Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 ✝ Ragnar Bald-vin Baldvins- son fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1976. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. maí 2020. Foreldrar Ragnars eru Ragnhildur Lýðs- dóttir, f. 21. maí 1941 í Litlu- Sandvík í Flóa, og Baldvin Halldórsson, f. 3. janúar 1944 í Hafnarfirði. Bróðir Ragnars er Halldór Baldvinsson, f. 17. Ragnar ólst upp í Norð- urbæ Hafnarfjarðar og gekk í Engidals- og Víðistaðaskóla. Hann útskrifaðist sem húsa- smiður frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 1998 og sem húsasmíðameistari frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 2005. Hann vann við smíðar alla sína starfsævi. Áhugamál Ragga eins og hann var alltaf kallaður voru fjölmörg. Tónlist, kvikmynd- ir, íþróttir, heimspeki og saga skipuðu þar stóran sess. Einnig var hann mikill dýra- vinur og gaf sig alltaf að dýr- um þegar þau urðu á vegi hans. Ragnar Baldvin var jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 28. maí 2020 að viðstaddri fjölskyldu, ætt- ingjum og góðum vinum. október 1969, giftur Söndru Ösp Gylfadóttur, f. 1. apríl 1975, börn þeirra eru Viktor Snær, f. 2001, Karen Sól, f. 2004, og Baldvin Máni, f. 2008. Systir Ragnars er Aldís Baldvins- dóttir, f. 14. ágúst 1972, gift Víði Má Atlasyni, f. 15. júní 1973, börn þeirra eru Vala María, f. 1993, Katrín, f. 1997, og Baldvin Már, f. 2007. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr) Við söknum þín svo mikið, elsku drengurinn okkar. Hvíl í friði í ljósinu bjarta. Mamma og pabbi. Elsku bróðir minn. Nú er sumar og fuglasöngur berst inn um gluggana. Sólin skín, dagurinn lengist og blómin lifna við eftir vetrardvalann. Elsku bróðir minn heyrir ekki lengur í fuglunum, finnur ekki angan blómanna. Þú ert farinn, farinn á brott í bjartan svalann. Í æsku virtist framtíðin bein. Þú alla tíð mig gladdir. Eftir stend ég sár og ein. Tár mín renna, eftir að þú kvaddir. Hér kveð ég þig með söknuð í hjarta. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur þar sem þú ert kominn í dalinn bjarta. (AB) Við systkinin ólumst upp á góðu og ástríku heimili í Hafnarfirði þar sem við fengum umhyggju- samt uppeldi. Það var mikið ærsl- ast og hlegið á heimilinu, enda voru þar þrjú börn á svipuðu reki. Við bjuggum við það lán að móðir okkar var heimavinnandi þegar við vorum börn og var því alltaf til staðar fyrir okkur á meðan faðir okkar var við vinnu. Foreldrar okkar ferðuðust mikið með okkur bæði innan- og utanlands. Tjald- ferðalögin voru ófá í rigningu og roki en það var samt gaman. Enn í dag eru foreldrar okkar alltaf til staðar fyrir okkur, hvort sem það er í gleði eða þegar á móti blæs. Ég man þegar þú vildir alltaf hanga yfir mér og vinkonum mín- um á unglingsárum mínum og hlusta á hvað við vorum að spjalla um. Þú þóttist vera að lesa Andr- ésblað en varst í raun að njósna um okkur og hafðir gaman af. Svona eins og flest yngri systkini eru þá er spennandi að forvitnast um þau eldri. Ég var nú ekki alltaf glöð yfir þessu en í dag gleðst ég yfir þessum minningum að þú vildir vera með mér. Kisan Dúlla og önnur dýr eru á ófáum myndum með þér og það kemur ekki á óvart þar sem dýrin höfðuðu sterkt til þín og þú alltaf svo ljúfur við öll dýr og vildir þeim allt hið besta. Það sást einnig í sveitinni þar sem við dvöldum oft hjá ömmu og afa hvað þú naust þín vel með dýrunum og sýndir þeim mikla alúð. Litli bróðir minn hann Raggi var vinmargur, glaðlegur, stríð- inn, uppátækjasamur prakkari sem barn og fram á fullorðinsár. Hann