Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 8
Við Færeyjar Mörg uppsjávarskipanna eru nú á kolmunnaveiðum. Níu íslensk uppsjávarskip voru í gær á kolmunnaveiðum vestur af Færeyjum; Venus NS, Víkingur AK, Aðalsteinn Jónsson SU, Guðrún Þorkelsdóttir SU, Jón Kjartansson SU, Bjarni Ólafsson AK, Ísleifur VE, Börkur NK og Beitir NK. Þá voru Heimaey VE og Huginn VE á leið á miðin. Samkvæmt upplýsingum frá Ingi- mundi Ingimundarsyni, útgerðar- stjóra uppsjávarskipa hjá Brimi hf., hefur verið heldur rólegt á miðunum síðustu daga. Í gærmorgun fékk Venus þó um 360 tonn eftir að hafa togað í hátt í sólarhring og var kom- inn með um 2.200 tonn. Ráðgert var að skipið héldi heimleiðis til Vopna- fjarðar í dag eftir eitt hol til við- bótar. Veður hefur verið sæmilegt á miðunum síðustu daga. Kolmunnaafli ársins nálgast nú 200 þúsund tonn, samkvæmt yfirliti um afla úr deilistofnun á heimasíðu Fiskistofu, en alls er kvótinn 247 þúsund tonn. Af þessum afla hafa rúmlega 11 þúsund tonn verið veidd innan íslensku lögsögunnar, yfir 140 þúsund tonn við Færeyjar og yfir 44 þúsund tonn á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Mestur afli í einum mánuði var í maí þegar tæplega 80 þúsund tonn veiddust við Færeyjar. aij@mbl.is Á kolmunnaveiðum vestur af Færeyjum  Aflinn nálgast 200 þúsund tonn á árinu 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Formaður Viðreisnar ofbýðurPáli Vilhjálmssyni með frum- legum útleggingum á hag- og fjár- málafræðum:    Íslenska krónanber ábyrgð á kreppunni vegna Kínaveirunnar, seg- ir formaður Við- reisnar efnislega. Í Evrópu er engin verðbólga eins og hér á Íslandi, kemur úr koki Tobbu Kötu. Formaðurinn veit ekki, eða þykist ekki vita, að Evrópu glímir við verð- hjöðnun, sem er margfalt verri en verðbólga.    Allir sem eitthvað kunna í hag-fræði, lögverndaðir eða ekki, vita þetta. Tobba Kata kann ekki hagfræði og heldur ekki einföldustu atriði um áhrif Kínaveirunnar á eft- irspurn í ferðaþjónustu – sem kem- ur krónunni nákvæmlega ekkert við.    En Tobba Kata kann að spilagolf, ójá, enda hvorki verð- bólga né verðhjöðnun á vellinum í Hveragerði. Ónei, sei, sei.“    En Páll má ekki gleyma því aðformaðurinn kann einnig sitt hvað fyrir sér í persónulegum fjár- málafræðum. Þá var viðmiðunin höfð í kringum milljarðinn, ef rétt er munað og ekki farið eftir alfara- leiðum við að koma því öllu í kring.    Þau Jón og Sigga náðu aldrei uppí slík undur. Svo klauf formað- urinn Sjálfstæðisflokkinn sem borið hafði hana á höndum sér til þess eins að geta tekið þátt í borgarsukk- inu með Degi, sérfræðingi í því. Páll Vilhjálmsson Enn veifar hún fræðunum STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Illa hefur gengið að fá íslenskar gúrkur í verslunum Bónus undan- farnar vikur. Að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, bendir lítið til annars en að svo verði áfram. „Uppskeran er ekki í eðlilegu horfi og það er ekki alveg ljóst hvers vegna það er að gerast. Í tilkynningu frá sölufélaginu í síðustu viku kom fram að ræktun hafi gengið afburða illa og sé langt undir vænt- ingum. Það eigi þó að breytast með nýju húsi sem tekið verður í notkun á næstunni,“ segir Guðmundur og bætir við að verslunin sé að flytja inn gúrkur frá Hollandi til að mæta eft- irspurn. „Tilkynningaflæðið mætti vera betra frá sölufélaginu. Óánægjan beinist að búðunum, en við erum að auka innflutning til að mæta þessu.“ Aðspurður segir hann ljóst að við- skiptavinir verslunarinnar vilji velja íslenskt. Af þeim sökum sé ekki gott hversu illa virðist ganga að fá ís- lenskt grænmeti. „Það er langt síðan það hefur verið svona mikill skortur á gúrkum. Svo erum við líka að lenda í skorti á tómötum, en við höfum enn ekki fengið skýringu á því. Ég á þó von á því að það lagist.“ Tómata- og gúrkuskortur í Bónus  Illa gengur að fá íslenskar gúrkur og tómata  Flytja inn hollenskar gúrkur Skortur Engar gúrkur hafa verið fáanlegar í verslunum Bónuss. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.