Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar sú hug-mynd komfram að skrifa út ferða- ávísun á alla Íslend- inga 18 ára og eldri sýndist sitt hverj- um. Eitt virtist þó víst og það var að þetta yrði nokkuð einfalt. Hver og einn fengi fimm þúsund krónur og gæti notað það til að ferðast um landið. Upphæðin væri nokkurs konar hvatning til að ferðast þótt ljóst væri að hún myndi tæplega ráða úrslitum. Það ætti ekki að vera flókið. Og þó. Eins og sést hér til hliðar er ekkert svo einfalt að ekki sé hægt að flækja það. Spurt er hvort miða eigi við afmælisdag eða fæð- ingarár við útgáfu ávísunarinnar. Þeir sem leigja út útilegu- og göngubúnað furða sig á að þeir falli ekki undir skilgreiningu lag- anna um ferðaávísanirnar, fyrst þær eigi að mega nota á bílaleig- um. Svo eru auðvitað þeir, sem vilja hækka ávísanirnar þannig að fleiri fari af stað og fólk eyði meiru. Þar mun þó ekki nánasar- háttur yfirvalda ráða för, heldur er enn og aftur við Evrópusam- bandið að sakast og regluverkið á Evrópska efnahagssvæðinu. Ferðaávísunin fellur vitaskuld undir skilgreininguna um ríkis- styrk. Þetta þýðir ekki bara að passa þurfi að hver og einn ein- staklingur fái ekki of háa ávísun. Einnig þarf að setja þak á hvað hvert fyrirtæki megi taka við hárri upphæð. Þakið er almennt miðað við 100 millj- ónir króna, en 25 milljónir hafi fyrir- tæki verið í rekstrarerfiðleikum um áramótin síðustu. Stjórn- endur fyrirtækja í erfiðleikum hljóta að furða sig á þessu og spyrja hvort ekki væri nær að snúa þessu við því einmitt þau þurfi á peningunum að halda. Fyrir vikið þarf að koma á greiðslumiðlunarkerfi til að halda utan um hvað miklir pen- ingar hafi runnið til hvers fyrir- tækis til að passa að þau fari ekki yfir þakið. Þarna fer málið að flækjast fyrir alvöru. Allt í einu er einföld hugmynd farin að vinda upp á sig. Farið er að ræða eftirlit og þegar orð á borð við greiðslu- miðlunarkerfi skjóta upp koll- inum er ljóst að málið er farið að vinda upp á sig. Einhverjir þurfa að smíða slíkt kerfi, aðrir þurfa að mata það og fylgjast með því. Hér er jafnvel kominn vísir að nýrri stofnun. Brátt verður búið að nefna hana Ferðagjafastofu og hún farin að lúta lögmálum skrifræðisins um útþenslu og kröfur um aukin fjárframlög og láti einhver sér detta í hug að kannski mætti nú leggja hana niður munu þegar heyrast köll um að nýfrjálshyggjunni haldi engin bönd. En þangað erum við ekki kom- in enn, enda er hugmyndin ein- föld. Það virðist ekki hlaupið að því að gefa út ferðaávísanir} Einfalt verður flókið Þegar Berlínar-múrinn féll og járntjaldið liðaðist í sundur árið 1989 með þeim afleið- ingum að Sovét- ríkin leystust upp var ráða- mönnum í Peking ekki rótt. Þeir höfðu mestu óbeit á linkind Míkhaíls Gorbatsjovs og voru staðráðnir í að sæta ekki sömu örlögum. Þegar mótmæli hófust í Kína gegn einræði kommún- istaflokksins var brugðist hart við og vopn dregin úr slíðrum. Í dag er þess minnst að 31 ár er liðið frá blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar. Þess er þó ekki minnst alls staðar. Í Kína er hvergi minnst á atlöguna gegn mótmælendum þessa örlagaríku daga. Atburð- anna er ekki getið í kínverskum ferðahandbókum. Kínversk stjórnvöld vildu helst að þeir féllu í gleymskunnar dá og rit- skoða alla umræðu um þá af hörku. Í Hong Kong hefur blóðs- úthellinganna á Torgi hins himneska friðar verið minnst árlega í 30 ár. 4. júní ár hvert hefur fjöldi manns safnast sam- an og kveikt á kert- um í minningu þeirra sem létu lífið. Hong Kong hefur verið eini staðurinn í Kína þar sem slíkar minningar- athafnir hafa farið fram. Nú hefur lögreglan í Hong Kong bannað minningarathöfnina í dag. Sú ástæða er gefin upp með vísun í kórónuveiruna að lífi og heilsu almennings yrði stefnt í