Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Við erum hér til að aðstoða þig! - • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Íslendingar og fleiri sýndu í gær samstöðu með svörtum Bandaríkjamönnum sem upplifa lög- regluofbeldi í Bandaríkjunum á samstöðufundi á Austurvelli. Fjöldi fólks kom saman og hlýddi á frásagnir svartra Bandaríkjamanna sem eru búsettir á Íslandi. Þá þögðu mótmæl- endur í átta mínútur og 46 sekúndur, en mót- mæli vegna lögregluofbeldis í Bandaríkjunum hófust eftir að lögregluþjónn í Minneapolis kraup á hálsi George Floyd í 8 mínútur og 46 sekúndur með þeim afleiðingum að Floyd kafnaði. Í lok mótmælanna sungu mótmælendur saman frægt lag Sam Cooke, „A Change Is Gonna Come.“ Lagið var á sínum tíma samið til stuðnings réttindabaráttu svartra. Jeffrey Guarino, einn skipuleggjenda samstöðufund- arins, sagði ekki mótmælt af þörf heldur nauð- syn. „Bræður mínir og systur eru þreytt. Þreytt á því að biðja um að þessu sé hætt,“ sagði Jeffrey og átti þá við lögregluofbeldið. „Bræður mínir og systur eru þreytt“ Morgunblaðið/Árni Sæberg  Fjölmennt var á Austurvelli á samstöðufundi með réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum Deiliskipulag nýrrar byggðar í Skerjafirði er umdeilt og borgar- yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir fyrirkomulag funda um málið, en í gær fór fram fjarfundur á vegum borgarinnar þar sem deiliskipulagið var til umræðu. Síðdegis í gær kom hópur íbúa í Skerjafirði saman til að mótmæla þessu fyrirkomulagi og hlusta á fundinn í sameiningu. Í ályktun sem Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar sunnan flugvallar, hefur sent frá sér segir að íbúar hafi lengi kallað eftir samráði varðandi uppbyggingu nýja hverfisins en á öllum stigum hafi óskir og athuga- semdir varðandi samráð verið hundsaðar ,,og í staðinn upplýs- ingariti með takmörkuðum upplýs- ingum potað inn um lúguna og streymisfundi komið á í stað þess að boða opinn fund þegar aðstæður leyfa“. Fram kemur að á vörum íbúa brenni ýmsar spurningar. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, var á fundinum og segir í samtali við Morgunblaðið að mikillar óánægju hafi gætt vegna þess hvernig boðað var til fund- arins. „Fundurinn var boðaður með nánast engum fyrirvara og senda þurfti inn fyrirspurnir með sólar- hrings fyrirvara, sem olli miklum vonbrigðum,“ segir Marta. Íbúasamtök Skerjafjarðar sendu alls inn 52 spurningar og síðan komu fleiri spurningar frá einstaklingum í hverfinu. Marta segir að þeim hafi þó ekki hverri og einni verið efnis- lega svarað og svörin verið almenn og þótt lítt gagnleg. Hún segir íbúa Skerjafjarðar langþreytta á því að vera útilokaðir frá ákvarðanatöku um framtíð hverf- isins. Íbúasamtökin hafi sent reglu- lega frá sér undanfarin ár ályktanir til borgaryfirvalda um afstöðu sína, og mótmæli við nýrri byggð, án þess að á þau hafi verið hlustað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fylgst með fjarfundi Hópur íbúa í Skerjafirði kom saman til að fylgjast með streymi frá fundi borgarinnar. Umdeild áform um byggð  Íbúasamtök Skerjafjarðar sendu alls 52 spurningar til borgarinnar vegna deiliskipulagsins fyrir nýjan Skerjafjörð Mikill eldur kom upp í sumarbústað austan Þing- vallavatns á áttunda tímanum í gærkvöldi. Til- kynnt var um eldinn klukkan tuttugu mínútur yfir sjö. Slökkviliðsmenn voru enn að störfum þegar Morgunblaðið fór í prentun. Útlit var fyrir mikið eignatjón en ekkert manntjón, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Húsið var alelda þegar slökkviliðið bar að garði. Óttast var að eldurinn bærist í gróður, sem hann gerði, en vel gekk að hindra frekari útbreiðslu hans. Mikill eldur í sumarbústað Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu Eldsvoði Húsið var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.