Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Nánari upplýsingar: OPIÐ HÚS www.102hlidarendi.is Eitt vandaðasta hús höfuðborgarsvæðisins Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð 13-15 Hlíðarenda, fimmtudaginn 4.júní frá kl. 18:00-18:30. Aðkoma hjá Valsheimilinu. Einstakar íbúðir með þakgörðum bílskúr og stórum geymslum. 140-240m2 þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Verð frá 89.900.000 – 119.900.000 kr. Bílskúr fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele. Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður. Free@home rafkerfi. Þrjár gerðir innréttinga. Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Dauðsföll, sem rakin eru til ofneyslu lyfja, bæði lyfseðilsskyldra lyfja og ólöglegra fíkniefna, eru hlutfallslega flest á Íslandi af Norðurlöndunum. Slík dauðsföll eru mörg á Norður- löndum samanborið við önnur Evr- ópulönd að því er kemur fram í nýrri vísindarannsókn, sem gerð var á veg- um Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn. Hópur norrænna lyfjasérfræðinga og meinafræðinga hefur borið saman skrár um dauðsföll á Norðurlönd- unum, sem rakin eru til lyfja- eða fíkniefnaneyslu, í sjö skipti, fyrst árið 1984 og síðan með nokkurra ára milli- bili. Í síðustu rannsókninni, sem nú hefur verið birt, var notast við upp- lýsingar frá árinu 2017. Á vefsíðu Forensic Science Inter- national er fjallað um nýju rannsókn- ina og þar kemur fram, að á Íslandi voru dauðsföll, sem rakin voru til of- neyslu lyfja, 6,58 af hverjum 100 þús- und íbúum árið 2017. Samsvararandi tala í Svíþjóð er 6,46, í Finnlandi 5,84, í Noregi 5,7 og 4,29 í Danmörku. Meðaltalið í Evrópu er 2,26. Í Banda- ríkjunum voru hins vegar um 20,7 dauðsföll af hverjum 100 þúsund íbú- um tengd lyfjaneyslu árið 2018. Þess má geta að 30 lyfjatengd and- lát voru skráð í dánarmeinaskrá á Ís- landi árið 2017, samkvæmt upplýs- ingum á vef landlæknisembættisins, sem er hærra hlutfall af íbúafjölda en kemur fram í rannsókninni. Fleiri karlar en konur Andlát mun fleiri karla en kvenna er rakið til slíkrar neyslu á Norður- löndunum. Á Íslandi var hlutfall kvenna 7% árið 2017 en að jafnaði 15- 23% í hinum löndunum. Meðalaldur þeirra sem létust var 34 til 41 ár. Ofneysla ópíóíða er helsta dánar- orsökin þegar andlát eru skilgreind sem lyfjatengd. Í þann flokk falla sterk verkjalyf ætluð til að lina mikla og langvarandi verki, svo sem morfín, en einnig ólögleg fíkniefni eins og heróín. Ofneysla ópíóíða, einkum verkja- lyfjanna fentanýls og oxycodone, var algengasta orsök lyfjatengdra and- láta á Íslandi árið 2017. Neysla meþa- dons, sem er afar sterkt verkjalyf, var algengasta orsök lyfjatengdra andláta í Danmörku árið 2017 en í Svíþjóð og Noregi var neysla heróíns eða morfíns algengasta dánar- orsökin; í Svíþjóð voru raunar mörg dauðsföll einnig rakin til ofneyslu verkjalyfjanna fentanýls og bupre- nófíns og það síðarnefnda er algeng- asta orsök lyfjatengdra dauðsfalla í Finnlandi. Í Svíþjóð var árið 2017 gripið til aðgerða til að stemma stigu við ofneyslu fentanýls, m.a. með laga- breytingum, og það leiddi til þess að á næstu árum dró úr ofneyslu þessara lyfja. Dauðsföll, sem rakin eru til of- neyslu kókaíns, voru skráð í öllum löndunum fimm, flest í Danmörku. Þá hefur dauðsföllum, sem rakin eru til neyslu MDMA eða e-taflna, fjölgað, einkum í Finnlandi. Eins og áður sagði var rannsókn af þessu tagi fyrst gerð fyrir árið 1984. Það ár voru 62% þeirra, sem létust af völdum ofneyslu vímuefna, lyfjafíklar og samsvarandi hlutfall annars staðar á Norðurlöndunum var 33% í Noregi, 16% í Svíþjóð, 5% í Finnlandi en ekk- ert andlát á Íslandi var skilgreint sem lyfjatengt. Síðan hefur myndin, sem dregin er upp af lyfjatengdum andlát- um, orðið svipuð í löndunum fimm þótt munur sé milli landa á þeim lyfj- um sem eru misnotuð. Mörg lyfjatengd dauðsföll á Íslandi  Hátt hlutfall slíkra dauðsfalla á Norðurlöndum borið saman við önnur Evrópulönd  Sprautufíkn hefur aukist talsvert hér frá árinu 1984 samkvæmt norrænum rannsóknum sem gerðar hafa verið Lyfjatengd andlát á Norðurlöndunum Fjöldi andláta á hverja 100.000 íbúa skv. könnun frá árinu 2017 ÍSLAND ▲ 6,58 Algengasta orsök: ópíóíðar DANMÖRK ▼ 4,29 Algengasta