Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Side 7
1901
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfíöldi á öllu landinu í árslok var talinn 78470 (76308 í árslok 1900).
Lifandi fæddust 2179 (2237) börn, eða 28,2%c (29,3%e).
Andvana fæddust 74 (71) börn, eða 32,8%c (30,8%c) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 32.
Manndauði á öllu landinu var 1155 (1616) menn, eða 14,9(4 (21,2%0).
Á 1. ári dóu 176 (292) börn, eða 80,8%o (130,5%„) lifandi fæddra.
Af slysförum dóu 107 (drukknuðu 90, urðu úti 4, vegna annarra slysa 13).
Sjálfsmorðingjar voru 5.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar var yfirleitt talið í betra lagi. Að vísu gekk skarlatssóttarfaraldur sá,
er hófst árið áður, víða uin land, gerði meira og minna vart við sig i 28 héruðum af
38, sein skýrslur komu úr,1) en sóttin var víðast væg og manndauði lítill (13 af 1043
skráðum sjúklingum). Taugaveiki var heldur í tíðara lagi, en aðrar landlægar far-
sóttir: lungnabólga, lungnakvef, hálsbólga og garnakvef voru með fátíðara móti.
A. Bráðar farsóttir.
Hér fer á eftir hið markverðasta, er frá bráðum farsóttum er greint í aðalskýrslum
héraðslæknanna (talið í sömu röð og á farsóttaskránum):
1. Hlaupabóla (varicellae)
stakk sér niður í nokkrum héruðum, oftast í Reykjavikur- og Keflavíkurhéruðum,
en var alls staðar væg, og meiri hluti sjúklinga hefur fráleitt leitað læknis.
2. Skarlatssótt (scarlatina).
Talið er, að skarlatssóttin kæmi til landsins árið áður, en elcki bar læknum
sáman um, hvar eða með hverjum hætti. Líkast til má þó ráða hvoru tveggja af upp-
lýsingum þeim um feril sóttarinnar, er héraðslæknirinn í Reykjavíkurhéraði, Guðm,
hjörnsson, fékk, þegar hann varð fyrst var við hana í héraði sínu. Voru þær á þá leið,
samkv. bréfi lians til landlæknis, dags. 16. april 1900, daginn eftir að hann hafði séð
1) Skýrslur bárust ekki úr Mýra-, Flateyjar-, Öxarfjarðar- og Þistilfjarðarhcruðum. sem voru
læknislaus allt árið,