Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS 40 ára Guðbjartur er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hann er með BS-gráðu í tölvu- og rafmagnsverk- fræði frá HÍ og er framkvæmdastjóri og einn af eigendum tölvuverslunarinnar Kísildalur. Systkini: Margrét, f. 1979, Halldór, f. 1982, d. 2012, Eiríkur Heiðar, f. 1986, Guðrún Birna, f. 1987, Jónatan Óskar, f. 1989, María Sigurlaug, f. 1990, og Jóhannes Jósúa, f. 1992. Foreldrar: Nils Gíslason, f. 1943, upp- finningamaður, búsettur á Akureyri, og Þóra Zophoníasdóttir, f. 1952, fv. ráðs- kona í Kolgerði, bús. á Akureyri. Guðbjartur Nilsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Haltu vöku þinni svo ekkert fari úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi. Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru. 20. apríl - 20. maí  Naut Búðu þig undir mikilvægar fréttir frá yfirmanni þínum á næstu vikum. En gættu þess að ganga ekki of langt í til- burðum þínum til að vekja athygli ann- arra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Dagurinn í dag er ákjósanlegur til þess að gera langtímafjárhagsáætlanir. Láttu engan þrýsta þér til fljótfærni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu gætilega og ekki búast við því að allar breytingar verði strax. Dag- urinn er því tilvalinn til rannsóknarvinnu í erfða- og sagnfræði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það þýðir ekkert að ganga fram með offorsi til þess að breyta skoðunum fólks. Gefðu þér tíma til þess að hugsa málið vandlega og leysa það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt útlitið sé svart skaltu ekki missa móðinn því þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Hlustaðu vandlega á það sem sagt er og reyndu að taka fagmann- lega á málunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er eitt og annað sem þú ert að kljást við þessa dagana en með réttu hugarfari ferðu létt með það. Með 10% meiri samúð fyrir öðrum skilurðu áform þeirra og samþykkir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur í mörg horn að líta og vafasamt hvort þú kemst yfir allt sem þú þarft að klára. Montaðu þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ástin getur fengið hjarta þitt til að slá hraðar í dag. Njóttu þess að vera með öðrum í starfi og leik því fé- lagsskapurinn mun endurnæra þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vekur aðdáun fólks og ljómar af sjálfsöryggi. Ef þú ert það ekki þarftu að finna aðra leið til að tjá þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Líkamleg fegurð verður hugs- anlega ofmetin í dag. Brettu bara upp ermarnar og láttu ekkert stöðva þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mikilvægar manneskjur hafa áhuga á því sem þú hefur til málanna að leggja. Vertu opin/n fyrir góðum ráðum hvaðan sem þau kunna að koma. Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Sesselja var fastráðin við Ís- lensku óperuna 2002-2004 og síðan Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún söng m.a. við opnun Hörpu 9. sinfóníuna eftir Beethoven með Sinfóníuhljómsveit S esselja Kristjánsdóttir fæddist 4. júní 1970 á fæðingarheimilinu í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún gekk í Kársnesskóla og svo Þinghólsskóla í Kópavogi. „Ég söng í fyrsta Skólakór Kársnesskóla hjá miklum áhrifa- valdi mínum, Þórunni Björns- dóttur, til 17 ára aldurs, en var þá rekin sökum aldurs. Á þessum ár- um lærði ég á píanó hjá Guðmundi Jónssyni í Tónlistarskóla Kópa- vogs. Ég var lánsöm að fá að prófa ýmsar tómstundir sem ég naut, eins og dans, ballett og fim- leika. Ég gerði líka nokkrar til- raunir við boltaíþróttir með lélegum árangri.“ Að loknum grunnskóla fór Sess- elja í Menntaskólann við Hamra- hlíð þaðan sem hún útskrifaðist árið 1990 af málabraut. „Meðfram menntaskólanum stundaði ég söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Rut Magnússon og söng í Dómkórnum frá 17 ára aldri þangað til ég fór í framhalds- nám til Berlínar 26 ára gömul eft- ir að hafa lokið prófi frá Tón- menntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík 1994. Á þessum árum vann ég ýmis störf með skóla og í leyfum, tók þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Jesus Christ Superstar og kom fram á ýmsum tónleikum.“ Eftir að hafa lokið tónmenntakennara- náminu kenndi Sesselja m.a. í Vesturbæjarskóla og stjórnaði skólakórnum þar þangað til hún hóf söngnámið við Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ í Berlín. Hún lauk diplómunámi þaðan með hæstu einkunn árið 2001 og hlaut Bayreuth-styrk þýsku Richard Wagner-samtakanna sumarið 2000. Sesselja hefur verið mjög virk í íslensku tónlistarlífi og sinnt flutn- ingi óperu-, ljóða-, óratoríu- og kammertónlistar jöfnum höndum. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, Fílharmoníusveit Sankti Pétursborgar, Kammersveit þá hefur hún verið þar reglulegur gestur. Meðal hlutverka hennar á óperusviðinu eru Rosina í Rakar- anum í Sevilla, Öskubuska í sam- nefndri óperu Rossinis, Carmen, Cherubino í Brúðkaupi Fígarós, þriðja dama í Töfraflautunni, Nachbarin í Mavra eftir Strav- insky, Lis í Wie werde ich reich und glüklich eftir Spoliansky, Charlotte í Werther, Betlikerl- ingin í Sweeney Todd, Lola í Ca- valleria Rusticana og Maddalena í Rigoletto. Sesselja söng inn á geislaplötuna Svanasöngur á heiði ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Sesselja var söngkennari við Söngskóla Sigurðar Demetz 2006- 2009 og hefur verið listgreinastjóri og tónlistarkennari við Leikskóla Seltjarnarness frá 2009. Hún hef- ur verið kórstjóri Kvennakórsins Rósir frá 2017. „Ég er ennþá að syngja en er komin í það sem ég gerði upprunalega sem er að reyna að kveikja neistann og miðla til barna og þannig að ala kannski upp nýja tónlistarunn- endur og vonandi tónlistarmenn. Áhugamál Sesselju hafa í gegn- um tíðina verið samofin hennar störfum sem eru tónlist. „Það eru mikil forréttindi að starfa við áhugamál sín. Annars snúa þau að menningu, leikhúsi og kvikmynd- um, mannrækt, góðri heilsu, ferða- Sesselja Kristjánsdóttir, söngkona, tónlistarkennari og kórstjóri – 50 ára Fjölskyldan Sesselja ásamt börnum sínum, Nönnu Rut og Kolbeini. Hefur sungið Carmen og Cherubino Á sviði Sesselja í hlutverki Rosinu í Rakaranum í Sevilla, en það var fyrsta hlutverk hennar af mörgum hjá Íslensku óperunni. Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn 30 ára Erna er Hafn- firðingur, ólst upp í miðbænum og býr þar. Hún er snyrti- fræðingur að mennt frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti og ætlar í nám í nær- ingarfræði við Háskóla Íslands í haust. Erna er snyrtifræðingur hjá Icelandair Hotels. Bróðir: Fannar Logi Bergþórsson, f. 1993. Foreldrar: Bergþór Ingi Leifsson, f. 1964, rafeindavirki, búsettur í Hafnarfirði, og Elísabet Rafnsdóttir, f. 1963, snyrti- og fótaaðgerðafræðingur, búsett í Hafnarfirði. Erna Bergþórsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.