Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 62
þarf að taka því rólega næstu vik-
urnar.
Röng sjúkdómsgreining
„Vandamálið í þessu öllu saman
er að ég fékk ranga sjúkdómsgrein-
ingu til að byrja með og var fyrst
sett á pensilín. Vandamálið með
svona ristil er að maður þarf að fá
rétta meðhöndlun og rétt lyf innan
72 klukkustunda frá því að sjúk-
dómurinn skýtur upp kollinum til
þess að sleppa við þessa tauga-
verki. Ég fæ svo ekki rétt lyf fyrr
en nokkrum dögum síðar og það
gerir það að verkum að þessir
verkir hafa verið alveg svakalega
sárir. Ég er komin á flogaveikilyf
núna sem eiga að vinna á þessu og
nú er bara að bíða og sjá hversu
langan tíma þetta mun taka að
jafna sig.
Ég er fín í tvo klukkutíma í senn
og svo kannski verð ég afar slæm.
Ég má ekki við miklu og ég fór sem
dæmi á fund í vikunni ásamt þrem-
ur öðrum og var algjörlega búin á
því eftir klukkutíma. Ég þarf að
vera þolinmóð, reyna að vera í af-
slöppuðu umhverfi og svo bara
hugsa vel um sjálfa mig. Ég hef
rætt við marga sem hafa fengið
sjúkdóminn, sem og lækna, og það
getur tekið mánuð að jafna sig á
þessu eða allt upp í tvö ár.“
Bólusett fyrir ristli
Elísabet vonast til þess að kom-
ast í bólusetningu fyrir sjúkdómn-
um þegar hún hefur jafnað sig en
það gæti reynst hægara sagt en
gert.
„Ég hef rætt við fólk sem hefur
fengið ristil tvisvar til þrisvar sinn-
um yfir ævina og þetta getur bloss-
að upp hvenær sem er þannig lag-
að. Að sama skapi er til bólusetning
við þessu sem byrjaði í Svíþjóð fyr-
ir nokkrum árum. Þú getur hins
vegar ekki fengið bólusetningu fyrr
en eftir fimmtugt og ég þarf þess
vegna helst að fara að falsa einhver
skilríki til þess að komast í hana.
Ég held að það sé alveg óhætt að
segja að ég er tilbúin að gera allt til
þess að sleppa við þessa verki en að
sama skapi eru fáir sem fá þetta,
sem er jákvætt, og líkurnar á að fá
þetta oftar en einu sinni eru mjög
litlar.“
Mörg dæmi í starfsstéttinni
Elísabet er langt í frá fyrsti
þjálfarinn í Svíþjóð sem greinist
með ristil og telur hún að þjálfarar
geti hæglega verið í áhættuhópi á
að fá sjúkdóminn vegna mikil álags
í vinnu sinni.
„Það er alveg klárt mál að lífið er
aðeins að segja manni að slaka á.
Það er líka mjög áhugavert að frá
því að þetta kom upp hef ég heyrt í
tveimur öðrum þjálfurum sem hafa
fengið þennan sjúkdóm líka. Annar
þeirra fékk einmitt mikla höfuð-
verki og ég held satt best að segja
að hann hafi haldið þessu leyndu
því hann er frekar þekktur þjálfari
hér í Svíþjóð. Þetta eru ekki einu
dæmin í minni starfsstétt og það
má því segja að þjálfarar og fólk
sem vinnur í þessu umhverfi sé
mögulega í einhverjum áhættuhópi.
Að sama skapi er ég byrjuð að
taka til í kringum mig og trappa
mig niður. Ég vinn vissulega mikið
og vinn meira en ég á að gera. Ég
nýti alla dauða tíma sem ég hef og
það var ekkert mál þegar maður er
þrítugur en eftir því sem maður
eldist finnur maður meira fyrir
álaginu og ég get einfaldlega ekki
verið á sama snúningi og fyrir
fimmtán árum. Stærsta vandamálið
er að ég finn ekki fyrir miklu
stressi enda sef ég mjög vel og
stunda líkamsrækt. Ég huga vel að
mataræðinu en þetta er því ákveðið
innra stress í manni sem þarf að
vinna vel í.“
Betri stjórn á hlutunum
Elísabet kallaði lið Kristianstad
saman til æfinga í mars og hefur
því getað undirbúið liðið ágætlega
fyrir sænsku úrvalsdeildina, sem
fer af stað 28. júní, tveimur mán-
uðum á eftir áætlun.
