Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Nú er íslenska sumariðkomið á kreik, dagarnirlangir og vonandi sól-ríkir. Gróður vex og dafn- ar og það gleður að sjá náttúruna iða af lífi. Garðyrkja í stórum og smáum stíl, jafnvel bara í einum potti á svöl- unum, stuðlar að betri heilsu á marga vegu. Hver myndi ekki stökkva til og byrja að æfa íþrótt eða fara á nám- skeið sem lofar styrk, gleði, slökun og góðri uppskeru? Streituhormón lækkar Garðyrkjustörf í þrjátíu mínútur á dag veita mörgum okkar meiri vellíð- an en innivera við tölvu eða bóklestur. Skýringin er lækkun á streituhorm- óninu kortísóli sem líkaminn fram- leiðir á meðan við vinnum úti í garð- inum. Garðvinnan heldur okkur einnig á hreyfingu sem styrkir vöðva og bein. Við veruna utandyra skín sól- in á okkur og líkaminn framleiðir d- vítamín sem við, aðra mánuði ársins, þurfum að fá úr lýsi eða vítamín- hylkjum. Við að sinna léttum garðverkum í 30 mínútur á dag getur líkaminn fengið næga hreyfingu til að uppfylla hreyfiþörf sína yfir vikuna. Sumir kjósa þetta frekar en að fara út að ganga eða fara í sund. Ef garðyrkja er of erfið fyrir mjóbakið eða hnén er hægt að hafa upphækkuð beð sem auðveldara er að sinna. Í garðinum eru það hendurnar sem vinna verkin. Gott er að gæta að verklagi og hafa í huga að handtök í garðyrkju geta verið einhæf og því valdið álags- einkennum, svo sem tennisolnboga og sinaslíðurbólgum. Til að koma í veg fyrir þetta má gera nokkrar ein- faldar teygjur í byrjun og við lok vinnulotunnar, og ekki síst breyta til og sinna ólíkum verkefnum á víxl. Ofnæmi fyrir grasi, öðrum gróðri eða skordýrabitum er algengt og fæl- ir marga frá því að njóta þess að rækta. Ofnæmi og önnur heilsufars- vandamál sem nefnd eru hér má oft- ast meðhöndla vel. Úrræða má leita hjá heilsugæslunni eða á vefnum heilsuvera.is. Garðyrkja er sameiginlegt áhuga- mál margra og flestir kannast við að fá lítinn vinnufrið fyrir áhugasömum nágrönnum sem vilja forvitnast um fallegan gróður. Þannig tengist fólk gegnum garðyrkjuna enda er hún aðaláhugamál margra á þessum árs- tíma. Ganga berfætt á grasi Mikill kostur við heimaræktað grænmeti er möguleikinn á að stunda lífræna ræktun, að nota engin skað- leg efni og með moltugerð má segja að maður leggi að minnsta kosti jafn- mikið til náttúrunnar og maður þiggur. Samanlagður ávinningur af garð- yrkju er margfalt meiri en það sem þegar er upp talið. Svo virðist sem þeir sem stunda garðyrkju fái síður þunglyndi, þeir hafi sjaldnar minn- isvanda, séu styrkari og ólíklegri til að grípa umgangspestir en hinir. Ekki er nauðsynlegt að hafa áhuga á að rækta gróður til að njóta hans. Það að ganga berfættur á grasi hægir á hjartslætti og lækkar blóðþrýsting. Það að horfa á gróður út um gluggann á sjúkrahúsinu í stað bíla- stæðis getur flýtt bata fólks eftir skurðaðgerð. Það mætti því jafnvel leiða að því líkum að gróður eigi að vera hluti heilbrigðiskerfisins, ekki síst nálægt sjúkrahúsum, langlegudeildum og öldrunardeildum. Að göngutúrinn með aðstoð sjúkraþjálfarans fari fram innan um gróður, að kaffistofan á öldrunardeildinni sé í garðskála og allir geti tekið þátt í að sinna þar verkefnum dagsins. Í búbót væri auð- vitað uppskeran. Gróður og garðyrkja getur því ver- ið marga meina bót, jafnt fyrir líkama sem sál. Eigið sem flest gleðilegt og frjótt ræktunarsumar fyrir höndum. Ræktum gróður og gott sálarlíf í sumar Morgunblaðið/Eggert Gróður Maður verður að rækta garðinn sinn sagði Birtingur í hinu fræga skáldverki Voltaires. Þau orð eru mörgum töm enda felst í þeim margræð speki. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Nanna Sigríður Kristins- dóttir heimilislæknir og svæðisstjóri í heilsugæsl- unni Efra-Breiðholti. Morgunblaðið/Pétur Magnússon Ali Akbar Rasouli, sem kom til Ís- lands ásamt eiginkonu sinni Zörha árið 2017, var einn verðlaunahafa við brautskráningu sl. föstudag í Tækni- skólanum – skóla atvinnulífsins. Þau Ali og Zörha sem eru frá Afganistan höfðu þegar þau komu hingað til lands verið í tvö ár á flótta. Alls voru að þessu sinni brautskráðir 388 nemendur af 81 fagbraut frá alls níu deildum Tækniskólans. Anna Guðlaug Sigurðardóttir, út- skriftarnemandi í gull- og silfur- smíði, hlaut verðlaun fyrir góðan ár- angur á stúdentsprófi. Reyn Alpha Magnúsar af tölvubraut og Njáll Hall- dórsson af náttúrufræðibraut og flugtækni voru dúxar vorannar. Þjóðin stóð saman Einar Bergmann, útskriftar- nemandi í skipstjórn, hélt ræðu við útskriftarathöfn þar sem hann þakk- aði kennurum sérstaklega fyrir út- sjónarsemi á tímum Covid. Einar sem er 18 ára er jafn- framt yngsti nem- inn sem hefur náð þeim árangri að útskrifast með D- próf til skip- stjórnar, en slíkt veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip. Við brautskrán- ingarahöfn flutti Hildur Ingvars- dóttir skólameist- ari ávarp og gerði að umtalsefni þá miklu breytingu sem gera þurfti á skólastarfinu fyrirvaralaust vegna kórónuveirufaraldursins. Með lagni hefði þó allt gengið upp og sagðist Hildur stolt af því hve vel hefði tekist til. Eins og sakir stæðu væri allt ann- að en góðæri á Íslandi, ekki frekar en annars staðar. Þó væri víða góða sprota að finna. Þjóðin hefði staðið saman í gegnum erfiðleika að undan- förnu og þar hefðu ráðið stefnufesta, umhyggja, hugvit, heiðarleiki og rík og góð upplýsingagjöf. Virkið hugvit ykkar „Líkt og við gátum umbreytt kennsluháttum á augabragði munum við komast út úr þessu ástandi sterkari en áður. Það getur kostað þolinmæði og í sumum tilvikum erfiðleika. Það bíða til dæmis ekki allra hér inni draumastörf strax á morgun þótt útskriftarnemendur okkar standi líklega betur að vígi á vinnumarkaði en margir aðrir. En starfið finnst, það er ég viss um,“ sagði Hildur og enn fremur: „Þrautseigjan sem þið hafið sýnt í vor er eiginleiki sem mun nýtast ykk- ur áfram. Ég vil hvetja ykkur til þess að skoða alla möguleika með opnum huga næstu misserin, hvort sem þeir felast í störfum eða námi. Virkið hugvit ykkar og hæfileika og takið þannig þátt í því að breyta heim- inum.“ 338 nemendur í fjölbreyttum fögum brautskráðir frá Tækniskólanum Þolinmæði og þrautseigja mikilvægir eiginleikar Ljósmynd/Aðsend Tækniskóli Nemendur í hársnyrtiiðn við brautskráningu. Tækifæri bíða, enda er iðnmenntunin hagnýt og opnar möguleika. Hildur Ingvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.