Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 10
1901
8
börn og unglingar, er öll voru einangruð, og sótthreinsun í öllum húsunum lokið innan
ársloka.
Rangárhérað: Að vísu niá segja, að veiki þessi hafi yfir höfuð að tala verið væg,
en saint hefur liún gert mikið tjón, þar sem hún hefur komið, einkum hvað vinnulap
snertir og þar af leiðandi heyskort o. fl., fyrir utan manndauða, sem af henni hefur
slafað. Marg'ir urðu mjög þjáðir, og sumir verða áreiðanlega aldrei jafngóðir eftir
veikina eða afleiðingar hennar. Flestir lágu stutt, en aðrir aftur mjög lengi. Sjúkling-
urinn, sem lengst var rúmfastur, lá í 20 vikur og dó svo. Ég hafði eigi ástæður til
að rannsaka þvag, nema frá fáum sjúklingum, en eggjahvítu fann ég í þvagi sumra
þeirra. % partar þeirra sjúklinga, sem síðan í október f. á. hafa orðið sjúkir af skar-
latssótt, hafa fengið „liðagigt“ sem eftirsjúkdóm.
Eyrarbakkahérað: Skarlatssóttin kom upp hvað eftir annað á ýmsum slöðum,
þrátt fyrir einangranir og sóttkvíun í sérstöku húsi á Eyrarbakka. Varð 2 börnum
að bana.
Keflavíkurhérað: Skarlatssótt barst í janúarmánuði á 1 bæ á Vatnsleysuströnd,
Asláksstaði, og veiktist konan og ö börn hennar. Með einangrun tókst að stemma stigu
fyrir frekari útbreiðslu hennar þar. í febrúarmánuði barst jiessi sama sótt til Hafn-
anna: byrjaði hún á því að verða að bana sængurkonu og barni hennar, tók svo all-
mikla útbreiðslu um Kirkjuvogshverfið, tók menn á öllum aldri og urðu sumir þungt
haldnir. Alls urðu þar veikir 31 manns. Síðar á árinu g'erði sóttin vart við sig í Keflavík,
Garði, Grindavík, Vogum og á Miðnesi, á 1 eða fáum heimilum í hverjum stað, og'
voru öll þau tilfelli fremur væg.
3. Barnaveiki (diplitheritis).
Hennar varð aðallega vart i 2 héruðum, Akureyrarhéraði og Höfðahverfishéraði,
og var skæð i báðum. Auk þess eru skráðir 2 sjiikl. í Stykkishólmshéraði og 1 sjúkl.
í l'ljótsdalshéraði, er hafði ótvíræðlega lamanir eftir veikina, en sóttin sjálf var bötnuð,
er læknir sá hann. Um sóttina segir svo í ársskýrslum úr Akureyrar- og Höfðahverfis-
héruðum:
Akureyrarhérað: Diphtheritis hefur víða stungið sér niður þelta ár. Efalaust
hefur veikin verið á 10 bæjum, en séu grunsöm heimili talin með, þá að minnsta
kosti 12. Það er þrennt, sem að minni hyggju heldur veikinni við ár frá ári, svo að
allar útrýmingartilraunir hafa haft minni árangur en skyldi: 1) Veikin er oftast væg,
svo að líklega fær fjöldi barna hana, sem enginn hefur hugmynd uni. Þessi vægu
sjúkdómstilfelli, sem enginn skeytir um, halda veikinni á lofti og litbreiða hana, án
þess að að verði gert, og gera oft og einatt nærfellt ómögulegt að rekja feril hennar.
2) Útrýming sóttnæmisins, jafnvel þar sem sótthreinsað er, cr að öllum líkindum mjög
ófullkomin. Bæði geta sóttkveikjur lifað í hálsi þeirra, er veikina hafa haft, vikum og
mánuðum saman, þótt þeir séu orðnir alheilir, og' auk þess er sótthreinsun, sem treysta
megi, nærfellt ókleift verk á flestum íslenzkum heimilum, með þeim húsakynnum,
sem víðast hvar eru. 3) Hræðsla við sóttvörn og einangrun þykist ég vila, að komi
ýmsum til að dylja, að barnaveiki sé á bænum, þó að húsráðendur viti ef til vill um
það. Víst er um það, að öllum fjölda manna cr mjög illa við sóttvörn og ófrelsi það,
sem einangrun hefur í íor með sér. Alls er mér kunnugt um, að sýkzt hafi 10 manns i