Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 36
36 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Framtíð hinna hefðbundnu gondóla- smiðja í Feneyjum þykir í tvísýnu. Þaðan hafa engin smíðahljóð borist lengi; hið eina sem rýfur þögnina er þýðlegt klapp vindbárunnar sem gjálfrar vært við fordyr þeirra á sík- isvatninu í Feneyjum. Þegar ítalski meistarinn Canaletto málaði víðmyndir sínar af borginni fljótandi á 18. öld voru bátasmiðj- urnar sem gengu undir heitinu „squeri“ 10 til 12. Nú eru aðeins fjór- ar þeirra starfandi. Þær hafa allar verið lokaðar frá því blátt bann var lagt við siglingum gondólanna vegna kórónuveirufaraldursins. „Feneyjar án gondólanna eru myrkar og merkingarlausar,“ sagði Roberto Dei Rossi, einn örfárra bátasmiða af gamla skólanum sem smíðuðu löngu svörtu bátana sem siglt hafa löngum með ferðamenn um síkin frægu. Smíðar þessi 58 ára völundur fjóra til fimm gondóla á ári í höndunum, en smíði hvers og eins tekur um 400 vinnustundir. „Í hvert einasta skipti sem ég sjóset nýjan fyrsta sinni fer um mann tilfinning eins og þar sé mér að fæðast afkom- andi. Þetta er mín sköpun,“ sagði hann við AFP-fréttaveituna. Hæfir konungum Gondóll er 32 feta langur eða rétt rúmir 10 metrar. Mesta breidd 1,38 og tómaþungi 600 kíló. Þeir eru smíðaðir úr allt að 280 borðum átta mismunandi viðartegunda – eik, lerki, hnotu, kirsuberjavið, lindivið, sedrus, mahoní og þini. Bátana kaupa nær eingöngu gondólaræð- arar sem borga fyrir þá milli 30.000 og 50.000 evrur, allt eftir endan- legum frágangi þeirra. Hver og einn er skraddarasniðinn og lagaður að líkamsþyngd hins nýja eiganda. „Við eigum einnig sem viðskipta- vini nokkra áhugamenn sem keypt hafa af okkur báta; frá Bandaríkj- unum, Þýskalandi og Japan,“ sagði Dei Rossi. Fyrrum þóttu gondólar sæma konungum. Á sínum tíma færði ríkisstjórinn í Feneyjum er- lendu fyrirmenni báta að gjöf – að ræðurum meðtöldum. Svo sem Loð- vík fjórtánda Frakkakonungi, en „konunglega skipalestin“ sigldi skrautsiglingar á síkjunum, aðallega Miklasíki. Nú á dögum sigla flestir gondólanna um borgarsíkin og geta verið allt að 400 talsins. Þeir sem vilja komast inn í grein- ina þurfa að bjóða í takmarkaðan fjölda siglingaleyfa sem borgaryf- irvöld veita. Síðustu vikur og mán- uðir hafa verðið niðurdrepandi fyrir ræðarana en kórónuveiran sá fyrir ótímabundnu banni við rómantískum siglingum í Feneyjum. Hafði útgerð bátanna orðið fyrir búsifjum af völd- um óvenjulegra háflóða undir lok síð- asta árs. Fældu þau ferðamenn frá og löskuðu margan gondól. Hófu þeir siglingar á ný í gær eftir að ferða- mönnum var leyft að heimsækja Ítal- íu á ný. Þeim verður gert að bera andlitsgrímur fyrir vitum sér; öllu svipminni múnderingu en skraut- legir karnivalbúningar sem setja jafnan hátíðlegan svip á Markúsar- torgið og nágrenni. „Axarmeistarar“ Ítalska ríkisstjórnin brást harka- lega við kórónuveirufaraldrinum. Landinu var lokað til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Myndir af siglingastoppi í Feneyjum bárust um heim allan. Lokunin langa kom sér illa fyrir bátasmiðjurnar sem stunda ekki einungis nýsmíði heldur sjá um allt viðhald gondól- anna líka. Sér í lagi kom stoppið illa við Tramontin-skipasmíðastöðina, þá elstu sem enn er starfandi í Fen- eyjum. Hún er við Ognissanti-síkið og komst í eigu tveggja ungra systra í hitteðfyrra, 2018, eftir andlát föður þeirra, Roberto Tramontin, lögerf- ingja fjölskyldufyrirtækis sem langalangafi hans stofnaði árið 1884. „Þar sem pabba naut ekki lengur við vantaði aðalmanninn,“ sagði hin 33 ára gamla Elena Tramontin, sem ákvað með yngri systur sinni, El- isabetta, að sjá til þess að fyrirtækið myndi lifa áfram. „Við urðum að hugsa hlutina upp á nýtt,“ sagði hún við AFP. Þrátt fyrir algjört reynsluleysi og engin áður gerð áform um þátttöku í smíði gondóla köstuðu þær sér út í laugina í dýpri endanum. Settu þær traust sitt allt á sérfræðinga í tré- smíðaverki gondóla, svonefnda „ma- estri d’ascia“, eða „axarmeistarana“. „Systir mín sér um almanna- tengslin, menningarlegar hliðar smíðinnar, sem eru mikilvægar, en ég mála og sinni smáviðgerðum á bátunum,“ sagði Elisabetta Tra- montin. Hún stendur á þrítugu og er útskrifuð úr listaskóla. Sagði hún að þrátt fyrir hindranir á borð við flóð og vírusa væru þær systur stað- ráðnar í að heiðra minningu föður síns. Yrði nafni fyrirtækisins því breytt úr „Tramontin og synir“ í „Tramontin og dætur“. „Menn verða ekki ríkir af þessu starfi og þurfa búa yfir vænum skammti af ástríðu. En það færir manni mikla fullnægju,“ sagði hún að endingu. Myrkir dagar gondólasmiða  Gondólarnir frægu í Feneyjum hófu aftur siglingar með ferðamenn í vikunni eftir næstum þriggja mán- aða siglingabann í baráttunni gegn útbreiðslu kórónuveirunnar AFP Bera grímur Skylt er að bera andlitsgrímur í siglingum gondólanna í Feneyjum sem hófu ferðir á ný í vikunni . Nostur Gondólasmiðir að störfum. Hver og einn bátur er skraddarasniðinn. Smíðar Gondólasmiður sverfur viðarbönd gondóla í smíðum í skipastöð Roberto Dei Rossi. Lifnar nú yfir starfsemi þeirra eftir 10 vikna lokun. Opnað Gondólaræðari opnar þjónustustöð í Feneyjum um hvítasunnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.