Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 81

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 81
MENNING 81 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2020 SVÖRT VIKA 25% afsláttur af öllum umgjörðum og sólgleraugum í verslunum okkar út mánudaginn 30. nóv. Gildir líka í vefverslun opticalstudio.is vinnu sinnar að myndlist hefur hún ætíð ferðast mikið þótt hún hafi allt- af verið búsett þar í borginni. Við ræðum nýju bókina þar sem hún fjallar meðal annars um það hvað Ísland hafi orðið sér mikilvægt. „Til að halda áfram, varð ég að fara til Íslands. Það þýddi aldrei að ég myndi setjast þar að – því miður hef- ur verið einhver misskilningur um að ég hafi verið búsett þar; ég var með vinnustofu á landinu um tíma en aldrei með búsetu. Ég var alltaf að koma og fara.“ Roni segist telja að þar sem hún hafi verið eins konar „varanlegur ferðamaður“, og komið svo reglu- lega í allan þenan tíma, og oft til langdvala, en farið heim á milli, hafi gert henni kleift að upplifa breyt- ingar sem hafi orðið á landinu og menningunni með öðrum hætti en þeir sem búa hér að jafnaði geri. Henni fannst hún með tímanum fá sterka tilfinningalega tengingu við landið, og svo sannarlega við lands- lagið og náttúruna, og sú tenging hafi augljóslega breytt lífi hennar. „Og á bæði illskilgreinanlegan og augljósan hátt hefur það haft áhrif á verkin mín. Það hefur haft meiri áhrif á verkin en nokkuð annað sem ég get hugað eða talað um.“ Hún segir reynslu sína hér hafa kennt sér margt „um eðli upplifana og styrk- inn sem staður getur haft á verk manns – algjör grundvallaratriði sem er ekki auðvelt að koma auga á en snerta mann. Ísland gaf mér þannig vídd í tungumálið sem ég hafði ekki áður og ég varð að halda áfram að snúa aftur til að þroska þekkingu mína, og lífið með það í huga.“ Vill ekki sjá landið eyðilagt Í kynningu útgefanda á Iceland Zombie segir að bókin sé hugleiðing um að vera í núinu. Í röð texta, sem séu ýmist ljóðræðnar hugleiðingar, smáskissur, myndskreyttar greinar eða dagbókarlýsingar, þá dragi bók- in upp áhrifaríka mynd af nær ævi- langri reynslu listamannsins í nátt- úru Íslands. Textarnir bjóði upp á ógleymanlega könnun bæði óskil- greinanlegra og óflýjanlegra afla fjarlægra staða og einnig sýn á það hvernig ein eyja geti fangað innsta kjarna manneskju. Í kynningunni segir að í áhrifa- ríkri umfjöllun Roni um veðrabreyt- ingar og önnur náttúruleg fyrirbæri, svo sem sínálæga nærveru vatns í öllum formum, taki lesandinn að skilja þörf hennar fyrir Ísland, stað sem hafi orðið svo mikilvægur fyrir bæði andlegt og skapandi líf hennar. Og á þessu ferðalagi bókarinnar séu menningarlegir ferðafélagar hennar margir, svo sem El Greco, Emily Dickinson, Judy Garland og Edgar Allan Poe. Þá er bent á að samhliða því að í bókinni sé fjallað um ægi- fagra orku náttúrunnar, þá taki Roni einnig fyrir neyslu, eyðingu og missi, þar sem iðnaður og mann- gerður heimur sæki að náttúru Ís- lands. Eins og hún ræddi einmitt í fyrsta samtali okkar 1991. Þegar við töluðum saman í síman- um á dögunum segist Roni hafa upp- lifað þegar dró að aldamótunum miklar breytinar hvað varðaði ágang á náttúruna hér. Og henni fannst það erfitt. Sífellt fleiri vegir voru uppbyggðir og malbikaðir og Íslend- ingar fóru, á sívaxandi flota stórra jeppa, að kanna landið í auknum mæli; landið