orsök: meþadon SVÍÞJÓÐ ▲ 6,46 Algengasta orsök: heróín NOREGUR ▼ 5,66 Algengasta orsök: heróín FINNLAND ▲ 5,84 Algengasta orsök: buprenófín Heimild: Forensic Science International 2020 Samanburður við 2012 ▲ Fleiri dauðsföll ▼ Færri dauðsföll Svava Hólmfríður Þórðardóttir, lyfja- og eiturefnafræð- ingur, einn af höfundum greinarinnar, segir niður- stöðurnar endurspegla þróunina í vímuefnaneyslu á Ís- landi. Hún segir sprautufíkn hafa aukist talsvert á Íslandi síðan 1984, þegar fyrsta rannsókn þessarar tegundar var gerð, og spili það inn í aukið hlutfall lyfja- tengdra dauðsfalla. Þá hafi aukning fjölbreyttrar neyslu, þar sem einstaklingar neyta margra mismun- andi efna á sama tíma, verið ein helsta ástæða þess að eitrun varð banvæn. „Eitt af því sem við höfum verið að skoða er fjöldi efna sem er greindur hjá einstaklingum, og sú tala hef- ur farið hækkandi,“ segir Svava. „Það tengist líka ná- kvæmari vísindarannsóknum og að tækninni hefur fleygt mikið fram á þessum tíma, en allir á Norðurlöndunum eru að gera þetta með sama hætti og því er hægt að bera niðurstöðurnar sam- an.“ Á Íslandi hafa sterk verkjalyf, líkt og fentanýl og oxycodone, komið inn á markaðinn á síðustu árum, og eru þau algengasta orsök lyfja- tengdra andláta á Íslandi, sérstak- lega þegar þeirra er neytt ásamt öðrum efnum. Auk þess hefur almenn neysla aukist töluvert á Íslandi, en sambærilega þróun er að sjá hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Fjölbreytt neysla getur verið banvæn LYFJATENGD ANDLÁT Á ÍSLANDI Svava Hólmfríður Þórðardóttir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég hef miklar efasemdir um að þetta þjóni tilgangi. Við erum þegar með reglur sem lúta að gagnsæi og jafnræði í stjórnsýslunni sem erfitt virðist vera að fylgja. Það er ágætt að koma skikki á slíkt áður en vaðið er í næstu skrif- finnsku,“ segir Sigríður Á. Andersen, for- maður utanríkis- málanefndar og þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Vísar hún í máli sínu til frumvarps forsætisráðherra er snýr að vörnum gegn hagsmunaárekstrum æðstu handhafa framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands. Með æðstu handhöfum framkvæmdarvalds er í frumvarpinu átt við ráðherra, ráðu- neytisstjóra, skrifstofustjóra og sendiherra í Stjórnarráði Íslands. Frumvarpið var samþykkt í annarri umræðu þingsins í gær. Að sögn Sigríðar er lítið í frum- varpinu sem er til þess fallið að koma í veg fyrir frekari hagsmuna- árekstra. „Ég tek undir mikilvægi þess að vera með skýrar reglur þannig að komist sé hjá hagsmuna- árekstrum,“ segir Sigríður en bendir á að frumvarpið sé heldur yfirborðs- kennt og fjalli að litlu leyti um þá sem raunverulega taka ákvarðanir í stjórnsýslunni. Þá sé jafnframt ný- mæli að ólögráða börnum sé blandað í umræðu um hagsmunaárekstra for- eldra sinna. Þá nái frumvarpið jafn- framt yfir starfsmenn sem lítil völd hafa. „Það virðist vera einhver mis- skilningur á eðli sumra starfa, virðist vera. Sendiherrar og aðstoðarmenn ráðherra falla undir æðstu stjórn- endur ríkisins samkvæmt þessari skilgreiningu,“ segir Sigríður, sem telur það fjarri raunveruleikanum. Önnur mál talsvert brýnni Að því er fram kemur í frumvarp- inu verður börnum og mökum um- ræddra aðila sömuleiðis gert að taka þátt í hagsmunaskráningu. Þrátt fyrir það óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ekki eftir áliti umboðs- manns barna. „Þetta kom ekki sérstaklega til skoðunar og því ákvað ég að leggja til að nefndin fengi málið aftur milli umræðna í þingsal. Að mínu mati er þetta frumvarp enn einn liðurinn í því að gera kjörna fulltrúa að þræl- um skrifræðis,“ segir Sigríður og bætir við að fjölmörg önnur mál séu umtalsvert brýnni. Þá sé ekki síður mikilvægt fyrir þingmenn að ein- beita sér að því að klára mál er upp komu sökum faraldurs kórónuveiru hér á landi. „Við erum ekki í lagalegu tómarúmi á þessu sviði. Ég tel að nær væri að nota tíma þingsins nú til að ljúka málum tengdum kórónu- veirunni. Með þessu frumvarpi er einungis verið að auka á skrifræði og það er ekki þörf á því,“ segir Sig- ríður. Eykur skrifræði svo um munar  Vilja ítarlega hagsmunaskráningu Sigríður Á. Andersen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.