Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
SMÁRALIND– DUKA.IS
L IV ING DES IGN
Í BARNAHERBERGIÐ
Himnasæng
Rose, blue & carmel
Verð 19.990,-
Veggteppi stórt regnbogi
Verð 18.990,-
Adventure
sængurverasett
100x140 cm Verð 9.990,-
70x100 cm Verð 6.990,-
Leikfangapoki
Verð 7.990,-
Ljónagólfmotta Verð 14.990,-
Ljónið Elvis
Verð 6.390,-
Veggteppi lítið
Ljón, gíraffi &
hlébarði
Verð 7.990,- stk.
Púði lolipop
Verð 7.590,-
Órói Lolipop
Verð 8.990,
Óverjandi breytingar
á lögum nr. 30/200.
Breytingar á lögum um
áhafnir íslenskra fiski-
skipa, varðskipa,
skemmtibáta og ann-
arra skipa með síðari
breytingum þingskjal
357-316.
Hinn 4. nóvember
var borið upp frumvarp
í boði ríkisstjórnarinnar
til breytinga á lögum nr. 30/2007
(smáskipaviðmið og mönn-
unarkröfur). Fulltrúar stéttarfélaga
sjómanna höfðu á fyrri stigum skilað
inn umsögnum til umhverfis- og
samgöngunefndar sem allar lýstu
eindreginni andstöðu við þær breyt-
ingar sem þar komu fram. Í fram-
haldi af því voru þeir boðaðir fyrir
samgöngunefnd þar sem Jón Gunn-
arsson var í formannssæti og spurði
ásamt öðrum nefndarmönnum ým-
issa spurninga er vörðuðu þær
alvarlegu athugasemdir sem fyrir
lágu frá sjómannasamtökunum og
er það mat undirritaðs að útskýr-
ingar okkar hafi komist ágætlega til
skila. Það er skemmst frá því að
segja að árangurinn af fundi okkar
með nefndinni var minni en enginn
eða rétt eins og að míga
upp í vindinn í 12 vind-
stigum.
Hættuleg blanda
af þekkingarleysi
og ábyrgðarleysi
Í stuttu mál sagt er
verið að minnka kröfur
til réttinda á skipum
undir 15 metrum svo
verulega að við það
verður ekki unað þar
sem öryggi sjómanna á
þessum bátum er skert með alvar-
legum hætti. Þeir bátar sem þessi
breyting mun hafa mest áhrif á eru
fjögurra manna línubátarnir sem eru
12-15 metrar þar sem nú er skylda að
hafa stýrimann, vélstjóra og skip-
stjóra. Áður en lengra er haldið er
rétt að minna á að þessi stærð báta
hefur blessunarlega sloppið vel við al-
Óverjandi
lagabreyting
Eftir Árna
Bjarnason
Árni Bjarnason
» Að löggjafinn stingi
höfðinu í sandinn og
„leysi málið“ með því að
afnema nánast alfarið
reglur um mönnun í
skipum að 15 metrum
er skandall.
COVID-19 fór eins
og hvirfilbylur yfir
heiminn á fyrri hluta
ársins og enn sér ekki
fyrir endann á faraldr-
inum. SARS-Cov-19-
veiran varð mið-
punktur athygli og
fréttir af faraldsfræði
urðu fastur liður í fjöl-
miðlum. Eins og kunn-
ugt er þurfti heil-
brigðisþjónustan með
Landspítalann í broddi fylkingar að
bregðast skjótt við til að geta sinnt
smituðum einstaklingum, sumum
bráðveikum. COVID-19-göngu-
deildin var stofnuð, gjörgæslan
efld, legudeildum breytt o.s.frv.
Ein deild spítalans sem sérstaklega
mikið mæddi á var sýkla- og veiru-
fræðideildin en starfsfólk hennar
sýndi bæði snarræði og úthald við
að þróa ný greiningarpróf og vinna
langa daga við greiningu sýna.
Þetta var krefjandi verkefni fyrir
deild sem hefur lengi búið við
þröngan kost hvað varðar tækja-
búnað og mönnun en samkvæmt
Arthuri Löve yfirlækni veirufræði-
deildar voru tækin orðin „gömul,
þreytt og bilanagjörn
og það var fljótt ljóst
að það yrði flöskuháls-
inn“. Vegna tækjabil-
ana var leitað til Ís-
lenskrar erfðagrein-
ingar (ÍE) sem gat
komið til hjálpar enda
vel búin með tækja-
búnað og þjálfað
starfsfólk. Það er ekki
gefið að geta leitað til
fyrirtækis á borð við
ÍE en það varð lands-
mönnum til happs
hversu vel ÍE brást
við. Í skýrslu verkefnisstjórnar um
sýnatöku fyrir COVID-19 á landa-
mærum kom fram að nauðsynlegt
væri að ráðast í úrbætur á veiru-
fræðideildinni enda væri núverandi
afkastageta deildarinnar, tækja-
kostur, aðstaða og mönnun veik-
leiki í sóttvörnum og almannavörn-
um landsins með tilliti til nýrrar
bylgju COVID-19 eða faraldra ann-
arra smitsjúkdóma.
Þessi atburðarás sýnir fram á
mikilvægi klínískra rannsókn-
ardeilda Landspítalans enda eru
þetta yfirleitt einu sérhæfðu rann-
sóknardeildirnar á sínu sviði á Ís-
landi. Rannsóknardeildirnar sem í
núgildandi skipuriti spítalans til-
heyra svokölluðum rannsóknar-
kjarna eru auk sýkla- og veiru-
fræðideildar eftirfarandi: Klínísk
lífefnafræði og blóðmeinafræði,
erfða- og sameindalæknisfræði,
ónæmisfræði og vefjameinafræði
auk Blóðbanka og myndgreiningar-
deildar. Rannsóknardeildirnar eru
yfirleitt ekki áberandi út á við í
starfsemi spítalans. COVID-19-
faraldurinn sýnir þó skýrt hversu
mikilvæg þessi starfsemi er en án
hennar getur háskólasjúkrahús
ekki sinnt þjónustu við sjúklinga.
Klínískar rannsóknarstofur gera
hvers kyns greiningarpróf á sjúk-
lingasýnum sem gefa nauðsynlegar
upplýsingar fyrir greiningu, með-
höndlun og forvarnir sjúkdóma. Til
þess að geta sinnt hlutverki sínu
þurfa rannsóknardeildir að búa yfir
þrennu: Góðu húsnæði, nægum
tækjabúnaði og vel þjálfuðu starfs-
fólki. Fram kom í áhættumati far-
sóttarnefndar Landspítala og heild-
armati Landspítala frá Páli
Matthíassyni forstjóra spítalans
fyrir skýrslu um sýnatöku fyrir
COVID-19 á landamærum að
styrkja þyrfti innviði Landspítala
og þá sérstaklega aðstöðu, tækja-
kost og mönnun veirufræðihluta
sýkla- og veirufræðideildar Land-
spítala, enda væri afkastageta
deildarinnar hvað varðar PCR-
greiningar takmörkuð. Þetta mat
má væntanlega yfirfæra á aðrar
rannsóknardeildir spítalans.
Húsnæðismál rannsóknardeilda
Landspítalans eru sérstaklega bág-
borin enda eru deildirnar dreifðar á
margar byggingar með tilheyrandi
óhagræði. Sumar þessara bygginga
eru í slæmu ástandi og þarfnast
kostnaðarsamra endurbóta, til að
mynda húsnæði veirufræðideildar í
Ármúla. Þetta stendur til bóta með
nýjum Landspítala þar sem allar
rannsóknardeildirnar munu sam-
einast í sérstöku húsnæði rann-
sóknarkjarnans. Það eru því miður
a.m.k. fimm ár þangað til nýr
Landspítali verður tekinn í notkun
svo huga þarf að tímabundnum
lausnum. Annað atriðið er tækja-
búnaður en vegna örrar þróunar og
aukinnar þekkingar er sífelld þörf á
endurnýjun tækja. Einnig má
nefna að opinberar reglur um inn-
kaup krefjast þess að dýrari tæki
fari í útboð með tilheyrandi vinnu
og umsýslu. Tækjamál eru ekki að-
eins ófullnægjandi á veirufræði-
deildinni heldur er staðan svipuð á
ýmsum öðrum rannsóknardeildum.
Húsnæðismál torvelda samnýtingu
tækja milli deilda en nauðsynlegt
er að allar deildir séu vel tækjum
búnar til þess að eðlileg fagleg
framþróun geti átt sér stað á
hverju sviði. Síðast en ekki síst má
nefna mönnun rannsóknardeilda en
til þess að tryggja nægilega faglega
sérþekkingu þarf tiltekinn fjölda
vel menntaðs starfsfólks, þar á
meðal lækna, lífeindafræðinga og
annarra stétta. Mikilvægt er að
stöðugt sé hugað að nægilegri
mönnun enda er meðalaldur
margra stétta á rannsóknarstofum
nú í hærra lagi. Langan tíma tekur
að mennta sérhæft starfsfólk á
hverju sviði, til að mynda lækna.
Klínískar rannsóknarstofur eru
ómissandi hlekkur í keðju heil-
brigðisþjónustunnar og engin keðja
er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Rannsóknardeildir Landspítala
hafa allar forsendur til þess að
sinna verkefnum framtíðarinnar,
hvort sem er vegna COVID-19 eða
annarra áskorana. Til að svo verði
þarf hins vegar að ráðast í nauð-
synlegar úrbætur hvað varðar hús-
næði, tækjakost og mannafla.
Heimildir: https://www.stjornarradid.is/
efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/26/
Skyrsla-um-synatoku-fyrir-COVID-19-a-
landamaerum/
Eftir Önnu
Margréti
Halldórsdóttur
»Klínískar rannsókn-
arstofur Landspítala
eru ómissandi hlekkur í
keðju heilbrigðisþjón-
ustunnar en þurfa við-
unandi húsnæði, tækja-
kost og mannafla.
Anna Margrét
Halldórsdóttir
Höfundur er læknir í Blóðbankanum
og starfandi formaður læknaráðs
Landspítala.
annamha@landspitali.is
Styrkja þarf rannsóknardeildir
Landspítala: Lærdómur af COVID-19
Einhverra hluta vegna hafa
borgaryfirvöld undanfarinn áratug
kosið að fara með ófriði gegn
rekstraraðilum við Laugaveg og
neðanverðan Skólavörðustíg. Her-
ferðin gegn atvinnustarfseminni í
miðbænum hefur náð nýjum hæðum
með fyrirhuguðum allsherjarlok-
unum gatna, þvert á vilja okkar
rekstraraðila og þvert á vilja meiri-
hluta höfuðborgarbúa eins og nýleg
könnun Maskínu leiddi í ljós.
Málflutningur borgarfulltrúa
verður að sama skapi sífellt lágkúru-
legri og steininn tók úr þegar Dóra
Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi
Pírata, notaði fúkyrði gegn okkur í
Fréttablaðinu 12. maí sl. Við höfum
það eitt til „saka unnið“ í hennar
huga að berjast fyrir lífi fyrirtækja
okkar og verja þar með störf og
mannlíf í miðbænum. Þetta kallar
Dóra Björt „fortíðarskvaldur“ og
segir okkur klappstýrur afturhalds-
ins með „sveittar krumlur fortíðar“!
Dóra Björt, ásamt borgarstjóra
og fleiri borgarfulltrúum, hefur kos-
ið að standa í stríði við okkur fyrir
það eitt að við höfum barist gegn
lokunum gatna í miðbænum. Lok-
unum sem hafa stórskaðað rekstur
okkar undanfarin ár og hrakið fjöl-
mörg fyrirtæki úr götunum. Þau
fyrirtæki eiga sum hver áratuga og
jafnvel aldarlanga sögu. Á þeim tíma
höfum við lifað farsóttir, kreppur,
hrun og jafnvel heimsstyrjöld. Við
hefðum seint trúað því að skæðasti
andstæðingur okkar yrði meirihluti
borgarstjórnar (meirihluti borgar-
stjórnar sem situr í skjóli minnihluta
atkvæða).
Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar
heilsárslokanir gatna gegn vilja af-
gerandi meirihluta rekstraraðila og
gegn vilja meirihluta höfuðborgar-
búa. Miðað við þær neikvæðu afleið-
ingar sem tímabundnar lokanir hafa
valdið er fyrirsjáanlegt að viðskipta-
flóttinn mun stóraukast. Fleira
Stöðvið
flóttann
– hlustið!
Eftir tólf konur sem stunda
atvinnurekstur í og við
Miðbæ Reykjavíkur
Vantar þig
pípara?
FINNA.is