Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI
DVERGARNIR R
NAGGUR
H: 120 cm
PURKUR
H: 60 cm
TEITUR
H: 80 cm
ÁLFUR
H: 30 cm
Frábær hönnun, styrkur og
léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýju heimasíðuna
islandshus.is
ÖFLUGAR
UNDIRSTÖÐUR
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Atómstöðin – endurlit eftir Halldór
Laxness Halldórsson og Unu Þor-
leifsdóttur byggt á skáldsögu Hall-
dórs Laxness í sviðsetningu Þjóðleik-
hússins hlýtur flestar tilnefningar til
Grímunnar, Íslensku sviðslistaverð-
launanna, eða 12. Eyður eftir Marm-
arabörn í samstarfi við Þjóðleikhúsið
hlýtur 11 tilnefningar. Gríman verður
afhent í Borgarleikhúsinu 15. júní og
sýnt verður beint í Ríkissjónvarpinu.
Veitt eru verðlaun í 18 flokkum auk
heiðursverðlauna Sviðslistasambands
Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá
skipuleggjendum reyndist ekki unnt
að tilnefna og verðlauna í flokkinum
Útvarpsverk ársins, þar sem ekki
voru framleidd nógu mörg útvarps-
verk hjá RÚV þetta árið, en þau
þurfa að lágmarki að vera sjö. Vegna
samkomubannsins sem sett var á í
mars náðu ekki nógu margir dóm-
nefndarmenn að sjá tvær sýningar,
sem færast af þeim sökum yfir á
næsta verðlaunaár. Þetta eru Níu líf í
Borgarleikhúsinu og Mæður í Iðnó.
Sproti ársins
Fjöllistahópurinn Endurnýttar
væntingar fyrir Endurminningar val-
kyrju. Með þessari draggrevíu tókst
hópnum að glæða sviðslistir enn meiri
fjölbreytileika, varpa skæru glimmer-
ljósi á jaðarinn og gera óhefðbundnu
listformi hátt undir höfði.
Sviðslistafólk á Íslandi fyrir sitt
óeigingjarna framlag á tímum Covid.
Fyrir að standa vaktina þrátt fyrir
allt, halda listinni lifandi og næra
þjóðina þegar hún þurfti mest á því að
halda.
Listhópurinn Huldufugl fyrir
verkið Kassinn, þar sem leikhúsi og
sýndarveruleika er blandað saman á
frumlegan og skemmtilegan hátt og
áhorfandinn er gerður að miðpunkti
sýningarinnar.
Reykjavik Dance Festival fyrir að
helga hátíðina á þessu leikári öllum
þeim sem ekki hafa átt kastljósið á
sviði. RDF afhenti ýmsum hópum,
eins og börnum, eldri borgurum, ung-
lingum, fötluðum og konum, vettvang
hátíðarinnar og studdi þau í að skapa
ný sviðslistaverk á sínum forsendum,
með sinni eigin sýn á samfélagið.
Reykjavik Ensemble International
Theatre Company fyrir að skapa
spennandi vettvang fyrir sviðslista-
fólk af erlendum uppruna sem býr á
Íslandi og hefur átt erfitt með að
koma list sinni á framfæri. Á þessum
nýja vettvangi gefst íslenskum sviðs-
listamönnum jafnframt tækifæri til
að eiga í skapandi samskiptum við
listamenn með annars konar bak-
grunn og reynslu.