„Ég er búin að vera með liðinu
undanfarna mánuði og þetta hefur
að sjálfsögðu verið eitt lengsta
undirbúningstímabil sem sögur
fara af í Svíþjóð. Við erum að fara
inn í æfingaleikjahrinu núna og það
er leiðinlegt að geta ekki verið úti á
velli með liðinu á þessum tíma-
punkti. Ég sit hins vegar uppi í
stúku, langt frá öllum, og fylgist
með æfingunum því ég get einfald-
lega ekki slitið mig frá þeim.
Við tökum líka upp allar æfing-
arnar okkar og þar sem ég á erfitt
með svefn er fínt að nýta tímann í
að horfa á æfingar gærdagsins. Ég
fer svo betur yfir hlutina með að-
stoðarþjálfurunum og ef eitthvað er
erum við með betri stjórn á hlut-
unum núna en oft áður, myndi ég
segja.“
Sprungin blaðra
Elísabet hefur unnið magnað
starf hjá Kristianstad, en liðið hef-
ur leik gegn Göteborg í fyrstu um-
ferð deildarinnar og mætir svo Sví-
þjóðarmeisturum Rosengård og
Vittsjö í umferðunum þar á eftir.
„Við höfum farið úr því að vera
lítill klúbbur í það að vera stór
klúbbur í kvennafótboltanum í Sví-
Vill ekki fá starf bara
Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér veikindaleyfi Hefur verið undir
miklu álagi Til greina kemur að finna aðra áskorun eftir 12 ár hjá Kristianstad
Elísabet Gunnarsdóttir
» Fæddist 2. október 1976.
» Knattspyrnuþjálfari í Sví-
þjóð en þarf að taka sér ótíma-
bundið leyfi.
» Er að hefja tólfta tímabil sitt
sem þjálfari Kristianstad.
» Kristianstad fór í bikarúrslit
árið 2019 en tapaði þar fyrir
Gautaborg.
» Var kjörin þjálfari ársins í
sænsku deildinni árið 2017.
» Hér heima stýrði hún ÍBV,
Breiðabliki og Val áður en hún
hélt utan eftir tímabilið 2008.
SVÍÞJÓÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet
Gunnarsdóttir þurfti óvænt að taka
sér ótímabundið veikindaleyfi
vegna ristils sem hún greindist með
á dögunum. Ristill er sársauka-
fullar smáblöðrur af völdum
hlaupabólu-ristilveiru, en um er að
ræða hálfgerða endurvakningu á
hlaupabóluveirunni.
Beta, eins og hún er jafnan köll-
uð, er 43 ára gömul en hún hefur
stýrt liði Kristianstad í sænsku úr-
valsdeildinni frá 2009 og er því að
hefja tólfta tímabil sitt sem þjálfari
liðsins.
„Þetta er veirusjúkdómur sem
allir sem hafa fengið hlaupabólu
geta fengið,“ sagði Elísabet í sam-
tali við Morgunblaðið. „Þetta er al-
gengara hjá eldra fólki, en ég er
búin að vera slöpp undanfarnar
tvær vikur. Það er skrýtið að segja
frá því að ég lagðist inn á sjúkra-
hús fyrir tveimur árum með ná-
kvæmlega sömu einkenni og verki.
Þá lýsti það sér eins og ég væri að
fá blóðtappa og það var það sem
læknarnir voru í raun að leita að.
Fyrir tveimur vikum byrjaði ég svo
að finna fyrir nákvæmlega sömu
verkjum og ég hélt að ég væri að fá
blóðtappa á nýjan leik.
