Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Klippt og beygt
fyrirminni og
stærri verk
ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS
40 ára Guðbjartur er
Akureyringur en býr í
Reykjavík. Hann er
með BS-gráðu í tölvu-
og rafmagnsverk-
fræði frá HÍ og er
framkvæmdastjóri og
einn af eigendum
tölvuverslunarinnar Kísildalur.
Systkini: Margrét, f. 1979, Halldór, f.
1982, d. 2012, Eiríkur Heiðar, f. 1986,
Guðrún Birna, f. 1987, Jónatan Óskar, f.
1989, María Sigurlaug, f. 1990, og
Jóhannes Jósúa, f. 1992.
Foreldrar: Nils Gíslason, f. 1943, upp-
finningamaður, búsettur á Akureyri, og
Þóra Zophoníasdóttir, f. 1952, fv. ráðs-
kona í Kolgerði, bús. á Akureyri.
Guðbjartur Nilsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Haltu vöku þinni svo ekkert fari
úrskeiðis fyrir sofandahátt eða kæruleysi.
Nú þarf heilsan að ganga fyrir öllu öðru.
20. apríl - 20. maí
Naut Búðu þig undir mikilvægar fréttir
frá yfirmanni þínum á næstu vikum. En
gættu þess að ganga ekki of langt í til-
burðum þínum til að vekja athygli ann-
arra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er ákjósanlegur
til þess að gera langtímafjárhagsáætlanir.
Láttu engan þrýsta þér til fljótfærni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu gætilega og ekki búast við
því að allar breytingar verði strax. Dag-
urinn er því tilvalinn til rannsóknarvinnu í
erfða- og sagnfræði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það þýðir ekkert að ganga fram
með offorsi til þess að breyta skoðunum
fólks. Gefðu þér tíma til þess að hugsa
málið vandlega og leysa það.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt útlitið sé svart skaltu ekki
missa móðinn því þegar neyðin er stærst
er hjálpin næst. Hlustaðu vandlega á það
sem sagt er og reyndu að taka fagmann-
lega á málunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er eitt og annað sem þú ert að
kljást við þessa dagana en með réttu
hugarfari ferðu létt með það. Með 10%
meiri samúð fyrir öðrum skilurðu áform
þeirra og samþykkir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur í mörg horn að líta
og vafasamt hvort þú kemst yfir allt sem
þú þarft að klára. Montaðu þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ástin getur fengið hjarta þitt
til að slá hraðar í dag. Njóttu þess að
vera með öðrum í starfi og leik því fé-
lagsskapurinn mun endurnæra þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú vekur aðdáun fólks og
ljómar af sjálfsöryggi. Ef þú ert það ekki
þarftu að finna aðra leið til að tjá þig.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Líkamleg fegurð verður hugs-
anlega ofmetin í dag. Brettu bara upp
ermarnar og láttu ekkert stöðva þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Mikilvægar manneskjur hafa
áhuga á því sem þú hefur til málanna að
leggja. Vertu opin/n fyrir góðum ráðum
hvaðan sem þau kunna að koma.
Íslands undir stjórn Vladimirs
Ashkenazy.
Sesselja var fastráðin við Ís-
lensku óperuna 2002-2004 og síðan
Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands. Hún söng m.a. við
opnun Hörpu 9. sinfóníuna eftir
Beethoven með Sinfóníuhljómsveit
S
esselja Kristjánsdóttir
fæddist 4. júní 1970 á
fæðingarheimilinu í
Reykjavík en ólst upp í
Kópavogi. Hún gekk í
Kársnesskóla og svo Þinghólsskóla
í Kópavogi.
