Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Er ekki kjörið að grilla umhelgina? Úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Fyrir rúmu ári ákváðu þau að ráð- ast í framkvæmd sem var á góðri ís- lensku kennd við óðs manns æði en það vita þeir sem til þekkja í Vest- mannaeyjum að þar láta menn fátt stoppa sig þótt á brattann sé að sækja. Byggt var við staðinn og nýr veit- ingasalur tekinn í gagnið ásamt því sem eldhúsið fjórfaldaðist að stærð. Stóri munurinn er að sögn Berg- lindar að nú geta þau verið með veislur og tekið á móti hópum sem hafi áður reynst þeim erfitt sakir smæðar. Eins sé núna loksins hægt að bjóða upp á kokkteila og annað þvíumlíkt. Berglind segir nýja hús- næðið langþráð en það þykir ein- staklega vel heppnað og mjög í anda þeirra hjóna en Berglind á heiðurinn af hönnuninni sem bygg- ist að stórum hluta til á endurnýt- ingu gamalla hluta og að skapa eitt- hvað nýtt úr gömlu. „Mér finnst ótrúlega gaman að gefa hlutum nýtt líf og þetta hefur líka orðið tilefni til skemmtilegra endurminninga því fólk er að sjá út- saum sem var til heima hjá ömmum og öfum hér áður fyrr. Það hafa verið ansi mörg augnablikin þar sem fólk hefur rifjað upp minningar sem útsaumurinn kallar fram. Þetta er rauði þráðurinn í því sem við gerum. Mósaíkverkið upp á vegg er til að mynda búinn til úr leirtaui sem hefur brotnað,“ segir Berglind og er ánægð með hvernig til tókst. „Þrátt fyrir stækkunina heldur staðurinn enn sínum sjarma og er jafn persónulegur og heimilislegur og hann hefur alltaf verið – það er bara meira pláss,“ segir hún og seg- ist hlakka til að sjá Íslendinga á far- aldsfæti í sumar. „Þetta sumar fer vel af stað og það leggst bara nokk- uð vel í mig. Verðum við ekki að vera bjartsýn?“ bætir hún við bros- andi að lokum. Listaverk Nafn staðarins er hér búið til úr mósaík sem unnið er úr brotnum diskum. Mikil breyting GOTT rúmar nú tvisvar sinnum fleiri gesti og getur loks tekið á móti hópum. Stækka GOTT í Vestmannaeyjum Hjónin Sigurður Gíslason og Berglind Sigmars eiga veitinga- staðinn GOTT í Vest- mannaeyjum sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Hjón Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason eru löngu orðin landsþekkt fyrir góðan mat, en Berglind skrifað meðal annars bækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar. Minningar Flestir kannast við útsaum sem þennan, en slíka gripi mátti finna á flestum heimilum hér áður fyrr. Kokkteilar Berglind segir frábært að geta loksins verið með gott svæði til að útbúa spennandi drykki, hvort heldur sem er áfenga eða óáfenga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.