sem var vissulega gott að við kynntumst betur. En þessi aukni ágangur og pressa á við- kvæma náttúruna hafi breytt upp- lifun hennar nokuð. „Og svo þegar við svo komumst yfir efnahagshrunið 2008 þá hófst eins konar heildsölu-brjálæðis- túrismi þar sem lággjaldaflugfélög tóku að veita fólki aðgang að Íslandi, þegar fólk annars staðar áttaði sig á því að landið var ekki eins langt í burtu og það hafði talið, og ágang- urinn á náttúruna varð mjög mikill. Þá varð staðurinn mér ekki jafn mikilvægur og hann hafði áður ver- ið,“ segir Roni. Hún bætir við að tæknibylting síðustu áratuga hafi líka gert það að verkum, að með farsímum og staðsetningartækni hafi hluti möguleikanna sem felast í ein- angrun og ímyndun tapast. „Og jafnvel þótt þú teljir þig vera ein- an, þá hefur sú hugmynd tekið gríðarlegum breytingum á síðustu 15 árum. Þar á meðal á Íslandi, og hefur haft mikil áhrif á það sem ég var að gera þar.“ Roni bætir við að vegna ferða- mannaflóðsins á landinu hafi hún komið minna til landsins að ferðast um óbyggðir en í áratugi áður. „Ég vil ekki horfa upp á landið eyðilagt. Ég vil ekki sjá skemmdirnar sem ég veit að eru þar,“ segir hún með þunga. Áhrifin af ferðamannaflóð- inu hafi ekki verið góð, nema þá efnahagslega, en það megi aldrei ráða bara för. Skapið mikilvæga hluti Roni hefur skapað áhrifarík verk um veðrið hér á landi og um áhrif þess á fólk. Hún hefur líka fjallað af mikilli aðdáun um byggingar Guð- jóns Samúelssonar og segist dást að því hvernig hann tengir þær við um- hverfið og náttúruna, til að mynda í hlutföllum og með vali á byggingar- efnum. Og það endurspegli viss gæði í íslenskri menningu, teng- inguna við umhverfi og náttúruöfl, sem sýni bestu hliðina á þjóðinni. Þar í felist viljinn til að spinna og skapa á öllum stigum, sem hún telur einstakan. Hún segist telja reynslu Íslendinga af því að takast óttalaus á við veðrið sem getur barið á eyj- unni hafa gríðarleg áhrif á það hvernig við tökumst á við áföll. „Við efnahagshrunið þá efaðist ég aldrei um að þið mynduð rífa ykkur strax upp úr því,“ segir hún. „Maður finn- ur þessa skynsemi í unga fólkinu. Það er merkilegt miðað við hvað menningin ykkar er smá hvað þið skapið ótrúlega hluti. Hvort sem það er tækni, tónlist eða bækur. Þið skapið ótrúlega mikið af mikil- vægum hlutum fyrir heiminn og ég dáist að því.“ Að lokum berst talið að greina- flokknum eða verkunum sem Roni skapaði fyrir síður Lesbókarinnar fyrir 18 árum. Henni finnst með ólíkindum að svo langt sé síðan. „Ég man vel eftir að hafa skrifað þessa texta, Iceland’s Difference, en ég var þá nýflutt í vinnustofuna mína hér í New York. Ég naut þess að fá þetta tækifæri til að tala við Íslendinga, eða hafa aðgang að þeim, um landið þeirra. Mér fannst örvandi og áhugavert að vinna þetta.“ Og þegar við kveðjumst segir Roni: „Ég hlakka mjög mikið til að komast aftur til Íslands en hvenær það getur orðið, eins og sakir standa, er engin leið að segja.“ Sérkenni Íslands Þrjú verkanna í röð Roni Horn Iceland’s Difference sem birtust 23 sinnum á baksíðu Lesbókar Morgunblaðsins vor og haust 2002. Þessi birtust 6. apríl, 18. maí og 12. október. Í verkunum fjallaði hún til að mynda um „hin mörgu hjörtu hvergisins sem dreifð eru um landið“ og um laugar hannaðar af Guðjóni Samúelssyni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.