Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 59

Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 59
notum mest bógbitann af frampart- inum. 1 lambabógur 1 l vatn 8 msk/80 g sjávarsalt 6 msk/60 g la kama-kryddblanda 50 ml repjuolía Búið til pækil með því að blanda saman salti og köldu vatni og setjið lambið í hann í þrjár klukkustundir í kæli. Þerrið lambið og nuddið la kama-kryddblöndu á það með olíu. Á Sumac eldum við lambið yfir nótt í 10 klukkustundir á 70°C en einnig er hægt að elda það í eldföstu móti á 120°C með álpappír og smávegis af vatni í botninum í þrjár klukku- stundir. Grillið að lokum lambið í fjórar mínútur á hvorri hlið. Lambið er frábært með grilluðu blaðkáli og steiktum saffran- hrísgrjónum. Stökkt kartöflusmælki chermoula + tómatur + toum 400 g kartöflusmælki salt eftir smekk olía til steikingar tómatsósa, reykt toum-sósa chermoula-sósa Sjóðið kartöflur við hæga suðu í 30 mínútur. Sigtið og látið þær kólna í dágóða stund. Kremjið kart- öflurnar síðan létt með höndunum. Hitið olíu í potti upp í 180°C og djúp- steikið kartöflurnar í 3–4 mínútur. Kryddið með salti. Dreypið reyktri tómatsósu yfir kartöflurnar. Setjið í skál, sprautið toum-sósu yfir og toppið með cher- moula-sósu. Bökuð seljurót harissa + shanklish + za‘atar Ef það er eitthvert grænmeti sem getur komið í staðinn fyrir kjöt þá er það bökuð og grilluð seljurót. Þegar seljurótin er grilluð og aðeins þurrkuð næst ótrúlega góð áferð á hana og bragðið verður dásamlegt. 2 seljurætur salt ólífuolía 100 g harissa-sósa 2 msk./20 g za‘atar-kryddblanda Bakið seljurót í ofni í 50 mínútur á 180°C. Afhýðið seljurótina og skerið hana í tvennt. Þurrkið í kæli yfir nótt. Grillið á öllum hliðum og skerið svo í sneiðar. Setjið seljurótina svo saman eins og hún var áður en þið skáruð hana í sneiðar. Kryddið með salti og ólífuolíu. Hjúpið með har- issa-sósu og bakið í ofni á 200°C í 10 mínútur. M sumac 1 kg grískt jógúrt 400 ml vatn 2 msk./20 g salt Setjið allt í pott og hitið rólega þangað til jógúrtið byrjar að kurlast upp og skilja sig. Setjið klút í sigti, hellið jógúrtinu í sigtið og látið standa í kæli í fimm klukkustundir. Samsetning Dreifið shanklish í miðjuna á diski, dreypið yfir ólífuolíu og za‘at- ar-kryddblöndunni. Leggið svo sneiðar af seljurótinni ofan á. Stökkt kart- öflusmælki chermoula + tómatur + toum Bökuð seljurót harissa + shankl- ish + za‘atar 59 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Gjafabréf Kjötsmiðjunnar eru fullkomin í jólapakkann fyrir starfsfólkið. Eða til að gleðja nákominn sælkera með góðu kjöti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.