Morgunblaðið - 04.06.2020, Page 20

Morgunblaðið - 04.06.2020, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við tvö- földun Suðurlandsvegar frá núver- andi vegi rétt sunnan Vesturlands- vegar og suður fyrir Bæjarháls. Um er að ræða 1.000 metra vegakafla. Alls bárust fimm tilboð í verkið. Lægsta tilboðið var frá Óskataki ehf. í Kópavogi, 402 milljónir. Var það 82% af áætluðum verktaka- kostnaði, sem var 491 milljón. Næst- lægsta boðið var frá Ístaki hf. í Mos- fellsbæ, tæpar 450 milljónir. Starfsmenn Óskataks hófu vinnu við vegagerðina strax eftir að samn- ingar höfðu verið undirritaðir. Verkið felst í að fullgera eystri ak- braut Suðurlandsvegar, milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls, til móts við Hádegismóa. Eystri ak- brautin verður tengd við núverandi vegakerfi í báðum endum. Sett verður upp ný veglýsing og vegrið til að aðskilja akstursstefnur. Núverandi undirgöng undir Suður- landsveg við Krókháls verða lengd og breikkuð þannig að hægt verður að skilja betur milli bílaumferðar og gangandi/hjólandi, segir í verklýs- ingu. Markmið framkvæmdanna er að sögn Vegagerðarinnar að auka ör- yggi og greiða fyrir umferð. Sér- staklega er bent á aukið öryggi óvar- inna vegfarenda í undirgöngunum við Krókháls Vegarstæði Suðurlandsvegar, sem til stendur að breikka, var að stórum hluta sprengt í berg. Var það verk unnið árið 2003. Vegurinn var mikil samgöngubót á sínum tíma og létti verulega umferðarálagi af Höfðabakka og Bæjarhálsi, sem áður var aðalleiðin út úr borginni að Suðurlandsvegi. Vonast er til að hleypa megi ótakmarkaðri umferð á veginn fyrir 15. september nk.Verk- inu öllu skal vera lokið fyrir 1. nóvember 2020. Hálfs mánaðar tafir urðu á samningum vegna kærumála og kynninga, segir í frétt á heima- síðu Vegagerðarinnar. Morgunblaðið/Eggert Suðurlandsvegur Starfsmenn Óskataks eru mættir á svæðið með stórvirkar vinnuvélar. Tvöföldun vegar hafin  Vinnu við breikkun Suðurlands- vegar á að ljúka fyrir lok október

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.