Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTAHáaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti Dimmuborgir er einlægspennusaga sem heldurlesandanum við efnið. Umer að ræða spennusögu sem er um margt óvenju- leg, frásögnin er persónu- leg og varpar ljósi á það góða í fólki, jafnvel þeim sem hafa einhvern tíma sýnt af sér ómannlega grimmd og illsku. Þannig er bókin glæpa- og spennu- saga á sama tíma og hún er sannkölluð vellíðunar- bókmennt og fær lesand- ann til að trúa á það góða í fólki, jafnvel þótt það hafi alvarlega bresti. Sagan segir frá Elmari, bók- menntagagnrýnanda sem rannsakar dularfullt hvarf besta vinar síns, Felix, sem hvarf fyrir aldarfjórðungi, eftir að í ljós kemur að þær útskýr- ingar sem fundust fyrir andlátinu á sínum tíma eiga sér litla stoð í raun- veruleikanum. Felix og Elmar voru báðir utan- garðs en finna vin í eyðimörk hvor hjá öðrum og fleyga sögur frá horfn- um tíma af vinskap þeirra frásögn- ina. Þær veita bæði vellíðan og óhug, síðarnefnda tilfinningin blossar upp þegar snert er á eineltinu sem þeir félagar urðu fyrir á unglingsárunum. Söguþráður bókarinnar er úthugs- aður og ófyrirsjáanlegur og stendur bókin framar öðrum íslenskum spennubókum hvað það varðar. Frásögnin nær þó ekki niður á neins konar dýpi og er á tíðum nokkuð yfirborðskennd sem verður til þess að lesandinn á erfitt með að lifa sig inn í annars spennandi heim bókar- innar. Söguþráðurinn er samt sem áður það góður að hann nær að takmarka áhrif fyrr- nefndra vankanta. Fléttan er þannig svo sterk að Dimmuborgir er virkilega skemmtileg, spennandi og auðlesin, tilvalið eintak fyrir sumarlestur. Ljósmynd/Eloísa Vázquez Óttar Þetta er „einlæg spennusaga sem heldur lesandanum við efnið.“ Flétta vellíðanar og spennu Skáldsaga Dimmuborgir bbbmn Eftir Óttar Norðfjörð. Vaka-Helgafell, 2020. Kilja, 266 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég lít á þessa útgáfu nú á afmælis- daginn, rétt eins og tónleikana þegar ég varð sjötugur fyrir fimm árum, sem býsna góða afmælisgjöf,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld á Akureyri, um ljóðakverið með geisla- diski sem hann gefur út í dag á 75 ára afmælinu. Í kverinu, sem nefnist Ævitún, eru tveir flokkar ljóðalaga eftir hann og upp- taka með flutn- ingi Kristins Sig- mundssonar bassasöngvara, Huldu Bjarkar Garðarsdóttur sópransöngkonu og Daníels Þor- steinssonar pí- anóleikara. „Ég hef fengið mjög góða endur- gjöf frá fólki, sem er svo dýrmætt,“ bætir Jón Hlöðver við um verkin í kverinu og flutninginn. Fyrri ljóðaflokkurinn, Í ævitúni, er tíu söngvar sem Hulda Björk og Daníel flytja við ljóð eftir ýmsa höf- unda, Sverri Kristinsson, Sverri Pálsson, Böðvar Guðmundsson, Heimi Pálsson og Tomas Tran- strömer, í þýðingu Heimis. Hinn er Söngvar mánaðanna, tólf söngvar við samnefndan ljóðaflokk eftir Böðvar Guðmundsson sem Kristinn og Daníel flytja. Báðir þess- ir flokkar ljóðalaga voru frumfluttir í tilefni sjötugsafmælis Jóns Hlöðvers í Hofi á Akureyri 6. júní fyrir fimm árum. Eitt lag á mánuði í eitt ár Jón Hlöðver var lengi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri en frá árinu 1990 hafa tónsmíðar verið hans aðalstarf. „Það urðu miklar breytingar á mínu lífi þegar ég fór í mikla heila- aðgerð árið 1989 og við það varð ég hreyfihamlaður. Þá sneri ég mér al- farið að félagsmálum og tónsmíðum. Ég hef verið heimavinnandi heim- ilisfaðir en hef líka reynt að semja sem mest,“ segir hann. Jón Hlöðver hefur verið að kynna nýja ljóða- kverið á sam- félagsmiðlum og segist hafa fengið mjög góðar undir- tektir. „Sagan á bak við þessa ljóða- flokka hófst árið 2013 þegar ég kynntist nokkrum skemmtilegum ljóðum, meðal annars „Í ævitúni“ eftir Sverri Kristinsson, og byrjaði þá að semja flokk út frá tveimur eftir Sverri og svo öðrum sem pössuðu vel við þau,“ segir hann. „Árið 2014 fékk ég svo þá hug- mynd að fá til liðs við mig