Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Ásgrímur Jónsson, fyrsti Íslendingurinn sem gerði mynd-
list að aðalstarfi, hélt strax að loknu löngu námi í Dan-
mörku austur í sveitir til að fanga liti og svipbrigði náttúr-
unnar. Þetta var vorið 1909 og á miðju sumri fór Ásgrímur
að Hæli í Gnúpverjahreppi og fór þá að
leggja drög að stóru Heklumyndinni
sem er eitt af þekktustu verkum hans.
Kyrralífsmynd
Á Heklumyndinni sjást sveitabæir í
grösugri sveit; kyrralífsmynd eins og
þær gerast fallegastar. Fjærst er svo
fjallið háa; fallegt og hrikalegt í senn.
Myndin er í eigu Listasafns Íslands og
eitt af dýrmætustu verkum þess. Er
einmitt núna uppi á sýningu í safninu
sem ber yfirskriftina Fjársjóður þjóðar.
„Farðu upp á Langhamra, þar sérðu þetta alveg tært,“
sagði Einar Gestsson, bóndi á Hæli, þegar blaðamaður
kom við hjá honum á dögunum. Í brekkum fyrir ofan bæ-
inn blasir dýrðin við og ekkert fer á milli mála þegar út-
sýnið og málverkið eru borin saman hvar listamaðurinn
Ásgrímur stóð.
Stórbrotin að sjá
Á Langhömrum reisti hann tjald og dvaldist drjúgan
part úr sumri. Alls var Ásgrímur sex mánuði að mála
þessa einu mynd, en tilurð hennar lýsti listamaðurinn í
ævisögu sinni Myndir og minningar frá árinu 1956. „Sögur
af Ásgrími og málverkinu hafa alltaf fylgt mér og Hekla
er stórbrotin að sjá héðan af hömrunum,“ segir Einar á
Hæli, mektarbýli þar sem margar kynslóðir hafa setið
hver eftir aðra. Hælsættin er stór og hefur fólk af henni
látið víða að sér kveða í ýmsum sviðum þjóðlífsins.
Litið af
Lang-
hömrum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ljósmynd/Listasafn Íslands
Fjallasýn Horft frá hömrunum ofan við Hæli til austurs að Heklu, sem sést til mjög víða af Suðurlandi. Svipur eldfjallsins er sterkur
og ekki að furða að Ásgrímur Jónsson hafi spreytt sig á því að mála mynd af fjallinu, eins og hann gerði sumarið 1909. Blaðamanni
var vísað á staðinn þar sem listmálarinn stóð með trönurnar – og sjá! Hér fer ekkert milli mála og sjónarhornið er auðþekkt.
Fyrirmynd að frægu Heklumálverki Ásgríms Jónssonar er við bæinn Hæl
Einar
Gestsson
TRÚLEGA BESTU
VEIÐIGLERAUGUN