Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 46

Morgunblaðið - 27.11.2020, Side 46
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Á maður að láta bólusetja sig með efni sem þróað hefur verið með flýti? Nei, aldrei aftur, segir Meissa Chebbi, sem eins og mörg hundruð aðrir Svíar þjáðist af magnleysi eftir bólusetningarherferð gegn svína- flensufaraldri á árunum 2009-2010. Reynslan af bólusetningunni þá hefur lamað traust Svía á bóluefni við kórónuveirunni nú og í framtíðinni og þar við blandast ótti þeirra um óþekktar aukaverkanir. „Ég mun aldrei ráðleggja neinum að láta bólusetja sig,“ sagði hin 21 árs gamla gamla Chebbi við AFP-frétta- stofuna, aðspurð hvort hún myndi láta bólusetja sig með nýju lyfjunum. „Ekki nema maður þyrfti vegna að- stæðna sem snerust um líf eða dauða,“ bætti hún við. Þetta sænska mál sýnir hversu flókið viðfangsefni það getur verið fyrir yfirvöld að bjóða upp á bóluefni gegn kórónuveirunni, ekki síst á tím- um ofstopafullrar rangrar upplýs- ingagjafar sem nærir efasemdir um ríkisstofnanirnar og jafnvel sjúk- dóminn sjálfan. Sálrænt tjón vegna bóluefna er einkar áberandi í Svíþjóð, sem á þó met þegar smitsjúkdómavarnir með- al barna eru annars vegar. Þá er þátttakan yfir 90% og er hún engin skylda heldur sjálfsval. Nýleg rannsókn Novus-hugveit- unnar leiddi í ljós að 26% Svía ætla ekki að láta bólusetja sig með neinu af þeim efnum sem verið er að þróa, og 28% sögðust óákveðin. Ákveðin í að láta sprauta sig voru hins vegar 46%. Af andstæðingum bólusetningar sögðu 87% ástæðuna vera ótta við AFP Tómlegt Einungis átta manns mega vera viðstaddir guðsþjónustu í Svíþjóð. Draugar dúraveiki auka sprautufælni  Bólusetning við svínaflensu hafði alvarlegar aukaverkanir í för með sér aukaverkanir sem ekkert væri vitað um hingað til. Árið 2009 hvöttu sænsk heilbrigðisyfirvöld landsmenn til að láta bólusetja sig gegn svína- flensunni með pandemrix-lyfinu sem breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline framleiddi. Rúmlega 60% þjóðarinn- ar urðu við kalli og var það heimsmet í þátttöku í bólusetningarherferð. En Chebbi og hundruð annarra, aðallega börn og fólk að þrítugu, greindust síðar með dúraveiki, eða svefnfelli, sem er aukaverkun bólu- efnisins. Fundust á endanum eigin- leikar í efninu sem ætlað var að efla ónæmisvarnir bóluefnisins. Dúra- veiki er ólæknandi óreiða í taugakerfi mannslíkamans sem veldur óhóflegu svefnfelli og jafnvel óstjórnlegu svefnflogi. „Ég fæ svefnköst öllum stundum og við alls konar aðstæður og á óvið- eigandi stundum. Í matartíma, vinnuviðtali, í fyrirlestrum, í háskól- anum. Ég hef dottið út af í vinnunni og sofna einnig í strætó og bara alls staðar,“ segir Chebbi. „Þetta hefur eyðilagt líf mitt,“ bætti hún við. Sænsku lyfjatryggingarnar hafa til þessa samþykkt bætur til handa 440 af 702 sjúklingum sem þjást af eftirköstum pandemrix-bóluefnisins. Hafa þær borgað út um 100 milljónir sænskra króna í bætur, jafnvirði um 1,6 milljarða íslenskra króna. „Hefðum við bara vitað“ Anders Tegnell, sóttvarnastjóri sænska ríkisins og hugmyndafræð- ingur „mjúkrar“ viðspyrnu við