Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 32
32 HVERAGERÐI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þrátt fyrir erfiðan vetur er blóma-
bærinn Hveragerði óðum að rétta úr
kútnum. Kórónuveirufaraldurinn
hægði á hjólum atvinnulífsins og
tveir bæjarbúar létust af völdum
veirunnar en núna er sumarið
greinilega komið. „Veturinn var svo
sannarlega þungur, veðrið var leið-
inlegt og veiran skildi eftir sig skarð
í bæjarfélaginu. En Hvergerðingar
eru óðum að ná áttum á ný, og þeir
sem lengra muna aftur hafa á orði að
bragurinn á bæjarlífinu í dag minni á
þann tíma þegar vinsældir Edens og
Blómaskála Michelsen voru í há-
marki. Á góðviðrisdögum í vor hefur
bærinn verið smekkfullur af fólki
sem streymir hingað af höfuðborg-
arsvæðinu og úr nágrannabyggðum
til að njóta útivistar, veitinga og ann-
ars þess sem Hveragerði hefur upp á
að bjóða,“ segir Aldís Hafsteins-
dóttir bæjarstjóri.
„Björgum okkur sjálf“
Atvinnulífið í þessum litla bæ er
fjölbreytt, sem hjálpar á tímum sem
þessum. Heilsustofnun NLFÍ og
Dvalarheimilið Ás eru stærstu
vinnuveitendur bæjarins, að Hvera-
gerðisbæ undanskildum, og næst á
eftir kemur ísgerðin Kjörís þar sem
starfa allt að 70 manns yfir sumar-
tímann. Ýmis rekstur og fjölbreyttur
hefur orðið til í kringum ferðaþjón-
ustu og undanfarin ár hafa einkennst
af auknu úrvali gistimöguleika og
fjölgun veitingastaða en fyrir er
bærinn vitaskuld löngu orðinn fræg-
ur fyrir þá garðyrkju sem fer þar
fram. „Hér er þorri sumarblóma
landsins framleiddur og fjölmargir
hefja vorverkin í garðinum í Hvera-
gerði,“ segir bæjarstjórinn.
„Það hefur verið eitt af einkennum
Hveragerðis í gegnum tíðina að við
höfum þurft að hafa fyrir hlutunum.
Hér er vitaskuld engin útgerð, og
engin áberandi stórfyrirtæki. At-
vinnulífið hefur þess í stað byggst
upp í krafti hugmyndaauðgi ein-
staklinga sem hafa lagt allt í söl-
urnar til að gera góða hluti. Við
björgum okkur einfaldlega sjálf og
sést það greinilega þegar litið er yfir
atvinnusögu bæjarins þar sem ótal
fyrirtæki af ýmsum gerðum hafa
verið rekin í skemmri og lengri tíma,
og fengist við allt frá húsgagna- og
tjaldaframleiðslu yfir í þorskhausa-
og þangþurrkun. Svo má ekki
gleyma Tívolíinu sem lifir í minningu
landsmanna, svo fátt eitt sé talið.“
Ný hverfi í mótun
Undanfarin ár hefur íbúum fjölg-
að jafnt og þétt og segir Aldís að
fjölgunin sé langt yfir landsmeðaltali
en samt er mikil áhersla lögð á það í
bæjarstjórn að uppbyggingin sé
skynsamleg og um leið tryggt að
bæjarfélagið geti tekið vel á móti öll-
um nýjum íbúum. „Þjónustan þarf
að halda í við fjölgun íbúa svo að
tryggt sé að nóg sé af leikskólapláss-
um, að börnin fái góða grunnskóla-
menntun og að hér séu góð íþrótta-
mannvirki. Bæjarfélagið hefur stýrt
uppbyggingarhraðanum enda er svo
til eingöngu byggt á landi í eigu
bæjarfélagsins. Með því móti reyn-
um við að koma í veg fyrir þá vaxtar-
verki sem plagað hafa sum bæjar-
félög á hinum svokölluðu vaxtar-
svæðum. Ekki vantar samt eftir-
spurnina enda er Hveragerði
eftirsóttur staður til búsetu og allt
það húsnæði sem fer í sölu selst á
augabragði.“
Hveragerðisbær hefur nýverið
fest kaup á svæði sem kallast
Kambaland og er þar nú hafin upp-
bygging á fjölbreyttum íbúðum.
Þegar hverfið er fullbyggt er gert
ráð fyrir að þar muni búa um það bil
þúsund manns. Þá er uppbygging að
hefjast á nýju atvinnusvæði sunnan
við hringveginn, og til lengri fram-
tíðar er fyrirliggjandi deiliskipulag
fyrir svæðið austan við bæinn þar
sem gæti rúmast tvö þúsund manna
byggð. „Hveragerði kúrir í faðmi
fjalla í góðu skjóli og snýr á móti
suðri, og þessi landsvæði sem munu
fara í sölu og uppbyggingu á kom-
andi árum eru af því tagi sem tæp-
lega er í boði annars staðar.“
Aldís bindur miklar vonir við at-
vinnusvæðið sunnan við byggðina og
segir ýmsa kosti fylgja því að stunda
rekstur á þessum slóðum. Hún bend-
ir á að fyrirtækin á svæðinu búi t.d.
mörg að stórum hópi viðskiptavina á
öllu Suðurlandi og þá sé aðeins um
20 mínútna akstur í öfluga vöruflutn-
ingahöfn. „Við sjáum það líka hjá
framleiðslufyrirtækjum í bænum að
þau njóta góðs af ágætu framboði á
vinnuafli og minni starfsmannaveltu
en hjá sambærilegum fyrirtækjum á
höfuðborgarsvæðinu.“
Hringvegurinn færður
Uppbyggingin í og við Hveragerði
hvílir m.a. á því að lokið verði við að
færa hringveginn sunnar, þar sem
endanlegt vegstæði hans á að vera.
