Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr silki
LEIKFÖNG
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Stefán var afkastamikill mál-ari, enda hamhleypa tilverka. Hann var hneyksl-aður á þeim listmálurum
sem máluðu ekki mörg verk á dag.
Gylfi Gíslason myndlistarmaður
kom eitt sinn að Stefáni í garðinum
við heimili hans á Hverfisgötu þar
sem hann hafði raðað fjörutíu
spjöldum við girðinguna. Hann hóf
verkið með því að mála grænt neðst
á alla myndfletina, blátt fyrir ofan,
lét það þorna og málaði þá Herðu-
breið yfir. Það tók hann allan daginn
að ljúka við þessi fjörutíu verk af
Herðubreið. Hann var vinnusamur
og lagði áherslu á að framleiða sem
mest. Honum fannst Hringur
Jóhannesson til dæmis ágætur mál-
ari en honum þótti ekki nokkur
hemja að maðurinn væri marga
daga að mála einu og sömu mynd-
ina,“ segir Pjetur Hafstein Lárus-
son um samtalsbók sína, Fjalla-
kúnstner segir frá, þar sem Stefán
Jónsson frá Möðrudal, listmálarinn
Stórval, rekur sögu sína. Bókin kom
fyrst út fyrir 40 árum en nýlega kom
út þriðja útgáfa. Stefán fer mikinn í
bókinni um menn og málefni en
Pjetur segir að hann hafi verið dag-
farslega kátur, þótt hann hafi haft
sterkar skoðanir á hlutunum.
„Það var litið á hann sem sér-
vitring og jafnvel hálfruglaðan, sem
hann alls ekki var, því hann vissi
sínu viti og fór sínar eigin leiðir, en
hann tók þátt í leikritinu um sjálfan
sig þegar á þurfti að halda.“
Varð næstum úti í Heljardal
Pjetur segist hafa lagt áherslu
á að draga upp mynd af Stefáni í
bókinni frekar en rekja lífsferil
hans.
„Ég hitti hann mörgum sinnum
í tengslum við vinnuna við þessa bók
og hann fór um víðan völl þegar
hann talaði um sjálfan sig og lífið
sem hann hafði lifað áður fyrr og líf
sitt eftir að hann flutti til Reykja-
víkur. Persónu Stefáns verður að
skoða í ljósi þess hvaðan hann er.
Möðrudalur er þannig að það er
ekkert nema fyrir tröllakyn að búa á
slíkum stöðum, að minnsta kosti
ekki fyrr á tímum. Auðvitað mótar
það hann að alast þar upp. Sam-
bandið við föður hans virðist hafa
verið stirt, en hann dýrkaði móður
sína og Stefán afa sinn sálaða,“ segir
Pjetur og bætir við að Stefán hafi
lent í ýmsum áföllum á fyrri hluta
ævinnar.
„Hann varð næstum úti um há-
vetur þegar hann var 28 ára, lenti í
aftakaveðri og frosthörkum í
Heljardal, villtist, féll fram af klett-
um og komst heim nær dauða en lífi.
Hann var kalinn á höndum og fótum
og segist aldrei hafa orðið samur
eftir þessa svaðilför.“
Annað stórt áfall var þegar
Stefán missti tveggja ára son sinn í
slysi.
„Sú sorg markaði mjög djúp
spor í sálarflíf Stefáns og þau hjónin
undu ekki í Möðrudal eftir barns-
missinn. Sameiginlegur vinur okkar
fór eitt sinn með Stefáni heim í
Möðrudal áratugum síðar og þá var
kirkjugarðurinn uppblásinn og þeir
gengu þar fram á bein af barni. Stef-
áni varð mjög mikið um því hann
áleit að það væri af barni hans, svo
hann æddi upp í kirkjuturn og
hringdi kirkjuklukkunni af miklum
móð í langan tíma. Hann var í mikilli
geðshræringu, eðlilega. Sá sem með
honum var þarna sagði mér að hann
hefði staðið nötrandi upp við kirkj-
una meðan á þessu gekk.“
Ásgeir forseti kaupamaður
Nytjahugsun var rík í Stefáni
og hann var iðinn við að heyja hvar
sem hann kom því við eftir að hann
flutti til Reykjavíkur.
„Hann átti ekki gott með að sjá
gras fara til spillis, hann heyjaði í
kirkjugarðinum og átti til að banka
upp á hjá fólki og fá að slá garðinn
til að ná í tuggu fyrir hrossin sín.
