Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 49
vinur og félagi. Umhyggjan enda- laus og gleðin alltaf með. Ekki þótti þeim félögum verra ef smá viskí var í boði. Við systkinin er- um full þakklætis fyrir ljúfar stundir og njótum minninganna um góðan mann. Jóhann Þór, Sigríður Dóra og Gylfi Magnúsarbörn. Kveðja frá Tannlæknafélagi Íslands Enn er höggvið skarð í raðir okkar tannlækna. Borinn er til grafar í dag Rósar Eggertsson, tannlæknir og heiðursfélagi Tannlæknafélags Íslands, en hann lést þriðjudaginn 26. maí, níræður að aldri. Rósar lauk kandidatsprófi frá Tannlækna- deild Háskóla Íslands 1955 og var síðar í framhaldsnámi við Tann- læknaháskólann í Malmö í Sví- þjóð. Rósar rak tannlæknastofu á Laugavegi 74, í húsinu þar sem hann fæddist og ólst upp og starf- aði í hartnær fimmtíu ár. Eftirlif- andi eiginkona Rósars er Magda- lena Sigurðardóttir og eignuðust þau fimm börn. Þau eru synirnir Sigurður Eggert, Gunnar Oddur og Gunnlaugur Jón, allir tann- læknar, og dæturnar Hulda Björg tannfræðingur og Ragn- heiður Erla efnafræðingur. Rósar var virkur félagi í Tann- læknafélagi Íslands og sat í stjórn félagsins um árabil, vara- formaður um skeið og starfaði í ótal nefndum. Rósar var gjald- keri í stjórn Lífeyrissjóðs tann- læknafélagsins frá stofnun hans 1959 og sá um daglegan rekstur hans ásamt eiginkonu sinni. Einnig tók hann þátt í störfum innlendra og norrænna samtaka sem tengdust tannlækningum. Æðstu viðurkenningu Tann- læknafélags Íslands hlaut Rósar er hann var kjörinn heiðursfélagi 2007. Þann heiður hefur aðeins 17 tannlæknum hlotnast í 90 ára sögu félagsins. Rósar kenndi munn- og tanngervalækningar við Tannlæknadeild HÍ 1965- 1978 sem þá var í húsi Landspít- alans við Hringbraut. Hann sá um kennslu á preklínik, teknik, ásamt Jónasi Thorarensen tann- lækni og Guðmundi Hraundal tannsmið. Rósar var farsæll og vinsæll kennari. Rósar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Landssamband stangaveiði- félaga, enda ástríðuveiðimaður á stöng. Enski boltinn var í miklum metum og eyddi hann löngum stundum á seinni árum að fylgj- ast með honum. Eins og sést af glæsilegum ferli Rósars var hann mikill fé- lagsmálamaður og menn sóttust eftir að starfa með honum og hann laðaði að sér vini, kunningja og veiðifélaga. Það voru forrétt- indi að fá að veiða með Rósari og veiðifélögum hans. Þekktur var hópur kollega sem hittust reglu- lega, auk Rósars þeir Jónas Thorarensen, Magnús R. Gísla- son, Sverrir Einarsson og Örn Bjartmars. Þetta þóttu hinir mestu gleðigjafar, allir mjög virkir innan tannlæknafélagsins og komust færri í hópinn en vildu. Nú eru þeir allir fallnir frá nema Jónas. Rósar og Malla bjuggu lengst af á glæsilegu heimili að Hvassa- leiti 13 og þar voru allir boðnir velkomnir og oft glatt á hjalla og naut undirritaður gestrisni þeirra í miklum mæli á mennta- og háskólaárum, enda góður vin- ur Sigurðar Rósarssonar, Edda. Oft var Deep Purple spilað í botn þannig að húsið nötraði. Malla kvartaði ekki öðruvísi en að hún tók rafmagnið af efstu hæðinni. Á þessum tímamótum kveðj- um við félagar í Tannlæknafélagi Íslands þennan einstaka sam- ferðamann og kollega með þökk og hlýju og vottum aðstandend- um virðingu okkar. Blessuð sé minning Rósars Eggertssonar. Svend Richter. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 ✝ Jón AlexanderH. Artúrsson var fæddur 21. febrúar 2002. Hann lést 22. maí 2020. Foreldrar Jóns voru Helga Karól- ína Jónsdóttir, f. 22. júní 1969, d. 6. september 2007, og Artúr Jensson. Systur Jóns eru Margrét Eva Helgudóttir og Sandra Huld Helgudóttir. Jón ólst upp frá 5 ára aldri hjá afa sínum og ömmu á Kópaskeri, Guð- nýju M. Guðnadótt- ur og Jóni Gríms- syni. Jón Alexander var í námi við Fjöl- brautaskóla Norð- urlands vestra á Sauðárkróki. Jón Alexander verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju í dag, 4. júní 2020, klukkan 14. Elsku, elsku drengurinn okkar. Það fá engin orð lýst þeim sárs- auka og söknuði sem í hjörtum okkar býr á þessari stundu og sú hugsun að þú eigir aldrei eftir að koma aftur heim í herbergið þitt er óbærileg. Okkur er það alveg óskiljanlegt hvers vegna þú með þína