Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 8

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Page 8
1901 (5 fyi stu skarlatssóttarsjúklingana, að sótlin hefði borizt á bæ þann í Reykjavíkurhéraði, er hún fannst fyrst á, Lónkot í Hraunum, með pilti, er þar átti heima, en hafði verið til dvalar á Kalmanstjörn i Höfnum, hafði sýkzt þar og verið fluttur þaðan sjúkur heim að Lónkoti. En að sögn piltsins hafði sjómaður á Kalmanstjörn, er mjög hafði vanið komur sínar í enska botnvörpunga, tekið „ókennilega veiki“ fyrir h. u. b. 3 vik- um. Nokkrum dögum síðar hafði svo pilturinn veikzt svipað og' sömuleiðis annar piltur til á Kalmanstjörn. Pilturinn kom heim að Lónkoti á mánudag. Systir hans veiktist á miðvikudag og 2 yngri systkini hans á fimmtudag. — Héraðslæknirinn í Keflavíkurhéraði taldi á hinn bóginn, að skarlatssóttar hefði ekki orðið vart í sínu héraði fyrr en í júlímánuði, en ekki ósannar það sögu Lónkotspiltsins, sýnir aðeins, að héraðslæknisins hefur ekki verið vitjað til sjúklinganna á Kalmanstjörn né hann fengið þá lýsingu af sjúkdómi þeirra, er hann gæti ráðið af, að þeir hefðu skarlats- sótt. Áður en langt leið barst sóttin til Reykjavíkur og þaðan til annarra héraða, þrátt fyrir miklar og dýrar sóttvarnartilraunir, og 1901 hélt hún enn áfram að breið- ast út og það svo mjög, að hennar varð meira eða minna vart í nálega % læknishérað- anna á árinu. Vörnurn var alls staðar beitt framan af; er svo að sjá sem sumir lækn- anna séu ánægðir með árangurinn af þeim, en sannast að segja virðast þær hafa verið harla gagnslitlar. Fór og svo að lokum, að þeim var smám saman hætt, er sóttin var komin um allt, og var byrjað að fella þær niður sums staðar á þessu ári. Var sóttin oftast mjög væg, miklu vægari en venjulegt var talið, og mun það hafa átt mestan þáttinn í því, hve varnir gengu illa, því að bæði hefur það leitt til þess, að henni hefur oft verið leynt vísvitandi eða óviljandi; ruglað sainan við aðrar sóttir, svo sem hálsbólgu eða rauða hunda. Sumir læknar voru jafnvel helzt á því, að far- sótt þessi væri ekkert annað en rauðir hundar, eða þá eins konar millisjúkdómur milli skarlatssóttar og rauðra hunda (rubeola scarlatiniformis eða „vierte Krank- heit“), þótt ekki sé þetta raunar sagt fullum fetum í neinni skýrslunni. Er þetta að vísu fremur ólíkleg't, því að þung og „typisk“ skarlatssóttartilfelli komu fyrir, en á hinn bóginn getur vel verið, að rauðir hundar hafi gengið sums staðar jafriframt skarlatssóttinni og verið taldir í flokki með henni. — Hér fer á eftir útdráttur úr því helzta, sein læknar rituðu um skarlatssóttina í ársskýrslum sínum: Reykjavikurhérað: I Reykjavík kom sóttin alls á 92 heimili; á 71 heimili veiktist aðeins 1 manneskja, á 12 heimilum 2 manneskjur og á 9 heimilum fleiri en 2. Sótt- vörnum var haldið uppi allt árið á sama hátt og áður. Kjósarhérað: Skarlatssóttin hefur verið mjög væg, sumir sjúklingarnir alls ekki lagzt í rúmið, enginn dáið. Ólafsvíkurhérað. Skarlatssótt gekk víðs vegar í héraðinu fyrri part ársins. Fyrstu tilfelli af veikinni sá ég 9. apríl, en ég er sannfærður um, að hún hefur byrjað löngu fyrr í vissum hlutum héraðsins, þótt ég væri ekki látinn vita af því vegna þekkingar- leysis almennings á veikinni og vegna þess, hve væg hún yfirleitt var. Reijkhólahérað: Fyrstu dagana af nóvember kom hálsbólga með útslætti á 1 bæ í þessu héraði, en var mjög væg, og seint 1 þeim mánuði (19. nóv.) fluttist hún til Reykhóla, þar sem hún var til ársloka. Veikin var svo væg á flestum, að krökkum varð varla haldið í rúminu, þangað til engar veikindamenjar sáust á þeim, sem tíðast var um og undir 5 daga. Grun um skarlatssótt — hafi það nokkurn tíma hún verið —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.