Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlist Kjartans Sveinssonar við stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Síðasti bærinn, hefur nú loksins verið gefin út, 16 árum eftir að myndin var frumsýnd. Hún segir af bónda í fjarlægum dal sem býr á eina bænum sem finna má í daln- um. Hann reynir að viðhalda draumum sínum þrátt fyrir allar breytingarnar í sveitinni, eins og segir í lýsingu á vefnum Kvikmynd- ir.is, en bóndinn er ekkill og er við það að missa bæinn, sjálfstæðið og sjálfsvirðinguna. Kjartan er önnum kafinn í hljóð- veri þegar blaðamaður nær tali af honum en tekur sér stutt hlé til að fræða lesendur um tónlistina. Hvað er hann að gera í hljóðveri? „Ég er að taka upp með Skúla Sverris- syni,“ svarar Kjartan og bætir við að Birgir Jón Birgisson stjórni upptökum. „Þetta er samstarfs- verkefni, við erum búnir að vinna að þessu í nokkur ár,“ segir Kjart- an um þessar upptökur og við lát- um það gott heita og snúum okkar að Síðasta bænum. Hvað kemur til að fyrst núna er verið að gefa tónlistina út, 16 árum eftir að myndin kom út? „Ég fót- brotnaði um daginn og sat voða mikið heima í sófanum akkúrat í COVID og það var ekkert að gera. Mér fannst bara voða sniðugt að gefa eitthvað út í ástandinu, það var svolítið pælingin,“ útskýrir Kjartan. Í kófinu sé fólk ef til vill að leita inn á við og líka að ein- hverju nýju. „Svo stendur til hjá mér að gefa út svolítið af „sound- track“-músík á næstu mánuðum,“ bætir Kjartan við og á þar við kvik- myndatónlist. Væri líklega mínímalískari –Voru þessar upptökur til og til- búnar til útgáfu? „Já, en ég þurfti reyndar eitt- hvað að mixa og mastera og svo- leiðis en jú jú, þetta er bara úr myndinni,“ svarar Kjartan. Tónlistin er flutt af strengja- Gaman að gera bíó öðru hvoru  Kjartan Sveinsson gefur út tónlist sem hann samdi við stuttmyndina Síðasti bærinn árið 2004  Fékk þá hugmynd þegar hann var fótbrotinn heima í ḱófinu Ljósmynd/Helen Best Virðulegur Kjartan segir gott að geta af og til samið tónlist við kvikmyndir. kvartett og Kjartan segir hana of- boðslega dæmigerða kvikmynda- tónlist. „Það er fyndið að skoða þetta 16 árum síðar,“ segir hann og er beðinn um að fara nánar út í þá sálma. „Það er voða gott að fá svona fjarlægð og það er kannski líka þess vegna sem ég er að gefa þetta út, af því það er komin fjar- lægð á þetta. Ég hefði líklega aldrei verið sáttur við að gefa þetta út fyrir 16 árum en núna er þetta bara fínt,“ segir Kjartan kíminn. Hann er spurður að því hvað hann hefði gert öðruvísi fengi hann þetta verkefni í dag og segir hann tónlistina mögulega hafa orðið mínímalískari með árunum. „En ég held að þetta sé alveg rétt músík fyrir þessa mynd á þeim tíma sem hún var gerð. Það breytist alltaf allt í öllu samhengi og það myndi örugglega enginn gera svona mynd í dag og enginn gera svona músík við svona mynd í dag. Allt breytist í samhengi og tíma.“ Vínyll seinna Kjartan er spurður að því hversu mörg kvikmyndaverkefnin hafi ver- ið hjá honum á þeim 16 árum sem liðin eru frá Síðasta bænum og seg- ir hann þau ekki svo mörg, líklega um sex talsins. „Mér finnst gaman að gera bíó öðru hvoru en myndi ekki vilja hafa það að atvinnu,“ segir hann, „en það er voða gaman að gera eina og eina mynd.