Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
✝ Sveinborg ÞóraDaníelsdóttir
fæddist á Þórustíg
20 í Njarðvík 2.
desember 1943.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 26. maí
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Daníel Ög-
mundsson skip-
stjóri, f. á Görðum í
Beruvík 19. apríl 1915, d. 1. júlí
1960, og Jenný Þórkatla Magn-
úsdóttir ljósmóðir, f. í Reykjavík
12. nóvember 1917, d. 27. júní
2006. Systkini Sveinborgar eru:
Barn Guðjóns og Sveinborgar er
Sunneva, f. 5. ágúst 1983.
Sveinborg ólst upp í Njarðvík.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1960
og eftir útskrift hélt hún til Nor-
egs þar sem hún starfaði um
tíma. Sveinborg var í mörg ár
vaktstjóri í verslun Ferðaskrif-
stofu ríkisins og síðar hjá Ís-
lenskum markaði á Keflavík-
urflugvelli. Hún útskrifaðist sem
læknaritari og starfaði hjá Heil-
brigðisstofnum Suðurnesja á ár-
unum 1989 til 2011 eða þar til
hún hætti störfum og fór á eft-
irlaun.
Útförin fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 4. júní
2020, klukkan 13.
Slóðina má nálgast á
www.mbl.is/andlat
Stytt slóð á streymi:
Meira: https://tinyurl.com/
ycvpxa99
Sólveig Þórunn, f. 7.
júlí 1942, Gunnvör,
f. 8. október 1945,
Magnús Þórarinn, f.
25. desember 1947,
d. 25. janúar 2012,
og Hulda Karen, f.
7. október 1953.
Sveinborg giftist
31. desember 1971
Guðjóni Helgasyni,
f. 21. september
1942 í Vík í Mýrdal,
d. 5. febrúar 2013. Foreldrar
hans voru Helgi Helgason, f. 30.
júní 1911, d. 26. október 1985, og
Jóhanna Halldórsdóttir, f. 24.
ágúst 1909, d. 15. febrúar 1969.
Elsku mamma. Ég er búin að
byrja svo oft á þessari minninga-
grein, en hvernig er hægt að
skrifa minningargrein um
mömmu sína? Það eru ekki til
nógu mörg orð sem geta sagt þér
hversu mikið þú ert mér og
hversu mikið ég sakna þín. Það er
svo óraunverulegt hvað allt hefur
breyst á skömmum tíma; bara
það að heyra ekki og sjá þig dag-
lega er eitt það allra erfiðasta
sem ég hef þurft að takast á við.
Skyldi ég nokkurn tímann geta
gert mér að fullu ljóst að þú sért
ekki lengur hér og allar stund-
irnar með þér heyri aðeins hinu
liðna, allt í einu er allt svo tómlegt
og sárt.
Ég hefði ekki með neinu móti
getað fengið betri mömmu en ein-
mitt þig. Ég er innilega þakklát
fyrir lífið sem þið pabbi gáfuð
mér. Þakklát fyrir það að 5. ágúst
1983 var ég ættleidd og fékk að
vera hluti af fallega lífinu ykkar.
Lífi sem var fullt af góðmennsku
og ást alla daga alltaf. Takk fyrir
að leggja mér lífsreglurnar, takk
fyrir alla ástina og umhyggjuna
sem þú sýndir mér til síðasta and-
artaks.
Þegar talað er um hjartastóra
og góða manneskju ert þú það
fyrsta sem mér dettur í hug. Von-
andi á ég eftir að tileinka mér
þína góðmennsku. Vonandi vex
hjartað mitt einhvern tímann ná-
lægt stærð hjarta þíns. Allt það
góða í þínu fari mun ég tileinka
mér og taka með inn í framtíðina.
Guð geymi þig
Þín dóttir,
Sunneva.
Það er erfitt að kveðja Sveinu.
Ég hef enn ekki áttað mig al-
mennilega á því að hún er farin.
Sveina var blíð og brosmild, hug-
ulsöm og einstaklega skemmtileg
og fyndin. Ég mun sakna löngu
símtalanna, hláturskastanna sem
líka gátu verið löng, umhyggj-
unnar fyrir mér og mínum, trún-
aðarins á milli okkar og kímnigáf-
unnar. Ég veit að söknuður og
sorg munu flæða yfir mig þegar
ég hugsa um Sveinu og er með
þessum orðum sjálfsagt að búa
mig eitthvað undir það.
