Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Ársþing Hafnasambands Íslands fer fram í dag og hefst klukkan níu. Í fyrsta skipti í rúmlega 50 ára sögu sambandsins verður þingið rafrænt. Á þinginu verða lagðar fram og ræddar þrjár tillögur, um orkuskipti í höfnum, fyrir- hugaðar breyt- ingar á hafnalög- um og hugmyndir um breytingar á vigtarreglugerð. Á þinginu mun Gísli Gíslason, fyrrverandi hafn- arstjóri Faxaflóa- hafna, láta af for- mennsku í Hafna- sambandinu. Gísli hefur verið hafnarstjóri frá árinu 1987. Fyrst á Akranesi sem bæjar- og hafnar- stjóri, en frá árinu 2005 sem hafn- arstjóri Faxaflóahafna. Hann lét af því starfi síðsumars. Þessum starfs- titli fylgdi þátttaka í starfi hafna- sambandsins – fyrst Hafna- sambands sveitarfélaga og síðar Hafnasambands Íslands. Þar var hann varamaður í stjórn frá 1987- 1994, en í stjórn frá 1994-2004 og síð- an formaður stjórnar frá þeim tíma til þessa fundar. Gísli segir að nú skilji leiðir eftir langa og afar skemmtilega og ánægjulega vinnu að málefnum hafnanna. „En því miður gerist það á fundi þar sem ekki er tækifæri til fal- legrar samveru með tilheyrandi og hefðbundinni gleðistund.“ Kjörnefnd mun á þinginu í dag gera tillögu um að Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, taki við formennsku af Gísla. Hafna- sambandsþingið átti að fara fram dagana 24.-25. september sl. í Snæ- fellsbæ en því varð að fresta vegna heimsfaraldursins. Í staðinn verður þingið 2022 haldið þar. sisi@mbl.is Fyrsta rafræna þing hafnanna  Gísli Gíslason lætur af formennsku Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Löndun Hugmyndir um breytingar á vigtarreglugerð verða ræddar. Gísli Gíslason vísað til verkstæðisbyggingar sem Steindór Einarsson reisti, en hann rak á síðustu öld umfangsmikla bíla- útgerð, Bifreiðastöð Steindórs, sem var mjög þekkt fyrirtæki á sinni tíð. Árið 2016 var nýtt deiliskipulag auglýst og þá hét reiturinn Byko- reitur og var þá vísað til þess að í fyrrverandi verkstæðishúsinu rak Byko um árabil verslun. Fékk það þá nafnið Byko-húsið. Í erindinu sem nú liggur fyrir í borgarkerfinu heitir lóðin Steindórsreitur. Í deiliskipulaginu frá 2016 var gert ráð fyrir íbúðum og hóteli. Enn á ný var deiliskipulag auglýst árið 2019. Þá var búið að falla frá fyrri hug- myndum um hótel en íbúðum fjölgað frá því sem áður var áformað. Húsið sem Steindór Einarsson reisti á sínum tíma sem verkstæði var síðar innréttað fyrir verslun. Sem fyrr segir rak Byko verslun þar um árabil. Síðar var þar verslunin Víðir auk þess sem Pósturinn var þar með starfsemi. Undanfarið hefur húsið staðið autt og er það farið að láta á sjá eftir að veggjakrotarar fóru um það höndum. Húsið er 1.483 fermetrar að stærð. Á jólaföstu árið 1939 stóð Tónlistar- félagið í Reykjavík fyrir miklum menningarviðburði í húsinu. Flutt var „Sköpunin“ eftir Joseph Haydn og stjórnandi var Páll Ísólfsson. Var þetta fyrsta óratórían sem flutt var hér á landi. Ekkert annað hús í bæn- um rúmaði bæði kór og hljómsveit, sem voru um 100 manns. Utan á hús- inu er skjöldur til minningar um þennan menningarviðburð. Niðurrif hússins heimilað „Ekki er gerð krafa um varðveislu neins húss á skipulagsreitnum,“ seg- ir í deiliskipulagstillögunni frá 2016. Á fundi byggingafulltrúa Reykja- víkur sl. þriðjudag var tekin fyrir beiðni U22 ehf. um að fá að rífa versl- un og vörugeymsla á lóð nr. 79 við Sólvallagötu. Var hún samþykkt. Áskilin var lokaúttekt byggingarfull- trúa. Enn fremur var áskilið sam- þykki heilbrigðiseftirlits. Afgreiðslan er án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs, segir í fundargerð. Nýjar íbúðir í Vesturbænum  Fjögur íbúðarhús verða reist á Steindórsreit við Hringbraut  Heimila niðurrif á Byko-húsinu Morgunblaðið/sisi Byko-húsið Það mun víkja fyrir nýjum byggingum. Húsið hefur orðið fyrir barðinu á veggjakroturum undanfarið. Tölvumynd/Plúsarkitektar Ný byggð Fjögur hús munu rísa á Steindórsreitnum við Hringbraut, alls 9.184 fermetrar. Í húsunum verða 83 íbúðir. BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Plúsarkitektar hafa sent erindi til Reykjavíkurborgar þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjögur tveggja til fimm hæða fjölbýlishús á svoköll- uðum Steindórsreit. Í húsunum er gert ráð fyrir 83 íbúðum, atvinnu- rýmum á götuhlið v/Hringbraut og bílakjallara fyrir 82 bíla. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnis- stjóra skipulagsfulltrúa. Á fundi á þriðjudaginn samþykkti bygging- arfulltrúi niðurrif húsa á reitnum. Umrædd lóð, Sólvallagata 79, er á besta stað í Vesturbænum, gegnt Eiðsgranda og JL-húsinu. Lóðarhafi er U22 ehf., dótturfélag Kaldalóns hf. +ARKITEKTAR eru hönnuðir bygginganna. Húsin verða 9.184 fermetrar Fram kemur í umsókninni um byggingarleyfi að húsin fjögur verði alls 9.184 fermetrar. Þar af verður atvinnurými 584 fermetrar. Húsin verða steinsteypt, einangruð að utan og með loftræstri klæðningu. Bíla- kjallarinn verður 2.700 fermetrar. Á fundi borgarráðs í febrúar sl. voru kynnt drög að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og lóðar- hafa Sólvallagötu 79, þ.e. U22 ehf. og K. Steindórsson ehf. Greiðslur fyrir byggingarrétt skyldu vera krónur 59.160.000. Samið var um, með tilliti til áforma Reykjavíkurborgar, að á reitnum verði 20% íbúða skilgreind sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., bú- seturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Reiturinn sem um ræðir afmark- ast af Hringbraut, Framnesvegi og Sólvallagötu. Lengi hefur staðið til að þétta byggð á svæðinu og byggja á reitnum. Í desember 2006 sam- þykkti borgarráð deiliskipulag fyrir reitinn og var þar gert ráð fyrir að 70 íbúðir yrðu byggðar. Ekkert varð af framkvæmdum þá. Í deiluskipulag- inu frá 2006 var umrædd lóð nefnd Steindórslóð við Hringbraut. Var þar Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is JÓLAPERLUR Vefuppboð nr. 513 Þorvaldur Skúlason vefuppboð hefst laugardag 28. nóvember - 9. desember Louisa Matthíasdóttir Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.