„Það verður þá teygt úr neðstu
beygjunni í Kömbunum og vegurinn
látinn liggja töluvert sunnar. Í fram-
haldinu getum við hafist handa við
að byggja bæinn í kringum veginn á
nýjum stað,“ segir Aldís og minnir
jafnframt á mikilvægi þeirra sam-
göngubóta sem nú eru hafnar á
Suðurlandsveginum. Enda er um-
ferðarþunginn austur fyrir fjall sí-
fellt að aukast í takt við auknar vin-
sældir þessa svæðis til búsetu.
„Höfum þurft að hafa fyrir hlutunum“
● Íbúum í Hveragerði hefur fjölgað hratt og ný íbúðar- og atvinnusvæði eru að taka á sig mynd
● Veruleg eftirspurn er eftir húsnæði í bænum en þess gætt að þjónustan við íbúa haldi í við fjölgunina
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Áhugi „Hveragerði kúrir í faðmi fjalla í góðu skjóli og snýr á móti suðri, og
þessi landsvæði sem munu fara í sölu og uppbyggingu á komandi árum eru
af því tagi sem tæplega er í boði annars staðar,“ segir Aldís bæjarstjóri.
Morgunblaðið/Eggert
Sæla Ferðamenn spóka sig á einum af mörgum fallegum stígum bæjarins.
Heimili Teikning af Kamba-
landi, vestan við núverandi
byggð. Myndin sýnir einnig
breytta legu Hringvegarins.
Óhætt er að kalla Listasafn Árnes-
inga miðpunktinn í menningarlífi
Hveragerðis. Þar er unnið metn-
aðarfullt starf og fjölbreytt dag-
skrá í boði árið um kring. Kristín
Scheving tók nýlega við sem safn-
stjóri og hlakkar til að opna safnið
á ný eftir kórónuveirulokun. Þrett-
ánda júní fer allt af stað í húsinu
með sýningunni Tíðarandi.
„Þar sýnum við valin verk úr
einkasafni Skúla Gunnlaugssonar
hjartalæknis en hann er einn af öfl-
ugustu listaverkasöfnurum lands-
ins og með mikinn áhuga á myndlist
almennt. Vigdís Rún Jónsdóttir
stýrir sýningunni og hefur hún val-
ið um 50-60 verk sem öll voru sköp-
uð á undanförnum tíu árum af
mörgum fremstu listamönnum
landsins,“ útskýrir Kristín en meðal
þeirra sem eiga verk á sýningunni
eru Ragnar Kjartansson, Elín Hans-
dóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Eg-
ill Sæbjörnsson og Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir svo nokkrir séu nefndir.
Það á mjög vel við, núna þegar
landið og öll heimsbyggðin er að
koma undan kórónuveirufaraldri,
að líta yfir síðasta áratug og
kannski ná þannig betur áttum áð-
ur en haldið er inn í framtíðina.
„Listamennirnir eru jú alltaf að
spegla okkur og samtímann, og sést
það á verkunum hve ótrúlega
margt hefur gerst á síðastliðnum
tíu árum,“ segir Kristín.
Vandað til verka
Listasafn Árnesinga á sér merki-
lega sögu en rekja má upphaf safns-
ins til rausnarlegrar gjafar Bjarn-
veigar Bjarnadóttur og tveggja
sona hennar, Bjarna Markúsar og
Lofts Jóhannessona, sem á tíma-
bilinu 1963-1986 færðu Árnes-
ingum liðlega sjötíu listaverk eftir
helstu listamenn þess tíma, það
elsta frá árinu 1900 en flest frá mið-
biki síðustu aldar. „Annars hefur
það einkennt starfsemina í gegnum
árin að hér hafa verið haldnar
vandaðar sýningar svo að mikill
áhugi er hjá íslensku listafólki á að
sýna hér. Auk þess hefur safnið tek-
ið þátt í samstarfsverkefnum með
innlendum og erlendum lista-
söfnum,“ segir Kristín.
Hefð hefur skapast fyrir því að
halda vinnustofur samhliða sýn-
ingum og tengja viðburði í safninu
við menntastofnanir á svæðinu, s.s.
með samstarfi við grunnskóla í Ár-
nessýslu og með listasmiðjum um
helgar þar sem bæði börn og full-
orðnir geta fræðst og jafnvel veitt
listrænum hæfileikum sínum útrás.
Safnið er opið frá kl. 12 til 18 alla
daga og ókeypis inn. „Ég þekki það
hjá sjálfri mér hvað það er gaman
að heimsækja Hveragerði, sér-
staklega ef börn eru með í för, kíkja
á starfið í listasafninu, sjóða egg í
hver, njóta þess fallega umhverfis
sem finna má í bænum og kannski
fá pizzu á einum besta pizzastað
landsins.“ ai@mbl.is
Byrja með sýningu sem gerir upp áratuginn
● Ný sýning Listasafns Árnesinga veitir áhugaverðan þverskurð af því nýjasta í íslenskri samtímalist
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Metnaður Kristín Scheving segir starfsemi listasafnsins ekki síst hafa ein-
kennst af vönduðum sýningum. Framundan er gott listasumar í bænum.
Sköpun Yngstu gestirnir fá að
njóta sín á viðburðum listasafnsins.