Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starfsemi fé- lagasamtaka. Kvenfélag Garða- bæjar er þar engin undantekning. Síðasti félagsfundur var haldinn 3. mars sl. og síðan þá hefur mörgum viðburðum félagsins verið aflýst eða frestað. Stjórn kvenfélagsins hefur reynt að halda á spilunum með ýmsu móti, eins og með tölvupóstum til félagskvenna og borið út dreifibréf til þeirra með upplýsingum. Einnig hefur vefur félagsins verið upp- færður reglulega, kvengb.is, og facebooksíða félagsins. Fella hefur þurft niður árlegt fjáröflunarkvöld, vorferð til Vest- mannaeyja bíður og hætta þurfti við að bjóða bæjarbúum upp á ár- legt hátíðarkaffihlaðborð, sem hef- ur verið stærsta fjáröflun félags- ins. Fjáraflanir hafa því ekki skilað neinu í kassann. Helena Jónas- dóttir, formaður félagsins, segir erfitt hafa verið að sitja algjörlega hjá og styrkja ekki neitt, þannig að stjórnin færði Brunavarðafélagi Reykjavíkur, sem eru starfsfólk slökkviliðs og sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu, smá styrk í vor. Nú var jafnframt ákveðið að styrkja styrktarsjóð Garðasóknar um 200 þúsund krónur, sem rennur til þeirra sem á þurfa að halda. Stjórn félagsins taldi rétt að halda ekki jólafund í byrjun desem- ber, þótt búið hafi verið að und- irbúa hann. Þá er ekki gert ráð fyrir þátttöku félagsins í árlegri kvennamessu Garðasóknar á fyrsta sunnudegi í aðventu. Kvenfélag Frá félagsfundi Kvenfélags Garðabæjar, fyrir Covid-19. Félagasamtök finna fyrir faraldrinum  Kvenfélag Garðabæjar styrkir Garðasókn þótt engar séu fjáraflanir Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Veitingastaðurinn Maika’i verður opnaður í Smáralind í Kópavogi í næsta mánuði. Maika’i verður í rými þar sem Smáralind og Norðurturn mætast, þar sem bakarí Jóa Fel. var áður til húsa. Mun Maika’i deila rýminu með kökuþjónustunni Sæt- um syndum. „Við fundum fyrir eftirspurn eftir skálunum okkar í Kópavogi og hjá fólki sem starfar í bæjarfélaginu. Þegar þetta tækifæri bauðst vorum við ekki lengi að stökkva á það,“ seg- ir Ágúst, en þetta er fjórði Maika’i- staðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hina þrjá staðina má finna á Hafn- artorgi, inni á kaffihúsinu Sætum snúðum í Mathöll Höfða og í Class- anum Sport við hlið líkamsrækt- arstöðvarinnar World Class Laug- um. Hafa staðirnir notið gríðarlegra vinsælda, en auk þeirra þriggja er fyrirtækið með matarvagn á sínum snærum. Reksturinn gengið vel Aðspurður segir Ágúst Freyr Hallsson, annar eigenda Maika’i, að rekstur Maika’i hafi gengið vel þrátt fyrir erfitt ástand sökum faraldurs kórónuveiru. „Reksturinn hefur gengið vel miðað við aðstæður en auðvitað hafa takmarkanir áhrif á okkur eins og alla. Við teljum þó að það séu bjartari tímar fram undan og þá er mikilvægt að vera tilbúinn í þann slag,“ segir Ágúst sem kveðst bjartsýnn á að faraldrinum ljúki senn. Þá sé hann mjög þakklátur fyrir hversu vel hafi gengið þrátt fyrir gríðarlega krefjandi aðstæður á veitingamarkaði undanfarna mán- uði. Opna hugsanlega fleiri staði Á Maika’i er boðið upp á acai- skálar sem í grunninn eru búnar til úr handtíndum sambazon-berjum frá Brasilíu. Ofan á grunn skál- arinnar stendur viðskiptavinum til boða að setja m.a. ber, banana og granóla. Auðvelt er að taka skál- arnar með og segir Ágúst að það hafi hjálpað í núverandi ástandi. „Við höfum verið mjög heppin með það en auk þess höfum við lagt mikið upp úr því að sóttvarnareglum sé fram- fylgt,“ segir Ágúst. Einungis tveir mánuðir eru liðnir frá því að Maika’i var opnaður í Classanum Sport. Þá var staðurinn á Hafnartorgi opnaður um mitt sum- ar. Þannig mun stöðum fyrir- tækisins fjölga um þrjá á yfirstand- andi ári. Spurður hvort til greina komi að opna enn fleiri staði á næstu mánuðum kveður hann já við. Sem stendur sé öll einbeiting þó á núver- andi stöðum. „Við finnum greinilega fyrir eftirspurn innan fleiri bæj- arfélaga. Við ætlum samt að einbeita okkur að þessu verkefni og því sem er fram undan, svo sjáum við til.“ Maika’i opnar nýjan stað í Smáralind í desember  Staðirnir nú fjórir talsins  Sætar syndir í sama rými Eigendur Ágúst rekur Maika’i ásamt kærustu sinni, Elísabetu Mettu. SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin, Bankastræti 6 s: 551-8588 Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62 s: 551-4100 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir, Kringlunni s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah úrsmiður, Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah úrsmiður, Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s: 471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson úrsmiður, Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli, Hilmisgötu 4 s: 481-3333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.