kór- ónuveirunni, var í sérfræðinganefnd sem hvatti til fjöldabólusetningarinn- ar 2009. „Auðvitað hefðum við ákveð- ið allt annað hefðum við vitað um aukaverkanirnar. Þær voru með öllu óþekktar og komu öllum í opna skjöldu,“ sagði hann við AFP. „Það hefur verið alþjóðleg samstaða um árabil um að bólusetning væri besta aðgerðin gegn faraldri. Það er eina langtímalausnin sem við höfum. Ljósmynd/Colourbox Skíði Sýktir ferðamenn á skíðasvæðum hjálpuðu til við að dreifa veirunni. Snjóleysi og stríðið gegn kórónu- veirunni verða þess valdandi að öll- um líkindum að ekkert verður úr skíðamennsku í Alpafjöllum um jóla- leytið. Knýja Þjóðverjar á um skíðabann gegn Covid-19-veirunni sem lagt hef- ur yfir 60 milljónir manna í rúmið. Tilhugsunin um að verja jólum bak við luktar dyr hugnast ekki öll- um sem lagt hafa í vana sinn að sækja til fjalla og renna sér í snævi þöktum brautum. Þjóðverjar ætla ekki að létta veiruvörnum sínum fyrr en á nýju ári og freista þess nú að fá bandalagsþjóðir sínar í Evrópu til að loka öllum skíðabrekkum fram til 10. janúar. Frá þessu skýrði Angela Merkel kanslari en hún getur þegar reitt sig á stuðning Frakka sem tilkynntu sl. þriðjudag að franskar skíðabrekkur í Ölpunum og Pýreneafjöllum yrðu lokaðar fram á næsta ár. Sýktir ferðamenn á skíðasvæðum um síð- ustu áramót hjálpuðu til við að dreifa kórónuveirunni til margra Evrópulanda. „Ég segi það blákalt að það verð- ur ekki auðvelt að ná samstöðu, en við verðum að reyna,“ sagði Merkel. Þjóðverjar og Frakkar hafa ákveðið að fara allt aðra leið en austurrísk skíðasvæði og ferðaskrifstofur, en jólatekjurnar hafa skipt skíðastað- ina gríðarlegu máli. Í Sviss eru skíðasvæði aftur á móti nú þegar opin en þar hefur sést til lögreglu við eftirlit. Hlutverk henn- ar hefur verið að tryggja að skíða- fólkið virti ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar gegn kórónuveiru- faraldrinum, svo sem að það bæri grímu fyrir vitum sér og héldi tiltek- inni lágmarksfjarlægð sín á milli. agas@mbl.is Freista þess að fá skíða- svæðum í Ölpunum lokað 46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 FALLEG LJÓS Í ÚRVALI Ármúla 24 • rafkaup.is Meðal mikils fjölda fótboltastjarna fyrr og síð- ar til að minnast argentínska sparksnillings- ins Diegos Armandos Maradona, sem lést í fyrradag í Buenos Aires, er þýski landsliðs- fyrirliðinn Lothar Matthäus, sem sagði Mara- dona hafa verið erfiðasta andstæðing sinn á fótboltavellinum. Mættust þeir í úrslitum HM 1986 og 1990 og hafði Maradona sigur 1986 en Mathäus fjór- um árum seinna. Maradona hefur verið lýst sem manni með stórt hjarta. Hin hlið goðsins var önnur verri og einkenndist af viðvarandi glímu við fíkni- efni með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á lífi sínu. Þjóðarsorg ríkir í Argentínu vegna andláts Maradona. Til stóð að hann yrði jarðsettur í Jardin de Paz-kirkjugarðinum í útjaðri Buenos Aires í gær, en þar hvíla foreldrar hans. Á myndinni tjáir aðdáandi sig við borða við ráðhús borgarinnar en þar stendur „Guð“. AFP „Knötturinn hlýddi honum alltaf“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.