Morgunblaðið - 04.06.2020, Side 53

Morgunblaðið - 04.06.2020, Side 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Í dag, 4. júní, eru 100 ár frá því Þór- unn móðir mín fæddist í Hvammi við Fáskrúðsfjörð. Hún var þriðja barn foreldra sinna, Þur- íðar Elísabetar Magnúsdóttur frá Hafnarnesi og Sig- urðar Oddssonar frá Hvammi. Þau höfðu tekið við búi í Hvammi þar sem þau voru með kindur og kýr og svo var róið til fiskjar þegar gaf á sjó. Skólaganga mömmu var far- skóli og þegar hún var 13 ára lauk hún skólagöngu því kennarinn lét hana taka fullnaðarpróf. Hann sagði hana fullnuma og að hún kynni fræðin ágætlega. Hún reiknaði, las og skrifaði vel. Þetta var mamma ósátt við og harmaði alltaf þessi lok á skólagöngu. Þá var ekki annað en að fara á vinnumarkað- inn. Fór hún í vist á ýmsa staði, aðallega í heimahús, við mis- jafnar aðstæður. Þegar hún var á Vattarnesi kynntist hún mannsefninu, Jóni Karli Úlfars- syni, en þau voru fermingarsystkin. Búskapurinn hófst á Vattarnesi. Þau leigðu á Steinhúsloftinu og höfðu hálfa kú á móti Jóhönnu í Tanganum. Pabbi var sjómaður og var á síldar- og vetrarvertíð- um. Mamma þurfti því að heyja handa kúnni og sinna ýmsum störfum utandyra sem innan. Árið 1947 losnaði Eyri II úr ábúð og flutti fjölskyldan þangað. Bústofninn samanstóð af einni kú, einni kvígu, einum kálfi og 30 ám. Pabbi keypti trillubát og nú hófst búskaparbaslið. Á sumrin var farið á sjóinn klukkan tvö að nóttu. Mamma fór á fætur klukk- an sjö, mjólkaði kúna og kom henni í haga og krökkunum á fæt- ur. Svo tók hún orfið og sló fram undir hádegi. Henni beit vel í morgunrekjunni. Svo tóku eld- húsverkin við. Steiktar kleinur og bakað brauð og kökur. Dagsverk- inu lauk við að útbúið var nesti fyrir næstu sjóferð. Eftir að salt- fiskverkun hófst á Eyri sá mamma alfarið um vinnsluna í landi og fór fiskurinn alltaf í fyrsta flokk. Yfir sumarið voru vinnustúlkur á Eyri og hugsuðu þær um börnin og unnu þau verk sem til féllu. Haustið 1955 var byggð heim- arafstöð og létti það öll heimilis- störf. Nokkru seinna hófst bygging útihúsa. Meðan á þessum fram- kvæmdum stóð komu vinir og ættingjar að hjálpa til. Þá voru oft 20 manns í mat og naut mamma sín við eldamennskuna. Það var alltaf hægt að bæta við fólki á Eyri. Mamma var félagslynd og gestrisin. Sambýlið við systkinin á efri bænum var náið. Foreldrar mínir eignuðust fim börn. Þau eru í aldursröð: Ingigerður, Sigríður Elísa, Úlfar Konráð, Elínbjörg og Þóra Jóna, og eru afkomendur 42. Mamma var mikil hannyrðakona og var jafnvíg á sauma og prjón. Ef hún átti lausa stund saumaði hún út, flatsaum, kontorsting og til eru margar krosssaumsmynd- ir eftir hana. Á sjötugsaldri breytti mamma til og flutti til Hornafjarðar. Systkinin í efri bænum voru farin og búskapurinn hafði dregist saman. Hún leigði sér íbúð og hafði unun af að taka á móti gest- um. Hún tók virkan þátt í félagi eldri borgara, söng í kórnum og fór í kórferðalög. Síðustu árin dvaldi mamma svo á Uppsölum í Fáskrúðsfirði og naut þar fram- úrskarandi aðhlynningar. Mamma lést 29. desember 2007 og hvílir hún í Kolfreyjustaðar- kirkjugarði. Blessuð sé minning hennar. Ingigerður Jónsdóttir. Þórunn Sigurðardóttir ✝ Sigurbjörg Jó-hannesdóttir fæddist 20. febrúar 1932 að Brekkum, Mýrdal. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Boðaþingi, Kópavogi, 19. