Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 41
UMRÆÐAN 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 varleg óhöpp. Það er gjörólíkt því sem við á um báta styttri en 12 metra sem verið hafa mjög áberandi í frétt- um fjölmiðla en rannsóknarnefnd sjó- slysa hefur á tiltölulega fáum árum fjallað um yfir 40 alvarleg atvik þar sem í einhverjum tilvikum hafi litlu mátt muna að mannskaði yrði. Það er því með ólíkindum að löggjafinn skuli standa að lagabreytingu sem felur í sér að fella niður skyldu um að í áhöfn skuli vera stýrimaður og vélstjóri í þessum stærðarflokki skipa og út- gerð sé með lagaboði nánast í sjálfs- vald sett mönnun þessara skipa sem að mati reyndustu manna í þessum geira hafa til þessa verið undir- mönnuð. Meðalróðrartími er yfir 14 tímar og strax eftir löndun byrjar, ef veður leyfir, næsta veiðiferð. Að lög- gjafinn stingi höfðinu í sandinn og „leysi málið“ með því að afnema nán- ast alfarið reglur um mönnun í skip- um að 15 metrum er skandall. Að mati samgöngunefndar er sem sé nægjanlegt að sami maður sé bæði skipstjóri og vélstjóri á bátum með þeim mikla og tæknilega flókna bún- aði sem þar er, sem er glórulaust. Skipstjóri á meira en nóg með sitt verkefni, að stjórna skipi og veiðum, þó að hann sjái ekki um vél og tækni- búnað. Vélstjórar á þessum skipum eru ekki upp á punt. Þeir eru um borð til að sjá um rekstur á vélbúnaði, sinna viðhaldi og sjá um vélarnar. Allt tal um þjónustusamning í landi stenst enga skoðun. Sem dæmi má nefna að tveir bátar voru dregnir vélarvana í land fyrir nokkrum dögum. Allt ber þetta að sama brunni, sem er að hugsunin að baki þessum breyt- ingum er í raun og veru að komast upp með að sleppa við greiðslu á aukahlut vélstjóra og stýrimanns og skerða um leið með vítaverðum og af- gerandi hætti öryggi sjómanna á þessum bátum. Forkastanleg vinnubrögð Í skýringum við 3. gr. laganna má lesa texta sem leiðir í ljós ámælisvert virðingarleysi fyrir menntun og störfum skipstjórnarmanna og vél- stjóra en þar stendur: „Til að þessi breyting verði ekki óþarflega íþyngj- andi fyrir réttindamenn sem hafa öðl- ast reynslu á skipum verða þeim, sem hafa skipstjórnar- eða vélstjórnar- réttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar að skráningarlengd, veitt réttindi á skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri að því til- skildu að þeir hafi tilskilinn fjölda siglingatíma.“ Það á m.ö.o. að skaffa fyrirhafnarlausa réttindaaukningu til fjölda manna allt til 1. janúar 2021. Eftir þann tíma skal samkvæmt lag- anna hljóðan liggja fyrir viðbót- arnámsefni fyrir þá sem vilja afla sér 15 metra réttinda í framtíðinni. Hvað með ökuréttindi eða flugnám? Allir hljóta að sjá þá fáránlegu þversögn sem í þessu felst. Þversögn sem hvergi myndi viðgangast í öðrum at- vinnugreinum þar sem prófskírteinis til starfsréttinda er krafist. Mikil er ábyrgð þeirra sem leggja fram og samþykkja þessa aðför að starfsum- hverfi sjómanna þessara báta, hvort sem um er að ræða gríðarlegt vinnuá- lag vegna undirmönnunar eða öryggisþáttinn, sem þarna er óum- deilanlega léttvægur fundinn. Höfundur er formaður Félags skipstjórnarmanna. Á þriðja fundi 13. Þjóðarþings Kína (NPC) hinn 28. maí var samþykkt ákvörðun varðandi endurbætur og bætt regluverk fyrir sjálfstjórnarhéraðið Hong Kong til að tryggja þjóðaröryggi. Þessi ákvörðun hefur vakið mikla athygli víða um heim, og því langar mig til að kynna