Honum fannst ótækt að nýta ekki
grasið á Austurvelli til beitar og
hann vildi hafa þar nokkrar kindur
til að jarma á þingmenn. Ég er ekki
frá því að það hafi verið rétt hjá
honum; það skaðar engan að minn-
ast uppruna síns.“
Stefán fór ævinlega stórum orð-
um um ágæti hesta af Möðrudals-
kyni, en lítið álit hafði hann á sunn-
lenskum hestamönnum og reiðlagi
þeirra.
„Skrifstofublók á hestbaki,
hvað þýddi það í Möðrudal á þessum
árum?“ segir Pjetur og hlær.
„Mér finnst merkilegt hvað
hann var sleipur hann Stefán, hann
vissi sínu viti þótt fólk héldi hann
einfeldning. Hann fór til dæmis á
Bessastaði til fundar við forsetann,
Kristján Eldjárn, rétt eftir að hann
tók við embætti, raðaði upp verkum
sínum og gaf Kristjáni nokkrar
myndir. Þegar þeir voru komnir út á
hlað segir Stefán Kristjáni sem satt
var að forveri hans, Ásgeir Ásgeirs-
son, hafi verið kaupamaður í Möðru-
dal og vegna þeirra tengsla hafi
Stefán fengið að geyma hrossin sín á
Bessastöðum. „Er þér ekki sama
þótt þau verði hér áfram,“ spyr
hann Kristján, sem sá ekkert því til
fyrirstöðu. Nærtækt er að álykta að
þar sem fyrrverandi forseti hafði
verið kaupamaður í Möðrudal þá
væru Bessastaðabændur lendir
menn Möðrudælinga, að áliti
Stefáns. Hann var dulítið út undan
sér, eins og þessi saga sýnir. Ég er
viss um að sá ágæti maður sem nú
situr á Bessastöðum lætur sér vel
líka að vera lénsmaður höfðingjanna
í Möðrudal.“
Málverk uppi um alla veggi
Pjetri finnst merkilegt hversu
vinsæl og eftirsótt verk Stefáns
urðu seinna meir, því þegar hann
byrjaði að skrifa bókina árið 1980
átti Stefán svo mikið af málverkum
heima hjá sér að hann þurfti að
smokra sér til að komast um húsið.
„Allt var hlaðið frá gólfi og upp
í rjáfur af verkunum hans. Ég velti
því stundum fyrir mér hvers vegna
Stefán og Gísli á Uppsölum voru og
eru dáðir eins og raun bar vitni;
menn sem voru sér á parti og á
skjön við allar smáborgaralegar
kröfur um að enginn megi skera sig
úr. Hugsanleg ástæða fyrir því að
þessir menn eru upphafnir á síðari
árum er ef til vill sú að þeir hafi
endurvakið örlítið brot sveitamenn-
ingar í Reykvíkingum, varpað smá
geisla inn í löngu horfna tíð. Fólk
tekur jú með sér menningu mæðra
sinna og feðra, þessir sveitamenn
sem fluttu til borgarinnar, þeir
halda nokk sínu. Stefán gerði það á
svolítið öfgafullan hátt.“
Ljósmynd/Ævar Tryggvason
Sýning Hér stendur Stefán stoltur við verk sín á sýningu sem haldin var 1994 í Vopnafirði. Ein
af frægari myndum hans, Vorleikur, hangir hægra megin við hann. Stefáni fannst skipta miklu
máli að nýta veggplássið sem allra best og raðaði myndum sínum þétt saman í sýningarrýminu.
Kynborinn sonur íslenskra öræfa
„Honum fannst ótækt að
nýta ekki grasið á Austur-
velli til beitar og hann
vildi hafa þar nokkrar
kindur til að jarma á
þingmenn,“ segir Pjetur
Hafstein Lárusson, höf-
undur bókar um Stórval.
Ljósmynd/G. Róbert Ágústsson
Stefán og Gráni Gráni var stólpagripur að sögn Stefáns. „Ég hef aldrei skilið þá menn sem
treysta sér til að ganga hnarreistir um götur án þess að eiga gæðinga. Ég held að slíkum mönn-
um hljóti að líða einhvern veginn eins og þeir séu bara lappalausir, svei mér þá,“ sagði Stefán.
Morgunblaðið/Eggert
Pjetur Með vatnslitamynd eftir Stefán sem hann á, en langar í mynd þar sem kindur eru málaðar í kantinn.