Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
„ÁTTU EKKI PRÓF Á ÍSLENSKU?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að muna að lífið
heldur áfram.
ENGAR ÁHYGGJUR, ÉG ER
MEÐ FULLA STJÓRN Á ÞESSU
ÞARNA ER
HANN!
NÆST SKALTU HENDA
SPÝTU… EKKI STEINI!
„ÞEIR VORU AÐ GERA BREYTINGAR Á
TEIKNINGUNUM. HVAÐ ERTU LENGI AÐ
BÚA TIL AÐRA ÚTGÁFU?”
lögum og samveru við börnin mín,
vini og fjölskyldu. Nú í seinni tíð
hef ég stundað útivist og að fara
út fyrir þægindarammann og
prófa eitthvað nýtt og svala for-
vitninni sem ég hafði aldrei tíma
til að gera áður. Ég er líka dugleg
að njóta litlu hlutanna, lifa í núinu
og búa til fallegar minningar.“
Fjölskylda
Börn Sesselju og fyrrverandi
eiginmanns hennar, Ólafs Hjálm-
arssonar, f. 16.2. 1963, verkfræð-
ings eru Kolbeinn Ólafsson, f.
4.11. 2001, nýstúdent frá Verzl-
unarskóla Íslands, og Nanna Rut
Ólafsdóttir, f. 27.9. 2007, nýút-
skrifuð úr Melaskóla.
Systkini Sesselju sammæðra
eru Rósbjörg S. Þórðardóttir, f.
19.1. 1972, tómstundafræðingur,
býr í Kópavogi, og Stefanía A.
Þórðardóttir, f. 24.3. 1975, mót-
tökuritari, býr í Kópavogi. Systk-
ini samfeðra eru Kristín Sólveig
Kristjánsdóttir, f. 27.9. 1972,
læknir, býr í Danmörku, og Bjarki
Elías Kristjánsson, f. 18.9. 1974,
tækniþróunarstjóri, býr í Mos-
fellsbæ.
Foreldrar Sesselju: Borghildur
Stefánsdóttir, f. 23.2. 1942, d. 10.1.
2020, matráðskona og bjó lengst
af í Kópavogi, og Kristján Friðrik
Guðni Friðriksson, f. 26.10. 1945,
verksmiðjustjóri, kvæntur Björk
Bjarkadóttur. Þau eru búsett í
Mosfellsbæ. Uppeldisfaðir Sess-
elju og eiginmaður Borghildar er
Þórður Flosason, f. 23.6. 1946, raf-
virki, býr í Kópavogi.
Sesselja
Kristjánsdóttir
Jóhanna Jónsdóttir
húsfreyja í Innri-Bug
Þorgils Þorgilsson
bóndi í Innri-Bug í
Fróðárhr., Snæf.
Sólveig Þorgilsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Friðrik Jón Ásgeirsson Jóhannsson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Kristján Friðrik Guðni
Friðriksson
verksmiðjustjóri í Mosfellsbæ
Bjarney Jóníma
Friðriksdóttir
húsfreyja áAuðkúlu
Jóhann Jónsson
útvegsbóndi áAuðkúlu íArnarfirði
Bjarni Friðriksson júdókappi
Sigrún Stefánsdóttir
úsmóðir í Hafnarfirðih
Sigga Klingenberg
spámiðill
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfreyja í Landbrotum
Sigurður Jónsson
bóndi í Landbrotum
í Kolbeinsstaðahr.
Sesselja Sigurðardóttir
húsfreyja íAkurholti
Hans Stefán Sigurðsson
bóndi íAkurholti í Eyjahr.,
Hnapp.
Anna Davíðsdóttir
húsfreyja í Fögrubrekku
Sigurður Jónsson
bóndi í Fögrubrekku í
Kolbeinsstaðahr., Hnapp.
Úr frændgarði Sesselju Kristjánsdóttur
Borghildur Stefánsdóttir
matráðskona, bjó lengst af
í Kópavogi
Pétur Stefánsson yrkir „í hóg-værð“ á Leir:
Efnistökin góð og gild,
geislar fjör í orðum.
Yrkir Pétur oft af snilld
eins og skáldin forðum.
Ólafur Stefánsson yrkir „Á land-
inu ísakalda“, gott ljóð og minnir
okkur á hvar við búum:
Við þreyð höfum Þorra og Góu,
því þráum við hagvænni tíð.
Í vetur er vonirnar dóu,
og vesluðust upp í hríð,
þá börðum við búkinn til hita,
báðum um dálítinn hita,
um sólhvelin háreist og fríð.
Í ár á Skerplu enn skjálfum,
í skjólin leitum sem hross.
Því funa hjá fjandanum sjálfum,
er freistandi’ að ná fyrir oss,
sem lifum í landinu smáa,
af langþættum andskotans þráa,
og kyssum það júdasarkoss.
Við sættast verðum, því sökin,
er oss sjálfra, en ekki þess lands,
hvar frýs um vetur hver vökin,
og vistar er hert hvert band.
Þar verður ei feigum forðað,
– ég fæ ekki betur orðað,
þá ást til míns Ísalands.
Jón Atli Játvarðarson skrifar á
Boðnarmjöð: „Landgræðslustjóri
hefur tekið af skarið með að stöðva
þurfi lausagöngu sauðfjár. Rollur
skuli í beitarhólf og bændur græði
það á þessu að þeir þurfi ekki að
smala, bara reka saman. Búfé
þeirra verði ekki fyrir bílum frek-
ar en flugvélum. Þetta vekur
óskipta gleði einnig hjá til dæmis
öðrum landeigendum“:
Ekkert rugl og rollustúss,
reima létt nú skóna.
Allir bændur innanhúss
eru nú að prjóna.
Lesa póst og ganga um gólf
greiða á sér hárið.
Rollan bítur beitarhólf
bústin þetta árið.
Gylfi Þorkelsson orti á sunnu-
dag:
Hvítasunnuværð og vom.
Á vel til hnífs og skeiðar.
Heilagur andi óvænt kom
yfir lærissneiðar.
Guðmundur Halldórsson bætti
um betur:
Hvítasunnuværð þig vefur
víst með anda tærum.
Heilagur andi oftar hefur
yfir sveimað lærum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lausaganga sauðfjár
á landinu ísakalda
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16
RAFLAGNAEFNI
Í MIKLUÚRVALI