt að hlæja, það var oft kát- brosleg glenna sem kom á andlit- ið á mér. Síðustu árin voru Rósari erfið, hann var rúmliggjandi. En þá komu sterku böndin þeirra Möllu fram sem aldrei fyrr, hún sat hvern eftirmiðdag hjá honum og þau horfðu á fótbolta. Er hægt að hugsa sér innilegra samband. Nú þegar komið er að leiðar- lokum er mér bæði skylt og ljúft að þakka fyrir allt sem ljúfling- urinn og húmoristinn Rósar gerði fyrir mig og mína, það er ómetan- legt og er vel varðveitt í hjarta mínu. Og aldrei mun ég gleyma hversu þétt þau stóðu við bakið á mér og hjálpuðu mér þegar Tinna var ennþá minni en hún er í dag. Kæri Rósar, ég þakka þér samfylgdina sl. 50 ár. Ég sé þig fyrir mér úti í fallegri á, að kasta, og svei mér þá ef ekki er einn kaldur á bakkanum. Far þú í friði og hafðu þakkir fyrir allt og allt. Elsku hjartans Malla mín og fjöl- skylda, ég veit þið haldið þétt hvert um annað á sorgarstund, þið eruð bara þannig fólk. Hallbera Friðriksdóttir (Halla). Hláturinn, smitandi gleðin, brosið, alltaf brosandi, þétt hand- tak og faðmlag. Alltaf velkomin. Æskuminningarnar eru ljúfar og skemmtilegar. Rósar og Magdalena eða Malla voru hluti af lífi okkar systkinanna alla tíð, það voru góðir tímar. Rósar og Magnús Ragnar voru samstúd- entar úr MR, bekkjarfélagar í samheldnum bekk. Tannlækna- deild HÍ, tveir í árgangi innsigl- aði ævilanga vináttu þeirra félaga en einnig vinskap eiginkvenn- anna Möllu og Dóru. Hópurinn stækkaði, börnin bættust við og vináttan styrktist. Á hverju sumri var farið í ferðalag á Bif- röst eða Laugarvatn, í góðum fé- lagsskap fleiri tannlækna og fjöl- skyldna. Þvílík ævintýri, ekki síst fyrir börnin, og tilhlökkunin ávallt mikil. Saman fóru þeir í framhalds- nám í Svíþjóð með fjölskyld- urnar. Það var búið þröngt á stúdentagörðum en allir undu sér vel. Samtímis í námi voru ástr- ölsk hjón, upphafið að ævilangri vináttu og heimsóknum milli heimsálfa, tryggðin ómæld. Ungu tannlæknarnir voru framsýnir og í áratugi, allt frá því lífeyriskerfið var stofnað, voru þeir í stjórn Lífeyrissjóðs tann- lækna. Rósar þar fremstur meðal jafningja, talnaglöggur og ábyrg- ur, samviskusamur og sanngjarn, en Rósar var gjaldkeri lífeyris- sjóðsins í 39 ár alls. Börnin stækkuðu en vinahjón- in héldu áfram að ferðast saman, innanlands eða út fyrir landstein- ana, jafnvel alla leið til Ástralíu og Argentínu. Rósar las um áhugaverða staði og skemmti- lega, gerði ferðaáætlun. Allt gekk vel enda skipulagið hjá Rósari á ferðalögum sem öðru til fyrir- myndar. Þeir voru samtaka í lífinu, deildu lífsskoðunum. Vinnudag- urinn var langur en alltaf var fylgst með nýjungum. Áratugum saman hittust þeir reglulega Amalgamhópurinn, Rósar, Magnús, Jónas Thorarensen og Arnar Bjartmars. Ætlunin var að halda fyrirlestra um nýjasta nýtt í fræðunum enda faglegur metn- aður mikill. Fyrsta fyrirlestrin- um var í sífellu frestað og verður varla fluttur úr þessu. Á sumrin var gjarnan farið í laxveiði og synirnir oft með í för. Rósar var mikill áhugamaður um laxveiði og eitt sinn týndist flugu- boxið en fannst fljótlega. „Þá féll mér steinn frá hjarta“ skrifaði Rósar til að þakka fyrir. Áletr- unin var greypt á plötu og fest á stein sem er nú við sumarbústað fjölskyldu Magnúsar, þar voru Rósar og Malla tíðir gestir og vel- komin. Í bústaðnum er einnig garðálfurinn Rósar sem gætir innkeyrslunnar, hverjum öðrum en þeim félögum hefði dottið þetta í hug, en gleður okkur af- komendur alla daga. Magdalena og fjölskyldan voru Rósari allt. Hann umvafði þau kærleik sem var ríkulega endur- goldinn. Magdalena var hans stoð og stytta í lífinu allt fram á síð- asta dag. Rósar var börnum sín- um góð fyrirmynd, enda starfa þau flest við tannlækningar en hafa ekki síður erft glaðlyndi for- eldranna. Það er mikil gæfa að fara í gegnum lífið með góða vini og Rósar var svo sannarlega góður Rósar V. Eggertsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.