Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 11

Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Hlutfall fullorðinna sem notuðu ljósabekki einu sinni eða oftar síð- ustu 12 mánuði er nú komið niður í um 6%, miðað við 11% í fyrra. Hlut- fallið hefur ekki verið lægra frá því að kannanir hófust árið 2004. Hlut- fall þeirra sem höfðu notað ljósa- bekki var hæst hjá aldursbilinu 18 – 24 ára, eða 21%. Frá þessu er greint á heimasíðu Geislavarna ríkisins og í fréttinni er niðurstöðum um minnkandi notkun ljósabekkja fagnað, enda fylgi notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. Norrænar geisla- varnastofnanir hafa ráðið fólki frá því að nota ljósabekki. Fyrrnefndar niðurstöður fengust í árlegri könn- un á notkun ljósabekkja á Íslandi sem framkvæmd var af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, embættis landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Niðurstöðurnar sýndu m.a. einn- ig að um 12% svarenda höfðu brunnið a.m.k. einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðast- liðnum 12 mánuðum, sem er það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Í fyrra var sama hlutfall 19% en var 27% árið 2013. Frá árinu 2004, þegar mælingar á notkun ljósabekkja hófust, hefur dregið verulega úr notkun þeirra. Árið 2004 höfðu um 30% fullorð- inna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði, en frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10%, þar til nú þegar hlutfallið er komið niður í 6%. Vegna kórónufaraldursins voru sólbaðsstsofur lokaðar í rúman mánuð síðasta vor. aij@mbl.is Dregur úr notkun ljósabekkja  Færri brunnu í sól eða ljósabekkjum Morgunblaðið/Úr safni Fækkun Um 6% fullorðinna hafa notað ljósabekki síðustu 12 mánuði. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) stendur fyrir áheitabakstri í sólar- hring, sem hefst síðdegis í dag kl. 18 og stendur til sömu stundar á laugardag. Tilefnið er söfnunin „Gjöf til allra kvenna á Íslandi“ sem kvenfélögin hafa staðið fyrir í ár í tilefni 90 ára afmælis KÍ. Baksturinn hefur fengið grænt ljós frá almannavörnum og heil- brigðiseftirlitinu og fer fram í deili- eldhúsinu Eldstæðinu við Nýbýla- veg 8 í Kópavogi, Dalbrekkumegin. Kvenfélagskonum og áhugasömum stendur til boða að taka þátt í við- burðinum með því að koma og baka, pakka eða afgreiða. Einnig stendur til boða að standa vaktina í Jólaþorpi Hafnarfjarðar um helgina. Hægt er að fara inn á vefsíðuna gjoftilallrakvenna.is og velja sér vaktir. Afmælisnefnd KÍ mun svo hafa samband og staðfesta vakt og tíma. Hámarksfjöldi í hverju hólfi er 10 einstaklingar, samtals geta 30 verið á hverri vakt sem skiptist niður í þrjú hólf. Á sömu síðu er svo einnig hægt að panta og kaupa bakkelsið, margs konar tegundir. Boðið er upp á heimsendingu eins og fólki hentar. Einnig er hægt að kaupa armbönd og súkkulaði á síðunni og leggja til frjáls framlög. Kvenfélagasambandið er sam- starfsvettvangur og málsvari kven- félaganna í landinu. Um er að ræða fjölmennustu kvennahreyfingu á Ís- landi, með 17 héraðssambönd og 154 kvenfélög, alls um 5.000 félaga. Markmið söfnunarinnar í ár er að ná um 36 milljónum króna í hús. Kvenfélagskonur safna fyrir tækj- um og hugbúnaði þeim tengdum sem koma til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða mónitora og ómtæki, ný eða uppfærð, og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og kvennadeild- ar Landspítalans. Áheitabakstur í sólarhring Morgunblaðið/Eggert Jólaþorpið Kvenfélagskonur verða á ferðinni í Hafnarfirði um helgina að selja afurðir áheitabaksturs, armbönd, súkkulaði og fleira gott.  Stór liður í fjár- öflun Kvenfélaga- sambands Íslands DRAUMA JÓLA- GJÖFIN GLÆSILEG ULLARKÁPA Skipholti 29b • S. 551 4422 Skoðið laxdal.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is BLACK FRIDAY TILBOÐ af öllum vörum frá ZHENZI, ZE-ZE og NO SECRET20% afsláttur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Svartur föstudagur 20% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.isEngjateigi 5 // 581 21 // hjahrafnhildi.is Skoðið // hjahrafnhildi.is BLACK FRIDAY 30-70%AFSL. ÚT 1. DESEMBER MOSMOSHJAKKI VERÐ: 60.980 NÚ: 42.686 Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.