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Jónína Helga Hróbjarts- dóttir f. 1894, d. 1980, og Jóhannes Stígsson, f. 1884, d. 1934. Systkini Sig- urbjargar: Jóhanna, f. 1919, d. 2014, Jóhannes Óskar, f. 1920, d. 2012, Elín Ágústa, f. 1921, d. 2016, Guðjón, f. 1922, d. 2009, Steingrímur, f. 1923, d. 1990, Ásdís, f. 1925, d. 2007, Halldór, f. 1925, d. 2016, Guðlaugur, f. 1927, d. 2012, Ólafur Ágúst, f. 1928, d. 2014, Sigurbjartur, f. 1929, og Jóhannes, f. 1933. Eiginmaður Sigurbjargar var Kristján L. Júlíusson, f. 30. júlí 1933, d. 6. ágúst 2013. Þau ur sinnar yfir sumarið. Fór hún aftur í sveitina sem hún unni alla tíð og vann sem kaupakona á bæjum í kring. Höfuðborgin og vinkonurnar sem hún hafði eignast þar toguðu hana til sín og í kringum 18 ára aldurinn flutti hún þangað alfarið. Var hún þó alltaf dugleg að heim- sækja æskuslóðirnar og halda tengslin við systkini, maka þeirra og systkinabörn sín sem þar bjuggu enn. Í höfuðborginni vann hún við ýmis afgreiðslu- og þjónustustörf. Eftir að í hjónaband var komið og börnin komu hvert af öðru fór Sibba að vinna á kaffihúsum og veitinga- stöðum. Svo fór að hún tók að sér að sjá um mötuneyti og kaffistofur ýmissa fyrirtækja. Lengst af og þar til starfsævi lauk rak hún mötuneyti Land- flutninga. Árið 1968 fluttu þau Sigurbjörg og Kristján með fjöl- skylduna í lítið einbýli í Skriðu- stekk í Breiðholti sem þá var nýtt hverfi í borgarlandinu. Þar fékk Sibba sinn sælureit til að rækta upp og varð hann henni afar kær og örugglega mikil sáluhjálp á erfiðum stundum eins og við hjónaskilnað og and- lát barnabarns síns. Útför fór fram í kyrrþey 2. júní 2020. skildu. Börn þeirra: 1) Adolf Örn, f. 6. sept. 1952. Fv. m. Súsanna R. Gunn- arsdóttir, látin. Þau eiga einn son, eitt barnabarn og tvö barnabarna- börn. M. Guðrún Ólafsdóttir, þau eiga sjö börn, eitt látið og fimm barnabörn. 2) Grét- ar, f. 8. maí 1955. Sambýliskona Svana Björnsdóttir. Fv. m. Kristín Valdimarsdóttir. Þau eiga fjórar dætur og sex barna- börn, þar af þrjú stjúpbarna- börn að auki eitt ófætt. 3) Ósk, f. 16. des. 1962. M. Guðmundur Vilhjálmsson. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. Fyrir átti Ósk tvo syni. Þeir eiga tvö börn hvor. Sibba, eins og hún vildi láta kalla sig, kom fyrst til Reykja- víkur úr sveitinni strax eftir fermingu til að gæta barna syst- Elsku mamma mín, andlát þitt bar hvorki brátt að né skyndilega og það er skrýtin staða fyrir dóttur að vera í að bíða dauða móður sinnar en sú var raunin og undir lokin hjá þér var eins og lífið vildi ekki sleppa af þér tökum. Vildi taka allt frá þér sem þú hafðir að gefa. Líklegast var það ekki líf- ið sem tók heldur þú sem gafst. Eins og þú varst vön, mamma mín. Hugsaðir lítið um að geyma hluta fyrir sjálfa þig. Sem barn hef ég sennilega tek- ið gjöfum þínum sem sjálfsögð- um hlut en barnið fór að taka eftir og þegar kom að ung- menninu mér var mér stundum ofboðið gjafmildin og hvatti þig til að gefa sjálfri þér. Jafnvel að vera dálítið eigingjörn. Stundum tókst það en þá ein- ungis í litlum mæli en það gladdi mig og vonandi þig líka. Við áttum ekki alltaf skap sam- an, við tvær. Skilningur á lífi hvor annarrar ekki alltaf til staðar eins og gerist en með auknum aldri og þroska jókst skilningur minn, í það minnsta, á þínu lífi. Eftir að ég varð sjálf móðir hefur virðing mín fyrir þér aukist jafnt og þétt. Að vera fráskilin, einstæð móðir fjögurra einstaklinga á breiðu aldursbili var mikil áskorun sem þú stóðst sannarlega undir og þótt þú hafir bognað brotn- aðir þú aldrei. Þú varst reynd- ar aldrei sátt við orðið „ein- stæð“ móðir því í þínum huga varst þú „sjálfstæð“ móðir og það varst þú sannarlega. Varst heldur ekki mikið fyrir það að „gaspra“ um þín mál og fór því miður lítið fyrir sögum af sjálfri þér í æsku, sem mér þykir leitt því ég hefði viljað vita meira um ungu konuna þig. Þú vannst alla tíð mjög mikið og var ég því fegnust þegar þú tilkynntir að þú