Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
✝ Lúðvík Lúð-víksson fæddist
í Reykjavík 14. jan-
úar 1972. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 22. maí
2020.
Foreldrar hans
eru hjónin Lúðvík
Lúðvíksson, f. 6.
mars 1943, og
Steinunn Jóna
Kristófersdóttir, f.
16. júlí 1945.
Systkini Lúðvíks eru: Val-
garður Viðar, f. 30. maí 1964,
kona hans var Bergþóra Jóna
Steingrímsdóttir og eiga þau
þrjú börn, Steingrím Jón, Vöku
Hildi og Valdísi Jónu, og níu
barnabörn. Eru þau skilin. Nú-
verandi eiginkona hans er Berit
Willysdóttir Eide og á hún einn
son, Amadeus; Guðmunda Arna,
f. 7. nóvember 1969, og á hún
tvö börn, Albert Þór og Elínu
Freyju; Guðbrandur Elí, f. 20.
Lúðvík ólst upp í Breiðholti,
fyrst í Neðra-Breiðholti (Bakka-
hverfi) en síðar Seljahverfi.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Fjölbraut í Breiðholti árið 1992
og lögfræðinámi frá Háskóla Ís-
lands árið 1999. Sama ár hóf
hann störf hjá Ríkisskattstjóra.
Árið 2011 tók fjölskyldan sig
upp og flutti til Lundar í Svíþjóð
þar sem Lúðvík stundaði nám í
evrópskum og alþjóðlegum
skattarétti. Er heim kom hélt
hann áfram starfi sínu hjá Ríkis-
skattstjóra til ársins 2015 þegar
hann lét af störfum vegna van-
heilsu.
Lúðvík var mikill áhugamað-
ur um stangveiðar og fluguhnýt-
ingar. Hann var ákafur unnandi
knattspyrnu og Liverpool átti
hug hans allan, en einnig var
hann sannur ÍR-ingur. Lúðvík
átti við erfið veikindi að stríða
allt sitt líf en hann kvartaði
aldrei og lét þau aldrei stöðva
sig í neinu.
Útför Lúðvíks fer fram frá
Seljakirkju í dag, 4. júní 2020,
klukkan 13.
Meira: mbl.is/andlat
febrúar 1979. Sam-
býliskona hans var
Fouzia og eiga þau
einn son, Elías Elí.
Þau eru skilin. Nú-
verandi sambýlis-
kona hans er Fatima
Fahmi og eiga þau
tvö börn, Steinunni
Íman og Lúðvík
Karam.
Hinn 9. júlí 2005
giftist Lúðvík eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Pálu
Kristínu Bergsveinsdóttur, f. 6.
des. 1974. Foreldrar hennar eru
Sigurlaug Pálsdóttir, f. 14. febr-
úar 1952, og Bergsveinn Þorkels-
son, f. 23. júni 1952. Eiginkona
hans er Sigríður Jónatansdóttir,
f. 3. apríl 1948. Systir Pálu Krist-
ínar samfeðra er Lea Valdís, f. 29.
janúar 1982, og á hún þrjú börn.
Synir Lúðvíks og Pálu Krist-
ínar eru: Ívar Örn, f. 1. maí 2003,
og Kristófer Páll, f. 10. apríl
2008.
Elsku besti Lúlli minn. Mér
finnst mjög erfitt að þurfa að
setjast niður og skrifa minning-
arorð um þig, klettinn í lífi mínu.
Þú varst fyrsti strákurinn sem
ég kynntist eftir veikindin sem
elskaðir mig alveg eins og ég er,
skammaðist þín ekki fyrir mig og
varst yndislegur í alla staði. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og
stóðst með mér í öllu sem ég tók
mér fyrir hendur, sama hversu
fráleitt það var. Þú varst einstak-
lega ljúfur og traustur maður.
Það eru svo margar minning-
ar sem koma upp í hugann. Okk-
ur fannst mjög gaman að ferðast
og síðasta ferðin var til London.
Þar var stefnan sett á Liverpool-
leik enda varstu mikill Liver-
pool-maður, en þegar það gekk
ekki upp að sjá Liverpool spila
var bara farið á annan fótbolta-
leik.