“ Platan er eingöngu gefin út staf- rænt og segir Kjartan að hann muni halda áfram að gefa út kvik- myndatónlist og setja svo saman á vínyl síðar. Hann er að lokum spurður að því hvernig hann hafi fótbrotnað. „Ég rann bara á klaka, það var ekki flóknara,“ svarar hann kíminn og snýr sér aftur að upptök- unum með Skúla og Birgi. Bóndi Jón Sigurbjörnsson í Síðasta bænum, stuttmynd Rúnars Rúnars. Söngkonan Silja Elísabet Brynj- arsdóttir hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2020. Silja hóf 11 ára gömul söngnám við Tónlistarskóla Vestmannaeyja auk þess að ljúka 1. stigi í píanónámi en árið 2011 hóf hún nám við Söngskólann í Reykja- vík og lauk hún framhaldsprófi þaðan árið 2013 með hæstu ein- kunn. Í janúar 2015 lauk hún 8. stigi í söng með hæstu einkunn allra og hóf um haustið nám við Royal Academy of Music í London sem hún lauk fjórum árum síðar. Í fyrrahaust hóf hún sérnám við skól- ann í óperusöng. Á vefnum Eyj- ar.net segir að skilyrði fyrir nám- inu sé meistaragráða sem Silja hafi ekki verið með en hlotið undan- þágu. Silja hefur tekið þátt í fjölda ópera og tónleika í náminu. Silja Elísabet bæjarlistamaður Silja Elísabet Brynjarsdóttir Stjórn Listahátíð- ar í Reykjavík samþykkti ein- róma að endur- ráða Vigdísi Jak- obsdóttur í starf listræns stjórn- anda Listahátíðar í Reykjavík til næstu fjögurra ára, til 30. sept- ember 2024, en samkvæmt skipulagsskrá Listahá- tíðar í Reykjavík er stjórn heimilt að endurrráða listrænan stjórnanda einu sinni í allt að fjögur ár án aug- lýsingar. „Á fimmtíu ára afmæli Lista- hátíðar tökumst við á við fordæma- lausar aðstæður í sögu hátíðarinnar og munum teygja úr afmælis- hátíðinni yfir heilt ár. Það kallar á endurhugsun og endurskipu- lagningu en opnar líka nýja mögu- leika í starfseminni sem verður gam- an að fá tækifæri til að fylgja eftir,“ er haft eftir Vigdísi í tilkynningu. Vigdís áfram list- rænn stjórnandi Vigdís Jakobsdóttir Laugardaginn 23. maí var opnuð sýning á verkum Einars Þorsteins í Galleríi Úthverfu á Ísafirði og er hún jafnframt fyrsta sýningin í sýn- ingaröðinni Ferocious Glitter II í galleríinu og lýkur 22. ágúst. Er það röð stuttra sýninga og fram- hald sýningar sem fram fór í fyrra- sumar. Listamennirnir sem sýna í röðinni eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins, að því er fram kemur í til- kynningu, en sýningarstjóri er Ga- vin Morrison. „Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri lista- manna sem tengjast myndlistar- sögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra,“ segir í tilkynningu. Einar Þorsteinn (1942-2015) arki- tekt var frumkvöðull í notkun fjöl- liða geometrískra mannvirkja og vann náið með listamanninum Ólafi Elíassyni að ýmsum verkefnum. Arkitekt Einar Þorsteinn með módel. Verk Einars sýnd í Galleríi Úthverfu Solveig Thoroddsen opnar í dag kl. 17 myndlistarsýninguna Mér er um og ó í Galleríi Gróttu á 2. hæð Eiðis- torgs á Seltjarnarnesi. Segir hún í tilkynningu að íslensku þjóðsög- urnar hafi fylgt henni allt frá því hún var lítil stúlka. „Sem fullorðinn myndlistarmaður hefur myndlist mín gjarnan haft femínískar tilvís- anir og hef ég einblínt á þau sjónar- horn, út frá mér sem konu. Í ís- lensku þjóðsögunum má alveg fullyrða að hlutur kvenpersóna er áberandi. Þær eru ástsjúkar, tryllt- ar, dulmagnaðar, örvæntingar- fullar, blíðar, sterkar, klókar og úrræðagóðar. Þær eru ger- endur og miklir örlagavaldar, í eigin lífi og ann- arra. Þær birtast einnig sem fórnarlömb þjóð- félagslegra að- stæðna og viðmiða, en undantekn- ingarlaust bregðast þær við þeirri stöðu sinni á áhrifaríkan hátt,“ skrifar Solveig m.a. í tilkynningu. Hún fjalli í verkum sínum um nokkrar af þekktustu þjóðsög- unum. Verkefnið er styrkt af Mynd- listarsjóði. Hlutur kvenper- sóna áberandi Solveig Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.