Fráfall Gutta eiginmanns
hennar í febrúar 2014 var henni
þung byrði enda höfðu þau verið
saman frá því þau voru mjög ung.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þau Sveinu og Gutta að. Þau hafa
verið fastur og traustur punktur í
lífi fjölskyldunnar. Á meðan við
systkini Sveinu bjuggum erlendis
bjuggu Sveina og Gutti á Hlíðar-
veginum í Njarðvíkunum.
Mamma gat alltaf reitt sig á þau
og einnig við hin. Um tíma bjó ég
hjá þeim og margir aðrir úr fjöl-
skyldunni hafa dvalið hjá þeim og
Sunnevu dóttur þeirra í lengri
eða skemmri tíma.
Það hafa verið forréttindi fyrir
mig og fjölskyldu mína að dvelja
með Sveinu, Gutta og Sunnevu í
sumarbústöðunum þeirra í Vík í
Mýrdal og í Skorradalnum á
sumrin og eyða með þeim pásk-
um, gamlárskvöldum og jólum
undanfarin tuttugu og sex ár, eða
allt frá því að við fjölskyldan
fluttum heim til Íslands.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
hjartans Sveina mín.
Hulda Karen Daníelsdóttir.
Sveina var móðursystir mín.
Mamma var elst og svo kom
Sveina rétt rúmu ári seinna. Þær
voru mjög nánar. Þegar mamma
var í Njarðvíkunum hittust þær á
hverjum degi. Þær voru einhvern
veginn alltaf saman eins og þær
voru ólíkar. Pabbi og Gutti voru
enn ólíkari en þeir voru partur af
systrunum og við systkinin hluti
af hópnum. Það var gott að eiga
þetta öfluga bakland.
Sveina vann lengi hjá Ferða-
skrifstofu Íslands á flugvellinum
og síðan Íslenskum markaði. Það
voru langar vaktir, nokkrir dag-
ar í röð, þess á milli frí. Þá var
Sveina heima og hafði tíma, hún
var ekki alltaf að vesenast eitt-
hvað. Þegar ég varð eldri vorum
við í minningunni alltaf í róleg-
heitunum og spjölluðum. Það var
svo gaman og þægilegt að spjalla
við Sveinu. Hún var orðvör, sá
hlutina oft út frá svo spaugilegu
sjónarhorni, var fyndin og sagði
skemmtilega frá.
Þegar ég var lítil fannst mér
Sveina oft svo fín. Konurnar í
kringum mig voru á kafi í barna-
stússi en Sveina fór í vinnuna í
fallegum fötum. Þau Gutti
byggðu bjart og nýtískulegt hús
á Hlíðarveginum. Eins og al-
gengt var fluttu þau inn í húsið
hálfklárað. Gutti smíðaði allt
sjálfur og vandaði til verka. Það
tók tíma. Mér finnst eins og það
hafi verið fyrir mörg jól sem ég
kom og hjálpaði Sveinu að þrífa.
Hún hafði verið að vinna og Gutti
að smíða eitthvað sem varð að
klárast fyrir jól. Mér fannst þetta
skemmtilegt. Það sem var keypt
inn í húsið var líka svo vandað og
fallegt.
Þegar foreldrar mínir og
bræður voru sumarlangt í Kan-
ada bjó ég með kærasta mínum
hjá Sveinu og Gutta. Það var ein-
hvern veginn alveg sjálfsagt. Það
var líka sjálfsagt að ég kæmi með
fjölskylduna og gisti áður en við
fórum í flug til að heimsækja for-
eldrana þegar þau voru í sigling-
um. Það fannst mörgum þægi-
legt og sjálfsagt að koma og vera
hjá Sveinu og Gutta.
Þau eignuðust Sunnevu um
svipað leyti og við Siggi eignuð-
umst okkar börn. Þá byrjaði ann-
ars konar samkrull. Það eru til
svo skemmtilegar myndir af
leikjum í fjörugum fjölskyldu-
boðum.
Löng símasamtöl í mars sl. eru
mér svo ljóslifandi. Það var svo
gaman að spjalla, rifja upp gamla
tíma. Sögur og skemmtileg atvik
frá Ísafirði þegar við bjuggum
þar. Gutti var að vinna á Ísafirði
við smíðar og Sveina kom oftar
en einu sinni í heimsókn.
Sveina var mér eitthvað miklu
meira en móðursystir. Hún var
sú næsta í röðinni á boðslistanum
á eftir foreldrum mínum.