forsögu málsins og áhrif ákvörðunar- innar, en ég hef orðið var við að fjöl- margir íslenskir vinir og fjölmiðlar hafa áhuga á að kynna sér málefnið betur. Síðan Hong Kong sameinaðist móðurlandinu aftur árið 1997 hefur Kína staðið þétt við stefnuna „eitt land, tvö kerfi“, ásamt því að íbúar Hong Kong stjórni í Hong Kong, og hafa íbúar notið töluverðs sjálfræðis. Þessi aðferð hefur gefist mjög vel, en samt hefur reynt mikið á stefnuna í gegnum tíðina, ekki síst eftir að mik- ill óróleiki upphófst í júní 2019 í kjö- farið á umdeildri lagatillögu. Sjálf- stæðisöfgamenn í Hong Kong, innlendir róttæklingar og erlend öfl hafa síðan reynt að grafa undan lög- um og reglum í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong, sem hefur haft mikil áhrif á daglegt og efnahagslegt líf, og hefur ógnað fullveldi, sameiningu og landhelgi Kína, ásamt því að vega al- varlega að stefnunni „eitt land, tvö kerfi“ og þjóðaröryggi. Engin yfirvöld í fullvalda ríki geta samþykkt aðgerðir sem grafa undan öryggi þess innan eigin landamæra. Sem sjálfstjórnarhéraði í Kína ber Hong Kong stjórnarskrárbundin skylda til að tryggja fullveldi, öryggi og þróun í Kína. Það eru komin 23 ár síðan Hong Kong sameinaðist móðurlandinu á ný og hefur heima- stjórnin unnið ötullega að því að bæta lagasetningar varðandi þjóðaröryggi samkvæmt ákvæði 23 í stjórnarskrá héraðsins, en vegna mótmæla frá andstæðingum hefur ekki tekist að lögfesta þessi ákvæði og er Hong Kong í þeirri sérstöku stöðu að vera „varnarlaust“ varðandi þjóðaröryggi. Það er mikilvægt að það takist að koma á lagaumhverfi sem og reglu- verki sem nauðsynleg eru til að yfir- völd geti tekið á lögfræðilegum gluf- um til að tryggja öryggi landsins. Þessar aðgerðir eru bæði áríðandi og aðkallandi til að standa vörð um stefnuna „eitt land, tvö kerfi“ og eru í fullu samræmi við viðeigandi ákvæði í stjórnarskrá Alþýðulýðveldisins Kína og lagagrunn Hong Kong, og eru einnig í samræmi við alþjóðlegar venjur. Þessar aðgerðir njóta yfir- gnæfandi stuðnings almennings í Kína, og meðal íbúa í Hong Kong. Það að standa vörð um þjóðar- öryggi er kjarninn í stefnunni „eitt land, tvö kerfi“, þar sem „eitt land“ er frumforsenda fyrir „tveimur kerf- um“ og „tvö kerfi“ byggjast algerlega á „einu landi“. Ef grafið er undan undirstöðunum eru „tvö kerfi“ óframkvæmanleg. Nýja löggjöfin sem samþykkt var á þjóðarþinginu beinist eingöngu að mjög þröngu sviði sem tengist þjóðaröryggi, svo sem aðskilnaði, tilraunum til valdaráns og hryðju- verkastarfsemi, ásamt tilraunum erlendra afla til að hafa áhrif í sjálf- stjórnarhéraðinu Hong Kong. Löggjöfin hefur engin áhrif á sjálfstjórn héraðsins, né áhrif á réttindi íbúa, málfrelsi, frelsi fjölmiðla og útgáfu, rétt al- mennings til að koma saman, né held- ur á hagsmuni erlendra fjárfesta. Í kjölfar samþykktar þjóðarþings- ins kemur samþykktin til með að verða innleidd. Þessi samþykkt mun verða til mikilla bóta fyrir laga- umhverfið í Hong Kong og mun skapa betra umhverfi fyrir viðskipti. Lagasetningin kemur til með að styrkja „eitt land, tvö kerfi“- stefnuna, stöðu Hong Kong sem al- þjóðlegrar fjármála-, viðskipta- og flutningamiðstöðvar og auka frelsi og réttindi íbúa Hong Kong. Málefni Hong Kong eru innan- ríkismál í Kína, og sem slík eru engin afskipti erlendra ríkja leyfileg. Í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna segir að ekkert ríki hafi vald til að skipta sér af innanríkismálum