menntaði sig sem húsa- smíðameistari og vann þá vinnu vel og hafði unun af. En lífið er ekki alltaf beinn og breiður vegur heldur er lífið hlykkjótt sem get- ur valdið því að draumar geta brostið. Vegurinn var að sléttast hjá Ragga, en þá var þörf á hon- um á öðrum ókunnum slóðum. Við sem eftir stöndum trúum því að þegar okkar tími kemur að yfirgefa jarðlífið, þá munir þú, elsku bróðir, koma og taka á móti okkur í sumarlandinu fagra sem þú varst svo viss um að væri til. Sjáumst síðar, elsku Raggi minn. Þín systir, Aldís. Elsku Raggi. Hverfulleika lífsins fengum við fjölskylda þín að kynnast á fal- legu föstudagskvöldi núna í maí. Þessi óraunverulega frétt er því miður veruleikinn sem við þurf- um að sætta okkur við og lifa með. Ég kynntist þér fyrir nálægt þrjátíu árum, ég 18 ára að slá mér upp með Aldísi systur þinni, þú 15 ára. Mér var laumað inn bakdyra- megin, framhjá mömmu og pabba, inn í stofu þar sem við Al- dís kúrðum saman yfir MTV og einhverju álíka merkilegu. Þá sast þú oft yfir okkur, varst í tölv- unni eða eitthvað að dunda þér, slétt sama um að systir þín vildi fá að vera í friði, eða kannski varstu aðeins forvitinn um okkur. Á þessum tíma var svarta plat- an með Metallica nýkomin út og þá fengu nú hátalarar heimilisins að vinna yfirvinnu. Ég tengdi ekki alveg við þessa tónlist þá, sem þú elskaðir, en seinna fór ég að skilja snilldina og tengi sterkt við þessa tónlist í dag. Við náðum ágætlega saman, helst að við tengdum í gegnum fótboltaspjall, en þú hélst með Man. Utd en ég Liverpool. Við vorum sennilega aldrei sammála um ágæti þessara liða, en það var gaman að rökræða við þig um allskonar hluti, þú varst bæði klár og rökfastur og hugmyndaflug þitt mikið. Við munum sakna þess. Eftir að þú settir stefnu þína á húsasmíðanám, þá flaugst þú í gegnum það eins og ekkert væri. Þú varst vel gefinn og þegar þú varst búinn að ákveða eitthvað varð því ekki breytt svo glatt. Eft- ir nám vannstu við smíðar við góðan orðstír þar til veikindi þín brugðu fyrir þig fæti og sveiflur í byggingariðnaði fækkuðu tæki- færum. Hin síðari ár voru þér stundum erfið, en síðasta árið virtist sem þú værir kominn á beinu brautina og björt framtíð blasti við. Þá var þér kippt í burtu. Við sem eftir stöndum trúum því að þú sért kominn á góðan stað. Þú komst frá yndislegu heimili þar sem þið systkinin bjugguð við ást, alúð og hlýju. Þau sterku bönd fylgdu þér til dauðadags, þú í daglegum samskiptum við pabba þinn og mömmu sem voru þínir klettar í lífsins ölduróti. Farðu í friði, elsku Raggi minn. Víðir Már Atlason. Við kvöddum kæran frænda okkar, Ragnar B. Baldvinsson, í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í fal- legri kveðjustund. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. maí. Ragnar var yngri sonur elsta bróður míns Baldvins og konu hans Ragnhildar Lýðsdóttur. Mikill er söknuðurinn. Við þökk- um fyrir þennan stutta tíma sem Ragnar gaf okkur. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við fjölskyldu og vinum. Góða ferð, elsku Raggi minn, og farðu í guðs friði. Hvers virði er allt heimsins prjál ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut. Sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér en skorta þetta eitt sem enginn getur keypt. Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann myrkrið streymir inn í huga minn. Þá finn ég hlýja hönd sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga en hefur aftur litið ljós. Mín vetrarsól. (Ó.H. Símonarson) Björgvin Halldórsson og fjölskylda. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig, elsku Raggi minn, og það alltof snemma. Við þessi sorg- legu tímamót hrannast upp góðu minningarnar. Þegar þú varst lítill og stalst í Tinnabækurnar mínar, enda Tinni langbestur og bækurnar úti um allt þegar ég kom heim úr skól- anum. Tíðar ferðir fjölskyldunnar í sælureitinn fyrir austan og þegar við löbbuðum um túnin í sveitinni. Allar bíóferðirnar okkar, spjall- ið um leikara og leikstjóra og oft vorum við sammála um hvað væri góð mynd. Spjallið um tónlistina, sem var nú þitt aðaláhugamál, og þá auðvitað þungarokkið. AC/DC, Metallica, Slayer og Guns N’ Ro- ses voru þar í uppáhaldi. Handlaginn varstu svo sannar- lega og þú fékkst þá náðargáfu í vöggugjöf. Þegar þú byrjaðir að vinna við smíðina fórstu létt með að kaupa þér íbúð og glænýjan Volkswagen Polo. Tíminn okkar saman þegar við vorum að byggja fjölskylduhúsið er ógleymanlegur og sérstaklega síðasta mánuðinn þegar unnið var alla daga frá því eldsnemma að morgni til tíu um kvöld og okkur var færður kvöld- matur að heiman svo tíminn færi ekki til spillis. Án þín hefði þetta ekki verið hægt. Aðfangadagur verður ekki samur hér eftir þegar þig vantar við borðstofuborðið og ég mun sakna eftirvæntingar barnanna minna eftir jólagjöfunum þínum, sem voru alltaf flottastar. Ég veit að síðustu ár hafa verið þér erfið og þú þurft að ganga þung skref í vanlíðan þinni. Alltaf var ég bjartsýnn á að þetta væri að koma, því síðustu mánuði varstu búinn að vera á svo góðu róli. En hjartað gafst bara upp á endanum og nú ertu farinn frá okkur. Minningin um þig mun lifa að eilífu og ég veit að núna loksins sérðu sólina dansa. Góða ferð elsku vinur. Halldór Baldvinsson. Lífið er hverfult og ekki það sem maður býst við þegar jafn- aldrar manns kveðja. Í dag kvaddi ég æskuvin minn. 43 ára er enginn aldur. Raggi, gamli æskuvinur minn, hefði orðið 44 ára í sumar. Við kynntumst þegar hann flutti í götuna mína þegar við vorum smákrakkar og urðum strax bestu vinir. Vorum ekki saman í bekk en það skipti engu máli, lékum saman alla daga: Starwars, playmo, tin- dátar og skák, úti að hjóla í æv- intýraferðum og klifra í nýbygg- ingunum á Bæjarhrauninu. Öfundaði hann af BMX-hjólinu á meðan ég dröslaðist á DBS-inu mínu. Þess á milli að horfa á Skon- rokk-þætti eða stelast í plötur systkina okkar með ómældri ánægju þeirra, eða þannig. Ragga og Raggi. Bestu vinir. Strákur og stelpa. Já, þetta var nefnilega þannig. Stranglers, Duran Duran, Culture Club, allt skrýtna pönkið sem við hlustuðum forvitin á. Bíó- myndir á VHS. Góðmennskan uppmáluð, saklaus, traustur vinur og skemmtilegur. Ég skrifa þennan pistil því ég vil minnast góðs æskuvinar og op- inbera mína hinstu kveðju til hans hér. Að öðru leyti vil ég líka nefna það hversu andleg öng sem snýr að einelti einstaklinga eða annað ofbeldi eða stríðni eins og það vildi kallast getur haft áhrif á framtíð og sjálfsmótun einstaklings. Raggi var klár, vel menntaður, vel lesinn, góðhjartaður, umvafinn kærleiksríku fólki, en tók sínar misjöfnu beygjur í lífinu, misjafn- ar eru þær sem verða á vegi okk- ar. Lokaorð mín eru þessi: kenn- um börnum okkur að vera góð hvert við annað og lítum í eigin barm. Hvíldu í friði, Raggi minn. Þín vinkona, Ragnhildur Ægisdóttir. Ragnar Baldvin Baldvinsson Okkar ástkæri GRÍMUR ORMSSON Markarvegi 17, lést laugardaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 9. júní klukkan 13. Birna Grímsdóttir Inga K. Grímsdóttir Óðinn Grímsson Kristín Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RICHARDSSON kennari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 27. maí. Útför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní klukkan 15. Louisa Sigurðardóttir Pétur Haukur Ólafsson Anna María Sigurðardóttir Viðar Sigurðsson Brynja Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA JÓHANNSDÓTTIR, Flúðaseli 38, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 26. maí. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 11. júní klukkan 13. Steingrímur Matthíasson Svanhildur Steingrímsdóttir Guðmundur Kr. Gíslason Jenný Steingrímsdóttir Ólafur Snorrason Hrönn Steingrímsdóttir Egill Sandholt barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR SIGURÐSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 28. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. júní klukkan 11. Helgi Eyjólfsson Sveindís Sveinsdóttir Dagur Garðars Guðrún Sigurðardóttir Guðrún Garðars Guðmundur Vikar Einarsson Margrét Garðars Mölk Rúnar Mölk Helga María Kristinsdóttir Sigurður Garðars Sigrún Pétursdóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ Guðbjörg JónaSigurðardóttir fæddist á Geld- ingalæk á Rang- árvöllum 14. janúar 1933. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 22. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Sigurðarson, bóndi á Efri-Þverá í Fljótshlíð og síðar af- greiðslumaður á Bifreiðastöð Ís- lands, BSÍ, f. 18.12. 1906, d. 6.7. 1977 og Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1.12. 1908, d. 9.1. 1985. Bróðir hennar er Leifur Sigurðsson, bóndi á Kvígs- stöðum í Borgarfirði, f. 19.5. 1939, d. 6.1. 1994. Eiginkona hans er Særún Æsa Karlsdóttir, f. 20.5. 1945. Börn þeirra eru Svala Leifsdóttir, f. 10.12. 1962, Sigurður Ingi Leifsson, f. 19.3. 1964, Sigurþór Leifsson, f. 15.3. 1966, Karl Dúi Leifsson, f. 15.1. 1970. Jóna giftist þann 17. júní 1953 Jóni Þóri Einarssyni, bílstjóra og síðar sjómanni, f. 31.1. 1927, d. 18.8. 2007. Foreldrar hans voru Einar Guð- mundsson bifreiðarstjóri, f. 2.10. 1898, d. 7.3. 1946 og Þóra Valgerður Jónsdóttir, f. 24.4. 1998, d. 29.11. 1988. Jóna ólst upp á Efri-Þverá í Fljótshlíð en flutti til Reykjavík- ur á fermingaraldri. Hún vann ýmis verslunarstörf en var lengst af hjá Blindravina- félagi Íslands í Ingólfsstræti 17. Útför Jónu fór fram í kyrr- þey. Sumarið 1971 fluttum við í Vesturberg 28. Á hæðinni fyrir ofan okkur bjuggu dásamleg hjón, Jón og Jóna, sem seinna voru kölluð Jón afi og Jóna amma í okkar fjölskyldu og stóðu þau vel undir því nafni. Fyrir okkur stelpurnar sem áttum ömmur og afa í sveit var yndislegt að eiga eitt sett í Reykjavík. Minningarnar eru óteljandi, alltaf gleði, sprell og alls konar uppátæki sem Jón afi sá um að mestu leyti. Ef honum fannst leiðin of löng milli hæða veigraði hann sér ekki við að klifra milli hæða af svölunum, fannst það mun fljótlegri leið. Ekki er hægt að minnast þeirra án þess að upp í hugann komi hjálpsemi, kærleikur og örlæti sem var óendanlegt. Enn eru til dúkkur frá þeim á heim- ilum okkar, svo ekki sé minnst á skápinn bak við hurð sem virtist vera ótæmandi af alls konar. Þau sáu til þess að við systur færum aldrei tómhentar heim. Þótt við flyttum úr blokkinni eftir 5 ár og svo norður í land 10 árum síðar hélst sambandið alla tíð. Heimsóknir þeirra norður voru reglulegar meðan heilsan leyfði en síðastliðin ár eftir að Jón kvaddi urðu þær fáar. Takk fyrir dýrmæta sam- fylgd í gegnum öll þessi ár, elsku Jóna amma og Jón afi. Minningin um yndislega vini mun fylgja okkur alla ævi. Guðgeir, Sigrún, Særún, Sunneva og Björk. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.