Dagný
Guðmundsdóttir.
Elsku Sveina mín. Það er
þyngra en tárum taki að skrifa
þessa minningargrein enda
fannst mér einhvern veginn að
þú yrðir alltaf hér hjá okkur, en
þannig gengur lífið víst ekki fyrir
sig. Ég veit samt fyrir víst að nú
líður þér betur þar sem þú ert
komin til hans Gutta. Þið Gutti
voruð fyrir mér, og örugglega
fleirum, eins og einhver heilög
tvenna; Sveina og Gutti. Það sem
var gott að koma í heimsókn til
ykkar og eru góðu minningarnar
endalausar. Þessar minningar
eru síðan þær sem munu lifa
áfram og veita manni hlýju.
Mamma og pabbi hafa oft sagt
mér söguna af því hvernig þú
baðst þau að skíra mig í höfuðið á
þér, enda tímabært að fá aðra
Sveinborgu í fjölskylduna. Þú
lofaðir þeim að í staðinn myndir
þú alltaf gefa mér jóla- og af-
mælisgjafir ásamt öðru, sem þú
síðan stóðst við. Mér þótti alltaf
hrikalega vænt um gjafirnar frá
þér og þykir enn. Burtséð með
gjafirnar hefði ég ekki getað beð-
ið um betri nöfnu en þig, því betri
og hjartahlýrri manneskju er
erfitt að finna.
Ég eyddi miklum tíma með
þér og Gutta þegar ég var yngri.
Ég man eftir að hafa verið að tína
rifsber af rifsberjarunnunum
ykkar, sem fóru líklega flest í
botnlausa boxið heldur en eitt-
hvað annað. Hún er mér líka of-
arlega í minni nammiskúffan þín,
sem var alltaf hlaðin alls kyns
sleikjóum eða öðrum sætindum.
Í hvert skipti sem ég eða aðrir
krakkar komum í heimsókn feng-
um við eins og einn sleikjó úr
nammiskúffunni. Ég man líka
ennþá eftir því þegar ég var
yngri og kallaði þig óvart ömmu.
Ég sá hvað þér þótti vænt um það
og sagðir þú mér að ég mætti sko
alveg kalla þig ömmu, sem og ég
gerði síðan í einhvern tíma.
Í seinni tíð hefði ég viljað eyða
meiri tíma með þér, en lífið tók
við og dagarnir flugu hjá. Það er
vissulega hægt að syrgja allar
þær minningar sem hefðu getað
orðið, en það er ekki hollt fyrir
neinn að dvelja lengi við þá til-
hugsun. Ég mun því varðveita
allar þær minningar sem ég á um
þig um ókomin ár.
Elsku Sveina. Frá því ég man
eftir mér hefur þú alltaf verið
mér afar mikilvæg. Þú vildir allt
fyrir mann gera og varst alltaf til
staðar, sama hvað. Þú hélst mér
undir skírn, varst viðstödd ferm-
inguna mína, útskrift úr mennta-
skóla og úr háskóla, en núna er
komið að mér að fylgja þér síð-
asta spölinn. Ég kveð þig þó með
gleði í hjarta því ég veit að þú
naust lífsins sem þú lifðir og að
þú eyddir því með þeim sem þú
elskaðir. Það er varla hægt að
biðja um mikið meira en það.
Sveinborg Katla
Daníelsdóttir.
Það er svo margs að minnast
þegar ég hugsa til hennar
Sveinu, allar stundirnar á Hlíðar-
veginum þar sem hún bjó með
Gutta sínum og Sunnevu, alltaf
var jafn gott og afslappað að
koma til þeirra. Sveina tók alltaf
öllum sem jafningjum og fann
maður það frá því maður var lítið
barn.
Þegar ég var á unglingsárun-
um áttaði ég mig á því hvað hún
var pólitísk, mikill jafnaðar-
maður og kvenréttindakona og
því gaman að spjalla um málefni
líðandi stundar. Sveina var líka
svo norsk og þegar ég ákvað að
flytja til Noregs samgladdist
hún mér svo innilega og talaði
um sinn tíma í Noregi. Þegar ég
svo kynntist norskum heimilum
áttaði ég mig á því hversu mikil
áhrif Noregur hefur haft á hana
þar sem heimili hennar endur-
speglaði svo margt þaðan.