Barnasýning ársins
Galdragáttin og þjóðsagan sem
gleymdist
Gosi, ævintýri spýtustráks
Karíus & Baktus
Mamma klikk
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag
Dans- og sviðshreyfingar ársins
Ásgeir Helgi Magnússon og
Cameron Corbett – Endurminningar
valkyrju
Hrefna Hallgrímsdóttir og Svein-
björg Þórhallsdóttir – Brot af því
besta með Skoppu og Skrítlu
Katrín Gunnarsdóttir – Brúðkaup
Fígarós
Lee Proud – Vorið vaknar
Marmarabörn – Eyður
Danshöfundur ársins
Elina Pirinen – Rhythm of Poison
Katrín Gunnarsdóttir – Þel
Rósa Ómarsdóttir – Spills
Dansari ársins
Elín Signý W. Ragnarsdóttir – Þel
Katrín Gunnarsdóttir – Eyður
Rósa Ómarsdóttir – Spills
Shota Inoue – Þel
Sigurður Andrean Sigurgeirsson –
Þel
Söngvari ársins
Eyrún Unnarsdóttir – Brúðkaup
Fígarós
Karin Torbjörnsdóttir – Brúðkaup
Fígarós
Rúnar Kristinn Rúnarsson – Vorið
vaknar
Valgerður Guðnadóttir – Mamma
klikk
Þóra Einarsdóttir – Brúðkaup
Fígarós
Hljóðmynd ársins
Aron Þór Arnarsson, Kristinn
Gauti Einarsson og Gísli Galdur Þor-
geirsson – Atómstöðin – endurlit
Baldvin Þór Magnússon – Þel
Gunnar Karel Másson – Eyður
Kristján Sigmundur Einarsson og
Elvar Geir Sævarsson – Engillinn
Nicolai Hovgaard Johansen –
Spills
Tónlist ársins
Baldvin Þór Magnússon – Þel
Gísli Galdur Þorgeirsson –
Atómstöðin – endurlit
Gunnar Karel Másson – Eyður
Pétur Ben – Brúðumeistarinn
Pétur Ben og Elvar Geir Sævars-
son – Engillinn
Lýsing ársins
Björn Bergsteinn Guðmundsson –
Vanja frændi
Halldór Örn Óskarsson – Eyður
Hákon Pálsson – Spills
Kjartan Þórisson – Þel
Ólafur Ágúst Stefánsson –
Atómstöðin – endurlit
Búningar ársins
Eva Signý Berger – Þel
Guðný Hrund Sigurðardóttir –
Eyður
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir –
Endurminningar valkyrju
Mirek Kaczmarek – Atómstöðin –
endurlit
Þórunn María Jónsdóttir –
Engillinn
Leikmynd ársins
Eva Signý Berger – Þel
Finnur Arnar Arnarson –
Engillinn
Gretar Reynisson / Myndband
Elmar Þórarinsson – Helgi Þór
rofnar
Guðný Hrund Sigurðardóttir –
Eyður
Mirek Kaczmarek – Atómstöðin –
endurlit
Leikkona ársins í aukahlutverki
Arndís Hrönn Egilsdóttir –
Engillinn
Birgitta Birgisdóttir – Atómstöðin
– endurlit
Ilmur Kristjánsdóttir – Engillinn
Katrín Halldóra Sigurðardóttir –
Vanja frændi
Kristbjörg Kjeld – Er ég mamma
mín?
Leikari ársins í aukahlutverki
Hilmir Snær Guðnason – Vanja
frændi
Hjalti Rúnar Jónsson – Galdra-
gáttin og þjóðsagan sem gleymdist
Hjörtur Jóhann Jónsson – Helgi
Þór rofnar
Oddur Júlíusson – Atómstöðin –
endurlit
Pálmi Gestsson – Ör (eða Maðurinn
er eina dýrið sem grætur)
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Ebba Katrín Finnsdóttir –
Atómstöðin – endurlit
Katrín Gunnarsdóttir – Eyður
Lára Jóhanna Jónsdóttir –
Shakespeare verður ástfanginn
Nína Dögg Filippusdóttir – Eitur
Þuríður Blær Jóhannsdóttir –
Helgi Þór rofnar
Leikari árins í aðalhlutverki
Björn Thors – Atómstöðin –
endurlit
Eggert Þorleifsson – Engillinn
Hilmar Guðjónsson – Helgi Þór
rofnar
Hilmir Snær Guðnason – Eitur
Sveinn Ólafur Gunnarsson –
Rocky!
Leikstjóri ársins
Finnur Arnar Arnarson – Engillinn
Kristín Jóhannesdóttir – Eitur
Marmarabörn – Eyður
Una Þorleifsdóttir – Atómstöðin –
endurlit
Vignir Rafn Valþórsson – Rocky!
Leikrit ársins
Atómstöðin – endurlit eftir Halldór
Laxness Halldórsson og Unu Þorleifs-
dóttur byggt á skáldsögu Halldórs
Laxness
Engillinn eftir Finn Arnar Arnar-
son og Þorvald Þorsteinsson
Eyður eftir Marmarabörn
Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrf-
ingsson
Kartöflur eftir Ýri Jóhannsdóttur
og Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur
Sýning ársins
Atómstöðin – endurlit
Engillinn
Eyður
Spills
Þel
Morgunblaðið/Eggert
Marmarabörn Eyður í uppfærslu Marmarabarna í samstarfi við Þjóðleikhúsið er meðal annars
tilnefnd fyrir búninga, leikmynd, lýsingu, tónlist, dans og leikstjórn og sem sýning ársins.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Endurlit Björn Thors og Ebba Katrín Finnsdóttir eru bæði tilnefnd fyrir leik sinn í Atómstöðinni –
endurliti í uppfærslu Þjóðleikhússins, sem einnig er meðal annars tilnefnd sem sýning ársins.
Atómstöðin – endurlit fær tólf
Eyður með 11 Grímutilnefningar Engillinn og Þel með 10 tilnefningar hvor sýning 88 tilnefn-
ingar í 18 flokkum til Grímunnar 2020 Alls eru 25 verk tilnefnd af 44 innsendum þetta árið