Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
þágur og aðlaganir vegna gerða
hreinorkupakkans fyrir upptöku
þeirra í EES-samninginn, segir í
svari ráðherra.
Hreinorkupakkinn hefur undan-
farna mánuði verið til skoðunar á
vettvangi EFTA-ríkjanna innan
EES hjá vinnuhópi EFTA um orku-
mál. Í vinnuhópnum sitja sérfræð-
ingar frá EFTA-ríkjunum á þessu
sviði. Ítarleg rýni og greining á hrei-
norkupakkanum stendur yfir og mun
sú vinna halda áfram á þessu ári og
því næsta. Að því loknu munu við-
komandi EFTA-ríki setja fram sínar
kröfur um undanþágur og/eða aðlag-
anir eftir þörfum og í samráði við sín
þjóðþing. Í framhaldi af því munu
hefjast viðræður EFTA-ríkjanna
innan EES við framkvæmdastjórn
ESB um undanþágur og/eða aðlag-
anir fyrir EFTA-ríkin innan EES.
Því ferli lýkur með ákvörðun sameig-
inlegu EES-nefndarinnar um upp-
töku viðkomandi gerða í EES-
samninginn.
Löng meðganga orkupakka
„Gera má ráð fyrir að framan-
greint ferli geti tekið um fjögur til
fimm ár, eins og utanríkismálanefnd
Alþingis hefur þegar verið upplýst
um. Hafa má til hliðsjónar að þriðji
orkupakki ESB var samþykktur á
vettvangi ESB á árinu 2009 en
ákvörðun sameiginlegu EES-
nefndarinnar um upptöku hans í
EES-samninginn (með viðkomandi
aðlögunum og undanþágum fyrir
EFTA-ríkin) var samþykkt átta ár-
um síðar eða í maí 2017 og öðlaðist
síðan gildi í október 2019,“ segir ráð-
herra í skriflegu svari sínu.
Hreinorkupakkinn er næstur
Fjórði orkupakki Evrópusambandsins var samþykktur af Evrópuþinginu í fyrra Starfshópur
annast hagsmunagæslu fyrir Ísland Ferlið getur tekið fjögur til fimm ár, segir iðnaðarráðherra
Morgunblaðið/sisi
Maraþonfundir Miðflokksmenn töluðu mikið um 3. orkupakkann. Hér eru þeir einir á mælendaskrá um hánótt.
Ólafur
Ísleifsson
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fjórði orkupakki Evrópusambands-
ins, sem næst kemur til umfjöllunar á
Alþingi Íslendinga, hefur verið kall-
aður „hreinorkupakkinn“. Eins og
menn muna urðu miklar deilur á Al-
þingi í fyrra um þriðja orkupakkann,
sem samþykktur var að lokum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðn-
aðarráðherra svaraði á dögunum fyr-
irspurn frá Ólafi Ísleifssyni, Mið-
flokki, um mat á gerðum fjórða
orkupakka Evrópusambandsins.
Fram kemur í svari ráðherra að í
lok maí 2019 var samþykktur af Evr-
ópuþinginu og ráði ESB löggjafar-
pakki sem inniheldur endurskoðun á
helstu þáttum í orkulöggjöf ESB. Er
sá pakki kallaður „Clean energy for
all Europeans“ og mætti því nefna
pakkann „Hrein orka fyrir alla Evr-
ópubúa“ eða „hreinorkupakkann“.
Tekur hann við af gerðum í þriðja
orkupakka ESB en er hins vegar víð-
tækari þar sem hann nær til gerða
um endurnýjanlega orku, orkunýtni
o.fl. Um er að ræða átta gerðir (fjórar
reglugerðir og fjórar tilskipanir).
Efla hagsmunagæslu
Íslensk stjórnvöld hyggjast efla
hagsmunagæslu varðandi 4. orku-
pakkann og er verkefnið á forgangs-
lista ríkisstjórnarinnar um EES-mál
að sögn ráðherra. Á vegum atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytis hefur
verið settur á laggirnar starfshópur
með fulltrúum ráðuneytisins, utan-
ríkisráðuneytisins og Orkustofnunar
til að halda utan um þá hagsmuna-
gæslu og rýnivinnu sem þegar er haf-
in vegna hreinorkupakkans. Mun
starfshópurinn í þeirri vinnu hafa ná-
ið samráð við hagsmunaaðila. Í raun
hófst það samráð þegar haustið 2017
þegar gerðirnar voru í mótun.