Fjölskylda mín fluttist svo á
Hlíðarveginn, í næsta hús við
Sveinu og Gutta, og varð meiri
samgangur á milli okkar, sem
var svo ljúft. Hún tók ekki síður
vel á móti Arnari mínum og
krökkunum og upplifðu þau góð-
an fallegan vinskap og virðingu.
Alltaf var mikið hlegið enda sá
hún Sveina alltaf húmor í svo
mörgu og minnsti misskilningur
gat orðið að frábærri skemmti-
sögu og maður veltist um af
hlátri með henni.
Það er erfitt að kveðja og
hugsa til þess að öll hlátursköst-
in, gleðin og góða tilfinningin að
vera í kringum Sveinu heyri nú
bara minningunni til. Stundirnar
saman frá því ég var lítil í
Skorradalnum og stundirnar
sem hún kom á Hvammstanga
eftir að við fluttum þangað og
svo miklu fleiri. En minningarn-
ar eru góðar sem gott verður að
ylja sér við.
Elsku Sunnevu minni sendi
ég styrk á þessum erfiðu tímum.
Jenný Þórkatla
Magnúsdóttir.
Elskuleg æskuvinkona mín,
Sveinborg Þóra Daníelsdóttir,
er horfin á braut. Einhvers stað-
ar stendur skrifað, að ekki megi
syrgja látinn mikið, því það tefji
brottför í eilífðarhvolfið.
Vinátta okkar Sveinu á sér
djúpar rætur og teygir sig yfir
langt tímabil, allt frá barnæsku
okkar. Þegar horft er til baka er
með ólíkindum hvað árin hafa
liðið hratt og hve mikið er í
minningabankanum.
Við ólumst upp á Þórustígn-
um og vorum í ýmsum útleikjum
ásamt öðrum krökkum í götunni.
Oft vorum við í fjörunni og klett-
unum fyrir neðan heimilin okk-
ar. Var þá nú oft gaman hjá
okkur. Við vorum saman í
skátafélaginu Víkverja og fórum
í ýmsar ferðir, útilegur og skáta-
mót. Við unnum saman á Ferða-
skrifstofu ríkisins á Keflavíkur-
flugvelli í nokkur ár. Fyrir
tveimur árum fórum við í ferð
saman. Ókum að Strandarkirkju
og fórum í messu. Síðan fengum
við okkur nesti í Þorlákshöfn og
svo á Stokkseyri, þar sem við
báðar höfðum verið sumarlangt
á æskuárum. Þar var margt rifj-
að upp frá gamalli tíð.
Þannig hafa árin liðið og höf-
um við alltaf verið að hittast
heima hjá hvor annarri.
Það var mikil gleði og ánægja
þegar Sveina og Guðjón eignuð-
ust hana Sunnevu, sem er búin
að vera þeim svo góð dóttir og
hugsa svo vel um mömmu sína í
veikindum hennar.
En nú verða samverustund-
irnar ekki fleiri og vil ég þakka
minni ástkæru vinkonu fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við höf-
um átt saman.
Elsku Sunneva mín, mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
þín.
Ég þakka samfylgd á lífsins leið
þar leiðandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir)
Rósmary K.
Sigurðardóttir.
Sveinborg Þóra
Daníelsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 20. maí. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir fær allt það góða fagfólk sem sinnti henni í
veikindum hennar.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Kolbrún Gísladóttir Baldur Þór Davíðsson
Hulda Gísladóttir Bjarnfreður Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
RAGNAR BALDVIN BALDVINSSON
húsasmíðameistari,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 15. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Baldvin Halldórsson Ragnhildur Lýðsdóttir
Halldór Baldvinsson Sandra Ösp Gylfadóttir
Aldís Baldvinsdóttir Víðir Már Atlason
og systkinabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
INGU BJARGAR RAGNARSDÓTTUR,
húsmóður á Sauðhúsvelli,
Vestur-Eyjafjöllum,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 2. maí.
Sigmar Sigurðsson
Einar Sigmarsson
Rúnar Sigmarsson
Unnur Sigmarsdóttir Þorsteinn Eyþórsson
Sigurrós Sigmarsdóttir Arnar Svarfdal Þorkelsson
og barnabörn
Maðurinn minn,
JÓN HALLUR JÓHANNSSON
lögreglumaður/kennari,
lést 18. maí á hjúkrunarheimilinu Grund.
Útförin hefur farið fram.
Þakka auðsýnda samúð.
Björk Guðjónsdóttir