Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 92

Morgunblaðið - 27.11.2020, Síða 92
BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ 10% AFSL. AF ÖLLU Í VERSLUNINNI 25% AFSL. AF ÖLLU Í VERSLUNINNI 30-50% AFSL. AF ÖLLU Í VERSLUNINNI KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM Í VEFVERSLUN OKKAR Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til keppninnar um bestu erlendu kvikmyndirna á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Myndin var valin í keppnina af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar. Agnes Joy var valin kvikmynd ársins á Edduverðlaununum í ár. Silja Hauksdóttir leikstýrði og skrifaði einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Tilkynnt verður 15. mars hvaða erlendu kvikmyndir komast í lokakeppnina um verðlaunin en þau verða afhent 25. apríl. Kvikmyndin Agnes Joy verður fram- lag Íslands til keppni um Óskarinn FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Ísland sigraði Lúxemborg 90:76 í forkeppni HM 2023 í körfuknattleik í Eurovia Aréna í Bratislava í Slóvakíu í gær. Riðill Íslands er kominn í hnút eftir gærdaginn en Ísland, Slóvakía og Kósóvó eru öll jöfn eftir þrjá leiki í forkeppninni. Tvö lið komast áfram á næsta stig keppn- innar en á morgun mætir Ísland liði Kósóvó sem tapaði fyrir Slóvakíu í gær. Lúxemborg var yfir 38:34 að loknum fyrri hálfleik. En íslenska liðið þurfti smá tíma til að hrista sig saman og sleit sig frá Lúxemborg í síðari hálfleik. »77 Allt í hnút í riðli Íslands í for- keppni HM karla í körfuknattleik ÍÞRÓTTIR MENNING að þegar hann var þar í landi hafi hann iðulega heimsótt kaþólskar kirkjur og kveikt þar á kertum. „Ég hef séð ansi marga kertastanda í kirkjum en samt hef ég aldrei unnið sambærilegt verk og þennan bæna- kertastand,“ segir Sigurður Árni. Listamaðurinn segir að töluverð- ur munur sé á kertastöndum í kaþólskum og lúterskum kirkjum, þótt hann hafi ekki gert fræðilega úttekt á því. Kertastandar séu komnir í margar kirkjur á Íslandi og þeir virðist vera mun veglegri en víða í kaþólskum kirkjum í Frakk- landi. „Kópavogskirkja er ótrúlega fal- leg,“ segir Sigurður Árni, sem fékk fyrirtækið Geislatækni til að skera verkið til og sjóða hluti saman. „Ég styðst við bogana í arkitekt- úr kirkjunnar og bæti við kross- markinu, sem er eins og hryggj- arstykki í bænakertastandinum.“ Sjö sé heilög tala og kertahillurnar minni meðal annars á hæðirnar sjö til ljóssins. Þrír fætur sökkulsins vísi til hinnar heilögu þrenningar, föður, sonar og heilags anda. „Fæt- urnir sjálfir taka mið af tréverkinu eftir Hörð Ágústsson sem er inni í kirkjunni.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bænaljósastandur eftir Sigurð Árna Sigurðsson myndlistarmann verður formlega tekinn í notkun í Kópa- vogskirkju 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, og verður streymt frá athöfninni. Verkið er gjöf fjölskyldu tengdrar kirkjunni. Sr. Sigurður Arnarson, sóknar- prestur í Kópavogskirkju, segir að bænaljósastandurinn sé mikið lista- verk og gjöfin sýni vel hug fjölskyld- unnar til hennar. „Síðan ég tók við þjónustu hér 2009 hef ég átt mér þann draum að Kópavogskirkja ætti svona grip enda hafa sóknarbörn lengi talað á sömu nótum,“ segir Sig- urður. Kópavogskirkja er listaverk í sjálfu sér. Gerður Helgadóttir gerði steinda glugga hennar, altaristaflan er eftir Steinunni Þórarinsdóttur, forgöngukross og tveir kertastjakar eru eftir Evu Björnsdóttur og auk þess á kirkjan listaverk eftir Bar- böru Árnason, Benedikt Gunnarsson og Hörð Ágústsson. „Verk Sigurðar Árna fellur vel inn í kirkjuna og önn- ur listaverk sem hér eru,“ segir Sig- urður. Öðruvísi verk Í liðinni viku var opnuð í Lista- safni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum yfirlitssýningin „ÓraVídd“ á verkum sem spanna um 30 ára feril Sigurðar Árna. Málverkið hefur alla tíð loðað við hann en hann hefur einnig farið út fyrir það með góðum árangri, meðal annars með því að skapa þrí- víð verk. „Myndlistin leiðir mann út og suð- ur og upp á síðkastið hef ég verið að færa mig inn á upphleypt veggverk,“ segir hann. Bætir við að allt síðasta ár hafi hann að mestu unnið að und- irbúningi sýningarinnar á Kjarvals- stöðum, en opnun hennar hafi frest- ast vegna kórónuveirufaraldursins. Sigurður Árni lærði og bjó lengi í Frakklandi og hefur meðal annars starfað sem gestakennari við Lista- háskólann í Montpellier. Hann segir Hæðirnar til ljóssins og heilög þrenning  Listaverk eftir Sigurð Árna Sigurðsson í Kópavogskirkju Ljósmynd/Hreinn S. Hákonarson Í Kópavogskirkju Sigurður Árni Sigurðsson við bænaljósastandinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.