Þetta lýsir sér fyrst og fremst
þannig að ég er bara með bilaða
verki, bæði í höfðinu og hálsinum,
og alltaf í vinstri hlið líkamans.
Hægri hliðin er því fullfrísk, sem er
stórfurðulegt. Ég var svo bara inn
og út af spítala í einhverja fjóra
daga og það fann enginn neitt út úr
því sem var að angra mig. Ég gat
ekki legið á höfðinu sem dæmi og
svaf þess vegna lítið sem ekkert á
næturnar. Svo byrja að myndast
einhverjar blöðrur á höfðinu á mér
og þá átta læknarnir sig á því hvað
það er sem er að hrjá mig.“
Óvíst er hvenær þjálfarinn getur
snúið aftur á völlinn, þar sem hún
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
4. júní 1983
Knattspyrnumaðurinn Atli
Eðvaldsson skorar öll fimm
mörk Fortuna
Düsseldorf sem
sigrar Eintracht
Frankfurt, 5:1, í
lokaumferðinni
í Vestur-
Þýskalandi. Svo
mörg mörk
hafði erlendur leikmaður
ekki skorað fyrr í leik í deild-
inni. Atli verður þar með
næstmarkahæsti leikmaður
deildarinnar með 21 mark,
næstur á eftir Rudi Völler
sem skoraði 23 mörk fyrir
Werder Bremen.
4. júní 1983
Einar Vilhjálmsson sigrar í
spjótkasti og Þórdís Gísla-
dóttir í hástökki
á bandaríska
háskólameist-
aramótinu,
NCAA, í frjáls-
íþróttum. Einar
kastar 89,36
metra í úrslit-
unum en setti áður Íslands-
met, 89,98 metra, í undan-
keppninni sem var fimmta
besta kast í heiminum á
árinu. Þórdís stekkur 1,87
metra.
4. júní 1992
Pétur Guðmundsson nær lág-
marki í kúluvarpi fyrir Ól-
ympíuleikana í Barcelona
þegar hann kastar 20,01
metra á móti í Mosfells-
bænum. „Það er þungu fargi
af mér létt,“ segir Pétur í
samtali við Morgunblaðið.
4. júní 1997
Ísland sigrar Möltu, 73:42, í
körfuknattleik kvenna á
Smáþjóðaleikunum í Smár-
anum í Kópavogi. Anna
María Sveinsdóttir skorar 18
stig fyrir íslenska liðið, sem
fékk gullverðlaunin á
mótinu.
4. júní 2006
Guðmundur Stephensen sigr-
ar í einliðaleik á Norður-
Evrópumótinu í borðtennis
sem haldið er í TBR-húsinu.
Hann leggur Svía að velli í
úrslitaleiknum en Guð-
mundur vann einnig mótið
tveimur árum áður.
4. júní 2015
Hrafnhildur Lúthersdóttir set-
ur þriðja Íslandsmetið á jafn
mörgum dögum á Smáþjóða-
leikunum sem
fram fara á Ís-
landi. Að þessu
sinni syndir hún
100 metra
bringusund á
1:08,07 mín-
útum. „Að
synda svona vel
þrjá daga í röð er mjög óal-
gengt, svo ég er mjög
ánægð“ segir Hrafnhildur
við Morgunblaðið.
Hún sigrar í greininni og
vinnur sér inn keppnisrétt í
greininni á HM í Rússlandi.
Á ÞESSUM DEGI
Þýskaland
Werder Bremen – Eintracht Frankfurt 0:3
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Gütersloh – Wolfsburg............................ 0:3
Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leik-
mannahópi liðsins að þessu sinni.
C-deild:
Kaiserslautern – 1860 München ............ 1:1
Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik-
mannahópi Kaiserslautern.