Stærsta ævintýrið sem við
upplifðum saman var þegar við
fluttumst til Svíþjóðar til að fara
í nám, þá voru strákarnir okkar
ungir. Það voru nú margir sem
héldu að við værum orðin vitlaus,
að flytja til útlanda, ein með
strákana og ekki með neitt
stuðningsnet í kringum okkur
úti, með okkar lélega heilsufar,
en við blómstruðum bæði í Sví-
þjóð. Við ferðuðumst um og
keyrðum til Osló, Berlínar og
Stokkhólms, að ótöldum ferð-
unum til Kaupmannahafnar. Það
var dásamlegt að búa í Lundi
þótt það hafi líka oft verið erfitt
að vera ein með strákana. Við
kynntumst fljótlega fullt af Ís-
lendingum og bíllinn okkar varð
líka mjög fljótt vinsæll til að fá
að láni til að keyra yfir landa-
mærin og kaupa bjór í Þýska-
landi. Strákarnir okkar urðu
fljótt altalandi á sænsku á meðan
við hjónakornin gátum aðeins
bjargað okkur í tungumálinu.
Þetta var besti tíminn okkar og
við hefðum öll verið tilbúin til að
búa lengur í Svíþjóð en þar sem
þú varst búinn að lofa að mæta
aftur til vinnu á Íslandi, og auð-
vitað söknuðum við fólksins okk-
ar heima, ákváðum við að flytja
aftur til Íslands.
Ég er enn svo glöð með það að
við höfum látið þennan draum
rætast; að fara út í nám þrátt
fyrir allar hindranir sem við
þurftum að takast á við. Það lýsir
þér nú vel að þú lést aldrei
heilsufarið þitt stoppa þig í
neinu. Þú varst svo seigur og
ótrúlega duglegur í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Þú gast
verið ansi íhaldssamur með svo
margt og ótrúlega þrjóskur. Það
fór mjög oft í taugarnar á mér.
Ég þurfti yfirleitt að fara ein-
hverjar krókaleiðir til að fá það
fram sem ég vildi og oft að láta
þig halda að þú hefðir fengið
hugmyndina að því sjálfur. Síð-
ustu sex ár hafa verið eintómar
brekkur í lífi þínu, sem þú tókst á
við eins og ofurhetja. Þér tókst
alltaf að rífa þig upp úr alvar-
legum veikindum og þótt maður
vissi að þú værir ekki heilsu-
hraustur átti maður ekki von á
þessu svona snögglega.
Elsku Lúlli minn. Þín verður
sárt saknað en ég veit að það
verður tekið vel á móti þér í sum-
arlandinu, elsku ástin mín.
Þín
Pála.
Elsku pabbi. Við trúum því
varla að þú sért farinn og komir
ekki heim aftur af spítalanum.
Þú varst besti pabbi í heimi. Þú
varst yndislegur maður, elsku
pabbi. Þú varst góður við okkur
og þolinmóður.
Elsku pabbi, þú kenndir okk-
ur svo margt. Þó svo að þú hafir
ekki getað spilað við okkur fót-
bolta eða hlaupið hratt kennd-
irðu okkur að elska íþróttir. Við
horfðum alltaf á enska boltann
saman og elskuðum að horfa á
Liverpool spila. Þú vildir líka að
við fylgdumst með fréttum en
okkur fannst það nú ekki jafn
spennandi og að horfa á fótbolta.
Þú elskaðir líka að spila borðspil
og eigum við margar góðar
minningar um spilakvöld með
þér og mömmu. Eitt af því mik-
ilvægasta sem þú kenndir okkur
var að gefast aldrei upp. Þú varst
alltaf svo duglegur og við heyrð-
um þig aldrei tala illa um nokk-
urn mann.
Þú gast líka verið mjög
þrjóskur og ef þú vildir að við
gerðum eitthvað gafstu þig sjald-
an. Þú varst mjög skemmtilegur
og varst með svona aulahúmor.
Þú varst besta fyrirmynd sem
við gátum fengið.
Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið
hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar
lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið
þó steypist í gegn þér stormur og
regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þorsteinn Valdimarsson)
Elsku pabbi okkar, við elskum
þig og þín er sárt saknað.
Ívar Örn og Kristófer Páll.
Við kveðjum nú okkar ást-
kæra bróður, mág og frænda.
Hann Lúlli okkar var alveg ein-
stakur drengur, ljúfur gleðigjafi,
með extra skammt af þrjósku og
keppnisskapi. Alltaf stutt í bjarta
brosið hans og glettnu athuga-
semdirnar.
Hann var mikill fjölskyldu-
maður, óendanlega stoltur af
strákunum sínum tveimur,
frændrækinn, sannur vinur vina
sinna og átti traustan og góðan
vinahóp. Hann var mikill keppn-
ismaður og lagði sig allan fram,
hvort heldur í leik eða starfi, og
alltaf var hann tilbúinn að hjálpa
ef hann mögulega gat.
Þrátt fyrir að hafa þyngri
byrði að bera en flest okkar
vegna vanheilsu hélt hann alltaf
ótrauður áfram, lét ekkert
stoppa sig og gerði meira en
margur fullfrískur. Hann Lúlli
okkar fæddist með hjartagalla
og fór í nokkrar stórar hjarta-
aðgerðir, þar af þrjár á barns- og
unglingsaldri. Aldrei kvartaði
hann eða velti sér upp úr sínum
veikindum sínum heldur tók bara
á verkefnunum af æðruleysi.
Við geymum í hjörtum okkar
svo margar dýrmætar minningar
um þennan ótrúlega dreng sem
við vorum og erum endalaust
stolt af. Minning þín lifir, elsku
Lúlli okkar.
Við vottum Pálu, Ívari Erni og
Kristófer Páli okkar dýpstu og
innilegustu samúð við fráfall eig-
inmanns og föður.
Kveðja frá systkinum, frænd-
systkinum og mökum.
Valgarður V. Lúðvíksson,
G. Arna Lúðvíksdóttir,
Guðbrandur Elí
Lúðvíksson og fjölskyldur.
Elsku Lúlli hennar Pálu okkar
er fallinn frá. Langt fyrir aldur
fram. Í vinahópinn hefur mynd-
ast skarð og eigum við eftir að
sakna þess að eiga góðar stundir
með þeim einstaka manni sem
Lúlli hafði að geyma. Hann var
mikill húmoristi, hafði ljúfa skap-
gerð og með eindæmum hjálp-
samur. Við vorum heppin þegar
Pála kynnti okkur fyrir Lúlla
sínum og að fá að fylgja þeim í
lífinu. Lúlli og Pála voru dugleg
að elta drauma sína með gullmol-
unum Ívari Erni og Kristófer
Páli. Lífið tók því miður skarpa
beygju hjá Lúlla fyrir 6 árum og
brekkan hefur verið brött. En
með elju og sameiginlegum styrk
hefur fjölskyldan tekist á við lífið
og gert sitt allra besta í veik-
indum hans. Pála er sterk. Hún
mun halda áfram að elta drauma
og við stöndum þétt við bakið á
henni. Elsku Pála okkar, Ívar
Örn og Kristófer Páll, innilegar
samúðarkveðjur, megi allar góð-
ar vættir styrkja ykkur á þess-
um erfiðum tímum. Minning um
góðan mann lifir.
Björk, Guðleif, Hulda
Margrét, Hulda Íris,
Kristjana, Júlla, Rúna
og makar.
Það er ekkert sem getur lýst
þeim missi og sorg sem andlát
Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann
var oftast kallaður, skilur eftir
sig. En líklega er fátt sem lýsir
manninum betur en orð sem
heyrðust frá einum af þeim fjöl-
mörgu sem kynntust honum:
„Það er ekkert nema gott sem
kemur upp í hugann þegar mað-
ur hugsar um Lúlla.“ Það er
nefnilega málið að af öllum þeim
kostum sem geta prýtt manninn
þá er manngæskan og góð-
mennskan líklega sá allra besti
og af því átti Lúlli meira en
nokkur sem ég veit um.