gott ljóð- skáld sem myndi semja fyrir mig eitt ljóð í hverjum mánuði og ég myndi semja jafnóðum við þau lög. Ég tal- aði við vin minn Böðvar Guðmunds- son og hann var strax til í að takast á við það. Við ræddum líka að við sæj- um fyrir okkur ákveðinn flytjanda, Kristin Sigmundsson, og ég myndi semja lögin með hann í huga. Krist- inn er gamall vinur Böðvar og var strax til í að syngja lögin og ég sendi honum þau, þar sem hann var á sín- um heimshornaþvælingi að syngja. Þannig urðu „Söngvar mánaðanna“ til. Það var mjög skemmtilegt að fá ljóðin frá Böðvari og heyra svo hvernig Kristinn tæki lögunum,“ sem voru, eins og fyrr segir, frum- flutt 2015. Flokkarnir voru síðan hljóðritaðir í Víðistaðakirkju fyrir tveimur árum. Í heftinu eru ljóðin líka í enskri þýðingu Frances McQueen. Morssinfónía í smíðum „Ég hef verið nokkuð á hliðarlín- unni, hef ekki verið neitt áberandi – það er munur á því að vera við kjöt- katlana, í hringiðunni, en ég er í ró- legheitunum fyrir norðan og er að semja,“ segir Jón Hlöðver um vinnu sína að tónsmíðum. Í ljós kemur að hann er að semja sinfóníu sem á að frumflytja í Hofi í haust og ekki af litlum metnaði. „Ég byggi hana á morstæki sem Arngrímur Jóhanns- son flugmaður kemur til með að leika einleik á! Hann varð áttræður og ég nú 75 – við erum samtals 155 ára! En hann er snillingur á morsið og ég nota morstæknina við að varpa letr- inu upp á tjald og er svo að semja í hljómsveitarverkinu allskonar stef sem tengjast því. Nú þegar ég er að koma bókinni og diskinum út finn ég að það er erf- itt að vera með tvö járn í eldinum í einu en ég mun síðan einbeita mér að því að ljúka sinfóníunni þegar útgáf- an er frá,“ segir Jón Hlöðver. Ljóðakver á afmælinu  Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld er 75 ára í dag og sendir frá sér kver með tveimur flokkum ljóðalaga og geisladiski Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Flytjendurnir Hulda Björk Garðarsdóttir, Daníel Þorsteinsson og Kristinn Sigmundsson við upptökur á ljóðalagaflokkunum í Víðistaðakirkju. Jón Hlöðver Áskelsson Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari og stjórnandinn Daníel Bjarnason koma fram með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í beinni sjón- varpsútsendingu á RÚV í kvöld, fimmtudag, klukkan 20. Víkingur Heiðar er ein skærsta stjarna klassíska tónlistarheimsins um þessar mundir og hefur á síð- ustu árum hlotið einróma lof út um löndin fyrir tónleika sína og hljóð- ritanir. Á tónleikum í kvöld leikur hann einn vinsælasta píanókonsert Mozarts, þann nr. 23, og auk þess stutt og glaðvært einleiksverk meistarans. Á tónleikunum mun einnig hljóma hið sívinsæla Allegretto úr sjöundu sinfóníu Beethovens, sem er meðal hans allra þekktustu tón- smíða. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason, aðalgestastjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stefnumót Víkingur Heiðar við flygilinn og Daníel Bjarnason stjórnar Sinfóníunni. Víkingur og Daníel í beinni með SÍ Menningarblaðamaður The New York Times hefur tekið saman lista sjö tónverka sem hann telur tala einstaklega vel inn í hina óraun- verulegu tíma Covid-19-veirufar- aldursins. Þar á meðal er „Ex- istence“, einn fjögurra þátta í 40 mínútna löngu kammerverki eftir Önnu Þorvaldsdóttur, „In the Light of Air“. Önnur verk á listanum eru „Parsifal“ eftir Richard Wagner, „Gnossiennes“ eftir Eric Satie, „Hyldýpi fuglanna“ eftir Olivier Messiaen úr Kvartett um endalok tímans, „Einstein on the Beach“ eftir Philip Glass, „Falling“ eftir Meredith Monk og „Stabat Mater Dolorosa“ eftir Jacob Cooper. Blaðamaðurinn hrífst af notkun Önnu á látlausum drunum eða nið sem sé afar lífrænn og feli í sér áhrifamiklar og tilfinningalegar tengingar. Tónskáldið Verk Önnu Þorvaldsdóttur njóta mikillar hylli vestanhafs. Verk Önnu þykir tala vel inn í kófið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.