Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við tvö- földun Suðurlandsvegar frá núver- andi vegi rétt sunnan Vesturlands- vegar og suður fyrir Bæjarháls. Um er að ræða 1.000 metra vegakafla. Alls bárust fimm tilboð í verkið. Lægsta tilboðið var frá Óskataki ehf. í Kópavogi, 402 milljónir. Var það 82% af áætluðum verktaka- kostnaði, sem var 491 milljón. Næst- lægsta boðið var frá Ístaki hf. í Mos- fellsbæ, tæpar 450 milljónir. Starfsmenn Óskataks hófu vinnu við vegagerðina strax eftir að samn- ingar höfðu verið undirritaðir. Verkið felst í að fullgera eystri ak- braut Suðurlandsvegar, milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls, til móts við Hádegismóa. Eystri ak- brautin verður tengd við núverandi vegakerfi í báðum endum. Sett verður upp ný veglýsing og vegrið til að aðskilja akstursstefnur. Núverandi undirgöng undir Suður- landsveg við Krókháls verða lengd og breikkuð þannig að hægt verður að skilja betur milli bílaumferðar og gangandi/hjólandi, segir í verklýs- ingu. Markmið framkvæmdanna er að sögn Vegagerðarinnar að auka ör- yggi og greiða fyrir umferð. Sér- staklega er bent á aukið öryggi óvar- inna vegfarenda í undirgöngunum við Krókháls Vegarstæði Suðurlandsvegar, sem til stendur að breikka, var að stórum hluta sprengt í berg. Var það verk unnið árið 2003. Vegurinn var mikil samgöngubót á sínum tíma og létti verulega umferðarálagi af Höfðabakka og Bæjarhálsi, sem áður var aðalleiðin út úr borginni að Suðurlandsvegi. Vonast er til að hleypa megi ótakmarkaðri umferð á veginn fyrir 15. september nk.Verk- inu öllu skal vera lokið fyrir 1. nóvember 2020. Hálfs mánaðar tafir urðu á samningum vegna kærumála og kynninga, segir í frétt á heima- síðu Vegagerðarinnar. Morgunblaðið/Eggert Suðurlandsvegur Starfsmenn Óskataks eru mættir á svæðið með stórvirkar vinnuvélar. Tvöföldun vegar hafin  Vinnu við breikkun Suðurlands- vegar á að ljúka fyrir lok október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.