annarra ríkja. Ég vonast til að mönnum auðn- ist að skoða ákvörðun þjóðarþingsins með yfirveguðum og fordómalausum hætti, og viðurkennd verði, með virð- ingu og stuðningi, viðleitni Kína til að vernda þjóðaröryggi í Hong Kong. Kínverska ríkisstjórnin er staðföst í þeirri ákvörðun sinni að framfylgja stefnunni „eitt land, tvö kerfi“. Það er sameiginlegur hagur alþjóða- samfélagsins að vel gangi að viðhalda þessu kerfi, og að Hong Kong nái að blómstra áfram. Það er trú mín að Hong Kong takist að komast yfir þessa tímabundnu erfiðleika, nái stöðugleika og eigi sér bjarta fram- tíð. Eftir Jin Zhijian Jin Zhijian » Það er trú mín að Hong Kong takist að komast yfir þessa tíma- bundnu erfiðleika, nái stöðugleika og eigi sér bjarta framtíð. Höfundur er sendiherra Kína á Íslandi. Mikilvæg ákvörðun til varnar stöðugleika og velmegun Hong Kong hefur fælt viðskiptavini frá, meðal annars erfitt aðgengi, fækkun bíla- stæða og hækkun bílastæðagjalda og sekta. Breyting á akstursstefnu hluta Laugavegar hefur sömuleiðis valdið viðskiptavinum vandræðum og reiði. Sú ákvörðun er raunar svo óskiljanleg að sá grunur vaknar að tilgangurinn hafi beinlínis verið að ergja fólk og letja það til að versla í miðbænum. Þrátt fyrir að staðreyndirnar blasi við öllum tala borgarfulltrúar gegn betri vitund og viðhafa öfugmæli á borð við þau að götulokanir örvi verslun. Þá vísa þeir til erlendra rannsókna en gleyma hvar við erum stödd á jarðarkringlunni og þeirri augljósu staðreynd að borgarbúar kjósa að fara um á sínum bíl. Engin okkar kannast heldur við að nokkurt samráð hafi verið við okkur haft. Ætli borgarstjórnin líti ekki svo á að rétt sé að forðast samneyti við okkur enda með „sveittar krumlur for- tíðar“. Við erum stoltar konur og stoltar af verslunum okkar. Draumur okkar er að þessum verslunum með ára- tugalanga sögu verði skapaðar að- stæður til að geta haldið áfram að veita landsmönnum góða þjónustu, boðið upp á vandaða vöru og hlýlegt viðmót. Án okkar og margra ann- arra sem berjast við borgaryfirvöld verður mannlífið í miðbænum fátæk- ara. Við borgaryfirvöld höfum við þetta eitt að segja: Látið Laugaveg og Skólavörðustíg í friði og hlustið á vilja afgerandi meirihluta rekstrar- aðila. Sólveig Grétarsdóttir Herrafataverslun Guðsteins Laugavegi 34 Anne Helen Lindsay Litla Jólabúðin og Litla Gjafavörubúðin, Laugavegi 8 Helga Jónsdóttir Gullkúnst Helgu,Laugavegi 13 Kristjana J. Ólafsdóttir Gull og silfur, Laugavegi 52 Inga S. Jónsdóttir Gleraugnasalan, Laugavegi 65 Anna Bára Ólafsdóttir Dún og fiður Laugavegi 86-94 Hrafnhildur Egilsdóttir Vitinn, Laugavegi 62 Kristín Ellý Egilsdóttir Kós Leður, Laugavegi 94 Hildur Bolladóttir Ófeigur Gullsmiðja Skólavörðustíg 5 Anna María Sveinbjörnsdóttir Anna María Design Skólavörðustíg 3 María Jóh. Sigurðardóttir Rossopomodoro Laugavegi 40 a Guðrún Hallgrímsdóttir Íslandsapótek, Laugavegi 46 » Við hefðum seint trúað því að skæð- asti andstæðingur okkar yrði meirihluti borgarstjórnar. Morgunblaðið/Eggert Miðbæjarverslun „Borgarfulltrúar tala gegn betri vitund og viðhafa öfugmæli á borð þau að götulokanir örvi verslun,“ segir í greininni. Meiri áhrif með hreinsun á augnlokum Með því að sameina Thealoz Duo augndropa og Blephaclean blautþurrkur næst betri árangur Fæst í flestum apótekum Dagleg hreinsun á augnlokum eykur áhrif augndropa í baráttunni gegn þurrum augum Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.