Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 76

Morgunblaðið - 27.11.2020, Page 76
UNDANKEPPNI EM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu vann frábæran 3:1 sigur gegn því slóvakíska í F-riðli und- ankeppni EM í Seneca í Slóvakíu í gærkvöldi. Ísland var 0:1 undir í hálfleik eftir afar dapra frammi- stöðu. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins, sem keyrði yfir Slóvaka og skoraði þrjú mörk. Leikurinn fór rólega af stað en á 25. mínútu náði Mária Mikolajová forystunni fyrir Slóvakíu þegar hún átti gott skot fyrir utan teig sem endaði í bláhorninu. Íslensku stelp- urnar virtust slegnar út af laginu eftir markið og gerðu þær slóvak- ísku sig líklegar til þess að bæta við. Í síðari hálfleik var engu líkara en íslenska liðið hafi fengið duglega vítamínsprautu. Liðið fór að vinna boltann oftar og sóknarleikurinn varð skæðari með hverri mínútu. Öflugar sóknarlotur Íslands skil- uðu sér loks á 61. mínútu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafn- aði metin. Agla María Albertsdóttir átti þá frábæra sendingu inn í víta- teig þar sem Sveindís Jane Jóns- dóttir teygði sig í boltann og kom honum fyrir í fætur Berglindar Bjargar sem skoraði örugglega af markteig. Nokkrum mínútum síðar fékk fyr- irliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir vítaspyrnu. Hún fór sjálf á punktinn en Mária Korenciová varði frá henni. Dómari leiksins mat það þó sem svo að Korenciová hafi farið of snemma af línunni og gaf merki um að spyrn- una skyldi endurtaka. Fréttaritara þótti það heldur harður dómur en Sara Björk lét sér fátt um finnast og skoraði af miklu öryggi á 67. mínútu úr endurteknu spyrnunni. Tíu mínútum síðar gerði Ísland út um leikinn. Þá slapp Elín Metta Jen- sen í gegn og var toguð niður. Varn- armaður Slóvaka fékk aðeins gult spjald fyrir vikið en það hefði með réttu átt að vera rautt. Sara Björk steig enn á ný á punktinn og skoraði aftur af öryggi. Tvenna hjá fyrirlið- anum og 3:1 sigur í höfn. Nýttu tækifæri sín vel Ánægjulegt var að sjá hversu vel íslenska liðið brást við döprum fyrri hálfleik, þar sem barátta og gæði í sóknarleiknum voru ekki nægileg. Í síðari hálfleiknum keyrðu íslensku stelpurnar hreinlega yfir þær sló- vakísku, sem sáu aldrei til sólar, og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Agla María og Berglind Björg, sem hafa ekki fengið margar mín- útur í undanförnum leikjum, nýttu báðar tækifæri sín í byrjunarliðinu frábærlega. Auk þess voru Sveindís Jane og Elín Metta afskaplega skæðar í sóknarleiknum í síðari hálf- leiknum. Þá steig Sara Björk upp á gífurlega mikilvægum augnablikum. Sigurinn þýðir að Ísland er að minnsta kosti búið að gulltryggja sér sæti í umspili um laust sæti á EM. Náist sigur í næsta leik gegn Ung- verjalandi á þriðjudaginn kemur á liðið möguleika á að fara beint á EM, sem eitt þriggja liða með bestan ár- angur í 2. sæti undankeppninnar. Tveir gjörólíkir hálfleik- ar í endurkomusigri  Ísland vann Slóvakíu 3:1 í undankeppni EM  Frábær síðari hálfleikur Ljósmynd/KSÍ Byrjunarliðið Íslensku landsliðskonurnar stilla sér upp fyrir leikinn í Slóvakíu í gær. Morgunblaðið/Eggert Þjálfarinn Jón Þór Hauksson fagn- aði þremur stigum í Slóvakíu. Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, var að vonum ánægður með 3:1 sigurinn í F-riðli undankeppni EM gegn Slóvakíu ytra í gærkvöld. „Þetta var ofboðslegur rússíbani. Þetta voru tveir gjörólíkir hálfleikar, ekki bara hvað spilamennsku varðar heldur líka hugarfar og stemningin var ekki í lagi í fyrri hálfleik. Spilið var ofboðslega flatt og við vorum flatar andlega. En seinni hálfleikur var auðvitað alveg frábær. Þrjú mjög góð mörk og margar góðar sóknir en fyrst og fremst gríð- arlegur karakter. Ég held að það sé óhætt að segja að þetta hafi verið karakterssigur,“ sagði Jón Þór við Morgunblaðið. Ísland var 0:1 undir í hálfleik og frammistaðan döpur. Hverju breytti liðið í hálfleik? „Fyrstu skilaboðin til leikmanna voru þau að núllstilla allt spennustig og að gera leikmönnum grein fyrir því að við yrðum að taka þátt í bar- áttunni ef við ætluðum að ná að taka boltann niður og láta hann ganga. Þannig að það var fyrst og fremst að núllstilla það til þess að fá gæði fram á við. Það tókst sem betur fer,“ sagði Jón Þór enn fremur. gunnaregill@mbl.is „Ofboðslegur rússíbani“  Gjörólík spilamennska í fyrri og seinni hálfleik að mati landsliðsþjálfarans 76 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 Rhein Neckar Löwen kom sér fyrir í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær með stórsigri á Wetzlar 37:24. Alexander Pet- ersson skoraði 1 mark fyrir Löwen og Ýmir Örn Gíslason kom einnig við sögu í leiknum. Löwen er með 16 stig og hefur unnið átta af fyrstu níu leikjunum. Göppingen vann úti- sigur á Essen 32:28. Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen og átti þrjár stoðsend- ingar. Balingen og Leipzig gerðu jafntefli 20:20 en Oddur Gretarsson lék ekki með Balingen. RN Löwen fór í toppsætið Ljósmynd/dkb-handball-bundeslig Á toppnum Alexander Petersson er lykilmaður hjá toppliðinu. Rúnar Alex Rúnarsson hélt marki Arsenal hreinu í Evrópudeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Arsenal heimsótti Molde og vann 3:0. Rúnar hefur nú leikið tvo leiki fyrir Arsen- al í keppninni og haldið hreinu í þeim báðum. Arsenal hefur unnið alla fjóra leiki sína og er nánast öruggt um að komast áfram. CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli gegn hollenska liðinu Feyenoord í Moskvu og á enn möguleika að komast áfram. Hörður B. Magn- ússon og Arnór Sigurðarson voru báðir í byrjunarliðinu. Aftur hélt Rúnar Alex hreinu Morgunblaðið/Eggert Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson lék gegn Molde í gærkvöld. Undankeppni EM kvenna F-RIÐILL: Slóvakía – Ísland...................................... 1:3  Svíþjóð 19 stig, Ísland 16 stig, Slóvakía 10 stig, Ungverjaland 7 stig, Lettland 0 stig.. B-RIÐILL: Georgía – Malta ........................................ 0:4 Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: CSKA Sofia – Young Boys ...................... 0:1 B-RIÐILL: Molde – Arsenal ....................................... 0:3  Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leik- inn í marki Arsenal. G-RIÐILL: AEK Aþena – Zorya................................. 0:3 Braga – Leicester..................................... 3:3  Leicester 10 stig, Braga 7 stig, AEK Aþena 3 stig, Zorya 3 stig. H-RIÐILL: Lille – AC Milan ....................................... 1:1 Sparta Prag – Celtic................................. 4:1  Lille 8 stig, AC Milan 7 stig, Sparta Prag 6 stig, Celtic 1 stig. I-RIÐILL: Maccabi Tel Aviv – Villareal.................... 1:1 Qarabag – Sivasspor ................................ 2:3  Villarreal 10 stig, Maccabi Tel Aviv 7 stig, Sivasspor 6 stig, Qarabag 0 stig. J-RIÐILL: LASK – Antwerpen ................................. 0:2 K-RIÐILL: CSKA Moskva – Feyenoord ................... 0:0  Hörður Björgvin Magnússon spilaði all- an leikinn í vörn CSKA og Arnór Sigurðs- son spilaði 63 mínútur á hægri kanti. Wolfsberger – Dinamo Zagreb ............... 0:3  Dinamo Zagreb 8 stig, Feyenoord 5 stig, Wolfsberger 4 stig, CSKA Moskva 3 stig. L-RIÐILL: Gent – Rauða Stjarnan ............................ 0:2 Slovan Liberec – Hoffenheim ................. 0:2  Hoffenheim 12 stig, Rauða Stjarnan 9 stig, Slovan Liberec 3 stig, Gent 0 stig. Katar Qatar SC– Al-Arabi ................................. 3:0  Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn á miðju Al-Arabi. Heimir Hall- grímsson þjálfar liðið. Danmörk B-deild: Viborg – Silkeborg .................................. 1:0  Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn í marki Viborg.  Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Silkeborg.  Vináttulandsleikur kvenna Danmörk – Noregur ............................26:29  Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs. Meistaradeild karla A-RIÐILL: Pick Szeged – Elverum....................... 36:27  Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í leikmannahóp Pick Szeged. Þýskaland RN Löwen – Wetzlar........................... 37:24  Alexander Petersson skoraði 1 mörk fyr- ir Löwen og Ýmir Örn Gíslason gaf eina stoðsendingu og stal einum bolta. Essen – Göppingen.............................. 28:32  Janus Daði Smárason skoraði 1 mark og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Göppingen. Balingen – Leipzig .............................. 20:20  Oddur Gretarsson var ekki í leikmanna- hóp Balingen. Stuttgart – Nordhorn ......................... 36:24  Viggó Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Stuttgart og Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað.   Forkeppni HM karla B-riðill: Ísland – Lúxemborg............................. 90:76 Slóvakía – Kósóvó................................. 91:62 Staðan: Ísland 5 stig, Slóvakía 5, Kósóvó 5, Lúxemborg 3.   Varnarmaðurinn Torfi Tímoteus Gunnarsson er genginn í raðir úr- valsdeildarliðs Fylkis í knatt- spyrnu. Torfi, sem kemur frá upp- eldisfélagi sínu Fjölni, skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Torfi er 21 árs gamall en býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hefur hann spilað 51 leik í efstu deild. Torfi á einnig að baki 29 leiki með yngri landsliðum Ís- lands. Níu þeirra eru með U21-árs landsliðinu, þar sem hann er enn gjaldgengur. sport@mbl.is Árbæingar þétta raðirnar SLÓVAKÍA – ÍSLAND 1:3 1:0 Mária Mikolajová 25. 1:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 61. 1:2 Sara Björk Gunnarsdóttir (víti) 67. 1:3 Sara Björk Gunnarsdóttir (víti) 77. M Agla María Albertsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Elín Metta Jensen Sara Björk Gunnarsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Rautt spjald: Engin. Dómari: Lina Lehtovaara, Finnlandi. Áhorfendur: Ekki leyfðir.  Liðsuppstillingar, gul spjöld og fleira í tengslum við landsleikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.