KNATTSPYRNA
ÓLYMPÍULEIKAR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Frestun Ólympíuleikana í Tókýó
til ársins 2021 hefur gríðarlegan
kostnað í för með sér og er alveg
ljóst að leikunum verður ekki aft-
ur frestað, heldur aflýst, ef
kórónuveirufaraldurinn tekur aðra
stefnu en nú er búist við. Ísland
og afreksfólk okkar í íþróttum
standa þó nokkuð vel miðað við
aðstæður og er verið að teikna
upp allar mögulegar sviðsmyndir
fyrir leikana á næsta ári. Morgun-
blaðið ræddi við Andra Stefáns-
son, sviðsstjóra Afreks- og
ólympíusviðs ÍSÍ, um gang mála.
„Við og margar Evrópuþjóðir
erum að komast hraðar í gegnum
þetta en margir aðrir. Óvissan
hvílir dálítið á öðrum heimsálfum
og hvort allir geti tekið þátt þegar
þar að kemur,“ sagði Andri og
kom inn á að til dæmis í Tókýó
væri nú þegar byrjað að aflétta
mörgum af þeim takmörkunum
sem settar voru vegna veirunnar.
Þá er auðvitað ekki endilega nóg
að horfa bara til tiltekinna þjóða,
enda ekki óalgengt að íþrótta-
menn í fremsta flokki frá minna
þróaðri löndum séu búsettir ann-
ars staðar.
Hefur minnst áhrif á Ísland
Andri er einn þeirra sem koma
að undirbúningi og skipulagi ÍSÍ í
kringum alþjóðleg mót, en hann
segir ástandið helst hafa áhrif á
íþróttafólkið sjálft. „Þetta hefur í
raun minnst áhrif á okkur og fyrst
og fremst áhrif á íþróttafólkið sem
er að reyna að taka þátt á þessum
mótum. Fyrir Ólympíuleikana er
búið að byggja ólympíuþorp fyrir
alla þá keppendur sem komast
inn, þannig að við erum ekki að
Þægileg staða
fyrir litla Ísland
Undirbúningur er í fullum gangi hjá ÍSÍ
fyrir Ólympíuleikana sem fara fram 2021
Körfuknattleikssamband Íslands
hefur birt drög að leikjaniðurröðun
fyrir næsta keppnistímabil í efstu
deild karla og kvenna á Íslands-
mótinu.
Stefnt er að því að hefja leik í
efstu deild kvenna 23. september.
Deildarmeistararnir í Val heim-
sækja Breiðablik í Smárann og tvö
af sigursælustu liðum landsins,
Keflavík og KR, eigast við.
Efsta deild karla hefst 1. október
en fyrsta verkefni Finns Freys Stef-
ánssonar sem þjálfara Vals verður
að taka á móti liði Stjörnunnar á
Hlíðarenda.
Finnur byrjar gegn Stjörnunni
Morgunblaðið/Eggert
Valsari Finnur Freyr Stefánsson er
orðinn þjálfari karlaliðs Vals.
Leikmaður eða starfsmaður Tottenham í ensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu er smitaður af kórónuveirunni og
eru einhverjir leikmenn liðsins á leið í sóttkví í samræmi
við vinnureglur deildarinnar. Félagið sendi frá sér yfir-
lýsingu í gær vegna þessa, en leikmenn liðanna í deild-
inni hafa að undanförnu verið skimaðir fyrir veirunni.
Tottenham fékk í kjölfarið upplýsingar frá deildinni,
en eftir því sem næst verður komist er þetta eina smitið
í hópi þeirra 1.197 sem tengjast félögunum sem hafa
verið skimaðir að undanförnu. Áður höfðu tólf jákvæð
sýni greinst þegar fyrst var farið að skima fyrir rúmri
viku.
Úrvalsdeildin á að hefjast 17. júní næstkomandi á leikjum Aston Villa
gegn Sheffield United og Manchester City gegn Arsenal en öll liðin geta
nú æft án takmarkana og þá fengu þau grænt ljós um að byrja spila æf-
ingaleiki frá og með gærdeginum.
Kórónusmit hjá stórliði
José
Mourinho