Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 HVERAGERÐI Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Undanfarnar helgar hafa verið anna- samar hjá Ölverki í Hveragerði og starfsfólk staðarins staðið í ströngu við að afgreiða svanga og þyrsta gesti sem koma víða að til að smakka dýrindis pítsur og vandaðan hand- verksbjór. „Það er einstakt andrúms- loft í bænum þessa dagana og er til dæmis sundlaugin á Hótel Örk yfir- full af uppblásnum einhyrningum og sóldýrkendum sem líður eins og þeir séu staddir á Tenerife. Vinahópar sem hefðu kannski annars verið á leiðinni í helgarferð til Dyflinnar eða Kaupmannahafnar hafa í staðinn ákveðið að skella sér hingað til Hveragerðis til að njóta alls þess sem bærinn hefur upp á að bjóða, en hér er að finna marga áhugaverða veit- ingastaði með úrvalsmat og drykk, skemmtilegar gönguleiðir, nokkrar sundlaugar, sérverslanir og auðvitað fjöldann allan af blómaverslunum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, sem á og rekur Ölverk með manni sínum Elvari Þrastarsyni bruggmeistara. Veitingastaðurinn varð þriggja ára í maí og spratt upp úr ástríðu þeirra hjúa fyrir pítsugerð og bjórbruggun. „Elvar er mikill bjórspekúlant og við bæði með mikinn áhuga á matargerð. Á heimili okkar hafði þróast löng hefð fyrir því að elda fyrsta flokks pítsur á föstudagskvöldum. Var það nokkuð vel þekkt fyrirbæri hjá góð- kunningjum okkar að koma „óvart“ í heimsókn á föstudögum og lenda í al- vörupítsuveislu.“ Varð úr að opna pítsustað vorið 2017 og tvinna saman pítsubakstur og framleiðslu á handverksbjór. „Elvar lærði bjórgerð í Bretlandi og er afar lunkinn við að töfra fram ljúf- fengan bjór fyrir alls konar fólk með mismunandi smekk á bjór. Við hugs- uðum sem svo að þessi tvíþætti rekstur myndi fara vel saman enda enginn drykkur sem passar betur með pítsu en bjór.“ Staðurinn er á besta stað á Breiðu- mörkinni, aðalgötu bæjarins, en Laufey segir að strax hafi verið svo mikið að gera á veitingastaðnum að bíða þurfti fram á haustið 2017 með að hefja bjórframleiðsluna. Um er að ræða ekta örbrugghús en aðeins eru bruggaðir 300 lítrar af bjór í hvert skipti. „Þá daga sem við bruggum ilmar staðurinn af bjórgerð og er það hluti af upplifuninni að geta fengið að fylgjast með bjórframleiðslu,“ út- skýrir Laufey en tekið er á móti hóp- um í bjórsmökkun þar sem fræðast má um hvert skref í framleiðslunni og kafa hæfilega djúpt í bjórfræðin. Uppgötva nýjan uppáhaldsbjór Það orðspor fer af Ölverki að mikill metnaður sé lagður í pítsugerðina og aðeins besta fáanlega hráefni notað í matseldina, hvort sem um er að ræða pítsur, smárétti eða salöt. „Pítsurnar okkar eru þunnbotna og með mjög litlu geri svo að máltíðin er mjög þægileg í maga. Við erum dugleg að bjóða upp á nýjar og framandi pítsur sem eru þá pítsur mánaðarins, bök- um einnig veganpítsur og hugsum alltaf um að hafa eitthvað á boð- stólum fyrir alla,“ útskýrir Laufey. „Vinsælt er að panta bjórsmakk- platta með máltíðinni og fá þá gestir fjórar ólíkar gerðir af bjór á borðið til að hafa út af fyrir sig eða deila með sessunautum sínum. Margir fara héðan alveg heillaðir og uppljómaðir; hafa uppgötvað hvað þeim þykir gott að drekka pale ale með lakkrís- og jarðarberjakeim eða skyr-súrbjór með pistasíubragði ellegar hefðbund- inn Ölverk Kölsch.“ Það ætti að gleðja unnendur hand- verksbjórs um allt land að Ölverk fjárfesti nýlega í bandarískri dósavél og ætti bjórinn sem Elvar bruggar af sannri ástríðu að birtast í hillum Vín- búðanna með haustinu. Bjórhátíð í gróðurhúsi Vafalítið verður líf og fjör á veit- ingastaðnum í allt sumar, en í haust stendur til að halda heljarinnar við- burð. Fyrstu helgina í október verð- ur bjórhátíð Ölverks haldin í annað sinn í Hveragerði og fer fram í einu af gróðurhúsum bæjarins. „Á hátíð- inni mun gestum gefast tækifæri til að upplifa skemmtilega og öðruvísi Andrúms- loftið eins og á Tenerife ● Straumur gesta