Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Ostakaka Caramel-Brownie Handunnar Falafel bollur Ljúffengar franskar makkarónur Mini Beyglur með fyllingu Mini Club samlokur Petit Four sælkerabitar Vegan samósur Canape snittur Vefjur með fyllingu Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Veitingahús - Mötuneyti Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum Dóra Júlía Agnarsdóttir dorajulia@k100.is Ég heyrði í svo ótrúlega skemmtilegri konu um daginn sem fang- aði athygli mína. Konan heitir Selma Ragnarsdóttir og er klæð- skeri og kjólameistari. Hún hefur starfað við sérsaum, búninga- og sviðsfatahönnun í mörg ár, en hennar stærsti kúnni í dag er nefnilega svolítið óhefðbundinn og skemmtilegur. Það er svínið Stefanía, svínastytta sem stendur fyrir utan veitingastaðinn Sæta svínið í miðbænum. Svínið Stefanía hefur vakið mikla athygli fyrir skemmti- legan skvísuklæðaburð og skiptir um „outfit“ eftir árstíð- um og tímabilum. Ég spjallaði aðeins við Selmu um þetta skemmtilega og óhefð- bundna verkefni. Selma hefur hannað alls konar dress á Stefaníu; frá diskósamfestingi, landsliðsheilgalla og pride- samfestingi í öllum regn- bogans litum upp í jóla- sveinabúning með diskó- ívafi. Síðastliðið haust fékk Stefanía hlýja lopa- peysu skreytta pallíettum og bjöllum og nú með hækkandi sól er hún komin í sumarbúninginn; bleikan glamúrsundbol með tjullpilsi og hárband í stíl. Selma sagðist hafa ákveðið að setja hana í strandsundbol vegna þess að Íslendingar eru víst ekki mikið að fara á erlendar sólarstrendur í sumar og því ætlar Stef- anía að koma með strönd- ina til þeirra. Það tók sinn tíma að ná sniðinu á skvísuna en í dag segist Selma vera búin að ná tökum á því. Ein af hennar bestu vinkonum Hún segir þetta eitt af þessum hressandi verkefnum sem hún vinni að og að hún njóti þess mjög að velta fyrir sér nýju útliti á Stefaníu þar sem hún reyni alltaf að ganga aðeins lengra en síðast! Selma segir með sanni að Stefanía sé ein af sínum bestu vinkonum í miðbænum. Hún vekur alltaf jafn mikla athygli, hefur lent á ýmsum instagramsíðum og það gleður Selmu mikið að Stefanía geti veitt þeim gleði sem ganga framhjá. Það er ótrúlega gaman að sjá hug- rakkar tískuákvarðanir svínsins og getur vel verið að þetta veiti innblástur í klæðaburði gangandi vegfarenda, enda skemmtilegra að þora að skera sig úr. Mér finnst þetta ótrúlega bjart og skemmtilegt verkefni og gera heilmikið fyrir miðbæinn okkar. Áfram fjölbreytni í klæðaburði og helst nóg af glimm- eri! Skvísa Klæðskerinn Selma Ragnarsdóttir hefur klætt svínið Stefaníu upp í ýmsar eftirminnilegar múnderingar. Skvísar svínið Stefaníu upp Æðibitinn DJ Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í tilverunni og flytur góðar fréttir reglulega yfir daginn á K100. Dagskrá K100 á morgun verður öll úr hjólhýsi sem staðsett verður í Hveragerði, sem stundum er kallað blómabærinn, og munu þangað koma ýmsir góðir gestir af svæðinu. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ís- land vaknar, með þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif innanborðs, hefst stundvíslega kl. sex að morgni. Auðun Georg miðlar fréttum frá því helsta sem er að gerast á svæðinu og Síðdegisþátturinn með þeim Loga Bergmann og Sigga Gunnars mun fjalla um það hvað gerir Hveragerði að áhugaverðum stað til að heim- sækja, starfa og búa á. „Við hlökkum til að skella útsend- ingar-hjólhýsinu okkar á kúluna og halda af stað. Við ætlum að kynnast skemmtilegu fólki sem er að gera spennandi hluti í ferðaþjónustu,“ sagði Siggi Gunnars í viðtali við K100.is og Morgunblaðið á dög- unum, spurður út í verkefnið. Segja má að Hveragerði kúri í faðmi fjalla en svæðið, sem hefur lengi verið helsti viðkomustaður ferðamanna á landsbyggðinni, býður meðal annars upp á óvenjulega fjöl- breyttar gönguleiðir og gullfallegt hverasvæði. Morgunblaðið/Ásdís Blómabær K100 ætlar að kynnast blómabænum Hveragerði á morgun. K100 heimsækir blómabæinn Stjórnendur Ísland vaknar og Síðdegis- þáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast með hlust- endum í sumar en næsti áfangastaður K100 er Hveragerði. Síðdegis Siggi og Logi verða á sínum stað í hjólhýsinu á morgun. Tryllitæki K100 mun ferðast á farar- tækjum frá Toyota til Hveragerðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.