Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Um helgina voru 84 skotnir íChicago í Bandaríkjunum og 23 hinna særðu létust. Frá áramót- um hafa 1.200 fengið sár eftir skot- árásir þar og 220 þeirra fallið.    Flestir þeirrasem féllu eru úr hópi blökku- manna.    Engin mótmæli hafa borist útum Bandaríkin vegna þessa.    Eldur hefur ekki verið borinn aðverslunum, veitingastöðum eða íbúðum fólks af þessu tilefni.    Enda eru íbúar borgarinnar svolánsamir að góðir demókratar hafa lengi farið með stjórn borgar- innar, sem ber titilinn morðaborg Bandaríkjanna.    Það er því líklegt að þessi morðhafi ekki endilega orðið í ógöf- ugum tilgangi né þau önnur morð með skotvopnum, nærri 400 á ári hverju, sem verða og þau tæplega 3.000 sem særast í árásunum að auki.    Engin mótmæli hafa orðið í er-lendum borgum vegna þessa.    Allt farið fram hjá Austurvelli.    Þó hlýtur þessi morðalda í Chi-cago með einhverjum hætti að vera Donald Trump að kenna og þótt þetta ástand hafi verið hið dag- lega brauð borgarinnar yfirgengi- lega lengi.    Getur enginn stöðvað manninn? Hvenær drepur maður mann? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Maí var óvenju þurr og sólríkur norðaustanlands, að því er kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um veðrið í mánuðinum. Hiti var alls staðar yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en um og yfir meðaltali síðustu tíu ára. Þannig var meðalhiti í Reykjavík í maí 7,1 stig og er það 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 6,6 stig, 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 6 stig og 6,4 stig á Höfn í Hornafirði. Meðalhiti mánaðarins var hæstur við Skarðsfjöruvita, 7,5 stig, en lægstur -2 stig á Gagnheiði. Hæsti hiti mánaðarins mældist 19,7 stig á Skjaldþingsstöðum hinn 29. Mest frost í mánuðinum mældist -12,3 stig á Gagnheiði hinn 10. Mest frost í byggð mældist -9,8 stig á Grímsstöðum á Fjöllum hinn 10. Þurrt var á Norðausturlandi en blautara sunnanlands. Úrkoma í Reykjavík mældist 57,8 mm sem er 32% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkom- an aðeins 6,6 mm sem er um þriðj- ungur af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Hitinn í maí víða yfir meðaltölum  Hiti fór í 19,7 stig á Skjaldþingsstöðum en 12,3 stiga frost mældist á Gagnheiði Morgunblaðið/Arnþór Sól Tiltölulega hlýtt var um allt land í maí að sögn Veðurstofunnar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mál ellefu ára drengs sem hefur ver- ið í meðferð vegna skarðs í vör síðan 2015, en þarf að gera hlé á meðferð í kjölfar breytingar á reglugerð um síðustu áramót, er til umfjöllunar í heilbrigðisráðuneytinu. Morgun- blaðið greindi frá aðstæðum fjöl- skyldunnar á þriðjudaginn. Eftir breytinguna voru börn sem fæðast með skarð í mjúkum góm tekin inn í greiðslukerfi Sjúkratrygginga Ís- lands. Hins vegar þarf að gangast undir sérstakt mat frá tannlækna- deild HÍ. Móðirin, Sif Huld Alberts- dóttir, hefur ritað Svandísi Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra bréf og óskað eftir rökstuðningi fyrir þessu. Í svari við fyrirspurn Morgunblaðs- ins kemur fram að ráðuneytið muni svara bréfinu „innan skamms“. „Það er rétt að reglugerðin sem vísað er til og tók gildi 1. janúar sl. kveður á um að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna tannlækn- inga og tannréttinga barna sem fæð- ast með skarð í tannboga eða með klofinn góm, harða eða mjúka, er háð því að áður fari fram mat tann- læknadeildar Háskóla Íslands á því hvort meðferð sé talin nauðsynleg og tímabær. Matsferlið hefur því miður tafist vegna COVID-19 en unnið er að gerð verkferla við að meta umsóknir og boða umsækj- endur í skoðun í þeim tilvikum sem skoðun er nauðsynleg. Hins vegar er vert að taka fram að í sumum málum nægir tannlæknadeildinni að skoða gögn umsækjanda og skoðun er ekki nauðsynleg fyrir samþykki um greiðsluþátttöku,“ segir í svari ráðu- neytisins við fyrirspurn blaðsins. Matsferlið tafðist vegna veirunnar  Heilbrigðisráðu- neytið skoðar mál ellefu ára drengs Mæðgin Sif Huld Albertsdóttir og Hermann Alexander sonur hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.