Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is
VINNUFATNAÐUR
MERKINGAR
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, lýsti því yfir í gær að hann legðist gegn því
að svokölluð „uppreisnarlög“ frá 1807 yrðu
virkjuð til þess að kveða niður mótmælin sem
skekið hafa Bandaríkin undanfarna viku.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði því í
ræðu sinni á mánudagskvöldið að ef ríkisstjórar
gætu ekki eða vildu ekki kveða niður óeirðirnar
myndi hann senda herlið á vettvang, en deilt hef-
ur verið um hvort Trump hafi heimild til þess án
þess að ríkisstjórar viðkomandi ríkis hafi beðið
um það.
Esper sagði hins vegar að hann teldi að þjóð-
varðlið viðkomandi ríkja væri rétti aðilinn til
þess að styðja við löggæslu í aðstæðum sem
þessum. „Það að nota herlið til slíkra verka ætti
aðeins að vera síðasti kostur, og þá aðeins í brýn-
ustu og alvarlegustu aðstæðum,“ sagði Esper og
ítrekaði að slíkar aðstæður væru enn ekki upp á
teningnum.
Hótun Trumps um að kalla til herinn er byggð
á svonefndum „uppreisnarlögum“ frá árinu
1807, sem veita forsetanum heimild til þess að
beita bandarísku herliði á bandarískri grundu
við ákveðnar aðstæður. Í lögunum felst undan-
þága frá lögum frá 1878, þar sem Bandaríkjaher
var sérstaklega meinað að sinna löggæsluverk-
efnum innan landamæra Bandaríkjanna.
Áður stillt til friðar
Þannig má Bandaríkjaforseti skipa hernum
að senda herlið á bandaríska grundu, ef ríkis-
þing eða ríkisstjóri viðkomandi ríkis biður um
það til að kveða niður uppreisn eða viðhalda lög-
um og reglu. Þannig var herinn kallaður til í Los
Angeles 1992 að beiðni þáverandi ríkisstjóra
Kaliforníu til að hafa hemil á kynþáttaóeirðun-
um sem spruttu upp eftir sýknudóm lögreglu-
mannanna í Rodney King-málinu.
Sama var upp á teningnum árið 1968, þegar
Lyndon Johnson beitti hernum til þess að hafa
hemil á óeirðum sem spruttu upp í bæði Balti-
more og Chicago í apríl það ár eftir að Martin
Luther King var myrtur, en þá var herinn kall-
aður út að beiðni ríkisstjóra eftir að ljóst varð að
þjóðvarðlið Maryland og Illinois myndi ekki ná
stjórn á óeirðunum.
Ekki er víst að Trump hefði lagaleg rök til
þess að senda herlið á vettvang byggt á þessum
fordæmum, þar sem ekkert ríki hefur nú beðið
um aðstoð hersins, og nokkrir af ríkisstjórunum
fimmtíu hafa meira að segja lýst því sérstaklega
yfir að þeir muni ekki biðja Trump að senda her-
inn á vettvang, þar sem slík viðbrögð yrðu frek-
ar til að hella olíu á eld en stilla til friðar.
Yrði þriðja ákvæðinu beitt?
Þriðja ákvæði uppreisnarlaganna felur hins
vegar í sér heimild forseta til þess að kveða nið-
ur uppreisnir, innanlandsofbeldi eða ólögmæt
samsæri sem snúa að því að svipta Bandaríkja-
menn stjórnarskrárvörðum réttindum sínum,
og þar sem viðkomandi ríki getur ekki, mistekst
eða neitar að verja þau réttindi.
Þetta ákvæði var sett í lögin 1871 að beiðni
Grants Bandaríkjaforseta til að bregðast við
uppgangi Ku Klux Klan sem og tregðu suður-
ríkjanna fyrrverandi til þess að verja þau rétt-
indi sem fólust í 14. stjórnarskrárviðbótinni og
afnámi þrælahalds.
Grant beitti ákvæðinu þannig í Suður-Karól-
ínu og í Louisiana og bæði Dwight D. Eisen-
hower og John F. Kennedy beittu þessu ákvæði
laganna á 20. öldinni án þess að viðkomandi ríki
óskaði eftir aðstoðinni, en Eisenhower sendi
herlið á vettvang í Little Rock, höfuðstað
Arkansasríkis, til að tryggja að níu svartir nem-
endur gætu sótt framhaldsnám þar, og Ken-
nedy beitti ákvæðunum tvisvar með um eins árs
millibili 1962 og 1963 til að tryggja rétt blökku-
manna til að sækja nám í Mississippi og Ala-
bama, þvert á óskir ríkisstjóra í ríkjunum.
Yrði örugglega kært
Áhöld eru hins vegar um hvort innanlandsó-
eirðir geti talist brot á stjórnarskrárvörðum
rétti fólks, og telja má nánast öruggt að ef
Trump reyndi að senda herinn á vettvang án
þess að viðkomandi ríki hafi óskað sérstaklega
eftir því yrði sú ákvörðun þegar í stað kærð til
dómstóla.
Letitia James, ríkissaksóknari New York-rík-
is, lýsti því yfir á mánudaginn, strax í kjölfar
ræðu Trumps, að forsetinn væri ekki einræðis-
herra og hefði enga heimild til þess að senda
herinn á vettvang án þess að beiðni ríkisins lægi
fyrir. Hét James því að embætti sitt myndi verja
réttindi New York-ríkis og ekki hika við að leita
til dómstóla til að hnekkja slíkri ákvörðun.
Pentagon leggst gegn hervaldi
AFP
Samstaða Lögreglumenn við þinghús Bandaríkjanna sýndu samstöðu með mótmælendum.
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að herútkall til að kveða niður mótmæli ætti að vera allra
síðasti kostur Deilt um hvort lögin heimili Trump að senda herinn á vettvang án samþykkis ríkjanna
Kínversk stjórnvöld vöruðu í gær
Breta við því að skipta sér af málefn-
um Hong Kong eftir að Boris John-
son, forsætisráðherra Bretlands, hét
því að íbúar borgarinnar myndu fá
hæli í Bretlandi kysu þeir að flýja
sjálfstjórnarhéraðið eftir að ný
þjóðaröryggislöggjöf Kínverja tekur
gildi.
Utanríkisráðuneyti Kínverja sakaði
Breta um að sýna af sér „kaldastríðs-
hugsunarhátt“ og „nýlenduhyggju“ og
krafðist þess að þeir hættu að skipta
sér af innanríkismálum Kínverja. Gert
er ráð fyrir mótmælum í Hong Kong í
dag, en þá verður þess minnst að 31 ár
er liðið frá atburðunum á Torgi hins
himneska friðar. Stjórnvöld í Hong
Kong hafa bannað athöfnina í fyrsta
sinn í ár, en þau segja of hættulegt að
halda hana vegna heimsfaraldursins.
AFP
Handtaka Hörð mótmæli voru í síðustu viku í Hong Kong vegna laganna.
Vara Breta við afskiptum
Kínverjar gagnrýna boð um hæli fyrir íbúa Hong Kong
Mótmæli vegna drápsins á George Floyd hafa teygt
anga sína út fyrir landsteina Bandaríkjanna. Haldin
voru fjölmenn mótmæli í gær í nokkrum af helstu borg-
um Evrópu, þ. á m. Stokkhólmi, Helsinki og Lundúnum.
Leikarinn John Boyega (fyrir miðju), sem lék í
Stjörnustríðsmyndunum nýju, flutti þar ræðu og lýsti
yfir samstöðu sinni með George Floyd og öðrum fórnar-
lömbum kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar.
AFP
Fjölmenn mótmæli víða um heim