Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur bárust óvæntir styrkir í kórónu- veirufaraldrinum að sögn Önnu H. Pétursdóttur, formanns félagsins. Fyrirtæki sem hafa efni á því að styrkja góð málefni hafi orðið ör- látari meðan faraldurinn geisaði. Mæðrastyrksnefnd gefur matar- gjafir mánaðarlega og voru úthlut- anir um 800 í maí. „Við getum annað eftirspurninni. Við erum mjög heppnar með það hvað við höfum marga trygga styrktaraðila, margir sem eru að borga mánaðarlega og hafa gert það í mörg ár,“ sagði Anna. Hún segir fyrirtæki sem hafa efni á að gefa verða örlátari þegar áföll verða í samfélaginu. Fjölbreyttur hópur nýtir sér að- stoð Mæðrastyrksnefndar; náms- menn, öryrkjar og hælisleitendur, sem leita nú til félagsins í auknum mæli. Nýr hópur í auknum mæli „Það hefur orðið fjölgun, en öðruvísi fjölgun en við áttum von á. Eftir að kórónuveirufaraldurinn varð byrjaði nýr hópur að leita til okkar í auknum mæli; fólk af er- lendum uppruna sem á í raun hvergi heima í kerfinu,“ segir Aðalheiður Frantzdóttir, fram- kvæmdastjóri Mæðrastyrks- nefndar. Hún segir að búist sé við aukinni aðsókn þegar sumarið líð- ur undir lok. „Mæðrastyrksnefnd býr að tryggum styrktaraðilum og nýtur stöðugs stuðnings frá einstak- lingum. Þá halda fyrirtæki ekki að sér höndum þrátt fyrir breytt efnahagsástand vegna faraldurs- ins,“ sagði hún. Taka ekki sumarfrí í ár „Fólki á atvinnuleysisskrá fer að fjölga núna, þar sem uppsagnar- frestur margra rennur út í ágúst,“ sagði Aðalheiður. Á sumrin leita færri til Mæðra- styrksnefndar en á veturna og taka sjálfboðaliðar sumarfrí í júlí ár hvert. Í ár verður ekki tekið sumarfrí vegna anna, að sögn Aðalheiðar. „Undanfarin ár hafa þær tekið sumarfrí en þær munu ekki geta gert það núna því að- sóknin er svo mikil,“ sagði hún. Matarúthlutanir hafa verið með breyttu sniði í ljósi faraldursins og röð- uðu sjálfboðaliðar Mæðrastyrks- nefndar matvælum í 900 poka eina vikuna í aprílmánuði. Ástandið er þó að færast nær upprunalegu horfi. „Við reynum að takmarka þá sem koma hingað inn, fólk kemur með sína eigin poka og tekur úr hillunum en við reynum að passa að það sé bil á milli fólks,“ sagði Anna. Fyrstu fermingar sum- arsins fóru fram á hvíta- sunnudag og hafa tugir nýtt sér fermingarstyrk Mæðrastyrksnefndar. Þá fer umsóknum til mennt- unarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar fjölgandi og seg- ir Anna að það skýrist af því að fleiri skrái sig í nám. Hún segir einnig að náms- menn nýti sér matargjafir. „Námsmenn hafa alltaf leitað til okkar og við eigum von á enn fleir- um nú. Þegar fólk fær ekki vinnu er það líklegra til að fara í skóla,“ segir hún. Óvæntir styrkir í heimsfaraldri  Fyrirtæki sem hafa efni á styrkjum verða örlátari  Um 800 heimili nýttu sér matargjafir Mæðrastyrks- nefndar í maí  Búist við annasömu hausti, þegar uppsagnarfrestur rennur út  Styrkjum fjölgaði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjálparstarf Aðalheiður Frantzdóttir framkvæmdastjóri og Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, eiga von á aukinni aðsókn í haust. Ljósmynd/Mæðrastyrksnefnd Aðstoð Sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar röðuðu í poka meðan faraldur- inn stóð sem hæst. Margir nýttu sér matargjafir í apríl og maí. Sundlaugin í Ásgarði í Garðabæ og þvottastöðin Löður hlutu aðgeng- isverðlaun Sjálfsbjargar, lands- sambands hreyfihamlaðra, þetta árið. Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, tóku fyrir hönd Ás- garðslaugarinnar á móti viðurkenningarskjali og blómvendi frá Bergi Þorra Benjamínssyni, for- manni Sjálfsbjargar. Sundlaugin í Ásgarði var tekin í notkun á ný vor- ið 2018 eftir miklar endurbætur bæði utandyra og innan. Að mati Sjálfsbjargar er allur búnaður og aðgengi í klefum og sundlaug fyrsta flokks. Löður lét fyrirtækið Stokk hanna sérstakt smáforrit þar sem hægt er að greiða fyrir alla þjónustu á sjálf- virkum stöðvum Löðurs. Á meðan þvottur fer fram situr bílstjórinn við stýrið og greiðir þaðan með appinu. Aðgengi Elísabet Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Löðurs, tók við viðurkenn- ingarskjali frá Bergi Þorra Benjamínssyni, formanni Sjálfsbjargar. Aðgengisverðlaun Sjálfsbjargar veitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.