hættu. Skipuleggjendur athafnarinnar segja að þetta sé yfirskin. Hong Kong hefur sloppið vel frá faraldrinum og barir, veitingastaðir, líkams- ræktarstöðvar og kvikmynda- hús hafa verið opnuð og skóla- hald hafið á ný. Þeir spyrja hvernig á því standi að það sé í lagi, en ekki megi halda minn- ingarathöfn undir berum himni. Kínversk stjórnvöld reyna smátt og smátt að draga úr sér- stöðu Hong Kong. Þeir sem vilja halda í þá sérstöðu sjá fulla ástæðu til að minna á atburðina 1989. Það má búast við því að þótt minningarathöfnin hafi verið bönnuð verði víða kveikt á kertum í Hong Kong í dag. Búast má við að víða verði tendruð kerti í Hong Kong í dag} Minningarathöfn bönnuð R íkisstjórnin hefur lagt sig alla fram við að hjálpa heimilum og fyrirtækjum að komast í gegn- um öldurótið sem skapast hefur af völdum heimsfaraldurs CO- VID-19. Áhersla hefur verið lögð á að verja störf og afkomu almennings. Einn liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar lýtur að því að koma líflínu til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir tekjuhruni. Heil atvinnugrein – ferðaþjónustan – hefur nánast lagst á hlið- ina. Tekjusamdráttur fjölmargra fyrirtækja er vel yfir 75% á milli ára. Það er því nauð- synlegt að skapa fyrirtækjum í þessum að- stæðum skjól til uppbyggingar; rétt eins og skipi sem tekið er í slipp til viðgerða og við- halds. Ég hef mælt fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér tímabundið úrræði – greiðsluskjól – handa fyrirtækjum í sérstakri neyð vegna faraldurs- ins. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum geta þau fengið greiðsluskjól í áföngum í allt að ár. Heimildin er veitt strax og hún berst héraðsdómi. Fyrirtæki í greiðslu- skjóli fá tækifæri til að semja við kröfuhafa með full- tingi sérstaks aðstoðarmanns. Þar er um að ræða lög- mann eða löggiltan endurskoðanda sem fyrirtækið tilnefnir sjálft sér til aðstoðar en héraðsdómur stað- festir. Frumvarpið veitir fyrirtækjum vernd gegn öllum inn- heimtu- og þvingunarúrræðum og skiptir þá ekki máli hvort kröfuhafi er einkaaðili, ríki eða sveitar- félag. Greiðsluskjóli getur lokið án frekari aðgerða með því að starfsemi fyrirtækis kemst í rétt horf. Fyrirtæki getur einnig náð frjálsum samningum við kröfuhafa. Þá verð- ur unnt samkvæmt frumvarpinu að koma á nauðasamningi með tiltölulega einfaldri að- gerð. Þá er einungis nauðsynlegt að umsjón- armaður samþykki nauðasamninginn og að héraðsdómur staðfesti hann – ekki þarf að fara í atkvæðagreiðslu meðal kröfuhafa. Með þessu frumvarpi verður komist hjá mögulegum gjaldþrotum fyrirtækja sem hefðu, í eðlilegu árferði, séð fram á rekstur til framtíðar. Það er samfélaginu nauðsyn- legt að halda lífi í þannig fyrirtækjum, þann- ig tryggjum við áfram störf og hagvöxt. Rétt er að undirstrika að hér er um tímabundið ákvæði að ræða tengt hinu sérstaka neyðar- ástandi og tengist þeim óvæntu aðstæðum sem við búum nú við. Vonandi nýtist úrræðið sem flestum fyrir- tækjum í vanda þannig að þau verði tilbúin þegar á reynir og full starfsemi geti hafist að nýju. Það er hlutverk þeirra stjórnmálamanna sem fara með völd í landinu að sýna ábyrgð og festu í því ástandi sem nú ríkir og boða lausnamiðaðar aðgerðir. Það er gert með þessu frumvarpi sem gagnast fyrirtækjum til lengri tíma. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Fyrirtæki komist í skjól Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Auðvitað eru ýmis sjónarmiðsem koma upp. Nú síðastathugasemd frá ÞjóðskráÍslands, það eru þarna at- riði sem þarf að slípa til,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Frumvarp um ferðagjöf stjórn- valda er nú í meðförum Alþingis en stefnt er að því að ferðagjöfin komist í gagnið fyrri hlutann í júní. Kynn- ingarátak um ferðalög innanlands er þegar hafið. Í umsögnum um frumvarpið hafa komið fram ýmsar ábendingar, athugasemdir og gagnrýni á fram- kvæmd ferðagjafarinnar. Sem kunn- ugt er fær hver einstaklingur, 18 ára og eldri með íslenska kennitölu, fimm þúsund króna rafræna ávísun sem nýta má á hótelum, afþreying- arfyrirtækjum, veitingastöðum, bíla- leigum og víðar. Þjóðskrá Íslands bendir á að frumvarpið sé frekar óljóst um það hvort miða eigi við 18 ára afmælis- dag eða hvort miða eigi við alla þá sem fæddir eru 2002 eða fyrr. „Taka þarf allan vafa af um hvort allir eigi að njóta ferðagjafar óháð því hvort einstaklingur er skráður í þjóðskrá eða á kerfiskennitöluskrá. Jafnframt þarf að hafa í huga hvort skilyrðið sé að einstaklingurinn hafi fasta búsetu á Íslandi,“ segir í umsögn Þjóðskrár. Verði minnst 15 þúsund Samtök ferðaþjónustunnar segja í umsögn sinni að mikilvægt sé að undirstrika að ferðagjöfina eigi að nota til greiðslu hjá einkafyrir- tækjum en ekki hjá fyrirtækjum og stofnunum í eigu ríkis eða sveitar- félaga. Samtökin leggja auk þess til að ferðagjöfin verði hækkuð í minnst 15 þúsund krónur. „Því hærri sem ferðagjöfin er því líklegra er að ferðalangurinn fari lengra, geri meira og fari jafnvel oftar að ferðast. Að endingu myndi ferðalangurinn setja meira fjármagn í hagkerfið því meira sem hann fær í ferðagjöf. Því hærri sem ferðagjöfin er aukast lík- ur á að ferðalangur sem búsettur er í Reykjavík fari lengra út á land til að eyða sinni ferðagjöf og þá einnig sín- um eigin fjármunum. Hærri ferða- gjöf þýðir þannig mögulega aukna hagsæld fyrir fyrirtæki á lands- byggðinni,“ segir í umsögninni. Samband íslenskra sveitar- félaga bendir á að síðustu ár hafi verið unnið markvisst að því að byggja upp ferðaþjónustu á heils- ársgrunni um allt land. Víða sé lögð áhersla á sérhæfða vetrarferðaþjón- ustu. „Til að gæta jafnræðis milli bæði landshluta og ferðaþjónustu- aðila leggur sambandið til að gild- istími ferðagjafarinnar verði lengdur þannig að hún gildi til 31. maí 2021.“ Gildir ekki um útilegubúnað Stefán Á. Magnússon, eigandi Iceland Camping Equipment, bendir á að leiga á útilegubúnaði og göngu- búnaði falli ekki undir skilgreiningu laganna um ferðagjöf þótt um ferða- þjónusturekstur sé að ræða. „Með sömu rökum og ráðuneytið notar mætti segja að leiga á bílum ætti ekki heyra undir frumvarpið þar sem bílaumboð eru til í landinu sem selja bíla. Einnig er ljóst að margar bílaleigur leigja oftar en ekki GPS-tæki, borð, stóla og jafnvel tjöld með sínum bílaleigubílum, sem fellur undir skilyrði nýja frum- varpsins,“ skrifar Stefán og bendir á að fá fyrirtæki sérhæfi sig í leigu á búnaði. Hægur vandi ætti að vera að fella þau undir lög um ferðagjöf. Skiptar skoðanir um upphæð og gildistíma Þegar ferðagjöfin var kynnt kom fram að hámark yrði sett á þá upphæð sem hvert fyrirtæki má taka við. Almennt sé það 100 milljónir króna en 25 milljónir hafi fyrirtækið verið metið í rekstrarerfiðleikum um síðustu áramót. Skarphéðinn Berg Steinars- son ferðamálastjóri segir að greiðslumiðlunarkerfi muni halda utan um greiðslur til fyr- irtækja. Þegar fyrirtæki nálgist 25 milljóna þakið sé yfirvöldum gert viðvart og hægt sé að kanna grundvöll fyrir frekari greiðslum. „Þetta varðar lagaákvæði sem tengjast ríkisstyrkjareglum EES. Það eru takmarkanir á því hvern- ig ríkið getur greitt peninga og þess vegna þarf að taka á þessu svona. En við gerum nú ekki ráð fyrir að þetta verði mörg fyrirtæki sem fari yfir þessa upp- hæð.“ Takmörk á ríkisstyrkjum ÞAK Á FERÐAGJÖFINNI Skarphéðinn Berg Steinarsson Morgunblaðið/Eggert Sumarfrí Þeir sem hyggja á ferðalög um landið í sumar fá fimm þúsund króna ferðagjöf frá ríkinu. Hana má nota á bílaleigum og veitingastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.