Ég kynntist honum á mennta-
skólaaldri og man enn eftir að
hafa hitt hann glaðan í bragði í
partíi með sérstakan áramóta-
hatt sem hann hafði útvegað sér
og vinum sínum. Ég sá strax að
þetta væru áhugaverðir strákar
og réri því öllum árum að því að
troða mér í þennan vinahóp sem
tókst með þeim ágætum að við
höfum haldið þeirri vináttu sam-
an í nær 30 ár. Stærstan þátt í
þeim vinskap á Lúlli sem ávallt
var límið í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur, fasti punkt-
urinn sem ávallt stóð fyrir sínu,
alltaf rólegur og yfirvegaður
(enda oft kallaður Crazy Lou).
Það var líka gaman að fylgjast
með því þegar hann og Pála
kynntust og hversu vel þau
smullu saman frá fyrstu kynn-
um. Hversu samstiga þau voru í
að búa til heimili og fjölskyldu og
hversu hamingjurík sú fjölskylda
var. Ég tók t.d. eftir því þegar ég
heimsótti þau til að horfa á fót-
bolta (liðið hans Lúlla var Liver-
pool) að alltaf settist öll fjöl-
skyldan í sófann. Þannig leið
þeim best. Ekki að undra, það
leið öllum vel nálægt Lúlla.
En því miður þá fylgdi með-
fæddur hjartagalli Lúlla alla tíð
og erfið raun fyrir okkur vini
hans að horfa upp á þróun þess
sjúkdóms. Hann lét þetta samt
ekki á sig fá. Ef eitthvað þurfti
að gera sem væri erfiðara fyrir
hann en aðra þá bara erfiðaði
hann meira. Ef hann þurfti að
leggja meira á sig en aðrir þá
lagði hann meira á sig. Þetta
gerði hann alla tíð, alltaf með
bros á vör og á þann hátt að fáir
hreinlega tóku eftir því að hann
ætti við vanheilsu að stríða og
þeir sem vissu gleymdu því jafn-
harðan. Alltaf sögðum við um
hann Lúlla að þrjóskari mann
væri ekki að finna á jörðinni. En
hugsandi til baka þá var þetta al-
rangt hjá okkur. Lúlli var alls
ekki þrjóskur, hann var bara ein-
staklega fylginn sér og gafst
aldrei upp.
Veikindin höfðu mikil áhrif á
hann síðustu árin, en aldrei
heyrði ég hann kvarta undan
hlutskipti sínu. Þá fékk hann
mikinn stuðning frá Pálu og
strákunum sínum, Ívari og
Kristófer, sem einnig sýndu
aldrei annað en ást og æðruleysi.
Að minnast Lúlla er að minn-
ast manns sem braust áfram af
fádæma dugnaði og getu. Maður
sem átti velgengni að fagna því
hann átti góða fjölskyldu, gekk
vel í námi og vinnu, var vin-
margur og vinsæll. Nú mitt í
þeirri sorg og þeim söknuði sem
nú umlykur mann finnst mér
gott að minnast þessa. Þá hugsa
ég einnig til þess að af öllum
þeim fjölmörgu kostum sem
prýddu hann Lúlla þá er það
manngæskan og góðmennskan
sem bar hæst og ég mun alltaf
minnast.
Ragnar Kristinsson.
Það var dapurlegt að frétta að
Lúðvík væri fallinn frá. Við viss-
um auðvitað að heilsufarið hafði
lengi verið erfitt en samt koma
svona atburðir manni oftast í
opna skjöldu. Lúðvík skildi eftir
einkar góðar minningar í hópi
samferðamanna sinna.
Á árinu 2005 var stofnuð lítil
eftirlitsdeild hjá RSK. Þessari
deild var einkum ætlað að upp-
götva og greina skattamál sem
ekki hafði verið tekist á við áður.
Lúðvík, sem var lögfræðingur,
var einn af þeim sem völdust í
þennan hóp frá byrjun og reynd-
ist bæði traustur og úrræðagóð-
ur. Okkur er ofarlega í huga
hversu hugmyndaríkur hann var
og þægilegur í hópsamstarfi.
