Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Lagt hefur verið til að fela skrifstofu
umhverfisgæða að leggja grunn að
stefnumörkun um aukna verndun
mikilvægrar náttúru í Reykjavík.
Tillagan var lögð fram í umhverfis-
og heilbrigðisráði og var samþykkt
einróma. Að sögn Lífar Magneu-
dóttur, formanns ráðsins, hefur mál-
ið verið til skoðunar lengi.
„Við höfum verið að berjast fyrir
þessu í langan tíma. Akurey var loks-
ins friðlýst í fyrra og nú höfum við
verið að skoða aðra kosti sem hægt
er að vernda. Þess vegna settum við
þetta af stað,“ segir Líf og bætir við
að mörg spennandi svæði í höfuð-
borginni komi til greina. Nokkur
svæði hafa nú þegar verið tilnefnd en
auk þess eru fjölmargir aðrir væn-
legir kostir. „Náttúrustofnun hefur
tilnefnt nokkra staði og þar eru ýms-
ir góðir kostir fyrir Reykjavík. Til
dæmis eru Elliðavatn og Elliðavogur
staðir sem ég sjálf hef viljað skoða
hvort friðlýsa eigi. Það væri frábært
ef hægt væri að sameinast um það,“
segir Líf, sem kveðst sérlega spennt
fyrir nokkrum svæðum á höfuð-
borgarsvæðinu. Nefnir hún í því
samhengi eyjarnar við borgina. „Ég
myndi vilja skoða eyjarnar. Þar er ég
að tala um Viðey og Engey svo dæmi
séu tekin. Svo er Rauðavatn sömu-
leiðis staður sem skoða mætti. Það
eru til mörg friðlýsingarform á for-
ræði borgarinnar og það þarf að
skoða hvað kemur til greina hverju
sinni. Að friðlýsa hluta Esjunnar
gæti verið mjög spennandi,“ segir
Líf.
Auðveldur rökstuðningur
Að því er fram kemur í tillögu
ráðsins er lagt til að unnið verði yfir-
lit yfir leiðir sem hægt er að fara í því
skyni að auka verndun náttúru á
borgarlandinu. Segir Líf að spenn-
andi væri að ræða málið í borgar-
stjórn. „Tillagan var samþykkt ein-
róma í ráðinu. Það væri mjög gott að
fá sjónarhorn allra flokka á þetta
mál,“ segir Líf sem finnur fyrir mikl-
um meðbyr. „Það er mikill vilji fyrir
þessu hjá ríkinu finn ég og nú eigum
við að grípa tækifærið og gera þetta.
Þá mættu fleiri sveitarfélög fylgja í
kjölfarið,“ segir Líf.
Að hennar sögn er afar einfalt að
færa rök fyrir því að friðlýsa eigi
ákveðin svæði á borgarlandinu.
Varðveiting vistkerfa og menningar
skipti þar miklu máli. „Mörg nátt-
úrusvæði í borginni eru til dæmis bú-
svæði dýra og svo eru mikil menn-
ingarverðmæti annars staðar. Að
auki er þetta lýðheilsumál fyrir borg-
arana. Að fá að vera í fallegu og góðu
umhverfi í náttúrunni. Sjálf hef ég
mikið verið í náttúrunni og þetta er
mál sem þarf að huga að. Það á ekki
að vera erfitt að rökstyðja þetta,“
segir Líf.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elliðavatn Á myndinni má sjá Elliðavatnsbæinn með fjöllin og ljósbláan himininn í bakgrunni síðla sumars í
fyrra. Elliðavatn er meðal svæða sem mögulega verða friðlýst nái hugmyndirnar fram að ganga.
Morgunblaðið/Eggert
Esja Að sögn Lífar er hluti Esjunnar eitt þeirra svæða sem til greina kemur að
friðlýsa. Sjálf er Líf mjög spennt fyrir því að friðlýsa svæðið.
Friðlýstum svæðum verði fjölgað
Esjan gæti verið friðlýst að hluta Grunnur lagður að stefnumörkun um aukna verndun mikil-
vægrar náttúru í Reykjavík Skoða má hvort friðlýsa eigi Viðey, Engey og aðrar eyjar við borgina
Morgunblaðið/Hallur
Viðey Eyjan er á Kollafirði, rétt utan við höfuðborgina.
Séra Sigfús Kristjánsson hefur
verið ráðinn í starf sendiráðs-
prests í Kaupmannahöfn. Tekur
hann við 1. ágúst nk. Starf sendi-
ráðsprests var lagt niður í kjölfar
bankahrunsins 2008 en er nú end-
urvakið.
Fjórir prestar sóttu um starfið.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir,
vígslubiskup á Hólum, staðgengill
biskups Íslands, réð sr. Sigfús í
starfið á grundvelli umsagnar
matsnefndar.
Sr. Sigfús fæddist í Reykjavík
1975 og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1995 og guðfræðiprófi frá Háskóla
Íslands 2001. Hann var vígður ár-
ið 2002 til Hjallaprestakalls í
Kópavogi og lét af störfum þar ár-
ið 2017. Hann hefur síðan þá
starfað á Biskupsstofu. Kona sr.
Sigfúsar er Arndís Th. Friðriks-
dóttir sérkennari og eiga þau
tvær dætur.
Séra Sigfús mun hafa aðsetur í
sendiráði Íslands í Kaupmanna-
höfn. Íslenskar guðsþjónustur eru
að jafnaði einu sinni í mánuði í
Skt. Pauls-kirkju og kirkjukaffi í
Jónshúsi á eftir.
Á vef kirkjunnar er einnig
greint frá ráðningu dr. Jóns Ás-
geirs Sigurvinssonar í starf hér-
aðsprests í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra á grundvelli um-
sagnar matsnefndar og héraðs-
nefndar. Dr. Jón Ásgeir Sigur-
vinsson fæddist í Reykjavík árið
1970. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund 1990
og guðfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands 1999. Hann var vígður 25.
febrúar 2007 til afleysinga í Set-
bergsprestakalli. Þá þjónaði hann
sem sóknarprestur í Borgar- og
Stafholtsprestaköllum 2018-2019.
Kona dr. Jóns Ásgeirs er sr. Elín-
borg Sturludóttir, prestur við
Dómkirkjuna í Reykjavík, og eiga
þau þrjú börn. sisi@mbl.is
Sendiráðsprestur
til starfa að nýju
Biskup tilkynnir ráðningu presta
Sigfús
Kristjánsson
Jón Ásgeir
Sigurvinsson