Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fuglalífið í Skúmey dafnar og fram-
vinda í lífríkinu þar er mjög áhuga-
verð,“ segir Kristín Hermannsdóttir,
veðurfræðingur og forstöðumaður
Náttúrustofu Suðausturlands á
Hornafirði. Vísindamenn og land-
verðir Vatnajökulsþjóðgarðs fóru nú í
vikunni í Skúmey, hólma í Jökuls-
árlóni á Breiðamerkursandi, og töldu
þar hreiður og gerðu ýmsar rann-
sóknir og mælingar.
Dylst vel frá alfaraleiðum
Með undanhaldi Breiðamerkur-
jökulsins djarfaði fyrir klettum við
sporð hans, fyrst í kringum 1980.
Eftir því sem jökullinn gaf meira eftir
varð myndin skýrari og í kringum
aldamótin stóð úti í lóninu eyja, sem
er rétt rúmir 10 hektarar að flatar-
máli. Eyjan er lág og dylst vel frá um-
hverfi og alfaraleiðum. Hún hefur því
orðið griðastaður fugla svo sem hels-
ingja, sem eru af stofni gæsa, en einn-
ig verpa þar æðarkollur og skúmar,
en af þeim er nafn eyjunnar dregið.
Hún er að mestu gróðurvana, en urð,
grettistök og jökulset áberandi á yfir-
borði.
„Í fyrstu rannsóknarferðinni í
Skúmey árið 2014 fundust þar hels-
ingjahreiður en nú teljast þau um
1.400. Þetta er án neinna tvímæla
stærsta varp helsingja á Íslandi, sem
halda sig nær alfarið á sunnanverðu
landinu. Helsingi sem fer hér um
verpir annars mest á Grænlandi,“
segir Kristín.
Mikilvægar rannsóknir
Meðal vísindafólks þykir jafnan
spennandi að fylgjast með hvernig líf-
ríki myndast á nýju landi, eins og
hægt hefur verið í Surtsey. Frá því
hún myndaðist í eldgosi, sem hófst
1963 og stóð í fjögur ár, hafa ferðir
þangað ekki verið heimilar nema í
rannsóknarskyni. Sama gildir um
Skúmey, sem fræðimenn úr ýmsum
greinum hafa kannað. „Rannsóknir í
eynni eru mikilvægar, enda áhugavert
þegar land kemur undan jökli svo þar
kviknar líf og framvinda gróðurs og
dýralífs fer af stað. Sömuleiðis fellur
þetta vel inn í rannsóknir á loftslags-
hlýnun og undanhaldi jökla, sem vís-
indamenn hafa mikinn áhuga á,“
segir Kristín Hermannsdóttir.
Á heimsminjaskrá
Meðal þátttakenda í Skúmeyjar-
ferð í vikunni var Sigrún Sigur-
geirsdóttir á Fagurhólsmýri í Ör-
æfum, landvörður í Vatnajökuls-
þjóðgarði. „Já, eitt af því skemmti-
legasta í starfi mínu er ferðir með
vísindamönnum og að vera þeim til
aðstoðar. Slík verkefni koma alltaf
öðru hvoru,“ segir Sigrún. Bætir við
að Skúmey sé um margt sveipuð dul-
úð í vitund fólks, rétt eins og aðrir
staðir þar sem takmörk gilda um
mannaferðir. Þá má geta þess að
Vatnajökulsþjóðgarður og þar með
Skúmey eru á heimsminjaskrá
UNESCO. „Þróun náttúrufars hér
um slóðir er áhugaverð. Jöklar gefa
eftir og gróður dafnar og þar hefur
hærra hitastig vafalaust sitt að
segja,“ segir Sigrún.
Helsingi haslar sér völl í Skúmey
Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir
Helsingjar Í ferðinni í Skúmey á dögunum fundust þar nokkuð á fjórtánda hundrað hreiður helsingja og er þetta stærsta varpstöð fuglsins á hér á landi.
Ljósmynd/Sigrún Sigurgeirsdóttir
Vísindaferð Sigrún Sigurgeirsdóttir til vinstri og Kristín
Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands.
Ljósmynd/Lilja Jóhannesdóttir
Flug Skúmurinn er einkennisfugl á söndunum miklu austur
við Vatnajökul. Hann flýgur vel og er fimur mjög.
Eyja á Jökulsár-
lóni vettvangur
vísindastarfs
Ljósmynd/Sigrún Sigurgeirsdóttir
Hreiður Vor er tími varps og þá er
áhugavert að fara um fuglaslóðir.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
„Það á ekki að vera mjög erfitt að af-
skrá sig hjá okkur. Þegar mest lét var
sennilega erfitt að ná í gegn símleiðis
en það er mjög einfalt að gera þetta á
netinu,“ segir Unnur Sverrisdóttir,
forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísar
hún í máli sínu til einstaklinga sem
fengu hlutabætur þrátt fyrir að hafa
verið komnir í fullt starf að nýju.
Dæmi eru um að einstaklingum hafi
borist fullar hlutabætur án þess þó að
fá skert laun í sama hlutfalli.
Að sögn Unnar er mikilvægt að
fyrirtæki komi upplýsingum áleiðis til
starfsmanna. Ábyrgðin liggi hjá
starfsmönnum. „Það eru starfsmenn-
irnir sem fá greiðslur og þeir sækja
um bæturnar. Fyrirtæki verða að
koma þessu áleiðis. Það á jafnframt
ekki að vera mjög erfitt að skrá sig af
þessu,“ segir Unnur og bætir við að
ekki sé nóg að fyrirtæki sendi stofn-
uninni tilkynningu. „Hlutabæturnar
byggjast á samkomulagi atvinnurek-
enda og starfsmanna. Þegar starfs-
menn hætta í úrræðinu verða þeir að
tilkynna okkur það,“ segir Unnur.
Undanfarnar vikur hefur gríðar-
legur fjöldi einstaklinga skráð sig úr
hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar. Alls
nam fjöldinn 16 þúsundum í maí-
mánuði. „Eftir því sem samkomu-
bannið hefur verið rýmkað þeim mun
meira líf er í bænum. Veitingastaðir
og verslanir eru að opnast og um leið
streymdi fólk úr úrræðinu hjá okkur,“
segir Unnur.
Spurð hversu mörg fyrirtæki muni
á næstu dögum endurgreiða veittar
hlutabætur segir Unnur að þau séu
50-60 talsins. „Þau fá senda reikninga
næstu daga. Um leið og hann hefur
borist geta fyrirtækin millifært fjár-
hæðina,“ segir Unnur.
aronthordur@mbl.is
Ábyrgðin liggur
hjá starfsfólkinu
50-60 fyrirtæki
endurgreiða hluta-
bætur næstu daga
Morgunblaðið/Ómar
Vinnumálastofnun Mikið hefur
verið um að vera hjá stofnuninni.
Mörkinni 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: fim-fös: 11-18.
Lau: 10-17.
Sun: 12-16.
LAGERSALA!
DAGANA 4.-7.júní - 40-80% AFSLÁTTUR!
Í sal Ferðafélags Íslands