Þegar uppi voru vangaveltur um
hvernig taka bæri á málum kom
hann oft með nýja sýn sem eng-
um hafði dottið í hug áður. Þegar
hann var búinn að rökstyðja sitt
mál þá datt engum í hug að mæla
á móti því. Þannig var Lúðvík,
hugmyndaríkur, rökfastur, mál-
efnalegur og réttsýnn. Yfirleitt
var hann búinn að hugsa málin
til enda áður en farið var af stað
með þau. Þá var Lúðvík einkar
kurteis og prúður í framkomu og
ekkert okkar minnist þess að
hann hafi nokkurn tímann skipt
skapi.
Lúðvík var ekki bara ná-
kvæmur og góður lögfræðingur.
Hann var mikill fótboltaunnandi
og var næstum búinn að vinna
deildina í Englandi þetta árið.
Sjálfur lék hann fótbolta með
vinum sínum og vinnufélögum
hvenær sem tækifæri gafst og
kraftar leyfðu. Hann hafði mikið
keppnisskap og keilusveiflan
hans var ógleymanleg öllum sem
til sáu. Hann hafði líka gaman af
að segja frá því að hann hefði
tekið þátt í fyrsta og kannski
eina landsleik Íslands í krikket
en sú íþrótt hefur nú samt ekki
náð fótfestu hér á landi. Þá spil-
aði Lúlli golf og var vel liðtækur í
því þó að hann hafi ekki haft
mörg tækifæri til að stunda þá
íþrótt. Það var gaman að vinna
með Lúlla og hann var gleðigjafi
mikill, enginn hló hjartanlegar
að góðum brandara og léttu
gríni. Hann hló þó aldrei á kostn-
að annarra og illkvittni átti hann
ekki til en fannst gaman að
standa fyrir glensi og kalla fram
bros. Þegar hann kom heim frá
Lundi, þar sem fjölskyldan
dvaldi í námsleyfi, var hann upp-
veðraður og heillaður af sænskri
menningu. Helst vildi hann inn-
leiða hjá okkur sið sem honum
fannst til fyrirmyndar í sænsku
jólahaldi. Til þess að kynna þetta
almennilega skrapp hann í Ikea
og varð sér úti um ljósakrans
með litlum kertum, setti svo
hvítan dúk á höfuðið og ljósa-
kransinn þar ofan á. Í þannig
múnderingu fetaði hann sig inn
ganginn að fundarherberginu
undir Lúsíusöng, sem hann spil-
aði á símann sinn, á litlu jólun-
um. Þrautseigur var hann og gat
verið fastur fyrir án þess þó að
vera með nokkur læti en var eins
og áður sagði fundvís á rök þeg-
ar hann þurfti að sýna fram á að
hann hefði rétt fyrir sér. Þraut-
seigjan kom sér vel fyrir hann
alla ævi en ekki hvað síst á síð-
ustu árum þar sem hann mátti
glíma við erfiðleika og takmark-
anir í daglegu lífi.
Við vinnufélagarnir þökkum
Lúðvík fyrir gott samstarf og
vináttuna í gegnum árin og send-
um Pálu og drengjunum okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning hans.
Aðalsteinn, Magnús,
Ólafur og Ósk.
Lúðvík Lúðvíksson
Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
VIGDÍS RAGNHEIÐUR VIGGÓSDÓTTIR,
Katrínarlind 6,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við
Sléttuveg laugardaginn 23. maí.
Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 8. júní klukkan 15.
Finnbogi Guðmundsson
Kristín Finnbogadóttir Kristinn Magnússon
Skúli Finnbogason
Rafn Finnbogason Guðrún Hildur Pétursdóttir
Guðrún Finnbogadóttir Hörður Þórarinn Magnússon
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR INGÓLFSSON
húsgagnabólstrari,
Dofraborgum 44, Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi
í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 30. maí.
Útför fer fram þriðjudaginn 9. júní frá Grafarvogskirkju
klukkan 13.
Kristín Júlíusdóttir
Ingólfur Guðmundsson Nína María Reynisdóttir
Júlíus Ágúst Guðmundsson Jóhanna J. Gunnlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst
og viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar