Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 Tulip Nýjar vörur TULIP hægindastóll. Sinnepsgulur eða grár. 129.900 kr. THINNA kollur/plöntustandur. Ø42 cm. 9.995 kr. PETRI 3ja sæta sófi. Emerald grænn. L242 cm. 269.900 kr. ARTPRINT Ýmsar gerðir. 50x70 cm. 5.995 kr. (Rammi seldur sér) Thinna Menningarmiðstöðvar á landsbyggðinni, samtök sveitarfélaga og Þjóðleikhúsið vinna saman að verkefni fyrir ungt fólk sem nefnist Þjóðleikur en í því skrifa fjórir ungir og efnilegir höfundar leikrit sem síðan verða sett upp af ungu fólki um allt land. Höfundarnir eru Álfrún Örnólfsdóttir, Egill Andrason, Hildur Selma Sigbertsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson. Barna- menningarsjóður styrkir Þjóðleik nú í fyrsta sinn en markmið verkefnisins er að efla íslenska leikritun, styrkja leiklistariðkun ungs fólks og auka áhuga þess á leiklist, auk þess sem það styrkir fagþekkingu á leiklist í skólum og hjá áhugaleikfélögum. Verkin verða sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins næsta vetur. Fjögur ný íslensk leikrit frumsýnd FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Þetta er veirusjúkdómur sem allir sem hafa fengið hlaupabólu geta fengið. Þetta er algengara hjá eldra fólki, en ég er búin að vera slöpp undanfarnar tvær vikur. Það er skrýtið að segja frá því að ég lagðist inn á sjúkrahús fyrir tveimur árum með nákvæmlega sömu einkenni og verki. Þá lýsti það sér eins og ég væri að fá blóðtappa,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir meðal annars í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag. Hún þarf að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum vegna veikindanna. »62-63 Talið var að Elísabet væri að fá blóðtappa en það reyndist rangt ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fresta varð 42. Flóahlaupinu 1. maí síðastliðinn vegna samkomubanns- ins, en ákveðið hefur verið að það verði fimmtudaginn 11. júní. „Menn eru orðnir hlaupþyrstir og vilja þetta hlaup auk þess sem gott er að það fari fram fyrir slátt,“ segir Markús Ívarsson, bóndi á Vorsabæjarhóli í Flóahreppi, sem hefur séð um hlaup- ið frá upphafi. Flóahlaupið hef- ur verið fastur lið- ur í tilverunni frá 1. febrúar 1979 og Markús heldur að aðeins Víðavangs- hlaup Íslands og Víðavangshlaup ÍR eigi sér lengri samfellda sögu hérlendis. Sögulega skipti því miklu máli að það falli ekki niður. „Einu sinni þurfti ég að fresta hlaupinu um viku, því vatn rann yfir veginn á 16 stöðum, þegar hlaupið átti að fara fram,“ segir Markús. „Ég hef líka undantekningarlítið verið með tvo fasta starfsmenn – Friðrik Þór Óskarsson hefur séð um tölvuút- skriftina og Ágúst Þorsteinsson um tímatökuna – og þeir bíða spenntir eftir því að mæta, eins og aðrir.“ Hlauparar geta valið um að hlaupa þrjá eða fimm kílómetra eða tíu kíló- metra Vorsabæjarhringinn. Hlaupið hefst við Félagslund og þar er boðið upp á sannkallað veisluborð áður en verðlaunaafhending fer fram. „Til að byrja með voru fáir hlauparar, níu í fyrsta sinn og þeir fóru upp í 17 í þriðja hlaupi, og ég tók þá heim í kaffi og kökur á eftir. Síðan skipt- umst við Helgi í Vorsabæ á um að sjá um veitingarnar en eftir því sem hlaupurum fjölgaði fórum við með kaffið í Félagslund, þar sem veiting- arnar hafa verið á vegum ungmenna- félagsins.“ Kökuhlaup Markúsar Meðlætið hefur reyndar vakið at- hygli, sumir hafa sagt að þeir mættu fyrst og fremst þess vegna og talað hefur verið um Kökuhlaup Mark- úsar. Hann segir eðlilegt að bjóða upp á veitingar, menn komi víða að og í raun sé um alþjóðlegt hlaup að ræða. Fjöldi hlaupara hafi farið upp í 120 en þeim fylgi svo aðstoðarfólk og gestir. „Það hefur alltaf verið boðið upp á smurt brauð og kökur,“ segir Markús. „Lengi vel voru rjóma- pönnukökur á borðum en nú eru það rjómavöfflur.“ Fyrstu hlaupin voru óformleg og flokkar hafa verið búnir til eftir þörf- um. „Í fyrsta skiptið var mikið rok og því vorum við keyrðir á móti vindi og hlupum svo til baka um fimm kíló- metra að Félagslundi. Í annað skipt- ið var líka hvasst en þá hlupum við fimm og hálfan til sex kílómetra. Síðan höfum við hlaupið Vorsabæjar- hringinn, sem er tíu kílómetrar.“ Markús segist hafa nefnt við suma að hugsanlega yrði að slá hlaupið af í ár en því hafi verið illa tekið. „„Það má ekki,“ sagði Ingvar Garðarsson, sem hefur aðeins misst af tveimur hlaupum, við mig og fleiri eru sama sinnis. Því verður hlaupið.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn og vegna að- stæðna verður hlaupið ekki eins og áður, en stemningin er alltaf eins, að sögn Markúsar. Forskráning er hafin á hlaup.is og er opið fyrir hana til klukkan 12 dag- inn sem hlaupið fer fram, 11. júní. Hægt er að skrá sig á staðnum, en ræst verður klukkan 19.30. Ljósmyndir/Jón M. Ívarsson Flóahlaupið 2018 Markús Ívarsson, fremstur fyrir miðju (nr. 862), hljóp í 30. sinn þegar hlaupið fór fram í 40. sinn. Allir í startholunum  Flóahlaupið hefur farið fram á hverju ári frá 1979
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.