kærleiksríku nærveru og hlýju, stóra faðminn og knúsið, sem snertir hjörtu allra sem kynntust þér, þurftir að yfirgefa okkur svona fljótt. Það hlýtur að vera að þinnar góðu nærveru og hjartahlýju hafi verið þörf annars staðar, og þar taka á móti þér móðir þín sem þú naust svo alltof skamman tíma og langamma þín sem þér þótti svo óskaplega vænt um. Þú þurftir á þinni alltof stuttu ævi að takast á við hluti sem fólk á þínum aldri á ekki að þurfa að glíma við. Ef til vill hefur verið þörf fyrir þá reynslu annars staðar. Á sama tíma erum við full af þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þig og systur þínar hjá okkur. Minningarnar um þig verða okkur ákaflega dýrmætar. Þú varst sem barn strákur með stóru essi, úti allan daginn sama hvernig viðraði, þú hafðir mikla þörf fyrir að búa til hluti, ótrúlega sjálfbjarga og fljót- ur að tileinka þér að nota öll verk- færi. Það urðu til ýmsir merkilegir hlutir í bílskúrnum þegar þú varst einn að dunda þar. Það var athygl- isvert að fylgjast með þegar þú eignaðist þitt fyrsta tæknilegó hvernig það lá strax ljóst fyrir þér að fylgja, lesa og fara skipulega eftir teikningum sem fylgdu með. Þú varst afar næmur á tónlist, ákaflega taktviss og harmonikku- æfingarnar hérna heima eftir- minnilegar þó að trommuleikurinn yrði það sem fylgdi þér lengst, trommutakturinn utan úr bílskúr hljómar enn í huga okkar og ekki síður söngurinn í sturtunni. Ég minnist með miklu þakklæti og stolti allra ferðanna okkar á æf- ingar og íþróttamót, þar sem þú stóðst oftar en ekki á verðlauna- palli og fagnaðir meðal annars Íslandsmeistaratitlum. Þessar ferðir voru óteljandi margar og þar kynntumst við svo fjöldamörg- um krökkum sem urðu síðan vinir þínir alla tíð, og það er okkur ákaf- lega dýrmætt að hafa fengið að kynnast stórum hópi vina þinna. Níu sumur í röð dvaldurðu í viku til 10 daga í sumarbúðunum að Ástjörn og þar leið þér vel, eign- aðist fjölda vina sem hafa haldið þann vinskap alla tíð síðan. Manni hlýnaði um hjartaræturnar þegar maður sá hvað þú áttir alltaf auð- velt með að nálgast yngri krakka, og eftirtektarvert hvernig þau drógust að þér, og þeim leið greinilega vel í návist þinni. Elsku vinur, þín verður sárt saknað, guð geymi þig að eilífu. Afi og amma á Kópaskeri. Jón og Guðný. Elsku vinur. Þær þrautir sem við fáum í líf- inu eru misþungar, en þessi þraut er sú allra þyngsta. Það eru mörg hvað ef og af hverju sem við erum búin að vera að hugsa, en við fáum aldrei svör við. Þú komst til okkar í tæpa tvo mánuði vegna covid-19- veirunnar og það er eitt það besta sem kom til vegna þessarar bless- uðu veiru. Við erum ævinlega þakklát fyrir þessar stundir. Þú varst kurteis, hjálpsamur, hjarta- hlýr og mikill grallari. Þú spilaðir við okkur, við horfðum á myndir og þú hjálpaðir til á þessu stóra heimili. Þú gafst þér tíma með krökkunum, spilaðir við Melkorku, hjálpaðir Guðmundi að setja upp körfuna sína og spilaðir nokkra leiki, dundaðir þér með Ingibjörgu uppi í sveit, því þið voruð nánast alveg eins, þú meira að segja fórst út með hundinn, sem var orðinn ansi hændur að þér. En það allra besta var, að þú tókst Sigrúnu að þér og passaðir vel upp á hana, þið voruð eins og systkini. Sigrún hringdi reglulega í mig og ég heyrði að þú varst að styðja henn- ar mál á bak við hana. Eins sagðir þú okkur hvernig þú værir alltaf að passa upp á hana í skólanum, því hún væri eins og litla systir þín. Það eru því ófá tárin sem við er- um búin að þerra á þessu heimili, því þú varst á þessum stutta tíma orðinn einn af okkur. Það er því með sorg í hjarta að við kveðjum þig í hinsta sinn, elsku vinur. Elsku Jón, Guðný og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Sævar, Guðrún Harpa og börn. Elsku drengurinn. Mann setur hljóðan og hundruð hugsana þjóta gegnum hugann á svo miklum hraða að nánast ómögulegt er að grípa þær til að móta úr einhver þýðingarverð orð. En til mín kom þetta ljóð er ég sat yfir ánum í fjár- húsunum að taka á móti nýju lífi í heiminn, samtímis því sem ég þurrkaði tárin sem láku niður kinnarnar í vanmætti og sorg yfir þínu lífi, sem hvarf eins og dögg fyrir sólu, fyrirvaralaust. Við fjölskyldan í