Í samræmi við reglur Alþingis um
þinglega meðferð EES-mála verða
viðkomandi þingnefndir Alþingis
reglubundið upplýstar um gang
málsins, þ.m.t. um beiðnir um undan-
Friðriks saga Ólafssonar, sem skráð er af
Helga Ólafssyni, kemur út í haust á vegum Hins
íslenska bókmenntafélags í samstarfi við Skák-
sögufélag Íslands í tilefni 85 ára afmælis Frið-
riks fyrr á þessu ári. Bókin fjallar um fyrsta
stórmeistara Íslendinga með sérstakri áherslu
á glæsileg skákafrek hans á liðinni öld og harð-
skeytta baráttu á skákborðinu við goðsagna-
kennda skáksnillinga. Á næstunni gefst vinum
og velunnurum Friðriks kostur að fá nöfn sín
skráð á sérstaka heillaóskaskrá – Tabula grat-
ulatoria – sem birt verður í ritinu, með því að
heimsækja vefsíðu HIB www.hib.is eða
www.skak.is og skrá sig þar á sérstakri slóð í
þessu sambandi. Þegar bókin kemur úr prentun
stofnast krafa í heimabanka fyrir andvirði
bókarinnar. Kaupendur fá hana heimsenda.
Heillaóskaskrá Friðriks Ólafssonar
Friðrik Ólafsson
Hafrannsóknastofnun, rannsókna-
og ráðgjafarstofnun hafs og vatna,
flutti nýlega í nýtt og glæsilegt hús
í Fornubúðum 5, við höfnina í
Hafnarfirði. Með þessu verður
starfsemi Hafrannsóknastofnunar
á höfuðborgarsvæðinu loks komin á
einn stað.
Rannsóknaskipin Árni Friðriks-
son og Bjarni Sæmundsson fá lægi
framan við húsið við Háabakka,
nýjan hafnarbakka í Hafnar-
fjarðarhöfn.
Á sjómannadaginn 7. júní milli kl.
13 og 17 býður Hafrannsóknastofn-
un öllum að skoða húsið. Stutt
kynning verður á starfseminni og
veitingar í boði. Gestir verða beðnir
að sýna tillitssemi vegna sóttvarna
en talið verður inn og út úr húsinu.
Í Fornubúðum starfa um 130
manns og að auki eru um 40 manns
í áhöfnum skipanna. Þá sinna
margir háskólanemar námsverk-
efnum sínum í húsinu. Hafrann-
sóknastofnun rekur einnig Sjávar-
útvegsskóla Þróunarsamvinnu-
miðstöðvar UNESCO, sem er hluti
af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróun-
arsamvinnu.
Opið hús hjá Hafró á sjómannadaginn
Morgunblaðið/sisi
STUTT
Landsmenn hafa líklega ekki gleymt umræðunni um
þriðja orkupakkann og þrjú tengd mál á Alþingi í fyrra.
Þegar upp var staðið reyndist hún sú lengsta í þing-
sögunni. Umræðan stóð yfir í nær 160 klukkustundir og
þingmenn tóku 4.137 sinnum til máls. Ekki var óalgengt
að þingfundir stæðu langt fram á nótt. Þingmenn Mið-
flokksins beittu sér kröftuglega gegn málinu og voru
löngum stundum einir á mælendaskrá. Fóru síðan í and-
svör hver við annan.
Umræðan um þriðja orkupakkann fór fram í tveimur
lotum. Fyrri lotan var í fyrravor, þegar miðflokksmenn
beittu málþófi, og sú síðari á stuttu þingi um síðustu
mánaðamót. Lengsti þingfundurinn um málið stóð í 24
klst. og 16 mín., sem einnig er met. Svo fór að þings-
ályktunartillagan um 3. orkupakkann var samþykkt með
46 atkvæðum gegn 13.
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fór langmestur
ræðutími í sjálfan 3. orkupakkann, 777. mál. Þingmenn
tóku 3.881 sinni til máls. Fluttar voru 492 þingræður í
samtals 45 klukkustundir og 3.389 athugasemdir í sam-
tals 102,32 klukkustundir. Ræðutíminn var því samtals
147,32 klst.
Þrjú lagafrumvörp tengd orkupakkanum voru afgreidd
á Alþingi. Um er að ræða 782. mál: raforkulög og Orku-
stofnun, 791. mál: breytingu á þingsályktun nr. 26/148,
um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis
raforku og 792. mál: raforkulög. Þingmenn tóku 256
sinnum til máls um þessi mál, samtals í 12,38 klst.
Var lengsta umræða þingsögunnar
UMRÆÐAN UM ÞRIÐJA ORKUPAKKANN STÓÐ YFIR Í NÆR 160 KLUKKUSTUNDIR