„Ég söng í fyrsta Skólakór
Kársnesskóla hjá miklum áhrifa-
valdi mínum, Þórunni Björns-
dóttur, til 17 ára aldurs, en var þá
rekin sökum aldurs. Á þessum ár-
um lærði ég á píanó hjá Guðmundi
Jónssyni í Tónlistarskóla Kópa-
vogs. Ég var lánsöm að fá að
prófa ýmsar tómstundir sem ég
naut, eins og dans, ballett og fim-
leika. Ég gerði líka nokkrar til-
raunir við boltaíþróttir með
lélegum árangri.“
Að loknum grunnskóla fór Sess-
elja í Menntaskólann við Hamra-
hlíð þaðan sem hún útskrifaðist
árið 1990 af málabraut. „Meðfram
menntaskólanum stundaði ég
söngnám við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá Rut Magnússon og
söng í Dómkórnum frá 17 ára
aldri þangað til ég fór í framhalds-
nám til Berlínar 26 ára gömul eft-
ir að hafa lokið prófi frá Tón-
menntakennaradeild Tónlistar-
skólans í Reykjavík 1994. Á
þessum árum vann ég ýmis störf
með skóla og í leyfum, tók þátt í
uppfærslu Borgarleikhússins á
Jesus Christ Superstar og kom
fram á ýmsum tónleikum.“ Eftir
að hafa lokið tónmenntakennara-
náminu kenndi Sesselja m.a. í
Vesturbæjarskóla og stjórnaði
skólakórnum þar þangað til hún
hóf söngnámið við Hochschule für
Musik „Hanns Eisler“ í Berlín.
Hún lauk diplómunámi þaðan með
hæstu einkunn árið 2001 og hlaut
Bayreuth-styrk þýsku Richard
Wagner-samtakanna sumarið
2000.
Sesselja hefur verið mjög virk í
íslensku tónlistarlífi og sinnt flutn-
ingi óperu-, ljóða-, óratoríu- og
kammertónlistar jöfnum höndum.
Hún hefur komið fram á fjölda
tónleika hér heima og erlendis,
m.a. með Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, Fílharmoníusveit Sankti
Pétursborgar, Kammersveit
þá hefur hún verið þar reglulegur
gestur. Meðal hlutverka hennar á
óperusviðinu eru Rosina í Rakar-
anum í Sevilla, Öskubuska í sam-
nefndri óperu Rossinis, Carmen,
Cherubino í Brúðkaupi Fígarós,
þriðja dama í Töfraflautunni,
Nachbarin í Mavra eftir Strav-
insky, Lis í Wie werde ich reich
und glüklich eftir Spoliansky,
Charlotte í Werther, Betlikerl-
ingin í Sweeney Todd, Lola í Ca-
valleria Rusticana og Maddalena í
Rigoletto. Sesselja söng inn á
geislaplötuna Svanasöngur á heiði
ásamt Jónasi Ingimundarsyni.
Sesselja var söngkennari við
Söngskóla Sigurðar Demetz 2006-
2009 og hefur verið listgreinastjóri
og tónlistarkennari við Leikskóla
Seltjarnarness frá 2009. Hún hef-
ur verið kórstjóri Kvennakórsins
Rósir frá 2017. „Ég er ennþá að
syngja en er komin í það sem ég
gerði upprunalega sem er að
reyna að kveikja neistann og
miðla til barna og þannig að ala
kannski upp nýja tónlistarunn-
endur og vonandi tónlistarmenn.
Áhugamál Sesselju hafa í gegn-
um tíðina verið samofin hennar
störfum sem eru tónlist. „Það eru
mikil forréttindi að starfa við
áhugamál sín. Annars snúa þau að
menningu, leikhúsi og kvikmynd-
um, mannrækt, góðri heilsu, ferða-
Sesselja Kristjánsdóttir, söngkona, tónlistarkennari og kórstjóri – 50 ára
Fjölskyldan Sesselja ásamt börnum sínum, Nönnu Rut og Kolbeini.
Hefur sungið Carmen og Cherubino
Á sviði Sesselja í hlutverki Rosinu í Rakaranum í Sevilla, en það var fyrsta
hlutverk hennar af mörgum hjá Íslensku óperunni.
Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
30 ára Erna er Hafn-
firðingur, ólst upp í
miðbænum og býr
þar. Hún er snyrti-
fræðingur að mennt
frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti og
ætlar í nám í nær-
ingarfræði við Háskóla Íslands í haust.
Erna er snyrtifræðingur hjá Icelandair
Hotels.
Bróðir: Fannar Logi Bergþórsson, f.
1993.
Foreldrar: Bergþór Ingi Leifsson, f. 1964,
rafeindavirki, búsettur í Hafnarfirði, og
Elísabet Rafnsdóttir, f. 1963, snyrti- og
fótaaðgerðafræðingur, búsett í
Hafnarfirði.
Erna Bergþórsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is