Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Pétur Magnússon petur@mbl.is Það tók Helenu Henneberg sex daga að ferðast frá Reykjavík til heimilis síns í Kaupmannahöfn til að ná útskrift dóttur sinnar. Hel- ena er búsett í Kaupmannahöfn, en þegar landamærum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins festist hún á Íslandi í óákveðinn tíma. Helena er með undirliggjandi sjúkdóm og treysti sér því ekki til að fljúga til Danmerkur, en hún var engu að síður í tímaþröng að komast heim til að missa ekki af útskrift dóttur sinnar úr fram- haldsskóla. Í lok síðustu viku keyrði Helena frá Reykjavík til Akureyrar, þar sem hún gisti eina nótt. Frá Akur- eyri ók hún til Seyðisfjarðar og sigldi með Norrænu til Dan- merkur. Bátsferðin tók heila þrjá daga, og stoppað var í átta klukku- tíma í Þórshöfn, en farþegum var meinað að fara frá borði vegna smithættu. „Það var mikill sjógangur á leið- inni til Þórshafnar og ferjan var eins og hálfgert draugaskip.“ Um borð voru rétt um 75 manns, en Norræna getur tekið tæplega 1.500 farþega undir venjulegum kring- umstæðum. Frá Þórshöfn sigldi Helena til Hirtshals á Norður-Jótlandi og keyrði þar næst suður til Árósa, þar sem hún gisti eina nótt, og hélt svo til Sjálands með ferju. Lokun landamæra kom á óvart Þegar Helena komst á áfanga- stað í Frederiksberg, sem er eitt þéttbýlasta svæði Danmerkur, brá henni við. „Mér fannst ég vera komin í einhverja bíómynd,“ segir Helena. „Það er búið að opna hell- ing, en ég skil samt óttann sem skapaðist þegar landinu var lokað.“ Hún segir Dani hafa verið prakt- íska í viðbrögðum sínum við far- aldrinum en lokun landamæranna hafi komið mörgum á óvart. „Fólki brá mikið, því það hafði ekki verið mikil umræða um það.“ Landamær- um Danmerkur var lokað hinn 14. mars, aðeins fjórum dögum áður en Helena átti bókað flug til Kaup- mannahafnar. Sama ferð, 55 árum síðar Það liðu sex dagar frá því að Hel- ena hóf ferðalag sitt í Reykjavík þar til hana bar að garði í Kaup- mannahöfn, en hún segir þessa ferð taka aðeins fimm klukkutíma undir venjulegum kringumstæðum. Helena minnist einnig á að árið 1965, fyrir 55 árum, hélt móðir hennar sömu leið til Íslands þegar hún sigldi hingað í fyrsta skipti með Gullfossi. Þótt ferðalag Helenu hafi verið krefjandi segist hún líta á það sem spennandi ævintýri. Það hafi þó verið sérstakt að koma í land í Dan- mörku og sjá hversu mikill munur var á ástandinu þar og á Íslandi. „Þetta er fáránlegt ástand,“ segir Helena. Hún segir ástandið í Dan- mörku mjög ólíkt því á Íslandi og Íslendingar séu mjög heppnir að vera lítil þjóð á stóru landsvæði. „Ég held að Íslendingar þurfi að- eins að taka í hnakkadrambið á sér og vera þakklátir.“ Komst heim á sjötta degi  Helena Henneberg þurfti að taka lengri leiðina til Kaupmannahafnar Ljósmynd/Helena Henneberg Millilending Helena mátti ekki fara í land í Þórshöfn í Færeyjum og beið um borð í Norrænu í átta klukkutíma. Fámennt Aðeins 75 farþegar voru um borð í Norrænu í siglingunni. Við fararskjótann Helena Henneberg á Seyðisfirði með Norrænu í baksýn. Vikuferð frá Reykjavík til Kaupmannahafnar 28. maí Þórshöfn 8 tíma stopp (en ekki mátti fara í land) áður en siglt var áfram til Hirtshals í Danmörku 30. maí Árósar Gist í eina nótt og síðan tekin ferja yfi r til Sjálands 31. maí Kaupmannahöfn Akureyri 30. maí Hirtshals Þaðan ekið til Árósa 27. maí Seyðisfjörður Þaðan með Norrænu til Þórshafnar í Færeyjum 26. maí Reykjavík Ekið til Akureyrar K o rt a g ru n n u r: m a p s. st a m e n .c o m www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra J S WA TCH CO . REYK JAVK Kröfu Fannborgar ehf., rekstrar- aðila ferðaþjónustu í Kerlingarfjöll- um um að uppbygging Kjalvegar í Bláskógabyggð skuli ekki vera háð mati á umverfisáhrifum, hefur verið hafnað með úrskurði úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála, sem vísaði kærunni frá. Fannborg kærði ákvörðun Skipu- lagsstofnunar frá 20. desember 2019 um að vegaframkvæmdin skyldi háð mati á umhverfisáhrifum og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Kærandi benti m.a. á að hann hefði um langt skeið rekið ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum og ætti óumdeildra lögvarðra hagsmuna að gæta. Hann hefði staðið fyrir umtalsverðri upp- byggingu á starfsemi sinni undanfar- in ár og myndi mat á umhverfis- áhrifum fyrirhugaðrar vegafram- kvæmdar hafa neikvæð áhrif á starfsemi hans. Hún myndi hafa já- kvæð áhrif á suma umhverfisþætti eins og andrúmsloft og veðurfar, heilsu og öryggi, vistkerfi, hagræna og félagslega þætti. „Ferðatími á Kjalvegi hafi styst verulega vegna nýlegra lagfæringa á veginum, það þýði minni olíumengun, minnkað kol- efnisfótspor og minna dekkjaslit og örplastsmengun,“ segir m.a. í greinargerð með úrskurðinum um sjónarmið kæranda. Hin kærða ákvörðun muni fyrir- sjáanlega valda miklum töfum á fyrirhuguðum vegaframkvæmdum sem sé í andstöðu við áherslur í lofts- lagsmálum, en að óbreyttu sé vegur- inn vart fær rafmagnsbílum. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að þegar horft sé til þess að starfsstöð kæranda sé í um 10 km fjarlægð frá Kjalvegi verði ekki séð að einstaklingsbundnum hagsmun- um hans verði raskað í neinum mæli vegna hinnar kærðu ákvörðunar. Þá sé ekki hægt að játa kæranda kæru- aðild á þeim grundvelli að hin kærða ákvörðun leiði til tafa á framkvæmd sem hann hafi ekki forræði á þótt hún kunni að leiða til betra aðgengis að starfsstöð hans. Kæru vegna mats- skyldu hafnað  Endurbætur á Kjalvegi háðar mati Morgunblaðið/Einar Falur Kjalvegur Ráðist í endurbætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.