ætlaðir að hætta um leið og ríkið leyfði. Fannst þá að ég gæti kannski fengið þig til að lifa og njóta lífsins eins og mér fannst þú eiga skilið. Ekki sá lífið það þannig fyr- ir, því lungun veiktust, en blessunarlega náðir þú þér vel. Þá bankaði annar fjandi á dyr sem tróð sér inn í þitt líf og yfi- rtók það smátt og smátt alveg, yfir langt tímabil þar til ekkert var eftir nema skelin og rétt það. En það var þá, eftir að fyrstu merki veikindanna gerðu vart við sig og hömlur minnk- uðu, að ég fékk meiri innsýn í líf þitt sem var. Minnissjúk- dómar eru erfiðir sjúkdómar að eiga við því skapferli þess sem þá fá breytist að einhverju eða miklu leyti. Vinir og fjölskylda kunna ekki að bregðast við þessari nýju skapgerð, hræðast og halda sig fjarri. Sennilega er samt enginn eins hræddur og sá sem veikist og sorgin hellist yfir þegar kærir vinir og ekki síst náin fjölskylda vitja ekki lengur. Misskilningur er þó um að „einstaklingurinn hverfi“ því sálin er enn og karakterinn líka. Það þarf aðeins viljann til að sjá en sá sem ekki sér neitt annað en erfiðan sjúkdóm miss- ir af miklu. Eftir að ljóst var að þú gast ekki búið lengur heima var reynt að vanda mjög í vali á framtíðarheimili fyrir þig. Þú sagðir gjarnan: „Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Við kom- umst sannarlega að því að ekki eru allir að vinna af sömu heil- indunum innan heilbrigðiskerfi- sins. Eftir fjögur erfið ár fékkstu inni á Boðaþingi, þar sem þér leið vel frá fyrstu stundu. Þú varst elskuð og dáð af starfsfólki og heimilisfólki og höfðum við mæðgur myndað þar góð tengsl. Virðingin og mannelskan skein í gegnum öll samskipti þann tíma sem þú dvaldir þar og bar hvergi skugga á. Orð fá ekki lýst þakklæti mínu fyrir þessi tæpu fimm ár sem þú fékkst að eiga þar. Það er misjafnt hvað það er sem skiptir fólk mestu máli í lífinu. Í þínu lífi voru það tengslin við fólkið þitt, vítt og breitt, börnin þín og ekki síst barna- börnin þegar þau komu hvert af öðru. Það var ljóst af öllu sem þú gerðir en ekkert gaf það skýrar í ljós en þeir ófáu minnismiðar með nöfnum þeirra sem þú skrifaðir þegar minnið fór að gefa sig. Þú vildir og reyndir að muna þau öll. Nú þegar þú hefur kvatt þessa jarðvist get ég yljað mér við góðu stundirnar sem við áttum saman, sem voru þó nokkrar, sérstaklega síðustu árin þín, við dans og söng eftir að búið var greiða og gera þig fína. Nú verður hárrúllunum og þurrkunni lagt til hliðar um ókominn tíma en Ellý og Villi Vill verða alltaf velkomin í mín eyru – og lái mér þá nokkur þótt það renni eitt og eitt tár. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Rut. Sigurbjörg Jóhannesdóttir Guðrún Stefanía Jóhannsdóttir ✝ Guðrún Stef-anía Jóhanns- dóttir fæddist 24. desember 1921. Hún lést 15. maí 2020. Útför Guðrúnar fór fram 28. maí 2020. með glassúrnum og ísblómin í kistunni, það var eitthvað sem klikkaði ekki hjá henni. Alltaf var gaman að fá langömmu til okkar um jólin og eins þegar hún var flutt til Keflavíkur var gott að kíkja á hana. Hún var alltaf stolt af okkur bræðrunum og fylgdist vel með okkur, hvort sem það var í skólanum, körfunni eða í vinnunni. Ég vil þakka lang- ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Hvíl í friði langamma Gunna. Sigurður Hólm Brynjarsson. Ferðirnar í Bakkakot til lang- ömmu voru margar, fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til hennar var að setja vídeóspólu í tækið; Tinni og leitin að gull- krabbanum, það var aðalspólan! Ég hjálpaði til við að setja niður sumarblómin og kartöflur og við tíndum ber af trjánum til að gera sultu. Svo voru það snúðarnir ✝ Ólafur Finn-bogason var fæddur 11. júní 1951. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 11. maí 2020. Foreldrar hans voru þau Finnbogi Ólafsson og Hulda Bjarnadóttir, bæði látin. Ólafur var fjórði í röðinni af sjö systkinum. Látin eru Friðþjófur Trausti og Ingibjörg. Eftirlifandi eru Valdís, Sig- ríður, Stefán og Trausti. Ólafur giftist Svölu Sig- tryggsdóttur, slitu þau sam- vistum. Sonur þeirra er Arnar Þór, maki Adda Magný Þorsteins- dóttir. Börn þeirra eru Linda Björk, Arnar Máni, Sóldís Svala og Steinunn María. Eftirlifandi sam- býliskona Ólafs er Rannveig Ósk Agn- arsdóttir. Börn hennar og fóst- urbörn Ólafs eru Lena Haralds- dóttir, maki Sveinn Arnar Reynisson. Börn þeirra eru Reynir Már, Örvar Þór og Viktor Örn. Barnabarn er Ynja Sif, dóttir Örvars. Valgeir Ólafur Flosason, maki Karen Svendsen. Börn þeirra eru Flosi Óskar og Stef- anía Ósk. Ólafur fékkst við ýmis störf svo sem bílamálun, bílstjóri hjá Kynnisferðum og síðustu árin ók hann leigubíl hjá Hreyfli. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey frá Guðríðarkirkju 25. maí 2020. Í Vættaborgunum er sorg í okkar hjörtum því elsku besti Óli okkar er farinn og kemur ekki oftar til okkar. Óli, vinur og fjölskyldufaðir, hefir lagt í sína hinstu ferð, það mun verða tóm eftir hjá okkur öllum sem nutum samvista hans. Sennilega einn mesti húmoristi sem við höfum kynnst og það var með sögurnar hans sem glöddu okkur svo mik- ið að hann var aldrei að reyna að vera fyndinn, hann bara var það. Það voru sögur úr leigubílavinn- unni og hverju sem var og það var nú þannig að þegar Óli kom inn úr dyrunum hjá okkur þá komu strákarnir niður til að hlusta á þessar skemmtilegu sögur og svo var hlegið og hlegið og þá brosti Óli því hann vissi að hann var búinn að kveikja ein- hvern neista sem bindur fólk saman. Svo voru sveitasögurnar frá barna- og unglingsárum sem hann gat gert svo spaugilegar og skemmtilegar. Svo voru allar ferðirnar upp í bústað við Flúðir og ógleyman- legu ferðirnar til Spánar þar sem við vorum öll saman og nut- um. Þá eru stundirnar þegar við komum til ykkar og þið báruð fram veislumat fyrir okkur og setið var yfir spjalli tímunum saman. En lífið er bara svona, góður vinur, afi og langafi er far- inn og við ornum okkur við minninguna um góðan mann, sem lifði að mörgu leyti mest fyrir aðra, okkur. Það sem við getum í sorginni er að hugsa um það sem Óli gaf okkur öllum, sem verður aldrei af okkur tekið. Elsku mamma, Ranna og amma, þú varst heppin að kynn- ast þessum góða manni og færa okkur hinum hann inn í fjöl- skylduna, það kemur enginn í staðinn fyrir hann en minningin verður okkar skjól á komandi tímum. Við vitum að Óli mundi ekki vilja að við mundum hryggjast um of og verða leið, heldur minnast hans sem mannsins sem sagði sögur og kveikti gleði og veitti traust. Við setjum hér ljóð í lokin frá afa og langafa, Hirti Gíslasyni, sem heitir Sorgarauður og segir að í sorginni liggi auður minn- inga okkar um góðan mann. Við eigum margt sem aldrei, aldrei deyr þótt okkur brygðist fjögurra laufa smárinn. Að sorg er auður sannast vita þeir er sjá hið liðna best í gegnum tárin. Og jafnvel þótt við mættum brjóta blað og byrja að nýju ævi vora að skrifa þá myndi oss á svipstund sannast það að sorgin gistir þá er fegurst lifa. Og löngu fyrr en okkur órar flest við erum þrotin, horfin viðnámsárin en kvíðum – þó að garði beri gest sem græðir mein og þerrar sorgartárin. Við söknum þín mikið og þökkum óendanlega mikið fyrir allt. Lena, Sveinn, Reynir Már, Örvar Þór, Viktor Örn og Ynja Sif. Ólafur Finnbogason Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Aldarminning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.