Reistarnesi höldum minningunum um þig lif- andi í huga okkar um leið og við vottum þínum nánustu alla okkar dýpstu samúð með von um að þau finni styrk og ljós á þessari löngu leið þar sem tíminn virðist oft standa í stað. Þá hrundu himnar og tíminn stóð kyrr svo árnar þær hættu að flæða tímalaus hrynjandin taktlaus sem fyrr það var svo margt sem við áttum eftir að ræða. Elsku drengur með glampann í auga í hvarmaljósinu brúna hnarreistur, brattur með geislandi bauga ætíð hafði ég á þér trúna. Þá blómin á enginu brosa mót sól og vorvindur blíður þeim strýkur hve hverfult er lífið er það býr um sitt ból þar sem síðasta geislanum lýkur. Elsku drengur með faðm þinn breiðan og framtíðina svo bjarta gakktu áfram þinn veginn hlýjan og greiðan finndu hamingju og frið í þínu hjarta. Fjölskyldan í Reistarnesi, Ágústa Ágústsdóttir. Það er ætíð sárt þegar ungt fólk kveður þennan heim, fólk sem átti framtíðina fyrir sér og öll þau viðfangsefni sem lífið býður upp á, en hér sannast hið fornkveðna að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Jón Alexander hóf nám á málmiðnabraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra haustið 2019. Hann náði strax góðu sambandi við samnemendur sína, kennara og annað starfsfólk skólans. Hann lék iðulega á als oddi, var hress, glaðlyndur og stundum uppá- tækjasamur. Honum var einkar lagið að eignast vini og kunningja og var vel liðinn hvar sem hann fór. Það sást vel í bænastund sem haldin var í Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. maí hve stórt skarð hann skildi eftir í vina- hópnum. Jón Alexander vakti athygli kennara sinna fyrir einstaka handlagni en auk þess var hann frumlegur og skapandi. Þau voru ófá verkefnin sem hann tók sér fyrir hendur og fór þá ekki alltaf troðnar slóðir. Fregnin af andláti Jóns Alex- anders kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og engan sem hann þekkti hefði órað fyrir því sem verða vildi. Jóns Alexanders er sárt saknað í hópi nemenda og starfsfólks skólans. Við sendum fjölskyldu hans og vinum hugheilar sam- úðarkveðjur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Með kveðju frá nemendum og starfsfólki Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ingileif Oddsdóttir skólameistari. Jón Alexander H. Artúrsson Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ein Schiff das hinter dem Horizont verschwindet, ist nicht fort, man kann es nur nicht mehr sehen. Gorch Fock CAPT. KRISTJÁN HÓLM ÓSKARSSON b. 28.6. 1929 in Siglufjörður, d. 6.5. 2020 in Hamburg, has gone on his final voyage. We are saying our last Good Bye and mourn for our husband, father, grandfather and brother. Urn burial will take place in Siglufjörður once borders are open. Heidi Huels Óskarsson Kristján and Sandra Kristjánsson with Kjell and Jette Alice Sólveig Kristjánsdóttir with Melissa and Nele Fride Guðlaug Sverdrup and family Erla Sverdrup and family Haukur Óskarsson and family Guðlaug Óskarsdóttir and family Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN GESTSSON, lést mánudaginn 1. júní. Útförin verður auglýst síðar. Rannveig Einarsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Ástkær móðir okkar, amma og langamma, VILBORG EINARSDÓTTIR ljósmóðir, Víkurbraut 30, Hornafirði, lést mánudaginn 1. júní. Hún verður jarðsungin frá Hafnarkirkju mánudaginn 8. júní klukkan 11. Vegna fjöldatakmarkana verður jarðarförinni streymt í Nýheima. Laufey Sigurbjörn Guðný Hákon Þorbjörg Vignir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN HAUKSDÓTTIR, lést á Landspítalanum 23. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. júní klukkan 13. Örlygur Örn Oddgeirsson Stefán Haukur Örlygsson Krista Watkins Kolbrún Anna Örlygsdóttir Snorri Sigurðsson Dagný Björk Örlygsdóttir Fannar Guðbjörnsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær eiginkona mín og móðir, HERBORG VERNHARÐSDÓTTIR frá Fljótavík, Fjarðarstræti 19, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði mánudaginn 1. júní. Ingólfur Eggertsson Hálfdán Ingólfsson Örn Ingólfsson María Ingólfsdóttir Hörður Ingólfsson Ragnar Ingólfsson Lilja Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.