Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 45

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 45
FRÉTTIR 45Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Fjölmiðlasamsteypan ViacomCBS hefur samþykkt að selja forlagið Sim- on & Schuster til Penguin Random House fyrir tvo milljarða dala, sem svarar um 270 milljörðum króna. Fjallað var um viðskiptin í New York Times í vikunni en þar var salan sögð leiða til uppstokkunar í útgáfu- starfsemi. Stærsti bókaútgefandinn vestanhafs væri enda að kaupa þann þriðja stærsta. Með sterka stöðu sam- einaðs félags í huga kynni afstaða samkeppnisyfirvalda að vega þungt. Að sögn blaðsins myndi samruninn skapa fyrstu risaútgáfuna en Penguin Random House er í eigu þýska fjöl- miðlarisans Bertelsmann. Leita hagræðingar Samruninn er sagður koma í kjöl- farið á samrunum í bókagáfu undan- farinn áratug. Rifjað er upp að Penguin og Rand- om House hafi sameinast 2013 og News Corp keypt útgáfufélagið Harlequin, svo dæmi séu tekin. Simon & Schuster er rótgróin út- gáfa. Félagið var stofnað 1924 og gaf í fyrstu út krossgátur. Meðal höfunda hjá forlaginu eru Stephen King og Bob Woodward og svo horfnir meist- arar á borð við Ernest Hemingway og F. Scott Fitzgerald. Að sögn New York Times reyndist kórónuveirufaraldurinn Simon & Schuster erfiður og til að bæta gráu ofan á svart hafi Carolyn Reidy, fram- kvæmdastjóri félagsins, fallið frá sviplega í maí síðastliðnum. Streymisveita er framtíðin Blaðið segir ViacomCBS telja framtíðina liggja í streymisveitu og bókaútgáfa rími ekki við þá sýn. Má í þessu efni rifja upp að skammt er síðan Storytel keypti 70% hlut í Forlaginu, stærsta útgáfufyrirtæki Íslands, en efla átti hljóðbækur. ViacomCBS skuldar 21 milljarð dala, 2.840 milljarða króna, og grynnkar því á skuldunum með söl- unni. baldura@mbl.is Risasamruni í bókaútgáfunni  Penguin kaupir Simon & Schuster AFP Samrunar Penguin sameinaðist Random House árið 2013. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunar hjá Bláa lóninu, segir næsta sumar farið að líta betur út eftir tíðindi af þróun bóluefna. „Þetta eru sannarlega mikil og góð tíðindi. Við horfum til þess að viðspyrnan geti farið að hefjast á nýju ári og við er- um bjartsýnni fyrir sumarið en fyrir nokkrum vikum. Við eigum þó eftir að sjá hvaða áhrif þetta hefur á ferðaþjón- ustuna almennt næstu mánuðina. Óvissan er enn mikil en ljós handan við hornið,“ segir Helga. Fari að fjölga frá apríl Eins og fjallað var um í Morg- unblaðinu í gær hafa Samtök ferða- þjónustunnar endurmetið spá sína fyrir næsta ár, á grundvelli tíðinda af bóluefnunum. Samkvæmt nýrri spá fer ferðamönnum að fjölga frá og með apríl. Þeim fjölgi svo hratt og verði 100 þúsund í desember. Helga telur spána í takt við vænt- ingar. Þess sé að vænta að ferðavilji vakni þegar fólk hefur fengið bólu- setningu gegn veirunni. Það sé þó orðið mjög brýnt að tryggja fyr- irsjáanleika við opnun landamær- anna til að hægt verði að bregðast við. Skv. heimildum Morgunblaðsins hefur Magnús Héðinsson látið af störfum sem umsjónarmaður veit- inga- og hótelrekstrar Bláa lónsins. Helga staðfestir að þetta sé rétt og að þar sjái Bláa lónið á eftir öflugum og góðum liðsmanni. Þessi breyting tengist skipulagsbreytingum og hag- ræðingu hjá Bláa lóninu. Magnús hóf störf hjá lóninu 2010. Aukin bjartsýni hjá lóninu Helga Árnadóttir Verði samruni Kviku, TM og Lyk- ils samþykktur verður til félag sem að óbreyttu mun verma fjórða sæt- ið yfir verðmætustu félögin sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands. Í dag er markaðsvirði TM 37,4 milljarðar króna en Kviku rétt tæpir 30 milljarðar. Sam- anlagt virði þeirra er sjónarmun meira en fjarskiptafélagsins Sím- ans sem í dag er fjórða verðmæt- asta félag Kauphallarninar á eftir Brimi (98,4 ma.), Arion banka (157,4 ma.) og Marel. Síðastnefnda félagið er lang- verðmætasta fyrirtæki landsins og miðað við núverandi gengi í Kaup- höll er markaðsvirði þess tæpir 543 milljarðar króna. Slíkan æg- ishjálm ber félagið yfir önnur fé- lög á listanum að markaðsvirði þess er nærri jafn hátt og sjö næstu fyrirtækja á listanum. Heildarmarkaðsvirði félaganna 19 sem nú eru á listanum nemur tæpum 1.370 milljörðum og því er virði Marels um 40% af saman- lögðu virði félaganna. Lengi vel var Origo það félag sem vermdi neðsta sæti listans yfir verðmæti kauphallarfélaga en nú situr þar fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn. Er það metið á 11 milljarða en Origo á 15,3. Þriðja minnsta fé- lagið er Skeljungur (17,2 ma.) en flest bendir til að það muni á næst- unni hverfa úr Kauphöll í kjölfar yfirtökutilboðs nokkurra hluthafa. Ekki er langt síðan leigufélagið Heimavellir var tekið af lista skráðra félaga í kjölfar yfirtöku. Það hafði um fárra missera skeið verið skráð á skipulegan hluta- bréfamarkað. ses@mbl.is Markaðsvirði hlutafélaga í Kauphöll Íslands Kvika/TM Iceland Seafood Hagar Brim Arion banki Festi Eik Reitir Skeljungur Síminn Sýn VÍS Eimskipafélagið Marel Origo Sjóvá Icelandair 30,1 / 37,4 25,7 63,4 98,4 156,7 52,2 29,7 47,1 17,2 66,9 11 24,6 39,8 542,8 15,3 35,4 39,8 Allar tölur eru í ma.kr. Heimild: Kauphöll Íslands Verður fjórða stærsta félagið  Marel 40% af heildarvirði Kauphallar Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.