liggur til Hveragerðis og lífleg stemning hefur verið í bænum undanfarnar helgar ● Maturinn og drykkirnir hjá Ölverki laða marga að Draumurinn Laufey og Elvar hafa bæði mikinn áhuga á matargerð, sem vatt heldur betur upp á sig. Bjórhátíð í gróðurhúsi verður haldin í október. Áherslur Pizzurnar eru í stöðugri þróun og mikið í þær lagt. Elfa Dögg Þórðardóttir segir að fjölgun erlendra ferðmanna hafi vafalítið átt sinn þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hveragerði á undanförnum árum, með nýjum gististöðum, framúr- skarandi veitingastöðum og afþrey- ingu af öllum mögulegum toga. „En það er líka raunin að Hveragerði og nágrenni hefur upp á svo margt að bjóða og er bæði útivistar- og menningarparadís við hæfi allra aldurshópa og við hæfi fólks með breytilega líkamlega getu. Hér eru t.d. frábærar hjóla- og gönguleiðir, bæði á jafnsléttu og upp í fjöllin, innanbæjar og út í óspillta náttúr- una. Reykjadalur er líka engu líkur og þangað þyrpast börn og full- orðnir til að synda í heitri ánni, og bærinn sjálfur afskaplega fallegur og vel viðhaldið. Við höfum garð- yrkjustöðvarnar, sem fólk heim- sækir alla leið úr Reykjavík til að kaupa blóm og tré fyrir garðinn, þá höfum við frábært listasaafn og fyrirtæki eins og Iceland Activities sem skipuleggur styttri og lengri ferðir árið um kring og starfrækir líka skemmtilega aparólu sem ligg- ur yfir Varmá.“ Skemmtileg ferð úr bænum Elfa hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar í bænum en árið 2012 festi hún kaup á bútík-hótelinu Frosti og funa, fyr- ir ofan bæinn, og opnaði síðar veit- ingastaðinn og gistiheimilið Skyr- gerðina við aðalgötu bæjarins. „Frost og funi þykir ekki síst góður kostur fyrir þá sem finnst gaman að skjótast út úr bænum í rómantíska ferð, og upplagt að gera sér daga- mun með notalegri dvöl á hótelinu og kvöldverði á einhverjum af þeim fjölmörgu flottu veitingastöðum sem finna má í Hveragerði,“ segir Elfa og er ánægð með hvað Íslend- ingar hafa verið duglegir að gista á hótelinu það sem af er sumri: „Áður voru erlendir ferðamenn í meiri- hluta, og mig grunar að undanfarin ár hafi sumir hugsað sem svo að hótel og ferðamannastaðir innan- lands hlytu að vera yfirfull af er- lendum gestum og því ekki mikið næði til að njóta – og hví þá ekki að fara til útlanda í staðinn? Núna gefst einmitt tækifærið til að upp- lifa landið við aðeins rólegri kring- umstæður.“ Á Frosti og funa var fyrir skemmstu opnaður nýr veitinga- staður sem fengið hefur nafnið Reykr. Matsalurinn er í stórum glerskála og hægt að sjá Varmá og fallegar grænar hlíðarnar í kring á meðan snætt er. Matgæðingar ættu líka að heimsækja Skyrgerðina en þar þykir matseldin einstaklega vel heppnuð. „Eftir umfangsmiklar endur- bætur var þetta gamla og sögu- fræga hús boðið til sölu, og ég lét slag standa,“ segir Elfa en í húsinu starfaði fyrsta íslenska skyrgerðin. „Húsið lét ég innrétta upp á nýtt og tókst að koma fyrir veitingastað og fimmtán herbergjum fyrir nætur- gesti, auk gamaldags skyrgerðar þar sem skyrið er framleitt í pokum og selt hnausþykkt í smjörpappírs- umbúðum.“ Meðal þess sem einkennir veit- ingastað Skyrgerðarinnar er að þar er maturinn eldaður á kolagrilli og eru lambakótiletturnar í uppáhaldi hjá mörgum. „Þá gerum við mikið út á alvöruhnallþórur og vitaskuld er mikið notað af skyri í matargerð- ina, s.s. með skyrsósum, skyrtertum og meira að segja skyrkokkteilum á borð við skyr-mojito.“ ai@mbl.is „Núna er tækifærið til að upplifa landið“ ● Nóg er að gera hjá hótelum og veitingastöðum í Hveragerði og margt að sjá og gera í bænum Ljósmynd/Guðmundur Karl Áfangastaður Elfa Dögg segir Hveragerði útivistar- og menningarparadís. Huggulegt Herbergin á Frosti og funa eru smekklega innréttuð. Ekta Skyrgerðin er m.a. þekkt fyrir kolagrillaðar kótilettur. Útsýni Heitur pottur Frosts og funa er umvafinn einstöku umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.